Færslur: 2010 Janúar

08.01.2010 17:33

Björgunarþyrlur

Bara til að minna á nausyn þyrlunnar til björgunar sjómanna og fl


http://www.shipsnostalgia.tv/members/action/viewvideo/1479/Yacht_sinks_in_North_Sea/
Lokað fyrir álit

07.01.2010 12:53

Hofsjökull II

Mér hefur alltaf þótt fallegar línur í skrokki þessa skips.En einhvernveginn ekki þótt yfirbyggingin  prýða það.Þó er þessi mynd tekin þannig að þess gætir minna.Ég hef sagt sögu skipsins fyrr á síðunni

                        @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

06.01.2010 17:54

Sannleikurinn um Ísnes.I

Harðir diskar í tölvum og heilar í mannhausnum eiga margt sameiginlegt.T.d.þetta með aldurinn. Þetta bitnaði illilega á mér um daginn þegar ég birti sögu fv "Ísskips " Ísnes.Ég hafði"viðað"að mér og prentað út gögn um 2 skip með þessu nafni.


Svo fór ég að sinna einhverju öðru.Þegar ég snéri mér aftur að Ísnesi tók ég óvart röng blöð. Það væri hægt að líka þessu við að sýslumaðurinn dæmdi "króann" á rangan mann.Einn af velunnurum síðunnar Guðjón Ólafsson bentir mér á mistökin.Og nú verður að vitna í hörðu diskana og heilana Því eldri því seinvirkari. Ég hef ekki gefið mér tíma til að leiðrétta fyrr en nú. Og ég þakka Guðjóni kærlega fyrir ábendinguna.

En hérna er rétta sagan. Skipið var byggt hjá Lurssen Shifværft Vegasack Þýskalandi 1967 og fær nafnið Fritre.Skipið mældist 2831 ts. 4506 dwt Loa: 95,90.m 1973 nafni breitt í Frisnes.  Ísskip (dótturfyrirtæki Nesskip) kaupa skipið 1977 og skíra Ísnes. Skipið selt til Ítalíu 1983 og fær nafnið Alberto Dormio.1989 Ocean Wood.1992 Marina I.1999 aftur Ísnes og 1999 Fotinoula.Það virðist vera í notkun 2005
                       @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

05.01.2010 23:11

Gamlir SÍS-arar

Fremstur meðal jafninga er hið (að mínum dómi) fallega skip Arnarfell I.Ég hef rakið sögu þess áður hér á síðunni.
@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Svo er það "supertankarinn" Hamrafell. Sem skipadeild SÍS keypti notað 1956. Skipið var byggt hjá Deutsche Værft Finkenwarde Þýskalandi 1952  fyrir M. Mosvold í Noregi Hlaut nafnið Mostank.Það mældist 11349 ts, 16730 dwt. Loa: 167.40.m brd  20.80.m.SÍS kaupir skipið sem áður var sagt 1956.Ég man hvað maður leit upp til þeirra Jóns Dan, Einars Eggerts og Lalla Gunnólfs og þessara kalla sem maður kannaðist við úr áhöfninni sem oftar er ekki"slæddust" um borð í Akraborgina.Þegar þeir komu í land af  lóðsbátunum.Ég hugsa að það sé ekki allfjarri sannleikanum þegar ég fullyrði að á fáu farskipi íslensku hafi jafn margir farmenn stigið sín 1stu spor í farmennskunni um borð.Þegar svo Rússar náðu einokun á olíuflutningunum milli landana minnkaði þörfin fyrir þessa stærð af olíuflutningaskipum Skipið var svo að lokum eingöngu í siglingum erlendis og var það síðan selt  Lajas Cia de Nav Indlandi 1966. Og fær nafnið Lajas.Það er svo selt innanlands The Shipping Corp í Bombay og fær nafnið Desh Alok Það er svo rifið í Bombay  1974


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Að lokum fyrir félaga minn Heiðar Kristins Helgafell I Saga skipsins hefur verið rakin áður hér á síðunni.

@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia



@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere