Færslur: 2010 Nóvember

19.11.2010 23:08

M.Davidsen

Mig langar að taka ykkur fyrst 119 ár aftur í tímann. En þá hljóp af stokkunum
hjá  Helsingørs Skibsværft í Elsinore (nú Helsingøre) nýtt 287.0 ts farþegaskip M. Davidsen fyrir Bornholmtraffiken.
 M. Davidsen

©Handels- og Søfartsmuseets M. Davidsen

©Handels- og Søfartsmuseets


 M. Davidsen í Kaupmannahöfn

©Handels- og Søfartsmuseets


ásamt stærri "kollegum"Útgerð skipsins gekk vel þar til þ. 24/5 1901 að skipið sem hafði farið frá Nexö (Bornholm) kl 2140 strandaði við Hammer-Odde í svarta þoku . Farþegar og áhöfn var bjargað í land í björgunarbátum skipsins heilu og höldnu. Skipið náðist aftur á flot þ 2/6 sama ár það var dregið til Helsingør þar sem gert var við skemndir sem urðu miklar hjá Helsingørs Skibsværft


 Á strandstað

©Handels- og Søfartsmuseets©Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og SøfartsmuseetsEftir að gert hafði verið við skipið og því var hleypt af stokkunum aftur þ 6/7  vildi ekki betur til en svo að því hvoldi eftit sjósetninguna. Gleymst hafði að dæla nægri kjölfestu (ballast) í skipið og eftirfarandi var talið með:" dels at der paa Mellemdækket henlaa ret anselige Vægte af Maskindele m. m., som rousede i Borde, dels at der var 40 Mand mer end nødvendigt om Bord, og dels at flere Koøjne ikke vare lukkede"


 M.DAVIDSEN hálfsokkinn

©Handels- og Søfartsmuseets


  M.DAVIDSEN hálfsokkinn

©Handels- og Søfartsmuseets


Nú aftur var skipinun bjargað og gert við það og það sett á sína fyrri "rútu"


©Handels- og Søfartsmuseets


1919 er skipið svo selt Eimskipafélag Suðurlands í Reykjavík sem skírir það Suðurland. og er það notað í strandferðir S og A um land.Alla leið til Seyðisfjarðar.Og V um land til Ísafjarðar.Skallagrímur h/f í Borgarnesi keypti skipið 1932 og var það eftir það í Akranes og Borgarnesferðum 1935 kaupir Djúpuvík h/f í Reykjavík skipið .Siglir því upp í fjöru á Reykjarfirði á Ströndum og var það notað sem verbúð fyrir starfsfólk fyrirtækisins þar.Skipið grotnaði þar niðu og enn má sjá leifarnar af M.Danielsen hinum háaldraða


16.11.2010 21:44

Gamlingar

Jóhann H leist ekkert á Bláfellið sem ég skrifaði um hér um daginn. Að hann hefði ekkert erindi á á N-Atlandshafið um vetur En ég t.d.  man  eftir  Boye-döllunum sem oft komu í Borgarnes með sement kol og timbur. Ekki skal ég fullyrða um hvort þau voru að koma um hávetur. En ég man að ég þurfti oft að fá frí í skólanum til að "hanga" í bómugertunum til hífingar á bómmunni til baka eftir að hlassið hafði verið losað.Sérstaklega man ég tvö skip Erik og Hans Boye. En sá síðarnefndi vann sér það til frægðar að stranda við enda Vesturgötunnar í Reykjavík í nóv, 1962 ?? Ég hef ekki rekist á myd af honum en hann var í minningunni líkur bróðir sínum Erik. Um hann hef ég skrifað hér En hér eru myndir af  því skipi

 

©Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
© söhistoriska museum
© söhistoriska museum

16.11.2010 00:05

Skip og staðgengill

Goðafoss lenti víst í því um daginn að það kveiknaði í skorsteinshúsinu. Af þessu tók Eimskip þýska gámaflutningaskipið Tongan á leigu meðan Goðafoss var í Dock

Goðafoss


©Hannes van Rijn
©Hannes van Rijn©Hannes van Rijn

Svo er það staðgengillinn Tongan, Skipið smíðað hjá Naval Gijon SY  í Gijon Spáni 2007 fyrir þýska aðila.Skipið mældist: 10965.0 ts  12612.0 dwt. Loa: 140.60 . m brd: 22.80. m. 2008 fær skipið nafnið: WEC VERMEER  og 2009 TONGAN nafn sem það ber í dag undir þýskum fána


Tongan:


©Hannes van Rijn©Hannes van Rijn©Hannes van Rijn

12.11.2010 20:03

Tveir Busum - erar
@ Ingrid Mohr

Næsta skip er frystiskipið Skaftafell Það var  smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco°Reefer og 1995 Img.5© Þór Jónsson

Svo er það Hvassafell II smíðað á sama stað og Skaftafell I 1971.Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.Skipið náðist stórskemmt út  og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og það fær nafnið Rainbow Omega.Síðan þessi nöfn: Tmp Libra. 1996.:Sara.1999:Congratulation 2001 Mirage 2004 Joyce. Nafn sem það ber í dag undir fána S-Kóreu© Büsumer Schiffswerft
©
Büsumer Schiffswerft© Büsumer Schiffswerft


© Büsumer Schiffswerft


© Hawkey01 Shipsnostalgia


© Hawkey01 Shipsnostalgia

12.11.2010 00:24

Gamlir SÍS- arar

Hér eru 3 skip sem báru nöfn sem ekki áttu eftir að vera til gæfu fyrir skip sem báru þau seinna Fyrst er það Jökulfell I Þar er smíðað hjá Óskarshamn Varf í Oskarshavn Svíþjóð 1951 fyrir Skipadeild SÍS. Skipið mældist: 972.0 ts 1045.0 dwt. Loa: 72.80 m brd:11.30 m. Skipið var rifið  í  Aviles Spáni í des.1974


© söhistoriska museumMynd frá Samskip

Jökulfell II var byggt hjá Busumer SY í Busumer Þýskalandi 1968 sem Bymos fyrir danska aðila. Skipið mældist: 499.0 ts 1677.0 dwt. Loa: 75.60. m brd: 11.90 m  Skipadeild SÍS kaupir skipið 1976 og skíra Jökulfell 1985 er II bætt aftan við nafnið sennilega vegna komu Jökulfells III. Skipadeildin selur skipið 1986 og fær það nafnið Polar Ice  1991 Coast Way 1994 Jacmar  nafn sem það ber í dag undir Panama fána


© Hawkey01 Shipsnostalgia
©Handels- og Søfartsmuseets


Mynd frá Samskip


Svo er það Dísarfell I Ég hef sagt sögu þess hér á síðunni


© söhistoriska museum


© söhistoriska museum


© söhistoriska museum

10.11.2010 17:36

Bláfell

Þetta skip hét Bláfell og var á leigu hjá  Skipadeild SÍS hér um miðja síðustu öld. Ég held að skipstjórar hafi verið erlendir: (er samt ekki alveg viss) En eitthvað af íslendingum hafi verið þar sem stýrimenn, Allavega þekkti ég einn. Guðjón Vigfússon. Skipið var smíðað hjá Kalmar Varv Kalmar Svíþjóð 1944 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 395.0 ts  740.0 dwt. Loa:42.60 m  brd: 9.0 m.  Skipið hét nokkrum nöfnum eftir Bláfellsnafnið 1954 GLASSVIK - 1961 ANITA - 1968 VAPPU - 1970 MARIESTRAND - 1972 MARIA Skipið var rifið hjá Hummelklepp LH í Stockholm  des..1974.


© söhistoriska museum


Skipið lenti í æfintýralegum hrakningum í janúar 1952 þegar það lenti í þremur fárviðrum á leiðinni frá Gautaborg  til Norðfjarðar. Skipið hraktist eiginlega í 13 daga og svo fann togarinn Júni það fyrir tilviljun úti á Halamiðum. Það má jafnvel halda því fram  að Júnimenn hafi bjargað líi þeirra Bláfellsmanna. Því þegar skipið fannst yst á Halanum stefndi það í NV. Mönnum fannst furðulegt eftir hvar skipið fannst að skipsmenn hefðu aldrei sé til lands á Íslandi

09.11.2010 21:23

Óbreittur Lax

Ég birti þessa mynd(úr safni Tóta frá Berjanesi á Heimaslóð) um daginn af Salmon Knot , Myndin sem er tekin í Reykjavíkurhöfn er tekin sennilega 1947 En þá var"Knottinn" eitt af tveimur systurskipun Tröllafoss sem Eimskipafélag Íslands hafði á leigu.


Svo rakst ég á mynd á "netinu" af systurskipi fyrrgreinda skipa PVT.FRANK J.PETRARCA tekin einhverstaðar úti í heimi 1961 en frá svipuðu sjónarhorni hvað skipið varðar.Skipið var smíðað hjá Consolidated Steel SY Long Beach California sem LONG SPLICE. Og var af svokallaðri C1- M- AV1 gerð Það mældist 3805.0 ts  5032.0 dwt  Loa:103.20 m brd: 15.20 m.1987 er skipinu breitt í "fish factory ship" 1947 fær það nafnið PVT.FRANK J.PETRARCA (PVT stendur sennilega fyrir Private eða óbreittur)1973 LONG SPLICE 1979 ARCTIC PRODUCER - 1989 ARCTIC ENTERPRISE  Og það sem er athyglivert, skipið er enn á skrá og gert út frá Seattle WA og er undir fána USA04.11.2010 17:20

Fyrr og nú

Það ert alltaf gaman að sjá skip vera að lesta útflutning. Þetta skip Antigone Z er hér í dag að lesta frosið. Það var hér í mars sl og þá sagði ég sögu þess og birti mynd. Torfi Haralds er aftur myndasmiðurinn og þakka ég honum fyrir.©Torfi Haraldsson
Og hér er gullmoli frá Torfa frá gamalli tíð. Sennilega af Goðafossi að lesta hér í "den". Eða hvað segir Hafliði Óskars um það
©Torfi Haraldsson


 

01.11.2010 20:18

Nei nei

Nei nei þetta er ekki Landeyjahöfn á fjörunni


Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 936
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3541915
Samtals gestir: 491473
Tölur uppfærðar: 21.3.2019 01:38:22
clockhere