11.02.2014 18:18

Þrír til viðbótar

Ég held aðeins áfram með leiguskip Skipadeildar SÍS Og ég bið menn að athuga að myndirnar þurfa ekki endilega að vera af réttum skipum. En yfirleitt passa þær við mínar upplýsingar Næsta skip hét LORNA

LORNA



                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Pot í Bolnes Hollandi 1927 sem WEST VLAANDEREN  Fáninn var: hollenskur  Það mældist: 205.0 ts, 346.0 dwt Loa: 45.10. m, brd 7.60. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1940 Hs.71 - 1942 WESTFLANDERN - 1946 LORNA - 1958 SORNA - 1973 SIBA - 1976 RAMDAL Nafn sem það bar síðast undir sænskum fána.En skipið var rifið í Landskrona 1984

Næst var svo GRANITA


                                                                                               © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Scott Bowling í Bowling,Bretlandi 1936 sem BAMBOO Fáninn var: breskur  Það mældist: 129.0 ts, 360.0 dwt Loa: 43.30. m, brd 7,20. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1953 GRANITA - 1959 PUTTE PAN - 1962 KARIN BAHNSEN - 1965 HENRIK - 1970 MORUKA - 1986 MORUKA EXPRESS Nafn sem það bar síðast undir norskum fána En það mun hafa sokkið 27.03.1988 þegar verið var að draga það frá Miami til Haiti

Næst var svo JAN KEIKEN


                                                                                                                     © Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Pohl & Jozwiak í Hamborg 1953 sem JAN KEIKEN Fáninn var: þýskur  Eftir lengingu strax 1953 mældist skipið : 574.0 ts, 950.0 dwt Loa: 43.80. m, brd 8.00. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1958 UTE PARCHMANN - 1963 ELSE WULF - 1972 BUNCRANA TRADER - 1975 PETALON Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið  strandaði undan Gramvousa, á Krít 26.11.1976  Á leiðinni frá Chalkis til Tripoli, Libýu með  asbeströr

Lokað fyrir álit

10.02.2014 20:22

15 leiguskip

Í maí 1954 var Skipadeild SÍS með fimmtán leiguskip hvorki meir eða minna Svona litu skipafréttir deildarinnar út í Tímanum þ 4 maí 1954



Ég ætla að reyna að vinna úr þessu smásaman Hér eru þrjú fyrstu skipin

JÖRGEN BASSE


                                                                                                  © Rick Cox


Skipið var smíðað hjá Van der Werff's í Westerbroek,Hollandi 1949 sem ZENITA Fáninn var: finnskur  Það mældist: 493.0 ts, 615.0 dwt Loa:51.20. m, brd 8.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1950 KAARINA - 1954 JORGEN BASSE - 1956 WALSTREAM - 1964 AVLIS - 1969 LARYMNA - 1974 PATRICK Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En það varð eldi að bráð og var rifið upp úr      því í Píreus  1978    

FUGLEN      


                                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk                

Skipið var smíðað hjá Van Diepen í Waterhuizen.Hollandi 1951 sem TOOS Fáninn var: hollenskur  Það mældist: 487.0 ts, 660.0 dwt Loa: 53.40. m, brd 8.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1954 FUGLEN - 1959 RENATA Nafn sem það bar síðast undir sænskum fána Skipið sökk 30 sml S af Öksöy 03.03.1970 á leiðinni frá Lillesand til Rotterdam með farm af "carborundum" Einhver blanda sem notuð er að ég held í allslags slipi verkfæri

ERIK BOYE



                                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Gebr. van der Windt í Vlaardingen Hollandi 1919 sem Nereus. Það mældist 332,0 ts 400.0 dwt. Loa:40.40 m brd:7,10 m Skipið fær nafnið Rijnveer, 1922. Schelde 1923 Nieuwendam 1932.Var svo selt Th. Joh. Kyvik og Hilmar Hauge, Haugesund Noregi 1938, og skírt Fjeldberg Í WW2 lá skipið í Malmö(en það var það statt þegar þjóðverjar hertóku Noreg) og var notað sem stjórnstöð fyrir Nortraship, "The Norwegian Shipping and Trade Mission". En Nortraship stjórnaði hinum frjálsa kaupkipaflota Norðmanna  Seldt  1947 Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt  Erik Boye 1952 var það lengt upp í 49,2 Loa og nú mældist það 379,0 ts 500,0 dwt,Ný vél var sett í skipið 6 cyl. 2T Alpha 360 bhp, Skipið strandaði við Men-Az-Laz Rock, Iles Molenes( rétt hjá Brest) 02-09-1964 á leið frá Lorient (Frakklandi) til Par ( England)


Takið eftir að Rostoc er oft nefnd í skipafréttunum Geri ráð fyrir þarna hafi k fallið niður í ROSTOCK Og gæti ekki verið skipin hafi lestað þar áburð?? Ef litið er til losunarhafnanna. Þarna hefur Skipadeildin komin til sögunnar og hafa "meglarar" hennar haft nóg að gera við að finna skip og rótera

Lokað fyrir álit

10.02.2014 11:44

Arnarfell I í Borgarnesi

Ég fann tvær myndir af Arnarfelli I teknar í Borgarnesi á sínum tíma í Ljósmyndasafni Borgarfjarðar Ég sendi vini mínum Heiðari Kristins þær til skoðunar áður en ég hafði leyfi til að birta þær hér. Hann brást vel við og sendi smá pistill. Nú hef ég náð í eigands myndanna Gunnar Kristjánsson,góðan og gegnan Borgnesing sem gaf mér strax umbeðið leyfi. Hér er pistill Heiðars með myndum Gunnars. Ég þakka þeim báðum kærlega fyrir efnið:

Mikið er gaman að sjá þessar myndir hef ekki séð þær áður.  Ég var þarna um borð I. stýrimaður  þegar þetta var og mig minnir að Sverrir hafi verið II. stýrimaður og Guðmundur Lárusson III stýrimaður ekki samt alveg viss.  Við fórum frá Gufunesi minnir mig með áburð og lestað eins mikið og djúpristan leyfði.  Farið var snemma morguns og komið að Borgarnesi á morgun flóðinu        ( stórstreymt)  Ekki tókst betur til en svo að þegar komið var að bryggjunni var ennþá mikill innstraumur (eftirstreymt) . Það náðist að koma kastlínu í land að framann en þeir sem tóku við urðu að sleppa henni og ekki náðist að koma upp landfestum enda ferðin mikil á skipinu og lenti það á eyrinni og náðist  ekki út þó bakkað væri á fullri ferð. Því var reyndar fljótlega hætt til þess að moka ekki drullunni fram með skipinu og jafnvel festa það enn meira. 


                                                                                                © Gunnar Kristjánsson

Við skutum línu í land og komum landfestum framan og aftan í bryggjuna en þegar það var búið var fallið svo mikið út að við náðum ekki að hífa okkur  út.  Sátum því þarna allan daginn Borgnesingum til athlægis sem komu margir á bryggjuna og híuðu á okkur.  Skipið flaut svo upp  nokkru fyrir síðdegisflóðið og við hífðum okkur að bryggjunni um kvöldmatarleitið.  Jón Daníelsson var skipstjóri og við vorum með leiðsögumann frá Reykjavík um borð og þetta var í síðasta skipti sem Jón Dan tók leiðsögumann í Borgarnes sagðist geta gert svona án leiðsagnar.   Ekki urðu neinar skemmdir á skipinu enda rann það bara þarna inn í drulluna og maður fann ekki einu sinni þegar það tók botninn. 


                                                                                                © Gunnar Kristjánsson
En í marga mánuði gott ef ekki meira en í ár sást á fjörunni farið eftir Arnarfell þarna á eyrinni.
Við vorum að fara í slipp eftir þessa ferð og vegna þessa varð tryggingaklúburinn að borga upptökuna til að kanna botninn  en skemmdir voru auðvitað engar.  Svo segja má að þetta óhapp hafi orðið Skipadeildinni til smá útgjaldasparnaðar þó svo að í littu væri. Kúnstin við að sigla í Borgarnes á þetta stórum skipum var sú auk þess að þekkja vel til siglingaleiðarinnar að vera á flóðinu  yfir rifið skammt utanvið og að örlítið væri byrjað að bresta út þegar komið var að bryggjunni til að hafa betri stjórn á skipinu. 

