Færslur: 2009 Nóvember

15.11.2009 13:33

Bæjarfoss

Skipið var smíðað í Sandnessjön Slip Sandnessjöen Noregi 1972 og hlaut nafnið Nordkynfrost. Það mældist 241 ts 539.dwt,Loa:52.7,m Brd 9,5.Eimskip kaupir skipið 1975.OK h/f (Bjössi Haralds og fl) kaupa það 1983 og skíra Isberg.Kæliskip á Patreksfirði taka skipið á kaupleigu 1986 og skíra Isafold.Kaupskip h/f Akureyri (Jón Steindórsson og fl) yfirtaka leiguna og kaupa svo skipið 1987,Kaupskip selur svo Skipamiðluninni h/f í Reykjavík (Baldvin Jónsson og fl) það og skíra það Heru Borg.1989 er skipið kyrrsett í Amsterdam og selt upp úr því og hlaut nafnið Mwana Kukuwa



Lokað fyrir álit

15.11.2009 12:37

Lagarfoss II

Skipið var smíðað fyrir Eimskipafélag Íslands 1949. Það mældist 2923 ts 2700 dwt.Loa 94.7 m brd 14,1 m..Skipið var 3ja skipið í röð 3ja skipa sem Eimskipafélagið lét smíða hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn.Eimskip hafði byrjað að huga að stækkun flotans upp úr 1930 Með byggingu nýs farþegaskips og 1 flutningaskips. Létu teikna þessi skip..Þessar áformanir fóru út um þúfur vegna ástandsins í Evrópu og stríðsins,En strax 1945 var samið við danina um smíði 2ja vöruflutningaskipa með farþega rými og 1 farþegaskips,Og voru gömlu teikningarnar að ég held notaðar allavega að einhverju marki. Síðan var 3ja flutningaskipinu Lagarfossi bætt við. Eimskip seldi skipið 1977 til Kurnia Sg Singapore og fékk nafnið East Cape. Það var svo selt til  Hoe Hoe Sg Co í Honduras 1980 og skírt Hoe Aik og eftir þeim gögnum sem ég hef hefur það verið í notkun til 2002

Lokað fyrir álit

14.11.2009 16:18

Úðafoss

Skipið var byggt hjá Frederiksværft í Frederikshavn Danmörk sem Merc Africa fyrir Mercandia (Per Henriksen)1971 Það mældist 499 ts 1372 dwt,loa:68.0 m.Brd:12.3 m. Eimskip kaupir skipið 1974,Þeir selja svo skipið 1984. Það hefur fengið eftirfarandi nöfn gegn um tíðina.1984 Brava Prima.1993 Al Andalus.1997 Nadah.1999 La Pinta 2001 Geni One.2004 Jihan.  
Lokað fyrir álit

14.11.2009 13:04

Hvalsnes

Hvalsnes. Byggt hjá Fiskerstrand Verft Riskestrand Noregi 1973 fyrir Hólma h/f Ytri Njarðvík.297 ts 945 dwt.Loa:60.8 m.brd:9.5.m.!974 fær skipip nafnið Frendo Hvalsnes efir að Hólmur h/f gekk til samstarfs við norska Frendo-hringinn. 1976 kaupa Nesskip skipið og skíra Vesturland (1)Nes h/f yfirtekur skipið 1982 og skírir Val.Því hlekkist á í höfninni í Vyborg 22-10-1992. Og tekið af skrá
Lokað fyrir álit

13.11.2009 18:24

Sæborg

Skipið var byggt í Århus 1961 og hlaut nafnið Kyholm.Það mældist:1166.ts.1542 dwt. Loa;73,5 m.Brd:10.2m. Það bar nöfnin Stavholm1965 og Passat1969 þar til Guðmundur A Guðmundsson keypti skipið 1973 og skírði Sæborg.Hann selur svo skipið 1976 til Kýpur þar sem það fær nafnið Emeborg.1982 nafnið Pia Tia .1984 Ria Tia,1987 fær skipið 3 nöfn Lonsdale,Vania I og Armeni,Skipið lendir í árekstri á Bosphorussundi 29-08-1987 og tekið af skrá

Lokað fyrir álit

13.11.2009 17:30

Brúarfoss II

Svona rétt áður en við skiljum við Brúarfoss í bili þá eru g hér 2 myndir frá Vilberg Prebeson



 

Lokað fyrir álit

10.11.2009 17:12

Söguleg skip

Í framhaldi af athugasemdunum við Brúarfoss (sem ég svara seinna) koma þessi skip upp í hugann Bergfalk var byggt hjá Neptun VEB í Rostock Þýskalandi 1970. Fyrir Falckship A/S Nord Transport ,Strandheim í Bremen.Skipið mældist 3066 ts.4370 dwt.Loa: 104.1.m brd: 14.6 m. 1973 er skipið sett undir Singapore fána.1975 kaupa Maritime Coastal Containers Ltd Halifax það.1976 kaupa Íslensk kaupskip Ltd Singapore skipið og skíra Berglind.Eimskip kaupa svo félagið 1980.Skipið heldur nafni.


Charm var byggt hjá Svendborg Skipsværf Svenborg fyrir Mortesen og Lange 1978.Skipið mældist 1599 ts,3860.dwt.Loa:94.2 m.brd 15,4m. 1982 kaupir Skipafélagið Víkur (Finnbogi Keld) skipið og skírir Keflavík Eimskip kaupa skipið 1989 og skíra Írafoss,Eimskip selur svo skipið 1997 til Noregs og er það skírt Aasfjord. Nú langar mig að vita hvað tengir þessi skip saman og hvaða tenging er við annað skipið og Brúarfoss II

Lokað fyrir álit

08.11.2009 16:50

Brúarfoss II

Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á afangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990. Efri myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson á páskadag 1977 af skipinu við bryggju í Cambridge.USA Neðri myndin er tekin af  Mac Mackay í Halifax 18-05-1976. Mér þótti þetta skip og systurskip þess Selfoss alltaf þau fallegustu sem um höfin silgdu



Lokað fyrir álit

07.11.2009 11:36

Katla II

Skipið var byggt hjá Sölvesborgs Varvs  í Sölvesborg Svíþjóð 1948 Fyrir Eimskipafélag Reykjavíkur. Skipið mældist: 1331 ts ,2325 dwt. Loa: 83.77.m brd 12.38.m. Skipið var selt 1966 M.Marcantonakis    á Kýpur og fær nafnið DELFI 1973 er skipið selt til Rokopoulos & Souris   og fær mafnið Las Palmas.Skipið var selt 1978 og fær nafnið Rana Og sama ár fær það gamla nafnið Katla Skipið var rifið á  Gadani Beach Pakistan 1981




Lokað fyrir álit

04.11.2009 18:14

Freyja

Freyja tankskip undir Maltaflaggi er hér í Eyjum að lesta lýsi til útflutnings.Skipið er byggt hjá Hitzler í Lauenburg Þýskalandi 1974 sem Essberger Pilot. 1338 ts 2091 dwt Loa 77,1.m brd 12,6,m.1977 skírt Solvent Exoplorer. 1987 Tom Lima. 1992 Essberger Pilot 1997 Hordafor Pilot.Og svo 1999 Freyja.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere