Færslur: 2010 Mars
09.03.2010 18:19
Artis River
Það er kannske ekki hægt að tala um skemmtilegar myndir af strönduðu skipi. En hvað um það Guðmundur St Valdimarsson sendi mér þessar jú skemmtilegu myndir af Artis River á strandstað 1987 en Guðmundur var skipsmaður á v/s Óðni sem dró Artis River af strandstaðnum 25 mars 1987
@ Guðmundur St Valdimarsson
@ Guðmundur St Valdimarsson
09.03.2010 16:51
Gamlir og nýrri
Sem betur fer hafa menn verið að "gauka" að mér myndum til að sýna á síðunni. Undanfarið hefur elli kelling og sú óheilladrós "letin" verið að hrjá mér dálítið og verið mér erfið undanfarna daga. En þetta stendur allt til bóta með hækkandi sól, Svo ég bið menn að sýna mér þolinmæði ef myndir sem þeir hafa sent mér birtast ekki alveg strax. En hérna eru 2 myndir sem mikill velunnari síðunnar og menningarlegur ráðgafi hennar sendi mér,af 2 skipum sem þjónuðu landinu og sem annar þjonar enn Fyrst er það Hanseduo,Skipið smíðað hjá J J Sietas Schiffswerft í Neunfelde Þýskalandi 1984 sem Caravelle fyrir þýska aðila. Það mældist 3999.0 ts 8350. 0 dwt. Loa: 117.50 m brd 20,40 m . Skipið gekku undir hínum ýmsu nöfnum sennilega vegna tímaleigna !984 Kahira.1986 Holcan Elbe 1986 Caravelle 1988 Emcol Carrier 1989 Johanna Borchard 1995 Kent Explorer 1996 Sea Mariner, 1998 Hanseduo 2004 Armada Holland 2004 Hanseduo 2005 MCC Confidence 2009 Hansaduo nafn sem það siglir undir í dag og flaggar Antiqua Barbuda
@ Tryggvi Sig
Næsta skip er smíðað hjá Örsköv Cristensens Skibsværft Frederikshavn Danmörk 1995 sem TSRL Tanacious (Helene Sif) fyrir danska aðila. Það mældist 14664.0 ts 17034 dwt. Loa: 165.60 m brd: 27.20.m Vegna leigu fær það nafnið Maersk Durban 1997 og sama ár Maersk Santiago Eimskip kaupir ? skipið 2000 og skírir Dettifoss nafn sem það ber í dag með flagg. Antiqua and Barbuda
@ Tryggvi Sig
08.03.2010 20:05
Í höfninni today and before
2 skip eru nú hér í höfninni Annað að lesta hitt að losa. Fyrra skipið Wilsin Humber er að losa salt
Skiið ver byggt hjá Begej Shipsyard í Zrenjanin serbíu 1999.sem Marble Bay.Það mældist 3092.0 ts 4167.0 dwt. Loa: 89.90 m brd 15.20,m Wilson-grúppan kaupir ? skipið 2005 og skírir Wilson Humber og skipið er udir flaggi Barbados
Svo er það Laxfoss sem er að lesta mjöl. Skipið var byggt hjá :Bijlsma & Zonen Scheepswerf. í Hoogezand Hollandi fyrir þarlenda aðila 1995 sem Stroombank.Það mældist: Það mældist:1682.0 ts 2500,0 dwt Loa:80.0 m brd:11,0 m Eimskip kaupir ? skipið 2005 og skírir Laxfoss. Skipið er undir flaggi Antiqua and Barbuda
Þá er það þessi sem var hér fyrir helgi Skipið var byggt hjá Ulstein Skibsværft í Ulsteinvik í Noregi 1969 Fyrir þarlenda aðila sem Canis. Það mældist 498,0 ts 1100.0 dwt. Loa: 78,60 m brd: 12.50 m. Það fær nafnið Havkeli 1979 Tonjo 1995 Ice Lady 2001 Ocean Spring 2005 Hovden 2008 Og nafnið sem það ber í dag Antigone Z ,2009. Og flaggið er Panama.
Svo er það sá sem alltaf mætir í 3 kaffi í gamla skýlinu
06.03.2010 21:53
Lítill og nettur
Þessi flaggaði íslenskt um nokkuð lagngt skeið Hver er þetta?? Þetta skip var smíðað 1973 hjá Elbewerft í Boizenburg A- Þýskalandi sem Jolara fyrir norska aðila. Það mældist 197.0 ts 584,0 dwt Loa:49.60 m brd: 10,10 m. Skipið er selt innanlands í Noregi 1974 og fær nafnið Gullstryk 1976 nafnið Lys-Con Reykhólaskip h/f á Reykhólum kaupir skipið 1981 og skírir Helgey. Það er selt til Noregs 1986 og fær nafnið Jarola 1996 nafnið Nyvang og 2001 Vitin nafn sem það ber í dag og með færeyiskan fána. Svona lítur skipið út í dag. Hina myndina er vinur minn búinn að eiga svolítið við til að reyna að gera ykkur þetta erfiðara. Og kraninn í landi gaf honum aðeins undir fótinn hvað þetta varðar
@Ric Cox
01.03.2010 22:44
Hver var þetta ???
Fyrir rúmum 20 árum var þetta skip mikið í fréttur hér Hver var ástæðan ?? Þetta skip var byggt hjá Nordsöværft í Ringkoping sem Artis River fyrir danska aðila 1986, Það mældist 1598.0 ts, 2433,0 dwt Loa:76.0 m brd: 11.60 m. Það strandar við rifið Tösku við Rifshöfn 26 mars 1987. Það náðist aftur á flot um það bil sólarhring síðar.2002 er skipið selt og fær nafnið Mentari Jaya Nafn sem það ber í enn dag og siglir undir fána Indónesiu. Menn hafa undrast slæma viðkomu mín á síðunni undanfarið. Ég hef þetta mér til málsbóta.En ég át einhvern djöf.... ofan í mig um daginn og afleiðingunum er best lýst með þessari smásögu. Mikil vinkona mín sem fylgist vel með mér og heilsu minni sá mig koma á kjörstað í dag þegar hún var að fara af staðnum. Hún þorði ekki að flauta af ótta við að ég hrykki við og sk........ já ekki orð um það meir
@ric cox coasterr remembered
01.03.2010 19:44
Gamlir landar og þó
Fyrir miskilning sendi vinur minn mér þessa mynd og héld að þetta væri eitt af mínum gömlu skipum En þetta skip var byggt hjá Ulstein Skibværft í Ulsteinsvik 1967 sem Caribia fyrir norska aðila.Það mældiist 497,0 ts 2469,0 dwt. Loa: 75.80 m brd: 11.90 m. 1979 kaupir Florida Star Shg Co Ltd á Kýpur skipði og breita nafni í Caribic, Donegal Group S.A.í Panama kaupir skipið 1997 og skírir skipið hinu alíslenska nafni Askja.
@steffen wiedner
Næsta skip þarf nú ekki að kynna hér á síðunni svo oft sem hún hefur dúkkað upp hér Afríka ex Eldvík
@steffen wiedner
Næsta skip þarf heldur ekki að kynna. En ég geri það nú samt Skipið var smíðað hjá Appledore Ships Builder í Appledore í Englandi fyrir norska aðila( Jebbsen)1975 sem Risnes Það mældist 3645, 0 ts 5699,0 dwt. Loa: 102.30 m brd 15.60 m, Ísskip h/f á Seltjarnarnesi dótturfyrirtæki Nesskip kaupa skipið 1979 og skíra Selnes Skipið er selt Wilson samstæðunni 2004?? og skírt Wilson Muuga Það strandar við Sandgerði 19 des 2006 . Náðist aftur út og selt til Líbanon Þar fær það nafnið Karim 2009 fær það nafnið Enas H sem það heitir í dag og er undir fána Bolivíu
@ric cox
- 1
- 2