01.06.2010 23:59

Sjómannadagur 2

Hér er meira af Moggabloggi mínu:
"Saga bernsku íslensku þjóðarinnar er jafnframt saga mikilla sæfara. Manna sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.Manna sem ekki létu hættur eða erfiðleika hindra för.

CONVAR aus EXT10992

Manna sem sigldu litlum fleytum um ókunnar slóðir með fá önnur  tæki, en eigin eftirtekt og ásafnaðri reynslu til að leita landa, frelsis og frama.Andi þessara manna hefur lifað í æðum þjóðarinnar um aldir. Af sæhetjum erum við komin. Fyrir því er sönnunin í kringum okku. Hafið.

CONVAR aus EXT11056 

Eitt af þjóðskáldunum kvað: "Föðurland vort hálft er hafið / helgað þúsund feðra dáð./ Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, /þar mun verða stríðið háð". Það er algerlega á hreinu að hingað komu ekki aðrir en sem höfðu tekið vígslu sjómannsins. Sjómenn er að finna í flest öllum stéttum. Var t.d ekki Gissur biskup Ísleifsson farmaður áður en hann varð biskup. Og var ekki Ögmundur Pálsson biskup skipstjóri á skipi Skálholtstaðar.

CONVAR aus EXT10983 

Og kemur ekki "sjómannseðlið" mikið upp í þjóðinni. Ég er nú að miða við mig sjálfan á sínum tíma:"afla mikils sóa og eyða".Orti ekki Örn Arnar m.a: "Ég vil ærlegan gróða/eða botnlaust tap"  Íslenskir sjómenn hafa tekið þátt í 2 heimstyrjöldum og orðið fyrir miklum blóðtökum. Sérstaklega í WW2. Frá upphafi hefur líf sjómannsins mótast af starfi hans, umhverfi og kjörum.

CONVAR aus EXT10966 

Hann þarf að skifta við volduga aðila haf og himin. Vald þeirra er svo mikið, máttur þeirra svo óbrotlegur að ekki þýðir að mæla á móti. Síðan þar hann að skifta við það vald sem stýrir kjörum hans, Vegna alls þessa á þjóðin að styðja við bakið á sjómönnum sínum. Og hún á að hætta öfundinni yfir launum þeirra"

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere