Færslur: 2010 Desember

13.12.2010 17:21

Gamla höfnin

Við Reykjavíkurhöfn var í gamla daga mannlíf sem var blandað ys og þys og skáld ortu ljóð til hennar og lífsins við hana.Eins og Tómas yrkir um hefur hugur margs ungs mannsins  ábyggilega leitað til fjarlægari landa við að ganga um hana. Ég man vel eftir hinu heillandi lífi við Reykjavíkurhöfn,Allt iðaði af lífi.



Svona orti Tómas um höfnina

Hér heilsast fánar framandi þjóða

Hér mæla skipin sér mót

sævarins fákar sem sæina klufu

og sigruðu úthafsins rót

Og höfnin tekur þeim opnum örmum

Og örugg vísar þeim leið

Því skip er gestur á hverri höfn

þess heimkynni djúpin breið

© Ástþór Óskarsson



Hér streymir örast í æðum þér blóðið,

ó, unga, rísandi borg!

Héðan flæðir sá fagnandi hraði,

sem fyllir þín stræti og torg.

Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna,

og blásandi skipa mergð.

Tjöruangan, asfalt og sólskin

og  iðandi mannaferð


© Tóti í Berjanesi


--- Og skipin koma skipin blása

og skipin fara sinn veg

Dreymnum augum eftir þeim starir

æskan þegjandaleg

Í hugum fjarlægar hafnir syngja

Það hvíslar með lokkandi óm;

Rússland,Asía, England og Kína

Afríka, Spánn og Róm


© Tóti í Berjanesi



En hátt yfir umferð hafnar og bryggju   
og hátt yfir báta og skip,        
sfinxi líkur rís kolakraninn       
með kaldan musterissvip.      
Hann mokar kolum og mokar kolum     
frá morgni til sólarlags.          
Raust hans flytur um borg og bryggjur  
boðskap hins nýja dags"
 


© Tóti í Berjanesi


Hann læsist í gegnum umferðarysinn

Hann iðar í bílanna þrögn

Undrandi kolakarlarnir hlusta

á kranans máttuga söng

Eitthvað sem skeði,sló örstuttan glampa

á augun þreytt og köld

--- Þarna kom Súlan og beygði yfir bæinn

Botnía fer í kvöld





Og Karl Ísfeld orti
 

Katla er komin af hafi,

Kári selur í Húll,

Sæbjörg hjá Suðurnesjum,

Selfoss i Liverpool,

Sindri á Sigluflrði,

Súðin austan við land,

Lyra liggur í Bergen,

Laxfoss við Sprengisand



© Sturla Snorrason

Lokað fyrir álit

10.12.2010 21:47

Litlafell m.m

Þetta skip bar 3 íslensk nöfn, Það er smíðað hjá Lindenau SY í Kíl Þýskalandi sem Sioux fyrir þarlenda aðila. Það mældist 886.0 ts 11230.0 dwt. Loa: 61,18 m  brd:9.84.m Skipadeild SÍS og Olíufélag Íslands kaupa skipið 1971 og skíra það Litlafell. Þeir selja það svo Þyrli h/f í Reykjavík (Sigurður Magnússon skipstjóri o.fl) 1982 og það er skírt Þyrill.  Olíuskip h/f (Sigurður Markússon einn ???)  kaupir skipið 1984 Það er svo selt úr landi 1990 og fær nafnið  TARINA   1997 nafnið  RAMONA - 1999 HALMIA Nafn sem það ber í dag. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort skipið hefði ekki borið skyggni yfir brúargluggum vel En hérna er myndasyrpa af skipinu

Hér sem Sioux


Fyrst er þetta laglega skip sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert & Maschinefabrik.Sem Sioux Skipið mældist:886 ts.Loa:6118.m Brd:9.84.m.Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982 Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990 ? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 Halmia.


Hér sem Litlafell


© Hawkey01 Shipsnostalgia






Hér sem Vaka


©yvon Perchoc




Hér sem Tarina


©Jan Melchers



Hér sem Halmia Nafnið sem skipið ber í dag



Lokað fyrir álit

09.12.2010 21:49

Meira endurtekið

Hér er blogfærsla síðan í sumar aðeins endurbætt. Þess verður að geta að Thorsten Rassmussen eigandi flestra myndanna sagðist ekki hafa getað annað en brosað að því þegar ég skrifaði að ég vonaði að það væri ekki jólatré uppi á rasshúsinu. En það var víst lóðið. En látum það standa. Svo hef ég bætt inn mynd sem Jón Sigurðsson í Skotlandi sendi mér.

Mig langar að taka ykkur til baka um rúm 45 ár og segja að árið sé 1965.og mánuðurinn er apríl Þegar þangað er komið förum við saman í sjóferð.




@Thorsten Rasmussen
Farkosturinn er fv flaggskip íslenska kaupskipaflotans Gullfoss. Sem var í íslenskri eigu 1950 -1973,


@Thorsten Rasmussen

Ferðin byrjar við Asiatisk Plads í Kaupmannahöfn sem sagt þ 7 apríl 1965. (ég verð bara að vona vegna ímynunaraflsins að þetta séu ekki jólatré þarna á dekkhúsinu)

@Thorsten Rasmussen

Það er apríl og allra veðra von og það þarf að ganga vel frá öllu



@Thorsten Rasmussen

Og það er komin bræla


@Thorsten Rasmussen



@Thorsten Rasmussen



@Thorsten Rasmussen

og svo er .það rock 'n' roll

@Thorsten Rasmussen


@Thorsten Rasmussen
 
Nú skeðu það að einn farþeginn verður veikur og verður að kalla til þyrlu frá varnarliðinu og koma þeir strax og taka sjúklinginn þótt veðrið sé ekki orðið gott. En allt þetta gengur vel

          © Jón Sigurðsson






Svo nálgumst við Íslandsstrendur og komin blíða Þessi mynd hefur birts áður hér á síðunni. Og ef ég man rétt þá vorum við Ómar Karlsson sammála að það væri Skúli Backman í stiganum  en það mun vera Þór Skaftason vélstjóri sem stendur þarna á dekkkinu


@Thorsten Rasmussen

Og þetta er sennilega það sem fólkið sá


@Thorsten Rasmussen

Og ferðinni lýkur við Miðbakkan Mánudaginn 12 apríl 1965


@Thorsten Rasmussen

Maður gerir ráð fyrir að strákarnir af "Gullinu" hafi skellt sér í eitthvað af danshúsum bæjarins. En úrvalið var nokkuð. Alla vega daginn eftir komuna.(Mogginn kom aldrei út á Mánudögum í þá daga) Kannske var einn af þeim gestur kvöldsins í Glaumbæ ??




Ekkert af tekstanum er í sambandi við veruleikan nema nöfnin á mönnunum og það að Gulfoss fór virkilega frá Kaupmannahöfn þ 7 apríl 1965 áleiðis til Leith og Reykjavíkur og kom þangað 12 sama mánaðar

Lokað fyrir álit

09.12.2010 17:20

Saltfiskur og síld

Þessir 2 skip voru töluvert í saltfiski og saltsíld. Fyrst er það skip sem fengið hefur sögu sína hér á síðunni að hluta Smíðað 1966, Og bar nöfnin Peter Wessels, Rangá Saga. Vélin í skipinu brotnaði niður í Lorient.15 okt 1987. Þar slitnað skipið fljótlega upp og rak á land. Skipinu náð þar út og var dregið til Brest þar sem það lá í til 1989 en þá hafði verið gert við vél þess og það fengið nafnið Anais 27 febrúar 1993 dregur skipið akkerið í miklum stormi á ytrihöfn  Tolagnaro (Madagascar) og rekur á land.Eftir það tekið af skrám.

Hér sem Peter Wesels



© söhistoriska museum se




© söhistoriska museum se


Hér sem Saga


© oliragg



© oliragg


Hér sem Anais




©yvon Perchoc


Öðru skipi sem var í svipuðum flutningum beið hræðilegri örlög, Skipið var smíðað hjá Sietas SY Neuenfelde Þýskalandi 1972.sem Kristine V fyrir þýska aðila ? Það mældist 999,0 ts 2490.0 dwt. Loa: 88.48.m brd: 13,83,m Nesskip á Seltjarnarnesi keypti skipið 1982 og skírði Suðurland. Og varð það annað skipið í eigu félagsins með þessu nafni, Sem lítil gæfa virtist fylgja. Því fyrra skipið fórst á leið til Austfjarðahafna frá Færeyjum, 25 mars 1982 10 menn björguðust en einn maður fórst.  Seinna Suðurland fórst svo um miðnætti á aðfangadagskvöld 1986.um 290 sml ANA af Langanesi með þeim afleiðingum að  5 menn komust lífs af en  6 menn fórust

Suðurland


©Haraldur Karlsson.

Lokað fyrir álit

09.12.2010 02:00

Gamall af ströndinni

Þetta skip þjónaði ströndinni í ca 12 ár undir fjórum nöfnum Vela. Hekla, Búrfell, Katla. Skipið er selt úr landi 1993 og var skírt Nour Han   1995 Lena-Hét síðast Baroy eða frá 2001. En í júlí skifti skipið um nafn og heimilisfang. Heitir síðan í júlí  "Karl" og flaggið er Saint Kitts & Nevis í Carrabien
 
Hér sem Hekla


©yvon Perchoc


Hér sem Lena




©Rick Cox


Hér sem Baroy



©ALLANREID Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

07.12.2010 17:22

Ljósafoss I

Mér dattt í hug að menn sem eru að kynnast síðunni núna nenntu kannske ekki að bakka að fyrstu færslunum En hérna er ein frá þvi í fyrra.

Hollenskur velunnari síðunnar hefur sent mér þessar myndir af Ljósafossi I ex Egho Hann var á skipinu nýju.Hann langar í mynd af skipinu undir íslensku flaggi.Svo ef einhver lúrir á henni þætti mér vænt um að mér yrði send hún, En að skipinu Ég bloggaði um það um daginn svo nú rifja ég að upp.Skipið var byggt hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt Echo.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og skírir Ljósafoss.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið Pecheur Breton,1987 er það selt til Seychelles Isl  en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl  til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum  í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þar


    @Jan Harteveld


@Jan Harteveld


     @Jan Harteveld


@Jan Harteveld
  @Jan Harteveld


     @Jan Harteveld



@Jan Harteveld
Að lokum komin í nýjan búning eftir Íslandsveruna



@Jan Harteveld
Lokað fyrir álit

05.12.2010 21:15

He

Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég þekkti og höfðu verið á honum hældu honum. Kannske ekki margir en sama. Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.


© Ókunnur 
Churchill kenndi honum jafnvel um  hve orustan um Atlandshafið drægist mikið á langinn Hann er sennilega eina íslenska kaupskipið sem hefur raskað ró ráðamanna annara landa.Hann bar ýmis gælunöfn t.d. "Selló" "Selurinn " og jafnvel "blessaður svanurinn"

                   ©Handels- og Søfartsmuseets


Og  eimhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt "blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.

© Ókunnur 



En þegar maður hugsar til stríðsáranna getur maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og hreinlega undrast seigluna í þvi en það varð 42 ára gamallt


© Ókunnur 
 



© Ókunnur 

         ©Þráinn Hjartarson.

Lokað fyrir álit

04.12.2010 15:00

Ægir I


Varðskipið Ægir I var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn fyrir Ríkissjóð Íslands 1929. Það mældist 436.0 ts 497.0 dwt, Loa:55.80 m brd: 9.00.m Skipið var rifið í Blyth Englandi 1968 Í kring um 1950 var brú skipsins endurbyggð algerlega en áður hafði verið byggt ofan á upprunalegu brúna

Hér er upphaflega útgáfan

© Ókunnur



Næsta útgáfa

©Þráinn Hjartarson.






©Þráinn Hjartarson.

Síðasta útgáfan

© Ókunnur

Lokað fyrir álit

01.12.2010 12:31

Goðafoss

Ég gat ekki á mér setið og birti hérna mynd af Goðafossi III sem ég fékk frá velunnarar síðunnar.En hún var tekin þegar skipið komí fyrsta sinn til Patreksfjarðar Þá hefur verið frost á Fróni


©Þráinn Hjartarson.

Ég set hérna inn blogg síðan í júli

Goðafoss III

Ég gæti trúað að ungir farmenn nútímans geri sér ekki grein fyrir hve mikil skip svokallaðir "´þrílembingar" voru í raun og veru. Ef ég er ekki að bulla þess meira voru þau að megninu til teiknuð fyrir stríð .Allavega var 1936 teiknað í Kaupmannahöfn farþegaskip sem gekk undir nafninu "Fantasífoss" meðal "gárungana" hér á landi.

Kjölurinn á Goðafossi


@ókunnur

Strax þarna 1936 og 38 voru samþykktar smíðar nýrra skipa. Sem svo ekkert varð af vegna stríðsins. 1945 var svo samið um smíði á 1sta skipinu. Sem fékk 2 nafn útgerðarinnar Goðafoss.Menn hafa sagt mér eftir skipstjórum fg skipa að þau hafi verið afburðadugleg. Saga Goðafoss III hefur verið rakin hér

Skipið á siglingu



Þessa mynd og þær hérna fyrir neðan sendi Bjarni Halldórs skipstjóri mér en þær eru fengnar úr gömlu BP blaði
















Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere