Færslur: 2010 Júní
05.06.2010 15:24
Gleðilegan sjómannadag
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23136/
05.06.2010 15:21
Afturbyggðir 2
En ég ætla héðan af að halda mér við afturbyggð "ekki-tankskip" En geri svo blogg um tankarana. seinna En eftir Vatnajökli kemur skip sem smíðað var fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem Foldin. Það mældist 621.0 ts ??? dwt. Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og skíra Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í Pentland Firth 28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og verið 1sti borgarstjóri í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Mér fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum
Ætli Tröllafoss sé ekki næstur ég hef sagt frá honum á síðunni en hann var byggður 1945 í USA. Eimskip kaupir skipið 1948 og skírir Tröllafoss
Það koma fleiri. En nú óska ég öllum gleðilegs Sjómannadags
02.06.2010 18:13
Afturbyggðir I, II og III
Næst er að skip sem Skipadeild SÍS keypti í smíðum 1946 Hvassafell Skipið var selt úr landi 1964 og rifið 1969
Síðan var það skip sem Jöklar h/f létu smíða hjá Lidingöverken, Lidingö Svíþjóð 1947 sem Vatnajökul Skipið mældist 924,0 ts ??? dwt. Loa: 61.50 m brd:9,70.
@ric cox
@ric cox
Skipið var selt til Evangelistria Atlantic Fishing Enterprises SA, í Piraeus 1964 og skírt EVANGELISTRIA V 19 janúar1981 er skipið var á leið frá Alicante til Reggio Calabria bilaði stýrið í slæmu veðri. Skipverjar yfirgáfu skipið en það rak upp nálægt Oristano. Skipinu var náð út 25 jan sama ár og það dregið inn til Cagliari. Þar sem það "grotnaði" niður. Myndirnar teknar af
Yvon Perchoc í Cagliari, 20 Oktober 1988.
@yvon Perchoc
@yvon Perchoc
Þetta var saga af frumhrerjunum. Þ.e.a.s 1su 3 afturbyggðu skipunum sem íslendingar eignuðust Ef þetta er ekki rétt hjá mér bið ég menn að leiðrétta mig. Svo koma fleiri afturbyggðir
01.06.2010 23:59
Sjómannadagur 2
"Saga bernsku íslensku þjóðarinnar er jafnframt saga mikilla sæfara. Manna sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.Manna sem ekki létu hættur eða erfiðleika hindra för.
Manna sem sigldu litlum fleytum um ókunnar slóðir með fá önnur tæki, en eigin eftirtekt og ásafnaðri reynslu til að leita landa, frelsis og frama.Andi þessara manna hefur lifað í æðum þjóðarinnar um aldir. Af sæhetjum erum við komin. Fyrir því er sönnunin í kringum okku. Hafið.
Eitt af þjóðskáldunum kvað: "Föðurland vort hálft er hafið / helgað þúsund feðra dáð./ Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, /þar mun verða stríðið háð". Það er algerlega á hreinu að hingað komu ekki aðrir en sem höfðu tekið vígslu sjómannsins. Sjómenn er að finna í flest öllum stéttum. Var t.d ekki Gissur biskup Ísleifsson farmaður áður en hann varð biskup. Og var ekki Ögmundur Pálsson biskup skipstjóri á skipi Skálholtstaðar.
Og kemur ekki "sjómannseðlið" mikið upp í þjóðinni. Ég er nú að miða við mig sjálfan á sínum tíma:"afla mikils sóa og eyða".Orti ekki Örn Arnar m.a: "Ég vil ærlegan gróða/eða botnlaust tap" Íslenskir sjómenn hafa tekið þátt í 2 heimstyrjöldum og orðið fyrir miklum blóðtökum. Sérstaklega í WW2. Frá upphafi hefur líf sjómannsins mótast af starfi hans, umhverfi og kjörum.
Hann þarf að skifta við volduga aðila haf og himin. Vald þeirra er svo mikið, máttur þeirra svo óbrotlegur að ekki þýðir að mæla á móti. Síðan þar hann að skifta við það vald sem stýrir kjörum hans, Vegna alls þessa á þjóðin að styðja við bakið á sjómönnum sínum. Og hún á að hætta öfundinni yfir launum þeirra"
- 1
- 2