Lokað fyrir álit

06.02.2014 21:07

Meira frá Heiðari

Ég fékk annað skemmtilegt bré frá Heiðari Kristins í dag.Mig minnir að hann hafi ymprað á því í gær að það sem hann sendi mér þá hafi fundist við tiltekt (í kjallaranum ??) hvar sem það nú var. Sé þetta rétt munað hjá mér ætla ég bara  síðunnar vegna að vona að hann haldi sig meira við svona tiltektir. En að öllun fíflaskap slepptum þá er hér seinna bréf Heiðars sem og þakka kærlega fyrir

Á hafísárunum sem svo voru kölluð fórum við á Arnarfelli nokkrar ferðir á Norðurlandið.  Þetta var bölvað pjakk að komast þetta og gekk hægt Jón Daníelsson var skipstjóri og útsjónasamur að potast þetta. Oft var farið með ströndinni ærið grunnt en rétt lullað áfram og allt fór þetta vel.  Á myndunum hér sést út á ísjakana og á hinni myndinni hafa þeir Sverrir Hannesson stýrimaður og Rúnar Geirsson bátsmaður tyllt sér nokkuð hátt til að reyna að sjá heppilega leið.  Báðar myndirnar eru tekna á austanverðum Húnaflóa.  Ég hélt því fram við Jón Dan að við hefðum farið yfir Skallarifið í þessari ferð en hann vildi nú ekki samsinna því enda var það nú ekki alveg rétt, en við smeygðum okkur alveg með því.


                                                                                                                        © Heiðar Kristinsson
 

                                                                                        © Heiðar Kristinsson
Lokað fyrir álit

05.02.2014 21:21

Arnarfell

Fékk þetta skemmtilega bréf í gær frá góðum vini og velunnara síðunnar Heiðari Kristinssyni. Því miður var smá bras á þessu í gær en nú er þetta komið í lag Í kvöld hafði svo annar góður vinur og velunnari síðunnar Sverrir Hannesson  samband og bætti um betur af þessum tunnutúr Ég þakka þeim félögum Heiðari  og Sverr ikærlega sendingarnar En hér er bréf Heiðars:

Frá Arnarfelli því eina og sanna.

Tunnuflutningar voru árvissir hér fyrr á árum og skip oft með mikið háfermi á þeim tíma.Myndirnar er frá árinu 1966 en þá lestaði  Arnarfell  í Haugasundi  tómar síldartunnur til Austfjarðahafna.  Á seinni hluta leiðarinnar hreppti skipið slæmt veður og skekktist farmurinn á framþilfarinu nokkuð. Nokkrar styttur svignuðu út en engin brotnaði ef ég man rétt.  Allt var þessi farmur vel sjóbúinn og ekkert fór út af þessu en sennilega hefur þar ekki vantað mikið á. Ekki man ég nú hvað þetta voru margar tunnur en 41 þúsund kemur upp í hugann Sverrir Hannesson  getur kannski upplýst okkur um það.  Á myndinni er skipið að koma til  Fáskrúðsfjarðar og  Albert Kemp  heiðursmaður á Fáskrúðsfirði  mikill áhugaljósmyndari tók myndina af skipinu á firðinum  og gaf mér fyrir nokkrum árum. Sjálfur tók ég myndina sem tekin er við bryggjuna og í Haugasundi áður en lagt var í hann. 


                                                                                                                                     © Heiðar Kristinsson
Og hér er innslag Sverris


                                                                                 © Albert Kem

Og hér




                                                                                                                           © Heiðar Kristinsson

Hér á síðunni var Bjarni Halldórsson að velta því upp hvenær hætt hafi verið að sigla á Borðeyri og Óspakseyri. Það væri gaman að kanna það ef einhverstaðar liggja fyrir  upplýsingar um það. Ég man að við fórum á Borðeyri á Helgafelli það hefur þá verið á árunum 1972 - 1975 en hvort það hefur verið siglt þangað eftir það veit ég ekki en ég hef ekki komið á þessa staði á skipi síðan.   

Á  myndunum sem hér fylgja og teknar eru af mér 1966 er verið að losa timbur úr Arnarfelli á Óspakseyri. Þeir höfðu þá fengið nýjan uppskipunarbát (nótabát úr stáli í stað gamals nótabáts úr tré)  Við Sverrir Hannesson vorum  stýrimenn á Arnarfelli þegar þetta var og báðir nokkuð galsafengnir aðallega þó Sverrir og vorum að mana kallana til að taka aðeins meira í bátinn en í næstu ferð á undan.   Það auðvitað endaði með því að bátinn fyllti en sökk þó ekki og allt draslaðist þetta í land.  


                                                                                                                      © Heiðar Kristinsson


                                                                                                                           © Heiðar Kristinsson

Það er líka sögulegt við þessa ferð að þetta var í fyrsta skipti sem lestað var búntað timbur í Sambandskip. Áður var þetta tínt niður spýtu fyrir spýtu  og sami háttur við losun.  Sitt sýndist nú hverjum um þessa hagræðingu eins og alltaf þegar breytingar eiga sér stað. Það var bölvað bax að lesta þetta en gekk þess betur þegar að losuninni kom. Læt svo fylgja hér með mynd af Oddgeiri Karlssyni  loftskeytamanni  skemmtilegum  félaga sem gott er að minnast. 

 

                                                                                                                         
                                                                                                                           © Heiðar Kristinsson 


                                                                                                                           © Heiðar Kristinsson

Lokað fyrir álit

05.02.2014 16:26

Syrpa af skipsströndum

Skipströnd eru misslæm og geta byrst í ótrúlegustu myndum og eru sjaldan til að gantast með. En stundum eftirá ef allt hefur gengið vel getur bros laumast fram
Þetta minnir
mig á þegar ég var  á Eldborginni og Akraborginni En slæmt rif var skammt undan bryggjunni í Borgarnesi sem kom fyrir að við festumst í
RicCox enskur "rafpóstvinur"minn á mikið og skemmtilegt safn af skipamyndum og í bland af skipsströndum  Þau eru sum tignarleg að sjá seinna eins og t.d þetta
Hér hefur radarinn sennilega ekki verið í lagi,kannske ekki kominn um borð Og
Þetta var við siglingaleið margra íslenskra skipa Og hér er einn sem lagði sig á ströndina Og  við höldum áfram að að sýna strönd Eitt er hér Annað hér og fleiri hér
Lokað fyrir álit

03.02.2014 17:39

Þrjú skip

Ég horfði á sjónvarpsmynd um Eimskipafélag Íslands í RÚV í gærkveldi.Hún var virkilega skemmtileg og fræðandi. Gaman að sjá þessum gömlu kempum bregða fyrir. Nokkur atriði vöktu samt athygli mína. T.d var ekki einu orði minnst á Thor Jensen annars danans sem svo virkilega kom að stofnun EÍ Með þeim Sveini Björnssyni og Emil Nielsen.

GULLFOSS I Sést hér með dönsku fánunum á síðunni


Á stjórnpalli GULLFOSS I Sigurður Pétursson skipstjóri og danskur haf

                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk
nsögum.

                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Og í sambandi við komu GULLFOSS I þá voru Vestmannaeyjar fyrsta viðkomuhöfn skipsins hérlendis. Og það var í Vestmannaeyjum sem málað var yfir danska fánan á síðum skipsins. En fánarnir voru málaðir á síðurnar vegna WW1. Og hálfhallærislegt þótti mér að sjá í myndinni málað yfir þá með málingarrúllum. Sem ekki komu til sögunnar fyrr enn einum tuttugu og fimm árum síðar.Þeir hefðu betur sleppt því myndskeiði Og það er alltaf talað um að Eimskipafélagið sjálft hafi misst tvo skip í WW2. Þ.e.a.s GOÐAFOSS II og DETTIFOSS I.

GOÐAFOSS II



                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk


En mér finnst alltaf vanta þriðja skipið GULLFOSS I í þá upptalningu. En EÍ missti það skip líka í gin Þjóðverja. Þó svo sá missir hafi ekki kostað mannslíf.EÍ fékk tryggingarféð greitt sem og hinna skipanna Og sennilega í næstu mynd sjáum við skemmtilega nýjung í "dráttarbrautum" eða loft púða

DETTIFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

En hvað um það. Látum ekki "kennitölu-" eða "eignarhaldsflakk" spilla gleði starfsmanna EÍ yfir tímamótunum. Eimskipafélag Íslands "óskabarn þjóðarinnar" var stofnað 17 jan 1914. Það er staðreynd sem enginn getur mælt á móti Hvað svo sem öllum kennitölum viðkemur
Lokað fyrir álit

30.01.2014 15:44

Hafskip 4 LANGÁ

Frá því að SELÁ  kom ný til landsins þar til nýtt skip Hafskip, LANGÁ birtist liðu tæp tvö ár



Og Framsóknarblaðið í Vestmannaeyjum skrifaði þetta m.a um skipið þ 14 apr 1965



Skipið var smíðað  hjá  Kremer Sohn í  Elmshorn Þýskalandi 1965 sem:LANGÁ  Fáninn var: íslenskur Það mældist: 1401.0 ts, 2233.0 dwt. Loa: 74.70. m, brd 11.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1985 MARGRID - 1987 MADRID - 1990 MIDEAST - 1991 DON GUILLO - 1992 ALMIRANTE ERASO - 1998 ADRIATIK - 2001 SOL DEL CARIBENafn sem það bar síðast undir fána Sao Tome and Principe En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið:"  No Longer updated by (LRF) IHSF(since 24/09/2010)"

Gluckstad í Þýskalandi þar sem Hafskipsskipin voru fullgerð

                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur

LANGÁ  í fyrsta skifti í heimahöfn Þ.e.a.s. Neskaupstað


                                                                 © Bjarni Halldórs

Helstu yfirmenn skipsins og félagsins,við komu þess Frá v Örn Ingimundarson yfirstm Sigurður Njálsson þess tíma forstjóri Hafskip Ólafur Jónsson varaform. stjórnar félagsins Steinarr Kristjánsson skipstj. Gísli Gíslason stjórnarformaður félagsins Þórir Konráðsson yfirvélstj.


                                                                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur

Þeir sjást þarna á myndinni Steinarr Kristjánsson skipstóri sem stjórnaði LANGÁ í byrjun með Þórir Konráðsson sem yfirvélastjóra

LANGÁ á siglingu


                                                                                                                               © Rick Cox

Þegar smíði LANGÁR var langt komið eða þ 18/3 1965 voru þeir Kremer bræður Herman og Max eigendur skipasmíðastöðvarinnar sem höfðu smíðað skipin fjögur fyrir Hafskip sæmdir Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu

Matsveinninn við "hlóðirnar" Árni Björnsson ættaður frá Vestmannaeyjum

                                                                                                 Mynd úr safni Bjarna Halldórs © óþekktur
Langá í Gautaborg

                                                                                                  ©  Bjarni Halldórs

Bjarni Halldórsson fv skipstjóri sendi mér einnig þessa skemmtilega mynd hér að neðan Ég gef Bjarna orðið um myndina:"Hún er tekin Óspakseyri 1969 Við (Langá) vorum að losa fóður þarna  sem var sett í báta (bringinga báta) svo notuðu þeir kranann til að sveifla heisinu aftan á dráttarvél og keyrðu það upp í skemmu.Þeir voru alveg hissa á að við ættum ekki nóg brennivín ,því það hafði ekki skort í skipinu sem kom um haustið.Þá var svo mikill snjór að þeir báru allt fóðrið á bakinu úr fjöruborði uppí skemmu.Ég man ekki vegalengdina 50 - 100 m. ??" 



                                                                                                     ©  Bjarni Halldórs



                                                                                                               © PWR


                                                                                                               © Bunts
Lokað fyrir álit

28.01.2014 16:50

Hafskip 3 Selá

Og aftur var það nýsmíði hjá Hafskip Og nú hét skipið Selá Það kom fyrst til Landsins 2 des 1963




Tæpum 15 mánuðum eftir komu RANGÁR I var þessi frétt svo á þriðju síðu Morgunblaðsins þ 4 des 1963

Margt "fyrimanna" var samankomið til að fagna hinu nýja skipi

                                                                                 © Bjarni Halldórsson


Nú menn úr áhöfninni stóðu vakt  Þarna voru menn ungir og sjarmerandi en nú bara s... já ekki meir um það


                                                                                 © Bjarni Halldórsson

Selá I


                                                                                                               © T. Diedrich

Skipið var smíðað hjá Kremer Sohn í Elmshorn,Þýskalandi 1963  sem: SELÁ Fáninn var:íslenskur Það mældist: 962.0 ts, 1746.0 dwt. Loa: 66.50. m, brd 10.20. m Skipið  gekk aðeins undir tveimur nöfnum. En 1974 fékk það nafnið SKYMASTER. Nafn sem það bar síðast undir grískum fána. En endalok skipsins urðu að það kviknaði í því  á  34°20´0 N og 033°44´0 A Þ 23.07.1979 Skipið var svo dregið stórskemmt til Beirut þar sem það sökk svo  í júlí 1984




                                                                                 © Peter William Robinson

Selá stjórnaði fyrst Steinarr Kristjánsson skipstjóri



Með Þórir Konráðsson sem yfurvélstjóra



SELÁ

                                                                                         © söhistoriska museum se


                                                                               © söhistoriska museum se



Lokað fyrir álit

28.01.2014 12:36

Hafskip 2 Rangá

Það var glatt  á hjalla  19 ágúst 1962.Þegar nýtt skip Hafskip h/f RANGÁ kom til heimahafnar sinnar Bolungavíkur í fyrsta sinn


Svona leit hluti af síði 15 í Morgunblaðinu út þann 14 sept 1962


Skipinu stjórnaði í fyrstu Steinarr Kristjánsson skipstjóri




Með Þóri Konnráðsson sem yfirvélstjóra



Hér eru myndir frá afhendingu skipsins í Elmshorn í júlí 1962 þegar skipið var afhent Hafskip

Þær voru þýskar og báru fram baunasúpu

                                                                                                  © Bjarni Halldórsson

Á þessari mynd eru t fr v Hrólfur Marteinsson.  Brinkham ( sá sem teiknaði skipið já og önnur fyrir Hafskip) sem ekki virðist hafa dugað eitt glas.Árni Björnsson bryti og óþekktur þjóðverji

                                                                                                  © Bjarni Halldórsson

Þeir fóru "austur fyrir Járntjald" í fystu ferðum Rangár Hér eru stimplar úr vegabréfi Bjarna Halldórs fv skipstjóra frá"Járntjaldslöndunum.1 Leningrad 2+3 Riga 4+5 Ventspils 6 Klaipeta



RANGÁ

                                                                                                  © Peter William Robinson

Skipið var smíðað hjá Kremer Sohn í Elmshorn Þýskalandi 1962 sem: RANGÁ Fáninn var: íslenskur Það mældist: 499.0 ts, 1666.0 dwt. Loa: 66.50. m, brd 10.20. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1974 JOHN - 1985 EASTLAND - 1989 RANGA -1990 HIGH WIND - 1990 KOSTAS P. - 1995 PHILIPPOS K. Nafn sem það bar síðast  undir grískum fána. Eldur braust út í skipinu þ 21.07.2007 út at Perama og var svo rifið í Aliaga,Tyrklandi í ágúst.2007

RANGÁ

                                                                                                  © Shipsmate 17
Ég sigldi  mikið með dönskum "coaster" skipstjóra, Ole Alex sem fullyrti að John væri það besta skip sem hann hefði stjórnað.En hann var með Rangá I undir því nafni


                                                                                                  © T Diedrich

Á þessu skipi held ég að hinn kunni og duglegi athafnamaður Guðmundur Ásgeirsson hafi byrjað sína farmennsku sem yfirmaður

Hér sem John


                                                                                                  © Bent Rune


                                                                                                                         © Rick Cox


                                                                                            © Rick Cox



                                                                                                  © Peter William Robinson

Hér sem PHILIPPOS K




                                                                                                      © Phil English

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere