Færslur: 2010 Maí

20.05.2010 20:38

Gengin skip 1

Nú eru 17 dagar til Sjómannadags, Dags  þar sem þeirra sjómanna er minnst  sem bíðu ósigur í lífsbaráttu sinni. Menn sem fórnuðu lífi sínu til að brauðfæða þessa þjóð.


Þá er manni hugsað til þeirra sem siglu heimsálfa á milli á litlum skipum í WW2 Menn sem sáu um að mannlíf hér á landi hélst lifandi og færðu björgina heim Eftir að fiskimennirnir höfðu aflað galdeyrirnum til að kaupa hana. Að mínu mati er ekki hægt að gera upp á milli Farmanna og Fiskimanna hvað uppbyggingu þjóðlífs á landinu varðar En samnefnið er einfaldlega Sjómenn.

Það eru dimm ský á lofti í málefnum þeirra í dag og þessvegna þarf þjóðin að sýna þeim samstöðu á baráttu degi þeirra. Það vita allir að Farmannastéttini er að blæða út og er í andastlitrunum.Hver á sökina veit ég hreinlega ekki alveg. Þó mig gruni margt. En ég var í sjálfskipaðri útlegð í 15 ár og hef því ekki þá þekkingu á þessum málum að ég geti tjáð mig um það. En að aðalerindinu Frumkvöðlarnir hvað skip varðar.

Þá er fyrst að telja þetta skip sjálft "Óskabarnið" (mig minnir að þetta nafn hafi byrjað þá þessu skipi en svo flutts yfir á fyrirtækið er frá leið) Gullfoss Það var byggt hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0  ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.,Skipið var kyrrsett í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörk  9 apríl 1940,
Esja sem fór í hina frægu Petsamoferð,


Áhöfnin kom svo heim um haustið með Esjunni í hinni frægu Petsamoferð, Skipið "fannst"svo í Kiel eftir stríð 1945 í slæmu ástandi. Eimskip hafði fengið tryggingafé skipsins greitt
og hafði því eki lengur umráð yfir því En félagið var að hugsa um að fá skipið til baka en það reyndist ekki borga sig enda var þá bygging á nýju skipi komin á koppinn., 2 íslendingar keyptu skipið og komu því til Gautaborgar og léta gera það upp. Þegar því var lokið seldu þeir Skipafélagi Föroyja í Færeyja skipið. Og fékk skipið þá nafnið Tjaldur. Það var selt til Þýskaland og rifið 1953 og þá undir nafninu Tjaldur gamli
Hér nýr:

Hér mætast þeir félagar Sá gamli og nýji Gullfoss
Næsta skip átti stutta og sorglega sögu Skipið var byggt hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 einnig  fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1374.0 ts 1575.0 dwt.Loa: 69,0 m brd: 10,70 m. Farþegar 56. Þess má geta að Goðafoss var 1sta íslenska skipið sem búið var loftskeytatækjum Endalokin voru sorgleg hvað skipið varðaði. Það strandaði við Straumnes 30-11-1916 og var þar til Síðast þegar ég vissi mátti sjá leifar af skipinu á strandstaðnum
Goðafoss nýr


Næst er skip sem byggt var hjá Nylands Verksted í Kístianíu Noregi1904 sem Profit fyrir þarlenda aðila Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1917 og skírir Lagarfoss. Það mældist: 1211 ts 1600 dwt.Loa:68.60 m brd: 10,30 Farþegar 32 Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949Næst er það skip sem bygt var hjá Burmeister & Wain Kaupmannahöfn Danmörk 1911 sem Manchioneal fyrir noska aðila Það mældist: 1654,0 ts 2010,0 dwt Loa: 77.80 m brd: 10.90 m Eimskipafélag Reykjavíkur kaupa skipið 1934 og skíra Reykjafoss Skipið er selt til Tyrklands 1949 og skírt Nazar 1955 fær það nafnið Cerrahzade. Það var rifið í Tyrklandi 1967

Næst er skip sem var byggt hjá Haarlemsche Sceheepswerf Haarlem Hollandi 1919 sem Merwede fyrir þarlenda aðila. Áður en það var afhent frá skipasmíðastöðinni fékk það nýtt nafn Amstelstroom. Það mældist 1451.0 ts 2060.0 dwt. Loa: 82,30 m brd: 11,0 m Skipið var búið 2 gufuknúnum krönum og mun hafa verið 1sta íslenska skipið með þann útbúnað.1934 kaupir skipafélagið Ísafold skipið og skírir Eddu. Eimskipaféla Íslands kaupir öll hlutabréf í Ísafold 1941 og fylgir skipið með í kaupunum Það er þá skírt Fjallfoss  1951 er skipið selt til Ítalíu og fær nafnið Siderea 1957 selt til Saudi Arabíu og fær nafnið Ommalgora. 1968 setl þar innanlands og fær nafnið Star of Taif .Skipið þótti orðið úrelt 1983 og var sökkt út af Jeddah


Lokað fyrir álit

18.05.2010 23:50

Dagný

Bara svona til að "stríða" vini mínum Tryggva SIg. (vinir eru vinum verstir) Hérna er skip sem margir kannast við sem Dagný SI Hér er hún á 4 stigum frá byrjun að endi. Skipið var byggt hjá De Dageraad shipyard í Woubrugge, Hollandi 1966 fyrir Fortune Herringfischerei GmbH, Gluckstadt, Þýskalandi. sem Milly Ekkenga.SG 1( SG= Gluckstadt)

Skipið var keypt á Siglufjörð 1970 og skírt Dagný SI 70 (1sti skuttogarinn??? Minnið að bila En skipið var ekki með skutrennu í byrjun) 1980 selt til Hafnarfjarðar og fær nafnið Ársæll Sigurðsson HF 12 Selt innarbæjar í "Firðinum" 1983 og fær nafnið Þorleifur Jónsson heldur einkennisstöfum. Er skráð á Siglufirði 1986 og fær einkennisstafi SI 80 heldur nafni. 1987 skift um nafn og númer 1987 ig fær nú nafnið Stapavík SI 5. Meira veit ég ekki um 1121 (bara svo menn telji að maður viti eithvað um fiskiskip) 
@ jan h ships nostalgia.@ jan h ships nostalgia


@Allan Gred

@Allan Gred

Lokað fyrir álit

18.05.2010 21:52

Frá Ian Leask

Hann getur verið strembinn við Orkneyjarnar.Þetta skip sem þarna "rokkar og rólar" (minnir mig á 1 af Ríkisskipunum) heitir í dag Sunlith Bay og flytur sauðfé til og frá Arabalöndunum Það var byggt í Viana Do Castelo Shipsyard í Viana Do Castelo  á Portúgal 1979 sem Farman fyrir breska aðila. Það mældist 2932.0  ts 3671,0  dwt. Loa: 108.80 m brd: 19.50 m. 1982 fær það nafnið Med Adriatico 1985 Argentea 1987 Merchant Isle 1988 Merchant Venture (nafnið sem það ber á myndinni) 2003 Warsan  og 2007 nafnið Sunlight Bey sem sem það ber í dag og veifra fána Libanon

@ian leask
Eftir komadi skipum hefur verið gerð skil hér á síðunni áður Núverandi Brúarfoss

@ian leask
 
Fyrrverandi HeklaNúverandi Axel

@ian leask

Fyrrverandi DalfossFyrrverandi Langfoss

Lokað fyrir álit

16.05.2010 23:44

Herjólfur II

Hérna er syrpa af skipi sem margir hér í Eyjum þekkja vel Herjólfur II  Skipinu hafa verið gerð skil hér á síðunni
Hérna í sínu þess daga daglega

@tryggi sig@tryggvi sig

Hérna kominn til nýrra eigenda í Sverige
                         @sigmar þór sveinbjörnsson

                        @signar þór sveinbjörnsson

Hérna kominn í felulitina hjá Svíum@Swedish Navy

Hérna sem rannsóknarskip hjá Bretum

              @ Jim Pottinger@ian leask


@ian leask
Lokað fyrir álit

16.05.2010 00:06

Askja/Kljáfoss

Bara til að minna á okkur gamlingana er hérna syrpa af einum gömlum byggðum 1957 rifinn 2007 eða sem dugði í  50 ár Síðustu 23 árin sigldi skipið sem "livestock carrier" Eða gripaflutningaskip Ég hef gert skipinu skil hérna á síðunni

1st sem AskjaSíðan sem Kljáfoss Þarna gæti 1 alþingismaður leynst á"bakkanum"


@photoship


@photoship


@Dr. Allan Ryszka-Onions


@Dr. Allan Ryszka-Onions

Lokað fyrir álit

15.05.2010 23:49

Skip í vanda

Nu fer að líða að Sjómannadegi 22 dagar eftir. Á þessum degi ætti fyrir utan skattamálið aðalbaráttu málið að vera auknar fjárveitingar til LHGÍ  Það virðast vera til peningar í allslags "gæluverkefni" ráðherra og þessvegna eiga sjómenn ekki að slaka á kröfum sínum hvað þessi 2 mál varðar. Og einnig er vert á þessum degi ykkar sjómenn að minnast á hvernig haldið er á lífeyrismálum.  Að maður tali nú ekki um öryggismálin  Með þessu vídeo pörtum vil ég minna á að þó skipin séu stór getur "Kári" tekið öll völd


http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22923/


http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22925/
Lokað fyrir álit

14.05.2010 23:25

Þegar hraðinn er of mikill

Það er ekkert betra ril sjós þegar maður veldur ekki hraðanum

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22911/
Lokað fyrir álit

14.05.2010 23:21

Fullur rússi enn og aftur

Þetta er úr danska TV2 sjónvarpinu 25-02-2008

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22910/
Lokað fyrir álit

14.05.2010 15:20

Vestmannaeyjahöfn í dag

Helgafellið var hér í dag og lét ekki öskufallið hafa áhrif á sig, Ef svo skáldlega má að orði komast. Hræddur er ég um að .að verði nóg að gera í nótt eða fyrramálið á "þvo hvítt" Og  stórvinur minn Maggi Helga (ef hann er um borð) yfirvélstjóri geti lent í vandræðum með blásara og allslags viðkvæma vélahluti. En hérna er syrpa sem ég tók hér í dag á 40 mínútna timabili

@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg


@oliragg
Lokað fyrir álit

11.05.2010 23:57

Írafoss

Irafoss var hér í gær að lesta fiskimjöl. Skipið var byggt hjá Arminius-werke mbH, í Bodenwerden Þýskalandi sem Hanse Controller fyrir þarlenda aðila 1991. Skipið mældist 1574.0 ts 1890.0 dwt. Loa: 81.20 m brd: 11.30.m 1991 fær skipið nafnið Nessand og 1994 Trinket.Eimskip kaupa ??? skipið 2005 og skíra Írafoss. Skipið veifar flaggi Antigua and Barbuda
Hér í gær:

@oliragg@oliragg
Og hér á siglingu á Elbuna 24 April 2010  á leið til Hamborgar, passing Altona.Lokað fyrir álit

11.05.2010 19:48

Figueira da Foz,

Hér er skemmtileg syrpa frá Figueira da Foz, í Portúgal, Sem margir farmenn sem sigldu með saltfisk í gamla dag kannast við Ég kom töluvert oft þangað og lestuðum við þá timbur til fiskikassagerðar, En myndirnar eru teknar af Joao Viana sem býr á staðnum,


@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana@Joao Viana

Lokað fyrir álit

08.05.2010 21:06

Dómur

Full City officerer idømt fængselsstraf

Skipstjórinn á Full City  sem strandaði í fyrra sumar (30 júlí)  við Laugesund í Noregi Zong Arning og stýrimaðurinn Oilanng voru um daginn dæmdir í 6 (skipstjórinn) og 4 mánaða fangelsi. Mikill olíuleki varð frá skipunu, Skipstjórinn fyrir að "hunsa" aðvaranir um að hann sigldi of nærri landi og fyrir að hafa ekki haft samband við viðkomandi aðila þega ljóst var að í óefni var komið Stýrimaðurinn fyrir að brjóta
"den norske miljølovgivning"

Lokað fyrir álit

08.05.2010 20:50

Syrpa frá velunnurum

Hér er syrpa sem velunnarar síðunnar síðunnar hafa sent. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Hér er mynd sem Ómar Karls sendi og sýnir andsk..... traðakið af seglbátum þegar komið er út úr Klel Kanal að austanverðu


@ómar karls

Syrpa af þekktum skipum
Arnarfell á föstudag


@totfi haralds

Perla á föstudag
 
@torfi haralds
Arnarfell@Steve Woodward


@Steve Woodward

Selfoss
              @Steve Woodward


           @Steve Woodward
Brúarfoss:

                                     @Steve Woodward

Reykjafoss
                                      @Steve Woodward

Lokað fyrir álit

06.05.2010 16:57

"Selurinn"

Það er mikill munur á 1sta Selfoss hjá Eimskipafélaginu  og þeim núverandi Sá 1sti var smíðaður í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m. 1928 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956Stundum kallaður "ljóti andarunginn" einnig:"blessaður svanurinn" eða bara "Selurinn" eða einfaldlega "Selló". Hugsið ykkur Churchill  kenndi Selfossi um að sigur í heimstyrjöldinni drógst á langinnHann var í Ameríkusiglingum lungan úr stríðinu.Hann "lullaði"þetta á sínum 7 mílum. Og í björtu drógst hann alltaf aftur úr skipalestunum. En var svo oft komin fremstur á morgnana. Maður hlýtur að minnast þessa skips og manna þeirra sem sigldu honum með mikilli lotningu

Nýjasti nafni hans er ekki neinn"slordallur" þó sannarlega einhverjir gámar sem hann lestar hér í Eyjum lykti af slori. Skipið var byggt sem Maersk Euro Tertio hjá Örskov Christensens Shipsyard í Frederikshavn Danmörk 1991 fyrir danska aðila . Skipið mældist 7676.0 ts 8609.0 dwt. Loa: 126.60 m brd: 20.70, m. 1994 fær skipið nafnið Hanne Sif 1995  Elisabeth Delmas 1996 Vento Di Ponente 1996 Hanne Sif 1999 kaupir? Eimskip skipið og skírir Selfoss. En skipið flaggar fána Antigua and Barbuda.
Hér er syrpa af skipinu. Myndirnar teknar í dag:Lokað fyrir álit

06.05.2010 13:06

Fullur rússi að koma í slipp

Brennivín og stjórn skipa eiga aldrei samleið

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22768/

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635359
Samtals gestir: 504773
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 03:19:04
clockhere