12.12.2009 13:17

Flóabátar til Borgarnes

Það sannaðist á þessum litla bát "að magur er margs vísir"Þetta var 1sta vélknúða farþega og flutningaskip sem smíðað var fyrir íslendinga.Og 1sta skipið af þessari gerð sem stjórnað var af íslendingum sjálfum. Þetta litla skip varð upphafið að gæfuríkri stétt sjómanna sem kallaðist:"Íslenskir farmenn" sem nú er eiginlega blætt út. Vegna óvitaháttar  ráðamanna þessarar þjóðar og er einn af stærstu svörtu blettunun í stjórn þessa lands um árabil. En þetta á ekki að vera nein pótitísk  áróðurssíða Þótt mönnum sé heimilt að láta ljós sitt"skína"t.d. í fg máli og svo þeim hörmungartíðindum sem heyrast af þyrlusveit LHGÍ.En að skipinu það var byggt hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908 fyrir Gufuskipafélag Faxaflóa í Reykjavík.Það mældist 127 ts Litlar sem engar aðrar upplýsingar hef ég um skipið.Einhverjar bilanir virtust hrjá skipið og var það selt úr landi 1918


Þá kemur að þessu litla skipi Skjold eða Skjöldur Sem Elías Stefánsson og síðar Eggert Ólafsson áttu.Það tók við ferðunum af Ingólfi.Sem eftir mikla vélabilun var settur í vanalega vöruflutninga á Faxafóa og víðar.En menn urðu að getað treyst póstflutningunum.En aðalleið póstsina að norðan mun hafa verið landleiðina til Borgarnes og þaðan sjóleiðina til höfuðstaðarins (hraðsendingarnar !!!!) Þetta litla skip var byggt í Kaupmannahöfn 1869.Eftir því sem ég kemst næst kaupir O.Johnson & Kaaber skipið frá Kaupmannahögn sem svo selur Elíasi sem svo aftur selur Eggert Ólafssyni það.Skjöldur er svo í Borgarnesferðum þar til Skallagrímur kaupir e/s Suðurland af Eimskipafélagi Suðurlands  


Suðurland var byggt í Helsingör fyrir Bornholmtraffiken 1891Skipið mældist 287 ts að stæð og fékk nafnið M.Danielsen. Eimskipafélag Suðurlands í Reykjavík kaupir skipið 1919 skírir það Suðurland. og er það notað í strandferðir S og A um land.Alla leið til Seyðisfjarðar.Og V um land til Ísafjarðar.Skallagrímur h/f í Borgarnesi keypti skipið 1932 og var það eftir það í Akranes og Borgarnesferðum 1935 kaupir Djúpuvík h/f í Reykjavík skipið .Siglir því upp í fjöru á Reykjarfirði á Ströndum og var það notað sem verbúð fyrir starfsfólk fyrirtækisins þar.Skipið grotnaði þar niðu og enn má sjá leifarnar af M.Danielsen hinum háaldraða




Næstur á dagskrá er Laxfoss.Hann er smíðaður hjá Aalborg Værft í Ålaborg Danmörk 1935 fyrir °Skallagrím h/f í Borgarnesi.Hann mældist 279 ts.Loa:38.30 m.Brd:6.7 m. Skipið strandar 10 janúar 1944 í Örfirisey. Skipið náðist út og engan mann sakaði. Skipið var stórskemmt og það tók langan tíma að gera við það. Nokkur skip voru fengin í lengri eða skemmri ríma í Borgarnesferðir

En í apríl tekur Skallagrímur línuveiðaran Sigríði sem var í eigu Óskars Halldórssonar á leigu.Það skip átti eftir að stimpla sig með eftirminnilegum hætti inn í sögu Borgarnes og tengast Laxfossi enn frekar. Sigríður var svo í þessum flutningum þangað til að Laxfoss kom endursmíðaður aftur í ferðirnar.Sigríður var byggð sem togari í Þýskalandi 1919.Th Thorsteinsson kaupir skipið 1925.Það gengur svo kaupum og sölum þar til að fg Óskar kaupir skipið 1944.Það gengur svo aftur kaupum og sölum þar til að Vélsmiðjan Keilir kaupir skipið 1954.Þeir setja svo nýja,  gamla vél í skipið en það hafði verið með olíukyntri gufuvél.Vélin sem sett var í skipið var 440 ha Mias disel,gamla vélin úr Laxfossi. Skafti Jónsson skipstjóri keypti svo skipið með ábyrgðum frá Borgarneshrepp. En þetta fór allt afar illa enda vélin snarvent og mjög svo óhentug í fiskiskipi. Skipið komst svo í eigu Einars Guðfinnssonar í Bolungavík 1957 og fékk nafnið Særún .31 janúar 1962 fær skipið á sig brotsjó í Látraröst.Brotnaði brú skipsins eiginlega af og 3 menn,skipstjórann stýrimanninn og 1 hásetan tók út og fórust þeir allir.Gert var við skipið sem var svo í þessum flutningum eitthvað áfram En það var svo tekið af skrá 1966  

Laxfoss kom svo aftur í flutningana 1945.Þá var búið að lenga hann um 2.2 m.Þá hafði verið skift um vél í skipinu.Þessa vél sem var 720 ha polar disel hafði Grímur h/f eigandi Eldborgar keypt í það skip1943 En þegar til átti að taka var hún of löng.Hefði annaðhvort þurft að lenga skipið eða minnka lestina.Hvorugur kosturinn þótti aðgengilegur svo vélin stóð ónotuð í einhvern tíma eða þar til Skallagrímsmenn sáu sér leik á borði að kaupa hana og setja  í Laxfoss. En eins og fyrr segir fékk Sigríður gömlu Laxfossvélina.Laxfoss strandaði svo aftur 18 janúar og nú á Kjalarnestöngum Engan mann sakaði en nokkrir leiðinlegir eftirmálar urðu og sýndis sitt hverjum






Sama sagan varð nú uppi á teningunum hvað varðaði skip í afleysningar M.a var þetta skip þar á meðal Faxaborg RE 126.Skipið var smíðað í Svíðþjóðn1947109.ts

En svo var það svo Eldborgin sem tók við flutningunum eftir bað Skallagrímur h/f tók skipið á leigu um haustiið 1952.Eldborg var byggð hjá Moss Værft í Moss Noregi 1932 Grímur h/f kaupir skipið 1934.Undir stjórn Ólafs Magnússonar var Eldborgin alltaf með aflahæstu skipum og oft hæst á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi.Og ég held að metið sem hann sló 1943 rúm 30.000 mál og tunnur standi enn (ef miðað er bara við Norðurland) En hvað um það.Ég byrjaði minn sjómanns feril 1953 á þessu skipi. Tók þá við hjálparkokks og ælustjóra stöðunni af Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara  til margra ára.Ég var um borð þegar þessi mynd sem hér er undir var tekin.Eftir knattspyrnuleik í Reykjavík. Skipið var selt til Noregs rétt eftir að Akraborg komst í gagnið.Fékk þar 1st nafnið  Ferking.Síðan nafnið Raftöy.Skipið var svo rifið 1965

Akraborg var byggð hjá Christensen,H.C í Marstal Danmörk1956 fyrir Skallagrím h/f Borgarnesi.Skipið hóf ferðir í 30 mars 1956. Og eiginlega upp á dag 10 árum og einum mánuði seinna 26 apríl 1966 eiginlega 10 árum seinna lagðist Akraborgin í síðasta sinn að bryggju í Borgarnesi Tæplega 60 ára saga póstskipa til Borgarness var þar með lokið

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere