Færslur: 2010 Ágúst

13.08.2010 17:51

Á Akureyri

Þetta tankskip Stella Virgo á að vera á Akureyri kl 2200 LMT Skipið er smíðað hjá Rousse SY í Rossse Rúmeníu 2003 sem Horizon Lava. Panamaflagg. Skipið mældist 4074.0 ts 4999.0 dwt Loa; 104,60 m  brd 15.20.m Theodora Tankers í Hollandi kaupa skipið 2007 og skíra Stella Virgo
Þessi mynd var tekin á Reyðarfirði í júni 2007

@Huug Pieterse


Mynd af heimasíðu Theodora tankers
Lokað fyrir álit

09.08.2010 22:17

Stórflutningar

Huug Pieterse sendi mér þessa mynd af  "stórflutningaskipinu" Fjell Skipið var smíðað hjáJinling SY í Nanjing; Kína 2001 sem Boabarge 20 fyrir norska aðila Það mældist 13776.0 ts 25000.0 dwt  Loa: 146.0 m brd: 36 m.2005 fær skipið nafnið Fairmount Fjell 2008 Fjell Það siglir síðan 2005 undir hollenskum fána


@Huug Pieterse
Í dag lagði skipið af stað frá Rotterdam með J 15 ??? til Melbourne Ástralíu Áætluð koma þangað er 01-10-2010
Lokað fyrir álit

08.08.2010 16:03

Skift um nöfn

Nýlega hafa skip sem eitt sinn flögguðu íslenskum fána skift um nöfn  Það eru skipin Esja III sem síðast hét Maninha  heitir nú John Miller





Svo er það fv Ísnes sem hét síðast Celtic Spirit  heitir nú Joy Exptess og heimahöfn er Freetown



Búnir að taka af henni kranan

Lokað fyrir álit

08.08.2010 12:53

Capitana

Ég er hérumbil viss um að flestum þykir þetta fallegt fley. En fáa grunar sennilega að eitt sinn var þetta fiskflutningaskip undir íslensku flaggI Og lyktaði af slori Góður vinur minn Heiðar Kristins "fiskaði" þessar myndir af skipinu
Hér í dag undir nafninu Xarifa


Mynd úr safni Árna Friðrikssonar

Hér sem fiskflutningaskipið Capitana


Mynd úr safni Árna Friðrikssonar

Skipið var byggt  hjá hjá White,J. Samuel SY, East Cowes Englandi 1927 sem Xarifa (Charming Lady á Arabísku) fyrir aðila í USA Það  mældist 269.0  ts 300.0 dwt brd: 8.52 m  Magnús Andrésson  kaupir skipið þaðan 1941 og skírir það ???? Capitana. Hann notar skipið til fiskflutninga til Englands. Eitthvað minnir mig að hafa heyrt um að heimferðin frá USA hafi verið í sögulegra lagi. Skipið var selt til Danmörk 1946.
Hér eru myndir af skipinu sem ég svo fann á netinu












Hér er hluti úr bréfi Heiðars:"  það sem meira er að skipið er en á ferðinni nú snekkja  staðsett í í Monaco, og heitir sínu upphaflega nafni Xarifa sem Singer erfingin skýrði hana 1927."

Skipið tekur 8 farþegar og áhöfn er 6 menn
Lokað fyrir álit

07.08.2010 16:06

Í dag

Í dag var tankskipið Bro Grace hér að losa oliu Skipið var byggt 1999 hjá
Ferus Smit  Sceepswerf  í Hoogezand Hollandi fyrir þarlenda aðila Það mældist:3653.0 ts 6535.0 dwt. Loa:103.0 m brd: 15.0 m Skipið siglir undir Hollenskum fána





Lokað fyrir álit

07.08.2010 13:59

Emelie

Þann 08-01-2010 lagðist flutningaskipið Emelie við akkeri á ytrihöfnina í Durres, Albaníu
Þar mun skipið sem var í "ballest" hreinlega hafa verið yfirgefið.


Að morgni þess 15 maí sáu hafnaryfirvöld að skipið hafði slitnað upp og rekið upp á ströndina S við borgina. Tilraunir til að ná skipinu út mislukkuðust. Og er skipið að drabbast þarna niður Allavega eftir síðustu fréttum af því. Þetta skip Emelie færði íslenska fánan um höfim þá undir nafninu Háifoss

@Ilhan Kermen

Skipið var byggt1975 hjá Frederikshavns Værft Frederikshavn sem Mercandian Supplier Það mældist 1599 ts ts 2999.0 dwt. Loa:71.70.m brd: 13.10 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1977 og skírir Háafoss. Það er selt til Svíþjóð 1981 og skírt Nogi Svíar selja svo skipið  1990 og fær það nafnið Averno og 1995 Emelie nafn sem það bar síðast og veifaði fána Tansmaniu



@Vlaldimir Knyaz




@ capt Lawrence Dalli

Lokað fyrir álit

05.08.2010 19:28

Í dag

Það er virkilega ánægjulegt að geta talið sig Vestmannaeyjing í dag. Bærinn iðar af lífi. Ferðamenn á  hverju götuhorni og skip koma og fara.  Þetta skip Urgull kom hingað áðan var byggt hjá Esercizio SY í  Viareggio Ítalíu fyrir aðila í Somalíu???   Það mældist 3351.0 ts 3202 dwt.  Loa: 98,80 m brd: 15.40 m. 1997 fær skipið nafnið Orizon 1999 Hawk I  2005 Orizon 2006 Urgul nafn sem það ber í dag og veifar fána Hounduras










Lokað fyrir álit

04.08.2010 23:55

MSC Catania

Þessi texti fylgdi þessari mynd frá Huug Pietrsen
MSC Catania passing Terneuzen bound for Antwerpen 23.07.2010.


@Huug Pietersen

Lokað fyrir álit

03.08.2010 19:31

Westerschelde

African  Kingfisher var á Westerschelde ánni í gær. Fiskikóngurinn afríski var smíðaður hjá KAWASAKI HEAVY INDUSTRIES í KOBE. JAPAN 2009 Hann mældist: 30816.0 ts 55476.0 dwt. Loa: 190,0 m brd: 33.0 m Han veifar fána Panama



@Huug Pieterse
Lokað fyrir álit

02.08.2010 18:58

Á Westerschelde ánni í morgun

Þessi var á Westerschelde ánni bound for Antwerpen í morgun Skipið var smíðað  hjá Kanasashu SY í Toyohashi Japan 1983 sem Hual Traveller fyrir norska aðila Það  mældist  35022,0 ts, 15350 dwt. Loa:179.90 m brd: 29,20 m. 2005 fær skipið nafnið Höegh Traveller, Nafn sem skipið ber í dag og veifar fána Noregs (NIS)


@Huug Pieter

Lokað fyrir álit

02.08.2010 17:36

Íslensk snekkja

Bjarni Halldórs hefur ekki gert það endasleppt við síðuna Þessa mynd sendi hann mér með þessum formála:  "Þetta er ísl. skemmtisnekkja aðeins tilkomuminni en sú sem er hér í höfninni.  Þennan bát átti Sverrir Magnússon sem var bróðir Gunnars Magnússonar skipstj. á Önnu Borg,+ Nesskip o.sv.fr.v.  Serrir var lærður bátasmiður hjá "Jóni á 11"  Sverrir fór að eigin sögn til Vínarborgar í fyrirhugað söngnám,sem hann flosnaði síðan úr.  Hann var síðan timburmaður á sænskum línuskipum (TransAtlantic ??)  Hann kom oft um borð í Langá í Gautaborg-  Steinarr kannaðist að sjálfs. við hann. Sverrir keypti þennan nótabát ca.´75 ?? og flutti hann út með Langá.  Siðan notaði hann aðstöðuna um borð hjá sér til að smíða innréttinguna,sem var öll úr harðviði ásamt dekkinu. Ég var á "Selá 2 " þegar ég tók þessa mynd 1979, þá var Sverrir að koma ofan af lager hjá félaginu sem hann sigldi hjá og var að setja kjölfestu í bátinn. Það grátbroslega við það var að það voru gámakeðjur sem þeir voru að hætta með ( út af gámaskóm) en við alltaf grenja út viðbót með misjöfnum árangri  Sverrir ætlaði síðan þegar hann færi á eftirlaun að fara með bátinn niður í Eyjahaf ofl.  En áður en til þess kom fékk hann  hjartaáfall og dó..Ég man hvað við öfunduðum hann á sínum tíma því báturinn var vandaður með nyja vél og svefnaðstöðu fyrir 4, sem sagt allt tipptopp."


@ Bjarni Halldórsson
Lokað fyrir álit

02.08.2010 17:06

Í þá daga

Það er ekki íkja langt síðan að uppskipunnarbátar eða bringinga bátar voru við lýði hér á landi. Ekki man ég hver var fyrstur að bryggju í Norðurfirði en ég man að ég var með þeim fyrstu þá að leysa af
sem skipstj.á M/S Esju IV
Frá Norðurfirði. Myndin fengin að "láni" úr bók Hilmars Snorra um Ríkisskip


Síðan sendi Bjarni Halldórsson mér skemmtilega mynd Ég gef Bjarna orðið um myndina:"Hún er tekin Óspakseyri 1969 Við (Langá) vorum að losa fóður þarna  sem var sett í báta (bringinga báta)
 svo notuðu þeir kranann til að sveifla heisinu aftan á dráttarvél og keyrðu það upp í skemmu.Þeir voru alveg hissa á að við ættum ekki nóg brennivín ,því það hafði ekki skort í skipinu sem kom um haustið.Þá var svo mikill snjór að þeir báru allt fóðrið á bakinu úr fjöruborði uppí skemmu.Ég man ekki vegalengdina 50 - 100 m. ??" 


Bjarni tifaði þarna á ramm íslensku skemmtilegu orði sem er að að deyja út úr málinu "bringinga báta" Ég sjálfur var búinn að steingleyma þessu orði en man að það var notað hér í den eins og sagt er. Ég "gúgglaði" orðið og þá kom þetta m.a.Hvernig í andsk...... það getur verið samtenging við þessa fallegu stúlku á ónefndum stað og íslenskra bringinga báta get ég ekki fundið út en tek skýrt fram að þetta hefur ekkert með Bjarna að gera, Þig getið sjálf "gúgglað" bringinga báta

Lokað fyrir álit

02.08.2010 15:37

Esja II

Hún var ári yngri en ég Kom úr doc skipasmíðarstövarinnar 1939, Esja II var byggð hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk fyrir Skipaútgerð ríkisins.Hún mældist 1347.0 ts 500.0 dwt Loa: 70.30 m. brd: 10.9 Skipið er selt til Bahamaeyja  1969 og fær nafnið Lucaya. Ýmsar sögur gengu um kaupendur skipsins. En aldrei var neitt sannað hvað það varðar að ég veit,. 1973 er nafni skipsins breytt í  Ventura Beach.

Hér sem Esja

Mynd úr safni Tryggva Sig


Ljósmyndari ókunnur


@Tryggvi Sigurðsson


Hér sem Ventura Beach. Myndirnar teknar á Canarí


                                                                      @Torfi Haraldsson


@Bjarni Halldórsson

Hér búin að skifta um lit Myndirnar tekna í Monróvíu;


@Snæbjörn Ingason


@carimar shipspotting

Endalok skipsins urðu að það sökk á Mesurado Ef ég vissi ekki að Hilmar Snorrason sé störffum hlaðinn myndi ég skora á hann að skrifa sögu þessa merkilega skips,Það væri efni í bók og engin er klárari að safna saman efni í slíkt en hann  Þvi það þyrfti að gerast fyrr en seinna því þeir sem voru á skipinu og jafnvel þeir sem voru meðal farþega o eiga ljúfar minningar frá skipinu eru komnir hátt á efri ár

Lokað fyrir álit

01.08.2010 21:13

01-08-10-KL 2100 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office

Lokað fyrir álit

01.08.2010 18:40

01-08-10 KL1800 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere