Færslur: 2010 Apríl

15.04.2010 19:35

Fleiri gamir

Hérna eru fleiri myndir af "myndarlegum"gamlingum. Fyrst er það skip sem byggt var hjá Russel Shipsyard í Glasgow Skotlandi 1912 sem Saint Bede fyrir enska aðila Það mældist 3149.0 ts 4940.0 dwt Lao:123.30.m brd: 15.90 m 1918 fær skipið nafnið Dictator Það var rifið í Glasgow 1932


@Ric Cox

Næst er það skip sem byggt var hjá Henderson Shipsyard í Meadowside Englandi 1912 fyrir þarlenda aðila sem Benefactor Það mældist: 3492.0 ts .5511. dwt Loa: 125.20 m brd: 15.90 m. Skipið var rifið í Feneyjum 1935

@Ric Cox

Næst er skip sem byggt var hjá Russel Shipsyard Glasgow Skotlandi fyrir enska aðila 1916. Sem Crown of Cadiz  Það mældist: 2942 ts 4607 dwt. Loa: 117.30 m brd: 15.90 m 1920 fær það nafnið Chancellor.  Það sökk 02-12-1939 á 44°30´N 061°51´V eftir árekstur við annað skip


@Ric Cox

Næst er það skip sem byggt var 1920 hjá Connel Shipsyard í Scotstoun Skotlandi fyrir enska aðila. Sem Dramatist Það mældist: 3423 ts 5443 dwt Loa: 125.0 m brd: 15.90 m Það var rifið í Briton Ferry 1949


@Ric Cox

Næst er skip sem byggt var hjá Richardson Duck Shipsyard í Tornaby Englandi fyrir þarlenda aðila 1921 sem Inkum. Það mældist 2795,0 ts 4505.0 dwt. Loa; 122.0 m brd 15.90 m. 1931 fær það nafnið Nymphe Það var skotið niður 06-07-1942 á 15°48´N og 040°42´A


@Ric Cox
Síðastur í þessari upptalningu og af myndum af erlendum gamlingum allavega í bili er skip sem byggt var hjá McMillan Shipsyard í Dumbarton Skotlandi 1929 sem Kavak. Það mældist 1478,0 ts 2743.0 dwt. Loa: 101.50 m brd: 14.40 m. Það var skotið niður á 55°00´N 019°30´V 02-12-1940. Og hér verður svo sett amen eftir efninu af svona erlendum gamlingum Eða eldgömlum koladöllum

Lokað fyrir álit

15.04.2010 17:30

Vestmannaeyjar í dag

Fyrst skal telja Perluna sem er ásamt Pétri Mikla að dýpka  höfnina hér. En skipið var byggt hjá Husum Shipsyard V- Þýskalandi 1964 sem Jörpeland,Það mældist 300.0 ts  569.0 dwt. Loa: 47.99.m  brd: 8.66. m Sandskip h/f í Reykjavík  kaupa skipið 1974 og skíra Grjótjötunn.  Björgun  h/f kaupa skipið 1976 og skíra Perla Og hún er að púla fyrir þá enn þann dag í dag Og hérna eru þau hjú Pétur Milki og Perla


@torfi haraldsson
Og aftur hér

@torfi haralds

Og hér

@torfi haralds

Svo var það leiguskip Eimskip Öland. Skipið er smíðað hjá Sietas Shipsyard Neuenfelde 2003 sem Frisia Fyrir enska aðila ?. Það mældist: 7600,0 ts  8900.0 dwt. Loa: 136.0 m 21.30 m. 2003 fær skipið nafnið Öland.Nafn sem það ber í dag og veifar fána Malta Skipið mun vera að leysa nv Brúarfoss af, En hann mun vera í dock


@oliragg

@oliragg

Lokað fyrir álit

14.04.2010 21:41

Hvaða yacht ????

Smá tilbreyting Þessi einkasnekkja var byggð í Englandi 1906 Hún er enn í notkun nú í eigu moldríks indverja. Sem lét endurbyggja hana 2006 og útbúa með:"the art furniture and equipment, making
it one of the finest classic motor yachts in the world"
Nokkrir frægir einstaklingar hafa átt hana í gegn um tíðina. Það á meðan frægt kvikmyndaleikarapar. Hann var fæddur 1925 dáinn 1984. Hún var fædd 1932 og lifir enn að ég best veit. Hún giftist 8 sinnum 7 mönnum.(einum 2svar), Hvaða hjón voru þetta ???


@Ric Cox


@Ric Cox

@Ric Cox
Lokað fyrir álit

14.04.2010 21:29

"Brúsinn" í brælu

Ég skýrði 1 myndina rangt í gær. Þega ég blákallt hélt því fram  að hún sýndi Brúarfoss en það var Selfoss .En hérna er sá fyrrnefndi í brælu Gæði myndanna léleg enda gustar um sigluna kalt

                                                                                                                                  @photoship



                                                                              @photoship

Lokað fyrir álit

13.04.2010 21:44

Fossar í brælu

Hér er einusinni enn það fallega skip Brúarfoss


@Vilberg Preberson

Farið að hvessa

@Vilberg Preberson

Ég fjéll í þá gryfju í gær að treysta á mitt gamla göttótta minni og sagði þarnæstu mynd ver af Brúarfossi í brælu. En eigandi myndarinnar skírði hana Selfoss í bræluskít við Reykjanes, Svo nú er bara að breyta blogginu Og birta mynd af Selfossi líka.Ekki leiðinlegt það. Hér að koma til Eyja. Myndin birt með góðfúslegu leyfi Sigurgeirs ljósmyndara



 
Hér í brælu við Reykjanes


@Axel E
Og þessi var nú líka flottur


@oliragg
Hann gat verið hvass á hann  líka

@ photoship

En svo endaði hann svona en þó ekki í þessari brælu


@jim Potting

Lokað fyrir álit

13.04.2010 18:28

Gamlingar

 Ég talaði um daginn að ungir sjómenn ættu ekki að gera grín að okkur gamlingunum. Allar kynslóðir eiga sinn lokasprett, Og rifja þá kannske upp sína "gömlu og góðu daga" Munið það ungu menn að ykkar tími og andrími kemur aldrei aftur . Þess vegna eigum við  á deginum okkar "Sjómannadaginn" að minnast þeirra manna sem sigldu á skipum eins og ég sýni hér í dag. Ekki sem einhverja "árabátakalla" og eða vilja ekki gefa þeim rými í blöðum dagsins. Þið eigið að vera stoltir af ykkar fyrirrennurum. Þó þeir hafi lyktað af slori, kolum  táfýlu og kannske heiðarlegri"skítalykt"

1sta skipið í dag var smíðað hjá Edwards & Sons Shipsyard Howdon- on - Tyne Bretlandi. 1888 sem Mimosa Fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1557.0 ts ???? dwt Loa: 77.70. m brd: 11.0 m, Skipið sökk 04-11-1918 efrir árekstur á 57°N  001°30´V


@Ric Cox

Næsta skip sem byggt 1903 hjá Short Bros. Shipsyard fyrir þarlenda aðila sem Dovedale. Það mældist 2907 ts ???? dwt. Loa: 99.22. m brd: 13.70 m 1907 fær skipið nafnið Sibir 1920 San Polo 1922 Oxholm 1923 Psara. Það var svo rifið í Savona Spáni


@Ric Cox

Næst er það skip sem byggt hjá Hamilton Shipsyard Glen Yard í Englandi 1912 sem Intombi fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3884 ts ??? dwt. Loa:  111.20 m 13.30.m 1932 fær það nafnið Maliakos 1949 Saraykoy 1955 Sapanca Það sök eftir árekstur út af Bats á Sceldeánni 28-02-1956


@Ric Cox
Næst er skip sem byggt var hjá Barclay Curle Shipsyard í Whiteinch Englandi 1925 sem Kantara fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3237 ts ??? dwt. Loa: 100.90 m brd:14.20 m. Skipið var skotið niður 22-02-1941 á 47°12´N 040°13´V


@Ric Cox
Að síðust er skip sem átti bróðir undir íslenskum fána. Það var byggt hjá Southeastern Shipsyard í Savannah USA 1945 sem Double Loop Það mældist 3799.0 ts. 5032.0 dwt. Loa: 103.20 m. brd:97.50 m. 1947 fær skipið nafnið Ciudad De Caracas 1961 Cyprus. Það var rifið á hinni frægu "Gadani Beach 1981 Égh þarf nú sennilega ekki að spyrja en læt það flakka: Hvað hét íslenski bróðirinn??


@Ric Cox

Lokað fyrir álit

12.04.2010 16:33

Fv og hálfgerður ísl

Hér eru 4 skip 3 flögguðu íslenskt og 1 hefur haft alíslenskt  nafn og íslenskan skipstjóra um skeið eftir því sem ég best veit

Sá elsti
Haukur

@Chris Cartwright


Síðan Katla


@Chris Cartwright


Næst Uriðafoss ex Vesturland

@Chris Cartwright





Síðast Freyja


@Chris Cartwright

Lokað fyrir álit

11.04.2010 23:28

Útgerð Óla á Hvoli ???

Þó að litirnir passi við Gæfuna sem hann Óli á Hvoli átti þá er hann ekki búinn stækka við sig. En þetta skip Fram kemur oft hingað á sumrin
Það er smíðað hjá Fincantieri Italiani í Monafalcone Ítaliu 2007 fyrir HURTIGRUTEN ASA í Noregi. Það mældist 11647,0 ts 1000.0 dwt Loa: 113.90.m brd: 20.20 m


@Torfi Haraldsson

og hér er meira um Fram:

http://www.simplonpc.co.uk/Hurti_Fram2007.html

Lokað fyrir álit

11.04.2010 13:38

Flott Samskip

Ég bloggaði um daginn um Arnarfell. Út af því spannst smá umræða um sandblástur. Skipstjóri skipsins upplýsti að skipið hefði aldrei verið sandblásið (sennilega átt við frá byggingu ??)  En þessi skipstjóri má vera hreykinn af sínu skipi. Og við íslendingar hreyknir af að skip á okkar vegum skuli líta svona vel út. En sá stóri galli er á gjöf Njarðar að þessi skip sigla undir erlendum fánum.  En bót í máli að það er flaggað fána mikillar vina og frændþjóðar. Allavega 2 af skipunum.  En ég er hérna með mynd sem ég tók af Arnarfelli á föstudaginn. Og til að móðga ekki vin minn Magnús Helgason yfirvélstjóra á Helgafelli (hef eitthvað verið frátekin síðustu föstudaga þegar hann hefur verið hér) fékk ég myndir frá Hollenskum rafbréfavini mínum Hannesi Van Rijn sem einnig tók mynd af Akrafelli og El Bravo sem mun vera kominn í Íslandssiglingar á vegum Samskip En látum myndirnar tala:
Arnarfell hér á föstudag


@oliragg

Helgafell:


@Hannes van Rijn

Akrafell:


@Hannes Van Rjil


Þessum 3 skipum  hefur verið lýst hér á síðunni en ekki því fjórða,El Bravo Skipið er smíðað hjá Jinling Shipsyard, Nanjing í Kína 2006 sem Magnus F fyrir þýska aðila. Það mældist 9932.0 ts 13760,0 dwt. Loa: 147.90 m brd: 23.60 m "2 nöfn hafa verið á skipinu. Strax 2006 TS Moji 0g 2007 El  Bravo nafnið sem það ber í dag. Flaggið er: Antigua & Barbuda

El Bravo;

@Hannes Van Rijn


@Hannes Van Rijn

Lokað fyrir álit

11.04.2010 00:28

Frá Gadani

Ef þetta tekst þá segir myndbandið meira en nokkur orð

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22434/

Lokað fyrir álit

10.04.2010 23:23

Helvíti á jörð

Ég var að blogga um gömul skip og hvað varð af þeim. En það eru kannske ekki svo mjög margir sem gera sér grein fyrir aðstæðum mannana sem sjá um niðurrifið Hér eru  myndir frá hinum illræmda skipakirkjugarði á Gandani Beach Einn vinur minn danskur skipstjóri sem fór með 1 skipið þangað sagði eitthvað á þessa leið:"ef Helvíti finnst á jörðinni þá er það þarna"  Hann sagðist hafa verið hálf máttfarinn eftir að anda að sér fnyknum sem lá yfir svæðinu . Einn maður stórslasaðist þann dag sem hann var þarna og einhverir tugir slösuðust sumir allmikið. Þeir kippa sér ekki upp við að 1 eða 2 drepist á dag á þessum nástöðum en látum myndirtala þetta er allt tekið af fríum áróðuðurssíðum (ekki illa meint)Hér eru myndirnar:






















Lokað fyrir álit

10.04.2010 21:59

Þeir voru í "grútnum"

Ég breytti blogginu aðeins. Þaði er ekki hægt að hæla 1sta skipinu fyrir snyrtimennsku. En þegar myndin var tekin hefur hann sennilega verið búinn að vera í "grútarflutningum"af miðunum svo í lýsisflutningum eftir það. Og sennilega hafa háþrýstidælur ekki verið komnar á markaðin og lítill tími með kúst og sápu (nú man ég ekki lengur nafnið á sápunni sem notuð var. Atlas???)
Dagstjarnan byggð í USA  1943.Riflnn  í Belgíu 1970



@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Næst er það Síldin Byggð í Englandi 1954 Rifin í La Spezia (Ítalíu 1977)



@ Malcolm Cranfield
Svo er það Haförninn Skipið byggt í Noregi 1957. Rifið í Olbia (ítalíu) 1989


@Tryggvi Sig

Save
Lokað fyrir álit

10.04.2010 21:40

Gamlir fv innlendir 2

Þessi átti nú að vera á undan uppáhaldinu mínu, En færri heilasellu og  þessvegna seinn og latur heili sáu fyrir því. Ég byrja því upp á nýtt  En þessi Laxfoss var byggður í Hollandi 1957 Brann út af  Port Muhammad Bin Qasim í Pakistan 19-12-1986 og var upp úr því rifinn á Gadani Beach Pakistan 1987


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia



Næst er það þá Selfoss byggður í Danmörk 1958.Rifinn á hinni frægu Gadani Beack í Pakistan 1985. Þessar myndir er birtar með góðfúslegu leyfi Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara hér í Eyjum


@Sigurgeir Jónasson

Og systurskipið Brúarfoss. Það er aldrei of oft birtar myndir af þessum fallegu skipum



@Sigurgeir Jónasson
Sæborg byggð í Danmörk 1961 Lendir í árekstri út af Poyrakzoy í Bosphorussundi 29-08-1987 og rifinn upp frá því.


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Ísnes byggt í V-Þýskalandi 1967 Er enn í notkun Heitir Fotinoula og veifar grískum fána


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


Hofsjökull var smíðaður í Japan 1973 en komst eiginlega ekki í gang fyrr en 1978 eftir endurbyggingu vegna bruna Hann bar beinin í hinum alræmda skipakirkjugarði í Alang á Indlandi 2005 


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia
Að síðustu er það skip sem ég held að ég hafi ekki gert grein fyrir á síðunni fyrr. Það var byggt 1983 hjá Brand Shipsyard í Oldenburg, V-Þýskalandi fyrir þarlenda aðila sem Sandra. Það mældist: 1491.0 ts. 3229,0 dwt. Loa:90,0 m brd. 14.0 m. 1985 fær það nafnið Band Aids III (tímaleiga ???) 1985 aftur Sara 1987 Sandra M 1989 kaupa??? Samskip skipið og skíra Arnarfell. Það er selt ??? úr landi 1994 og fær nafnið Andra 2004 nafnið Cap Nanmur og 2005 Baltci Betina Nafn sem það ber í dag  í noskri eigu en veifar Maltaflaggi



@ Folke Östmann Shippotting

Lokað fyrir álit

10.04.2010 14:31

Gamlir fv innlendir

Íslendingar áttu nú líka skip sem sómdu sér í hverri höfn. Ég minntist á það um daginn að mig minnir að Tröllafoss hafi fengið og það oftar en 1nu sinni verðlaun í New York fyrir að vera best hirta og  snyrtilegasta skipið þar í höfninni.
En snúum okkur að gömlum innlendum1st er þetta skip Katla II Byggð í Svíþjóð 1948 Rifin í Pakistan 1981
@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Arnarfell I byggt í Svíþjóð 1949 rifið í Grikklandi 1983


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Næst er Dettifoss Smíðaður í Danmörk 1949 Skipinu hvoldi á ytri-höfn  Cebu 12-10-1978


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Næst er það skipð sem státaði á sínum tíma af að vera stærsta skip íslenka flotans Hamrafell:
Skipið var smíðað í Þýskalandi 1952 Rifið í Mumbay (Bombay) 1974


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Næst er Disarfell byggt í Hollandi 1953 Rifið í Grikklandi 1988


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Síðast að sinni er það skip ( sem og systurskip þess) sem fyrir minn smekk  var fallegasta skip sem íslenska kaupskipaflotann brýddi) Brúarfoss Byggður í Danmörk 1960 Rifinn í hinum fræga skipakirkjugarði Alanga 1990 Ég er handviss um hefði verið farið vel með hann alla tíð væri hann í gangi enn hann hefði orðið fimmtugur í nóv. í ár

@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Eins og sjá má eru allar myndirnar frá  Malcom Cranfield sem er rafbréfavinur minn Sem býr við kílarskurð

Lokað fyrir álit

09.04.2010 21:29

Gamlir og sterkir

Ég vona að fleiri en ég hafi gaman af að skoða gamla"trampara" Það er eitthvað sem hreyfir við manni að skoða svona myndir. Kannske gamli"slarkarinn" taki aðeins við sér við að skoða þetta. Mér finnst alltaf eitthvað við þessi gömlu skip. Og þá voru nú aðrir tímar en  nú. Þá höfðu menn oft tíma til að skoða "söfn " og svoleiðis eins og maður gerði hér í den. Hér á eftir koma nokkrir "gamlir " úr safni Ric Cox rafbréfavinar míns í englandi. Við byrjum á þeim eldsta
Amershamn: Byggður hjá Bartman Shipsyard í South Dock Englandi  1906 sem Rocdale Fyrir þarlenda aðila Skipið mældist 3718,0  ts 2373,0 dwt. Loa: 105.60,m brd (einhvernvegin fannst mér lengdin ekki passa við þetta skip á myndinni en allt annað passar)15,50,m Skipið fékk svo nafnið Amershamn og þegar því var sökkt  hét það Delphin. Skipinu var sökkt af kafbát 09-10-1940 á 58°11´N og 013°57´V

@Ric Cox

Næsti gamlingi var byggður hjá Vuijk Shipsyard í Capelle Hollandi 1911, sem Zena fyrir enska aðila Skipið mældist 1416,0 ts 1073.0 dwt. Loa: 73.40 m brd: 10,70.m. Skipið fær nafnið Giovanni Bottiglieri. Það er rifið í Valdo Ligure Ítalíu 1960


@Ric Cox

Næst á dagskrá er skip sem byggt var hjá Gray Shipsyard W-Hartepool 1915 sem Nolisement fyrir þarlenda aðila Það mældist 4447.0 ts 2618.0 dwt Loa: 115,80 m 15.90 m 1927 fær skipið nafnið Darius   1933 Marika Protopapa 1947 Polac 1959 Balboa. Það er svo rifið í Savona Spáni 1959


@Ric Cox

Nost er skip sem byggt var hjá Ardrossan SB, Ardrossan England 1917 fyrir þarlenda aðila sem Smerdis. Það mældist:1032.0 ts 952.dwt. Loa:60.10 m brd: 9,40 m. Skipið fær nafnið Memphis 1923 Caid ebir 1938 og Meziane 1954. Það lendir í árekstri út af Rouen Frakklandi 19-04-1955 og er rifið í New Waterway 1957


@Ric Cox

Næst er skip byggt hjá North of Ireland Shipsyard í Londonderry Irlandi 1918 sem Assiout fyrir enska aðila. Það mældist:4215.0 ts 3945.0 dwt Loa: 112.90.m brd : 15.60 m 1935 fær skipið nafnið: Maroulio 1938 Amarylis. Því var sökkt af kafbát með tundurskeyti 02-12-1942 á: 28°14´S 030°24´A


@Ric Cox


Næst er skip sem smíðað var hjá New Waterway í Sciedam Hollandi fyrir enska aðila 1925 sem Orsa Það mældist 1478.0 ts 1229,0 dwt. Loa: 76,20 m brd: 11.3 Skipið sigldi á tundurdufl 15 sml út af Flamborough Head 21-10-1939 End of story


@Ric Cox

Næst er skip sem byggt var var sem Clan Macdonald hjá Greenock Dy Cartsdyke Mid Skotlandi 1928,fyrir enska aðila Það mældist 5471.0 ts 6051.0.dwt Loa: 132.30.m brd: 17,60 m 1929 fær skipið nafnið Stirlingshire. Því var sökkt  með tundurskeyti frá kafbát 02-12-1940 á 55°42´N 016°13´V



@Ric Cox

Síðastur af þessum  gamlingum er skip sem byggt var hjá Thompson J.L í Sunderland í Englandi fyrir þarlenda aðila 1931 sem Helmspey Skipið mædist: 2885.0 ts 4424 dwt Því var sökkt af kafbát 11-02-1943 á 34°22´S 024°54´A


@Ric Cox
Vonandi hefur einhver annar haft gaman af að skoða þessa gamlinga. En mér finnst gæði sumra myndanna vera slík að maður hefur gaman að skoða þær

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere