Færslur: 2010 Janúar
22.01.2010 18:47
Susanne Reith og Susanne Reith
Eins og Óðin Þór benti réttilega á er myndin sem ég birti hér áður á síðunni var það ekki hin eina og sanna"Susanne Reith".Þessi Susanne er 8 árum yngri en sú"eina og sanna" Skipið var byggt hjá Unterweser i Bremenhaven 1966 sem Susanne Reith.fyrir sömu aðila og áttu hina.Skipið mældist 1866 ts 2815 dwt.Loa:88.50.m brd:13.60 m Eftir 1974 gengur skipið kaupum og sölum og er undir ýmsum nöfnum: 1974 Hippo Lady 1976 Perca 1977 Hippo Lady 1977 Nano K 1987 Marilena P 1987 Linda Star 1989 Dilini 1991 Norina 1993 Mara 1993 Ilze 1996 Alpha 1998 Alpha I Skipið var svo rifið í Alang í okt 2000
Og hér er sú eina og sanna og hér sést munurinn á skipunum.Ég gerði grein fyrir henni um daginn @ship-pic
22.01.2010 06:59
Bræður
@humbertug
Og svo er það Svanur
@humbertug
21.01.2010 03:29
"messa ögn meira"
19.01.2010 12:10
Kært kvaddir
18.01.2010 16:17
Ár og fossar
Smásyrpa af "ám og fossum".
Fyrst er það Langá.Skipið var smíðað fyrir Hafskip hjá Kremer Sohn í Elmshorn Þýskalandi 1965.Það mældist:1276,0 ts. 2233,0 dwt. Loa:74,70.m brd: 11.2.0 m.Skipið er selt til Honduras 1985 og fær nafnið Margrid.1987 nafnið Madrid. 1990 Don Gullo. 1992 Almirante.1998 Adriatik Skiðið er enn að sigla og heitir Sol Del Caribe og er undir flaggi;Sao Tome and Principe
@Rick Cox
Næst er það Skeiðfoss.Ég hef gert grein fyrir honum hér áður @Rick Cox
Svo er það Dettifoss Hef gert grein fyrir honum
@Rick Cox
Bæjarfoss Smíðaður hjá Sandnessjöen Slip Sandnessjöen Noregi 1972 sem Nordkynfrost fyrir norska aðila. Það mældist: 241.ts.539.dwt.Loa:52.70 m brd:9.50.m.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1975 og skírir Bæjarfoss. Ok h/f á Ísafirði kaupa skipið 1983 og skíra Ísberg.Skipið selt innanlands og fær nafnið Ísafold.Aftur selt innanlands og fær nafnið Hrísey.enn og aftur selt innanlands og fær nafnið Hera Borg. 1989 er skipið kyrrsett í Amsterdam upp úr því selt og fær nafnið Borgland. 1996 fær skipið nafnið Miwana Kukuwa
@Rick Cox
Svo er það Selfoss Hef gert grein fyrir honum fyrr
@Rick Cox
Síðan er það Brúarfoss.Hef lýst honum líka
@Rick Cox
17.01.2010 23:08
Hver var þetta????
@humbertug
Og hér undir nafninu Nika
@Rick Cox
@Rick Cox
17.01.2010 19:42
Ný föt
Hérna eru 2 skip sem flögguðu íslenskt í þrennskonar "fötum"
Fyrst er það skip sem 1st hét (1957)Steendiek síðan 1963 Hvítanes, 1969 Laxfoss,1976 Sunlik.1977 Aetos 1981 Sadaroza 1985 Faisal I Það kviknaði í skipinu út af Pakistan 19-12-1986 og það rifið í Pakistan 1987 Ég var búinn að lýsa skipinu áður hér á síðunni
Hér sem Steendiek @ photoship
Hér sem Vatnajökull @Rick Cox
Hér sem Laxfoss @Rick Cox
Frá næsta skipi held ég að ég hafi ekki sagt frá en það var smíðað hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk fyrir danska aðila 1978 sem Charm. það mældist 1599 ts 3860 dwt. Loa:94,20 m brd:15.40 m Skipafélagið Víkur kaupa skipið 1982 og skírir það Keflavík með heimahöfn í Vík í Mýrdal, ef mig misminnir ekki. Áður en Víkur kaupa skipið lenti það í árekstri við Berglind skip í eigu Eimskip með þeim afleiðingum að Berglind sekkur.Eimskip yfirtekur skipið 1989 og skírir það Írafoss.Skipið er selt til Noregs 1997 og skírt Aasfjord nafni sem það heldur enn
Hér er skipið sem Charm
Hér sem Keflavík
@Rick Cox
Hér sem Írafoss @Rick Cox
@Rick Cox
Hér sem Aasfjord
@ humbertug
Skipinu hefur brugðið fyrir í hinum þrælgóðu(að mínu mati) lögguþáttum Taggart
15.01.2010 21:37
Hvaða skip????
Ég ætla að gera eina tilraun enn til að hleypa einhverju lífi í þessa síðu Öll þessi skip flögguðu íslenskt nema 1 En hvaða skip eru þetta?? Efsta skipið heitir þarna Claciar Azul Skipið var byggt hjá Astan shipsyard El Ferrol Spáni 1964 Og fékk fyrrgreint nafnÞað mældist 1505.ts 1721 dwt.Loa:76,50.m brd:11,50.m.Pólarskip á Hvamstanga ( Bjössi Haralds og fl) kaupa skipið sem notað var til saltfiskflutninga enda var skipið kæliskip..Skipið strandaði við Vopnafjörð 02-10-1981 og ónýttist
@Rick Cox
Næst er það skip sem var smíðað var í Neptun VEB í Rostock A- Þýskalandi 1970 Hlaut skipið Samba.Það mælist 3054.0 ts 4410.0 dwt.°Loa:102.90 m.brd: 14.60.m.1972 er nafni breitt í Mambo Skipafélagið Víkur (Finnbogi Kjeld og fl) í Reykjavík kaupir skipið 1975 og skírir Hvalvík. !988 yfirtekur? Nesskip skipið og fær það nafnið Hvalsnes. 1993 fær skipið nafnið Linz Frekari 0rl0g veit ég ekki.
@Rick Cox
Næst er skip sem smíðað var hjá Frederikshavn Skipsværft í Frederikshavn Danmörk 1971 fyrir P.Henriksen, sem Merc Australia Skipið mældist 499 ts ts.1372.0, dwt.Loa:76.60.m brd:12,30.m.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1974 og skírir Grundarfoss.Eimskip selur skip1993 ? Þá fær það nafnið Gulf Pride 1994 Nordpol Pride 1996 Sea Wolf 2000 Taisier 2005 Shahd og siglir nú undir flaggi St.Kitts /Nevis,
@Rick Cox
Næst er það skip sem var byggt 1977 hjá Sculte & Bruns í Emden Þýskalandi fyrir þýska aðila Það fær nafnið Osterems.Það mælist :2870.0.ts.4369.0 dwt.Loa: 91.0 m brd:14.60 m Eimskipafélagið Íslands kaupir það 1987 og skírir Selfoss.Það er selt úr landi 1993 og fær nafnið Gardsun 2003 nafnið Gloria Skiðið heldur því nafni enn og er undir rússneskum fána
@Rick Cox
Næst er það skip sem byggt var á sama stað og síðasta skip Schulte & Bruns Emden Þýskalandi 1978 fyrir þýska aðila og fær nafnið Luhe.Það mælist 2869.0 ts 4359.0 dwt.Loa:91.10.m brd 14.60.0 m. Samskip kaupa skipið 1988 og skírir Hvassafell.Það er svo selt úr landi 1995 og fær nafnið Gardway.2003 fær það nafnið Ezzat Allah.Skipið siglir enn undir því nafni og er undir fána Georgíu
@Rick Cox
Síðast er það svo skip sem byggt var hjá Nordsöværftet Ringköbing Danmörk 1983 sem Jette Dania fyrir danska aðila Það mældist 1516.0 ts 1570 dwt. Loa:72.50,m brd:11,7 Það gengur svo undir þessum nöfnum: 1987 Shipper Most 1992 Jette Dania 1992 Lynx 1994 Louise Það til Nes h/f kaupir skipið 1995 og skírir fyrst Svan II og síða var II sleppt. Óðinn gat eiginlega upp á þessu í 1stu tilraun
@Rick Cox
14.01.2010 21:26
Farnir
Hérna eru 2 skip sem ekki eru lengur ofansjávar En frá þeim tíma er farmannastéttin var og hét og menn sigldu stoltir með íslenskan fána í skut Að vísu var annað skipið undir erlendum fána er myndin var tekin.Fyrst það skip hét fyrst hér á landi Skaftá.Ég hef sagt sögu skipsins fyrr hér á síðunni Byggt 1970 sekkur 2007 @Rick Cox
@Rick Cox
@Rick Cox
Svanur Skipið var byggt sem Blue Girl hjá Fiskestrand Verft Fiskestrand Noregi fyrir Frendo A/S Noregi.Skipið mældist 778.0 ts 965.0dwt.Loa: 60,80.m brd 9.50. Hinn síungi( fjan..... hafi það að á nýlegum myndum lítur hann út fyrir að vera um tvítugt) og ötuli skipstj. og útgerðarmaður Pálmi kaupir skipið ásamt fl 1972 og skírir Svan.1995 selur Pálmi skipið og fær það nafnið Christie Mare 1996 Fiandara.Það sekkur síðan í Svartahafinu á leiðinni til Varna 16-01-2005
@Rick Cox
@Rick Cox
Stoltir með íslenskan fána í skut
@Rick Cox
14.01.2010 01:12
Elvor ex Baldur
Hérna er syrpa af Elvor ex Baldur
@Folke Österman
@Folke Österman
@Folke Österman
@Folke Österman
@Folke Österman
@Folke Österman
Og til að bera saman litina
@Folke Österman
@Folke Österman
Mér finnst rauði liturinn fara henni betur
12.01.2010 21:48
Fleiri aðsendar myndir
@Óðinn Magnason
Næsta mynd frá Óðni er af Wilson Hull. Það skip er byggt hjá Rousse Ships Yard í Rousse Rúmeníu.2001 Hlaut nafnið Joching. Það mældist 3037 ts 4250 dwt. Loa: 89.90.m brd:15.20.m Wilsonsamsteypan kaupir skipið 2005 og skírir Wilson Hull.Þó það sjáist kannske ekki vel á þessari mynd hefur mér funndist Wilson skipin bera af hvað umhirðu og snyrtimennsku varðar. Mér er sagt að hinn ötuli dugnaðarmaður Guðmundur Ásgeirsson eigi hlut í þessari samsteypu og hvort það eru áhrif frá honum sem þarna gætir veit ég ekki En ég hef kannast við Guðmund gegn um lífið og þekki nokkuð vel til hans snyrtimennsku.
@Óðinn Magnason
Næsta skip er faktíst dapurlegt dæmi hvernig komið er fyrir íslenskri farmennsku, Tankskipið Keilir.Það var byggt hjá Jiangnan Yard í Shanghai Kína 2003 Það mælist 4341 ts 6019.dwt.. Loa:89.0.m brd:15.30m.Það var sett strax 2003 undir færeyiskan fána. Og síðan selt?? Hvert??
@Óðinn Magnason
@Óðinn Magnason
11.01.2010 02:50
Sea Sheppard
Hér er svolítið af hvalamiðum
http://www.youtube.com/watch?v=anXPPTk-jY8&feature=relate
http://www.youtube.com/watch?v=Bbuq0YEIPNU&feature=related
10.01.2010 22:20
Hverja er verið að rífa ???
Byrjum á þessum Hérna er verið að hífa vélina úr öðrum þeirra
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Meira"drasl"úr honum
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Og hérna er hinn að niðurlotum kominn
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Hérna er fyrra skipið heillegra
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Hérna er síðasta mynd óbrengluð
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Hérna eru þeir félagar saman Sólbakur og Stapavík
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Svo læt ég þetta enda með kristilegu hugarfari
@Allan Geddas Shipsnostalgia
10.01.2010 14:06
Hvaða skip ??
Hér eru skip sem tengast landinu á einn eða annan hátt en kannske á mismunandi hátt.Og sumt dálítið langsótt Nú spyr ég hvernig tengdust þau landinu ? Gamlir karlar ættu ekki að leggja í vana sinn að reyna að plata fólk.Og þá er að reyna að sýna iðrun.Þannig var að vinur minn danskur sendi mér þessa mynd af skipi sem hann fullyrti að hefði einusinni heitið John ex Rangá. Þetta var nátúrlega ekki rétt.En þá ætlaði ég að plata menn og láta einhvern giska á að þarna væru um eitt af fv skipum Hafskips um að ræða. Og þessvegna setti ég það inn.En enginn beit á agnið.Svo nú er maður heima með nlafandi skottið Skipið sem hér um ræðir var byggt hjá Lurssen Shipsyard í Vegesack Þýskalandi 1951 fyrir þýska aðila og hlaut nafnið Thule II Það mældist 298 ts. Loa:42.80.m brd:7.50.m Það er svo selt innanlands (Þýskalandi) 1953 og fær nafnið Thule.Aftur selt innanlands 1965 og fær nafnið Marica. 1971 er það selt til Noregs og fær nafnið Fraenafjell.Selt innanlands(Noregi) 1974 og fær þá nafnið Fraenka.Síðan gengur það kaupum og sölum innan Noregs en heldur nafni þar til það var rifið í Danmörk 2001
Næsta skip var danskt.Var smíðað hjá Nordsöværftet Ringköbing Danmörk sem Arrebo fyrir A.B Kromann 1965 Það mældist:400 ts 685.dwt. Loa: 50.0 m.brd:8.20 m.Það fær nafnið Lill 1989.Selt innanlanda 1990 og fær nafnið Lis Weber.Selt úr landi 1996 og fær nafnið Rhodos III.Ástæðan fyri veru skipsins hér er að það var í nokkuð langan tíma í mjölflutningum héðan.Ég kynntist svolítið( talstöðvar samband) skipstjóra og eiganda skipsins vegna vináttu hans og eins af dönsku skipstjórunum sem ég sigldi mikið með
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Næsta skip var einnig danskt.Það var byggt hjá Båtservice Verft Mandal í Noregi fyrir danska aðila sem Marina Dania 1968.Það mælist: 395 ts.828 dwt Loa:55.0.m brd:9.30 m.A.B.Kromann kaupir skipið 1980 og skírir Erik Boye.Skipið strandar við Breiðdalsvík 28 júlí 1992.Upp ú því kaupa íslenskir aðilar skipið og skíra það Katla Og eins og Heiðar Kristins benti réttilega á var ýmislegt ú Víkartindi sett í skipið.Framhald sögu þess veit ég því miður ekki. @ Harma Sin
Næsta mynd er sett inn fyrir gamla Hofsjökulsmenn til að vita hvort þeir kannist ekki við annan manninn fram á @Allan Geddas Shipsnostalgia
Gamlir kallar ættu ekki að treysta algerlega á minnið.Eins og ég gerði hálfpartinn í þessu tilfelli.Síðasta skipið var líka danskt byggt hjá Smit.E.J.Shipsyard í Westerbroek Hollandi 1980 Fyrir Otto Danielsen í Danmörk sem Grete Danielsen.Það mældist 1367 ts 2892.dwt.Loa.83.1 m brd:14.0.m 1990 er skift um nafn yfir í Bongo Danielsen.Það er selt úr landi 2003 og fær nafnið Sea Carrier.og 2003 Brigth Star..Þegar ég fékk þessa mynd taldi ég skipið vera nákvæmt systurskip næsta skips sem ég sýni Mariane Danielsen.Og tenglsin við Ísland væru því þau að væru systurskip.En svo fékk ég þá myns sem ég birti hér og sýnir hina einu og sönnu Mariane Danielsen sem strandaði við Grindavík
@Allan Geddas Shipsnostalgia
Svo er það Mariane Danielsen.Byggt fyrir Otto Danielsen Danmörk hjá Smit.E.J Shipsyard í Westerbroek Hollandi 1977. Skipið mældist 1140 ts 2585 dwt.Loa:79.20.m brd :13.10.m.Skipið strandar við Grindavík 20 jan 1989.Og nú reynir á minnið.Mig minnir að Finnbogi Kjeld hafi keypt skipið á strandstað og náð því út.En allavega fær það nafnið Sun Trader 1989 og 1990 nafnið Maylin frekari sögu kann ég ekki @Rick Cox
08.01.2010 21:48
1+2
Þetta skip var björgunarskip hér við land. Hvað hét það? Skipið hét Geir.Skipið var byggt 1909 hjá Seebeck Shiffværft Geestermunde Þýskalandi. Fyrir Em Z Svitzer´s Skipið mældist 319.0 ts Loa:42.0.m.brd:7,90.m. Skipið rakst á tundurdufl og sökk skammt utan við Casablanca Marakkó 02-02 1943
Þetta skip flaggaði"íslenskt"lengi Hvaða skip er þetta ? Þetta er Sandey sem var byggð hjá Fikkers Shipsværft Foxhold Hollandi 1957Skipið hlaut nafnið Wumme.Það mældist 499.0 ts 974.0 dwt. Loa:62.41 m. brd. 9.35 m. Björgun h/f kaupir skipið 1961 og skírði Sandey.Skipið var rifið 1994 ???.@ photoship
Að lokum 3 myndir af erlendu skipi sem var oft í "tímaleigum " hér.Og hafði allavega 1 ( ef minnið er ekki að svíkjast undan eina ferðina enn) íslenskan skipstjóra.Þetta skip var smíðað í Nordsöværftet Ringköbing Danmörk 1982 fyrir "saltkónginn"P.R Johannessen í Færeyjum. Skipið fær nafnið Herborg. Það mældist 1441,0 ts 2158.0 dwt.Loa: 72,50 m brd 11.40.mþ Johannessen selur danska skipafélaginu Elita skipið 1985 og fær það 1st nafnið Carimed Sea.Það gengur svo (sennilega út af ýmsum tímaleigum) undir ýmsum nöfnum t.d Naz, Svea Atlantic Susan K. Það er svo selt til Brasilíu og fær þar nafnið Samson.Skipið er enn í gangi Efsta myndin er af skipinu í litum Elita skipaélagsins.Og ef ég er ekki að bulla þess meir þá var Guðmundur Arason með skipið um tíma En þetta getur verið misminni
@fgb Shipsnostalgia
@ Lettrio Tomasello Shippotting @shipsmate 17 Shipsnostalgia
@ Lettrio Tomasello Shippotting