Færslur: 2009 Desember

17.12.2009 17:54

Eldri "góðborgarar"


Þessi skip hafa öll verið í þjónustu við landið.Eitt byggt fyrir okkur .Að 1 undanskyldum flögguðu þau öll íslenskum fána Efsta skipið er skip sem byggt var hjá Aarhus Shipsyard Århus Danmörk 1967 sem Lena Nielsen.Það mældist 499.ts.2165 dwt.Loa:70.40 m brd:11.50 m.Skipadeild SÍS kaupir skipið 1973 og skírir Dísarfell (2) Þeir selja skipið 1984 og það siglir svo undir eftirfarandi nöfnum:1984 Pelias.1988 Peppy. 1993 Daniella B. 2002 Sofastar. 2004 Flaurinenda


           @ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia


Næst er svo Goðafoss IV sem byggður var hjá Aalborg Værft í Ålaborg í Danmörk 1970 fyrir Eimskip Skipið mældist: 2953 ts. 4480 dwt.Loa:95,6 m brd:14.50.m.Skipið er selt (eða flutt milli fyrirtækja ?).1989.og fær nafnið Atlantic Frost og 1991 Sea Reefer. Skipið rekur á land við innsiglinguna inn til Peterhead 22-08-1892.Og verður þar til Ég tók þessa mynd sem ég setti nú inn af skipinum á Miðjarðarhafi 1989
                                      @Ólafur Ragnarsson

                              @ Jim Pottinger

Næsta skip var byggt hjá Myklebust Gursken í Noregi. Sem Fjord.1976.Það mælist 499.ts 1200.dwt.Loa:69.60 m 14.50. m OK skipafélag (Bjössi Haralds og fl) Hafnarfirði kaupa skipið 1986 og skíra Ísberg.Eimskip kaupa það svo 1990 og skíra Stuðlafoss.Það er svo selt 1992 og skírt  Ice Bird síðan nöfnin: 1995 Sfinx 1997 Fjord og 2002 Baltic Fjord. Þann 04-07-2006 þegar skipið var í drydock í Tallinn braust út mikill eldur út í því og var það rifið í Tallinn upp úr því

                         @ Jim PottingerSvo er það þessi sem enginn gat uppá Þetta skip var byggt hjá Tronderværftet í Hommelvik Noregi 1976 sem Tananger það mældist: 469,o ts.1000.0.dwt.Loa:62.80.m. brd:12.50m.1982 er skipið lengt og mælist þá 611 ts 1640.dwt.Loa:77.30.m brd:12.50m.Skipið var í tímaleigu hjá Ríkisskip haustið 1989 og fram á árið 1990 meðan Hekla var til viðgerðar eftir að skipinu hlekktist á haustið 1989..1990 fær skipið nafnið Pomor Murman. 1994 nafnið Polar Trader og 2000 nafnið Avantis II

                  @ Jim Pottinger
 

Lokað fyrir álit

17.12.2009 12:01

Öðruvísi getraun

Aðeins öðruvísi getruan.14 af þessum erlendum mönnum fórust í miklu sjóslysi á fyrri hluta síðustu aldar.Hvaða skipshöfn tilheyrðu þessir menn ?

                     @Maratime Historian                                                                                                                                        
Lokað fyrir álit

15.12.2009 20:38

Gamlir og nýrri

Öll nema 1 af  þessum skipum hafa þjónað okkur .Mismunandi hvað tíma snertir. 2 Fyrstu myndirnar eru af skipum sem hét sama nafni En bara annað var leigt íslendingum Hvaða skip eru þetta ?


             @Óli Nolsøe Shipsnostalgia

       @Rolf Guttesen


       @Rolf Guttesen

       @Rolf Guttesen


       @Rolf Guttesen


       @ Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Lokað fyrir álit

15.12.2009 12:59

Gamlir en góðir

Fyrst er þetta laglega skip sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert & Maschinefabrik.Sem Sioux Skipið mældist:886 ts.Loa:6118.m Brd:9.84.m.Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982 Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990 ? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 Halmia.


               @ Hawkey01 Shipsnostalgia

Næsta skip er frystiskipið Skaftafell Það var  smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco°Reefer og 1995 Img.5


                    @ Ingrid Mohr

Þetta skip Hvassafell var líka smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.Skipið náðist stórskemmt út  og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og það fær nafnið Rainbow Omega.Síðan þessi nöfn: Tmp Libra. 1996.:Sara.1999:Congratulation 2001 Mirage 2004 Joyce.


  
              @ Büsumer Schiffswerft                @ Hawkey01 Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

14.12.2009 21:43

Helgafell III ?

Þessa fékk ég senda frá þýskum vini.Pabbi hans tók myndina á Elbunni 1991 Er þetta ekki skip nr 3 með þessu nafni hjá Sambó

        @Karl Lützenkirchen

Lokað fyrir álit

14.12.2009 12:54

Ljósafoss I

Hollenskur velunnari síðunnar hefur sent mér þessar myndir af Ljósafossi I ex Egho Hann var á skipinu nýju.Hann langar í mynd af skipinu undir íslensku flaggi.Svo ef einhver lúrir á henni þætti mér vænt um að mér yrði send hún, En að skipinu Ég bloggaði um það um daginn svo nú rifja ég að upp.Skipið var byggt hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt Echo.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og skírir Ljósafoss.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið Pecheur Breton,1987 er það selt til Seychelles Isl  en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl  til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum  í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þar

    @Jan Harteveld


@Jan Harteveld


     @Jan Harteveld


@Jan Harteveld
  @Jan Harteveld


     @Jan Harteveld@Jan Harteveld
Að lokum komin í nýjan búning eftir Íslandsveruna@Jan Harteveld
Lokað fyrir álit

13.12.2009 23:06

Blámenn

Þessi er nú sennilega fullétt En ég læt hana fara.Hvaða skip eru þetta?

Lokað fyrir álit

12.12.2009 13:17

Flóabátar til Borgarnes

Það sannaðist á þessum litla bát "að magur er margs vísir"Þetta var 1sta vélknúða farþega og flutningaskip sem smíðað var fyrir íslendinga.Og 1sta skipið af þessari gerð sem stjórnað var af íslendingum sjálfum. Þetta litla skip varð upphafið að gæfuríkri stétt sjómanna sem kallaðist:"Íslenskir farmenn" sem nú er eiginlega blætt út. Vegna óvitaháttar  ráðamanna þessarar þjóðar og er einn af stærstu svörtu blettunun í stjórn þessa lands um árabil. En þetta á ekki að vera nein pótitísk  áróðurssíða Þótt mönnum sé heimilt að láta ljós sitt"skína"t.d. í fg máli og svo þeim hörmungartíðindum sem heyrast af þyrlusveit LHGÍ.En að skipinu það var byggt hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908 fyrir Gufuskipafélag Faxaflóa í Reykjavík.Það mældist 127 ts Litlar sem engar aðrar upplýsingar hef ég um skipið.Einhverjar bilanir virtust hrjá skipið og var það selt úr landi 1918


Þá kemur að þessu litla skipi Skjold eða Skjöldur Sem Elías Stefánsson og síðar Eggert Ólafsson áttu.Það tók við ferðunum af Ingólfi.Sem eftir mikla vélabilun var settur í vanalega vöruflutninga á Faxafóa og víðar.En menn urðu að getað treyst póstflutningunum.En aðalleið póstsina að norðan mun hafa verið landleiðina til Borgarnes og þaðan sjóleiðina til höfuðstaðarins (hraðsendingarnar !!!!) Þetta litla skip var byggt í Kaupmannahöfn 1869.Eftir því sem ég kemst næst kaupir O.Johnson & Kaaber skipið frá Kaupmannahögn sem svo selur Elíasi sem svo aftur selur Eggert Ólafssyni það.Skjöldur er svo í Borgarnesferðum þar til Skallagrímur kaupir e/s Suðurland af Eimskipafélagi Suðurlands  


Suðurland var byggt í Helsingör fyrir Bornholmtraffiken 1891Skipið mældist 287 ts að stæð og fékk nafnið M.Danielsen. Eimskipafélag Suðurlands í Reykjavík kaupir skipið 1919 skírir það Suðurland. og er það notað í strandferðir S og A um land.Alla leið til Seyðisfjarðar.Og V um land til Ísafjarðar.Skallagrímur h/f í Borgarnesi keypti skipið 1932 og var það eftir það í Akranes og Borgarnesferðum 1935 kaupir Djúpuvík h/f í Reykjavík skipið .Siglir því upp í fjöru á Reykjarfirði á Ströndum og var það notað sem verbúð fyrir starfsfólk fyrirtækisins þar.Skipið grotnaði þar niðu og enn má sjá leifarnar af M.Danielsen hinum háaldraða
Næstur á dagskrá er Laxfoss.Hann er smíðaður hjá Aalborg Værft í Ålaborg Danmörk 1935 fyrir °Skallagrím h/f í Borgarnesi.Hann mældist 279 ts.Loa:38.30 m.Brd:6.7 m. Skipið strandar 10 janúar 1944 í Örfirisey. Skipið náðist út og engan mann sakaði. Skipið var stórskemmt og það tók langan tíma að gera við það. Nokkur skip voru fengin í lengri eða skemmri ríma í Borgarnesferðir

En í apríl tekur Skallagrímur línuveiðaran Sigríði sem var í eigu Óskars Halldórssonar á leigu.Það skip átti eftir að stimpla sig með eftirminnilegum hætti inn í sögu Borgarnes og tengast Laxfossi enn frekar. Sigríður var svo í þessum flutningum þangað til að Laxfoss kom endursmíðaður aftur í ferðirnar.Sigríður var byggð sem togari í Þýskalandi 1919.Th Thorsteinsson kaupir skipið 1925.Það gengur svo kaupum og sölum þar til að fg Óskar kaupir skipið 1944.Það gengur svo aftur kaupum og sölum þar til að Vélsmiðjan Keilir kaupir skipið 1954.Þeir setja svo nýja,  gamla vél í skipið en það hafði verið með olíukyntri gufuvél.Vélin sem sett var í skipið var 440 ha Mias disel,gamla vélin úr Laxfossi. Skafti Jónsson skipstjóri keypti svo skipið með ábyrgðum frá Borgarneshrepp. En þetta fór allt afar illa enda vélin snarvent og mjög svo óhentug í fiskiskipi. Skipið komst svo í eigu Einars Guðfinnssonar í Bolungavík 1957 og fékk nafnið Særún .31 janúar 1962 fær skipið á sig brotsjó í Látraröst.Brotnaði brú skipsins eiginlega af og 3 menn,skipstjórann stýrimanninn og 1 hásetan tók út og fórust þeir allir.Gert var við skipið sem var svo í þessum flutningum eitthvað áfram En það var svo tekið af skrá 1966  

Laxfoss kom svo aftur í flutningana 1945.Þá var búið að lenga hann um 2.2 m.Þá hafði verið skift um vél í skipinu.Þessa vél sem var 720 ha polar disel hafði Grímur h/f eigandi Eldborgar keypt í það skip1943 En þegar til átti að taka var hún of löng.Hefði annaðhvort þurft að lenga skipið eða minnka lestina.Hvorugur kosturinn þótti aðgengilegur svo vélin stóð ónotuð í einhvern tíma eða þar til Skallagrímsmenn sáu sér leik á borði að kaupa hana og setja  í Laxfoss. En eins og fyrr segir fékk Sigríður gömlu Laxfossvélina.Laxfoss strandaði svo aftur 18 janúar og nú á Kjalarnestöngum Engan mann sakaði en nokkrir leiðinlegir eftirmálar urðu og sýndis sitt hverjum


Sama sagan varð nú uppi á teningunum hvað varðaði skip í afleysningar M.a var þetta skip þar á meðal Faxaborg RE 126.Skipið var smíðað í Svíðþjóðn1947109.ts

En svo var það svo Eldborgin sem tók við flutningunum eftir bað Skallagrímur h/f tók skipið á leigu um haustiið 1952.Eldborg var byggð hjá Moss Værft í Moss Noregi 1932 Grímur h/f kaupir skipið 1934.Undir stjórn Ólafs Magnússonar var Eldborgin alltaf með aflahæstu skipum og oft hæst á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi.Og ég held að metið sem hann sló 1943 rúm 30.000 mál og tunnur standi enn (ef miðað er bara við Norðurland) En hvað um það.Ég byrjaði minn sjómanns feril 1953 á þessu skipi. Tók þá við hjálparkokks og ælustjóra stöðunni af Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara  til margra ára.Ég var um borð þegar þessi mynd sem hér er undir var tekin.Eftir knattspyrnuleik í Reykjavík. Skipið var selt til Noregs rétt eftir að Akraborg komst í gagnið.Fékk þar 1st nafnið  Ferking.Síðan nafnið Raftöy.Skipið var svo rifið 1965

Akraborg var byggð hjá Christensen,H.C í Marstal Danmörk1956 fyrir Skallagrím h/f Borgarnesi.Skipið hóf ferðir í 30 mars 1956. Og eiginlega upp á dag 10 árum og einum mánuði seinna 26 apríl 1966 eiginlega 10 árum seinna lagðist Akraborgin í síðasta sinn að bryggju í Borgarnesi Tæplega 60 ára saga póstskipa til Borgarness var þar með lokið

Lokað fyrir álit

11.12.2009 23:02

Ýmsir fragtarar

Þessar myndir fékk ég sendar. Efstur er Haukur Byggður1990 hjá Sava Shipsyard í Mitrovica í Serbíu 1990 sem Sava River.Skipið mælist 2030 ts. 3050 dwt. Loa:74.70 m Brd 12.70.m Nes h/f í Hafnarfirði(Pálmi Pálsson)kaupa skipið 2000 og skíra Hauk

@ingolfur Þorleifsson

Næsta skip er Ice Star Byggt hja Aarhus DY Århus Danmörk 1990 Það mældist 3652 ts.3039 dwt.Loa:92.90.brd:15.4. Kemur oft hingað til lands að lesta "frosið"


@ingolfur Þorleifsson

Þá er það Reykjafoss.Skipið var smíðað hjá Cassens Werft GmbH Emden í Þýskalandi 1999 Sem Westersingel Það mælist:7541 ts. 8450,dwt.Loa:127.0.m brd:20,40 m.Eimskip tekur skipið í notkun 2005 og skírir það Reykjafoss.Og eftir minni vitund er það í Ameríkusiglingum.

@ingolfur Þorleifsson

Næst er það kemikal tankari sem semur víst hingað oft með asfalt Skipið heitir nú Bitland (sænskt flagg?) Það var smíðað hjá De Biesbosch í Dordrecht Hollandi sem Tasco II.Það mældist 4025 ts 4450 dwt Loa:106.0 m.Brd: 16.0 m.1998 fær það nafnið sem það ber í dag Bitland.


@Ingólfur Þorleifsson
Næst er það Bulk Carrier Sabrina I Byggt hjá hjá Tsuneishi Cebu Í Balaban Philipseyjum.Það mælist 30064 ts. 52502.dwt.Loa:190.0 m. brd 32.3 m.

@Ingolfur Þorleifsson


@Tsuneishi Cebu


Næst er það svo skip sem Eimskip lét smíða hjá Khersonskiy SZ í Keherson Úkraníu 2007þÞað hlaut nafnið Dalfoss.Það mælist 3538 ts 2532 dwt.Loa: 81.60 m. Brd 16.0 m.Hvort þeððe fallega(að mínu mati) er enn á vegum Eimu veit ég ekki um

@Ingolfur Þorleifsson

Lokað fyrir álit

11.12.2009 10:40

Fleiri gamlir

Hérna eru fleiri gamlir og nýrri Og eiginlega einn úr "heldri" manna klúbbnum."2 voru smíðuð fyrir"okkur".1 bar ekki íslenskt flagg en hét íslenski nafni.Hver eru þessi skip?

@ photoship


@ photoship

@ photoship

@potoship

@ photoship


 @ Dick Smith (dicamus) Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

10.12.2009 12:32

"Hoffinn"

Hofsjökull eins og þetta skip hét lengst af var byggður hjá Kanda Shipsyard í Kure Japan 1973 . Skipið mældist 2996 ts. 4597.dwt Loa:118 m. brd 16.0 m.Skipið skemmdist mikið í eldsvoða  á 1sta ári.Var þá byggt upp i Kristiansand í Noregi Þaðan kaupa  svo Jöklar h/f skipið 1977.Eimskip kaupir það 1997 og skírir  Stuðlafoss.Eimskip selur skipið 1998 og fær það nafnið Northern Reefer.  2002 fær það nafnið Saint Anthony og 2005 Hony Skipið var svo rifið í Alang skipakirkjugarðinum 2005.Myndina sendi mér kær vinur og fv skipsfélagi af skipinu.En hann er ekki viss um hver tók hana.Nú ef eigandi myndarinnar sér hana hér og er ósáttur við birtinguna bið ég þann sama að láta mig vita og mun hún þá fjarlægð


Lokað fyrir álit

09.12.2009 16:48

Fleiri gamli "kunningar"

Dísarfell I smíðað fyrir SÍS  í Hardinxveld Hollandi 1953.Það mældist 642 ts 900 dwt. Loa: 69 ,o m Brd: 10.90 m..SíS seldi skipið 1973.Kaupandinn S Elias á Kýpur skírði skipið Ioannis H Skipið er svo selt D.Roussos Grikklandi 1980 og fær nafnið Evangelos Michaelides.Það er svo aftur selt 1980 og nú til Darzentas Maritime Það var svo rifið í Grikklandi 1988 Myndin er tekin í Bristol 12 Júlí 1964  


@ Ray Perry Shipsnostalgia


Ísborg var byggð sem togari hjá Cook Welton & Gemmel í  Beverley Englandi.Fyrir Ísfirðing h/f á Ísafirði 1966 kaupa Borgir h/f skipið og breita því í fragtskip. Guðmundur A Guðmundsson útgerðarmaður í Kópavogi kaupir skipið 1970.Skipið er selt til Simoun Cia Naviera í Pireus Grikklandi 1974 sem skírir skipið Maria Sissy.Eigendur setja skipið undir Panamaflagg 1976 og skíra það Catera. 1977 er enn skift um nafn og það skírt Nueva Isborg.Það grotnaði svo niður í höfninni í Agios Nikolaos á Krít og var tekið af skrá 1992 Myndin var tekin í  Bristol 20 Desember 1963

@ Ray Perry Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

09.12.2009 15:51

Gestir

Þessi skip eru hér í Eyjum í dag Efstur er Eidsvaag Sirius Skipið er byggt  hjá Leda Shipsyard Korcula í Króatíu 2005.Loa:83.0 m brd 13.
Næst er það þessi  kynlegi dallur Færeyiskur dráttarbátur Thor Goliat.Byggður 1965. Loa 24 m.brd 6 m 

Næstur er Green Tromsö Skipið er byggt hjá Aahus Shipyard Aarhus Danmörk 1997 sem Venera.3817 ts 4000 dwt.Loa: 97.6 m. brd :15,7 m Fyrri nöfn 1999 Frio Hamburg 2005 Silver Fjord og 2006 Green Tromsö
Lokað fyrir álit

08.12.2009 18:59

Fleiri gamlir

Þessir voru allir að einum undanteknum undir íslenskum fána. Og einn meira segja byggður fyrir íslenska aðila Þetta er nú sennilega alltof létt en hvað um það hvaða skip eru þetta ?


    @ Hawkey01 Shipsnostalgia     @ Hawkey01 Shipsnostalgia
    @ Hawkey01 Shipsnostalgia
    @ photoship

Lokað fyrir álit

07.12.2009 10:51

Breitt um svip

Þessi skip voru bæði undir íslenskum fána.Og sem fagnaðarefni má segja fengu staðgegla eftir sölu til útlanda ef svo gáfulega má að orði komast
@Jukka Koskimies


@Jukka Koskimies
@Jukka Koskimies

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 292
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3634428
Samtals gestir: 504605
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 11:33:22
clockhere