Færslur: 2011 Janúar

17.01.2011 12:55

Leopald enn og aftur

Það er nú komið í ljós eins og mig grunaði að farmur Leopard  voru vopn og skotfæti. En af einhver styggð hefur komið að sjóræningunum því þeir hreifðu ekkert við honum. En ekkert hefur frétts af sjómönnunum. Það vekur ótta 


         © Shipcraft A/S



Tvennskonar ótta. Því að í heimi peninga eru mannslífin lítilsmetinn. Hætta er á ef skip og farmur sleppur en áhöfnin sé tekinn þá sé ekki eins mikill áhugi að greiða lausnargjald. Svo er annað. Ef ræningunm er verulega ógnað drepa þeir þá ekki bara áhöfnina og flýja.

                  © Shipcraft A/S



En þetta eru nú bara mínar vangaveltur Sjórán hafa tíðkast alla tíð. En aðallega við Malagasundið og þar í kring. Ég man að þegar ég var á Nordtramp á fengum við skeyti frá útgerðinni um að sjóræningar hefðu komist óséðir um borð í eitt af systurskipunum sem var í eigu hennar.

Shiuh Fu nr. 1. Eitt af móðurskipum sjóræningana


             © maritimedanmark.dk







Skipstjórinn vaknaði með sveðju að hálsinum og hann krafinn um lykla að peningaskápunum. Ég man að upp úr þessu var talað um að  hafa ekki peninga um borð en útbúa skipstjórana með kretitkortum. En það var slegið strax út af borðinu út af því að ef svo ílla tækist til að ræningarnir kæmust um borð og þeir næðu engum verðmætum myndu þeir bara drepa viðkomandi. En viðbúnaðurinn við þessum  glæpamönnum var aukinn til muna. Og við sluppum alltaf.


Árásarsvæðið er alltaf að stækka og hvar er þessi fínukallaklúbbur SÞ

Lokað fyrir álit

16.01.2011 22:39

Thor Emilie 2

Þ 17 febr kl 0600 um morguninn tók skipstjórinn sína vakt í brúnni  Kvöldið áður höfðu stm,vélstj og hann ákveðið vinnu sem framkvæmd skyldi yfir daginn. Vélstjórinn og vélavörðurinn skildu skifta um fíltera og hreinsa aðra,  Auk venjulegrar vélavinnu.  Hásetarnir skyldu vinna frammi á bakka við viðhald.  Rústberja menja m.a.  Um 11 leitið skreppur skipstjóri niður í baðherbergi sitt. Meðan hann dvelur þar verður gífurleg sprenging.Hann slengist um koll.  Við það vankast hann eitthvað en missti  ekki meðvitund

Skipið þarna undir fyrra nafni
 

©Frits Olinga-Defzijl


Hann  er strax klár á að mikil sprenging hefur orðið í skipinu en hélt í fyrstu að hún hefði orðið í vélarrúmminu. Brunaboðar og viðvörunarbjöllur hljómuðu. Han hleypur nú í gegn um setustofuna þar sem allt var á tjá og tundri og út á bátadekkið til að hlaupa upp í brúnna utandyra. Er hann er að komast í stigann kemur kolgrænn sjórinn á móti honum. Þá verður honum ljóst að skipið er að sökkva.

Bulkfarmur Myndin hefur ekkert með greinina að gera


© Bill Andersen


"Thor Emilie"sökk svo  beint niður án nokkurrar slagsíðu með örlítin aftur stafnhalla. Skipstjórinn veit svo næst af sér á floti á sjónum með gúmmibátshylkið við hlið sér. Gúmmíbáturinn blés sig svo upp og gat hann klifrað um borð í hann. Hann gerði sé nú grein fyrir að hann hafði særst  á nokkrum stöðum sem blæddi úr en þó ekkert alvarlega. Hann sá hinn gúmmíbátinn uppblásin en mannlausan ca 50 metra frá honum. Hann gat róið að honum og batt hann við þann sem hann var í. Hann rak svo allan daginn og hélt "udkikk"eftir öðrum áhafnarmeðlimum og skipum .Það var svo kl 2040 að "Verdi"möltuflaggað skip? fann hann á stað:37°32´N og 002°27´A.

Bjargvætturinn ?? Er þó ekki viss því þetta skip hefur ekki flaggað Möltu fána en ég finn ekki annað skip með þessu nafni sem kemur til greina Að visu stóran tankara en hann var undir Panamaflaggi þegar þetta var


© Rick Vince  




Af skýrslum sést að kl 1121 UTC meðtekur RCC(Rescue Coordinnation Center)Karup signal frá satellit sem staðfestir að signalið sé frá EPIRB tæki sem tilheyrði Thor Emilie. Strax var reynt að ná sambandi við skipið en án árangurs. Síðan var sett í gang leit á þessu svæði sem endaði á fyrrgreindan hátt nema hvað að þyrlur munu hafa leitað um morguninn en án árangurs  Farmurinn sem T.E.flutti var Zink Skimming var seld frá verksmiðju sem heitir Metaleurope í eigu alþjóðahrings í Sviss sem heitir Glenore til annars fyrirtækis í þess eigu Noyelles Godaul.

 Námur Glenore í Perú

Nú eru liðin um 11 ár og engin hefur verið látinn svara til saka um af hverju Torben Matz skipstjóri var látinn sigla út úr höfninni í Dunkerque með tikkandi sprengu. Það virðist svo að mannslíf eru oft lítils virði í sambandi  við peninga .Múltímiljónaauðhringur eins og Glenor lætur sig hafa það að falsa pappíra til þess að borga ódýrari frakt. Mazt skipstjóri hafði margoft beðið agentinn um pappíra frá sendandanum yfir þennan farm sem hann er er skyldugur (sendandinn) til að láta skipstjóranum í té samkv Solas,Chapter VI Part A.Regulation 2.

 Námur Glenore í Columbíu


Hann hélt því einnig fram að hefði honum verið gerð grein fyrir breytingunni á heiti farmsins hefið hann í samvinnu við útgerðina viðhaft allt aðrar aðgerðir við lestunina og jafnvel afbeðið hana vegna lítillar loftræstingar. Allavega við haft strangari reglur varðandi opin eld og þvíumlíkt.

Laglegur "minibulkari" em ekkert er tengdur greininni


© Bill Andersen


Þetta segir í skýrslu "Opklaringsenhedens"(sennilega sambærilegt við Rannsóknarnefnd sjóslysa hér):""at det har været afgörende medvirkning til forliset at charteraftalen blev ingået på et forkert grundlag,idet afskiberen af lasten,firmaet Glenore i Svejs,som sagen foreligger opplyst for Opklaringsenheden opgav forkert betegnelse for lasten til mæglerfirmet Polyship i Marseille""  Ég á oft bágt með að skilja þegar verið er að tala um há laun stjórnenda banka og fjármálafyrirtækja þá er talað um að þessir menn beri svo mikla ábyrgð.

Eitthvað svona skeði



En þegar kemur að ábyrgð á mannslífum þá kveður við annan tón.Hvað er t.d með flugstjóra á stórri farþegaflugvél með kannske uppundir 300 mannslíf ekki held ég að þeir séu neitt of sælir af launum sínum allavega ekki ef höfð er í huga ábyrgð sem þeir bera.

En ekkert svona



Hvað með skipstjóra á stórum farþegaskipum með fleiri þúsund mannslíf.  Ábyrgðin virðist bara vera í sambandi við peninga. Kannske hefur hann fengið launa og stöðuhækkun sá sem falsaði farmsheitið í telexunum sem gengu á milli befraktarans hjá T&C (eigendur Thor Emilie) og skrifstofu Glenor sem sá um farminn sem settur var um borð í skipið á röngum forsemdum.

Skipstjórinn Torben Matz reyndi skipstjórn eftir slysið en hrökk upp við minnstu smelli og varð að hætta. Hann hefur ekki fundið frið í sálinni. Hann vill vera einn út af fyrir sig og rær einn á litlu horni með veiðistöngina Hann hefur að mér vitanlega ekki fengið hinar minnstu bætur

Sem kostuðu líf,eins dana og fimm Filipseyjinga: Máttur auðsins er mikill. Enda sagði skáldið góða frá Skáholti:  Stæli ég glóandi gulli/ úr greipum hvers einasta manns/ þá væri ég örn minnar ættar/ og orka míns föðurlands Þetta er óskiljanlegt dæmi um hvernig andsk.....  blóðsugur sleppa við refsingar þegar penngar ráða ferðinni.  Hugsið ykkur dóminn sem Matz hefði fengið ef það herði verið hægt að klína einhverju í sambandi við slysið á hann Hugsið ykkur um mismuninn á Jóni og Séra Jóni í þessu tilfelli.
Lokað fyrir álit

16.01.2011 21:38

Thor Emilie

Út af svari mínu við innliti vinar míns Heiðars Kristinssonar hér neðar þá er kannske ekki úr vegi að rifja söguna upp en ég kynnti mér hana á sínum tíma: Þann 5 febr. 2000 kom danska flutningaskipið"Thor Emilie"til hafnar í Dunkerque í Frakklandi frá Ipswich í Englandi.Ákveðið hafði verið að skipið skildi lesta c,a,2000 ts farm af "Oxyd Zink Ore"í bulk.Þ.e.a.s.í lausu.
Skipið


Farmurinn hafði verið fluttur á prömmum innar úr Frakklandi,og var losaður beint af þeim og í lestar skipsins.Lestunin hófst kl 0800 þ.7/2 og var lokið um kl 1900 þ.8/2.Skipið sigldi þó ekki af stað fyrr en kl 1000 þ 9 og var ferðinni heitið til Porto Vesme á eyjunni Sardínu. Í fyrstu fékk skipið leiðindaveður sérstaklega í Biscayen en þar var vestan stormur með tilheyrandi sjó.Víð Cap S. Vincent fór veðrið að batna og þegar skipið var út af suðaustasta odda Spánar Cap de Gata tók það stefnu á Porto Vesme í ágætis veðri.
Skipstjórinn


Um borð í skipinu var 7 manna áhöfn.Skipstjóri var Torben Matz.Yfirvélstjórinn var ungur dani en aðrir í áhöfn voru frá Philipseyjum.Skipið var smíðað í JJ Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg.1975 Skipið hafði gengið undir nokkrum nöfnum m.a. "Löften"með heimahöfn St.Johns þegar T&C AS.í Svendborg keypti það 1997.Skipið hafði losað Monoammonium Phosphate í bulk í Ibswich Englandi.Í Ibswich hafði skipstjórinn móttekið skeyti frá útgerðinni um að hann ætti að lesta í Dunkerque "Oxyde Zink Ore"Skipstjórinn fletti upp í IMDG kódanum(handbækur um flutning á hættulegum efnum:ath.mín)og í "TomasStowage"(ensk handbók um lestun á hinum ýmsu vöruteg,ath.mín)en gat hvergi funndið neitt um þetta efni,
 
Hinn hættulegi farmur sem var um borð



Eftir losun í Ibswich voru lestarnar rækilega þrifnar og voru þurrar og góðkenndar til lestunnar þ 7 feb,kl 0600 í Dunkerque.Farmurinn var bókaður í gegn um meglara í Marseille í Frakklandi sem agent fyrir Gencore í Sviss.Farmurinn var færður að skipinu í prömmum og losaður úr honum með krana úr landi,Farmurinn sá út sem grá mold eða ryk með nokkuð stórum klumpum.Skipstlórinn hafði samband við útgerðina strax um morguninn þ 7 og sagðist ekki finna neinstaðar neitt um þennan farm "befragtari"(flutningastjóri)útgerðarinnar kvaðst ekkert heldur finna neitt í sínum bókum en það gæti vel verið að það myndi myndast eiturgas frá farminum  Skipstjórinn vakti athygli befraktarans á að sér þætti farmurinn vera"skítugur"og bað befraktarinn hann að gera grein fyrir því á"Bill of Lading"(BL) 

Þetta var sagt um borð að mestu hættulaust


Og sama dag skrifaði skipstjórinn"protestbréf"til agentsins um efnið.Um hádegi byrjaði að rigna skipaði þá skipstjóri að lestunum skyldi lokað.Hafnarverkstjórinn var ekki ánægður með það og vildi meina að hættulaust væri að lesta þennan farm í rigningu.Skipstjórinn bað agentinn um meiri upplýsingar um farmin og þ.á.m,um skriðvirknina("angle of repose)Um kl 1900 hafði stytt upp upp hélt þá lestunin áfram til kl 2200.Morgunin eftir hófst svo lestunun aftur og lauk henni kl 1900.Þann dag móttók svo skipstjórinn  skeyti frá efnaverksmiðjunni sem framleiddi farmin um að hættulaust væri að lesta efnið í rigningu og að efnið hefði legið úti í 3-4 mánuði og þessvegna:"is no risk of toxic vapours from the Zinc Skimming although they have been wet by rain"
 
Losun á "bulkfarmi"


Skipstjórinn áttaði sig ekki á að tegundar heitinu á farminum hafði verið breitt í Zinc Skimming,Eftir móttöku á þessu skeyti ákvað skipstjórinn að lestuninni skyldi framhaldið þó svo að smáskúrir væru allan daginn.Þegar skipið var fulllestað var veður orðið slæmt W-lægur vindur yfir 20.m/s svo skipstjóri ákvað að fresta brottför skipsins þar til daginn eftir.Út af því spurði agentinn hvort ekki væri í lagi að koma með skipspappírana morguninn eftir.Á þetta féllst svo skipstjórinn sem ákvað brottför kl 1000 daginn eftir,gengu veðurspár eftir enn þær spáðu lægandi um nóttina.Áður en skipið sigldi kom agentinn með skipspappírana um borð til undiritunar á BL stóð"clean on board"Þessu mótmælti skipstjórinn og skrifaði sínar athugasemdir á BL"cargo contaminated with pieces of plastic,paper,and wood"




 Losun á bulk-farmi

Skipstjórinn hafði ekki enn áttað sig á breitingunni á að farmurinn bar nú nafnið"Zinc Skimming in bulk"Var síðan lagt af stað kl 1000 og gekk ferðin sem framar greinir Hér læt ég staðar numið í dag

Lokað fyrir álit

16.01.2011 17:58

Puma

Af því að ég nefndi Puma í gær þá eru hér tvær myndir af skipinu teknar af rafpóstvini mínum Michael Kelly,Hvort "Hrollur ógurlegi" átti einhvern þátt í að skipið slapp frá sjóræningum 2009 veit ég ekki,Puma nafnið er búið að vera lengi tengt vopnaflutningum allavega meðan ég var úti. því einn af mínum bestu vinum úr röðum "Folmerskippera" var vinur þáverandi skipstjóra á Puma.Þeir töluðu oft saman á 3536 á stuttbylgunni þar sem danskir coasterar notuðu sem einskonar 2311 á fiskibátunum hér í den Sá var meðeigandi í skipinu sem  að vísu var ekki sama skip og Puma núdagsins er.


© Michael Kelly




© Michael Kelly


Gamlar Pumur

þessi var smíðuð hjá Söby M&S Söby sem Fareo Island 1986 fyrir danska aðila Skipið mældist 499.0 ts 1715.0 dwt,. Loa: 76.50. m  brd. 11.2o.m Skipið var selt innanlands  í Danmörk 1988 og fær nafnið Puma og aftur 1997 og fær þá nafnið Karin Cat. Skipið ferst í Miðjarðarhafinu á 35°.21´N og 019°.25´A 19- 02- 2003 með farm af vopnum



Næsta Puma,Skipið var byggt hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk 1994 sem Thor Lisbeth Það mældist 1395.0 ts  2112.0 dwt. Loa:73.50.m brd: 11.40. m 1997 er skipið selt innanlands í danmörk og fær nafnið Puma nafn sem það ber í dag undir DIS flaggi

© Ron Halliday

Lokað fyrir álit

15.01.2011 17:30

Leopard ex Skanlit m.m

Mig minnti að þetta skip Leopard sem áður hét Skanlith hafi lent i einhverjum ævintýrum hér við land. Og það passaði.Fyrsta mars 1993 varð það fyrir vélabilun út af Grindavík Þegar skipið var að koma þangað með saltfarm.

 
Í samtali við skipstjórann í Morgunblaðinu þ annan mars segir hann að engin hætta hafi verið á ferðum. En hinn íslenski stm var á öðru máli. En fjögurra eða sex metra ölduhæð var þarna og álandsvindur.E allt fór þetta vel. En núverandi ástand á skipinu er öllu alvarlega. Eftir þeim fréttum sem ég haf er skipið mannlaust Skipshöfnimn er horfin og engin virðist vita um hana Hérna er syrpa af skipinu. Myndirnar úr tyrkneskum blöðum En tyrknest NATO skip kom að skipinu mannlausu

Hérna sést hvað sjóræningarnir eru farnir á færa sig upp á skaftið







Komust sjóræningarnir upp þennan leiðara ?? og eða hver setti hann út ??



Þetta kemur allt töluvert  á óvart því ég gæti trúað að skipið sé hlaðið vopnum. Því ég gæti trúða að það sé eins og Folmerskipin byggt með þessháttar flutninga fyrir augum. Sérstök "strong room" voru fremst og aftast í lestunum. Ég veit að enginn trúir hve miklir vopnaflurningar fara fram á heimshöfunum Ég man eftir að dallur frá J Poulsen fór með tvo tuttugu feta gáma af slíkum varningi frá Italíu til Venezuela 
 Með þesu skipi Marianne Danica fór ég fjórar ferðir: Vilmington Grikkland,Tyrkland. Persaflói með vopn

Einusinni var ég með í að lesta þar níutíu tonn flugskeytum á Ítalíu Eftir það var svo farið til London þar sem 120 ts voru lestuð svo var farið með heila klabbið til Jedda í Saudi Arabíu Þetta var gert svo að það liti út fyrir að breski flugherinn sendi þau.Margar ferði fóru skip sem ég var á með vopn frá Vilmington, (en það býr danskur vopnasali) N-Caroline til hafna í Miðjarðarhafsins og Persafóans.

 Með þessu Karina Danica tvær 
Þegar lestuð voru vopn á Ítalíu var það alltaf gert í smáþorpi á Vesturströndinni ( Terracina minnir mig að það heiti)  og lestað var út á yri höfninni.

Með þessu skipi Danica Red  fór ég eina ferð  með ellefu 20´gáma Frá Pireus til Rio De Janeiro (að vísu kom ég um borð í Gíbraltar)



Annað skip frá útgerð Leopard,  Puma stóð af sér árás sjóræninga í fyrra og það skip flutti vopn eða "sensitive cargo" eins og þetta er stundum kallað, þegar maður gaf upp  farminn.

Puma Myndin er tekin 11 jan 2009 þegar franskt herskip kom í veg fyrir að skipið félli í hendur sjóræninga
Lokað fyrir álit

12.01.2011 22:29

Sjórán ?

Það fer nú að bera í bakkafullan lækinn að tala um sjórán við Sómalíu .En út af hvaða skip þetta er ætla ég að gera það. Að vísu eru ekki komnar nánari fréttir af þessu enn. En eftir að skipið tilkynnti um árás sjóræninga hefur ekkert til þess heyrst. Þetta skip er mjög álika og Folmer dallarnir sem ég sigldi á. Um borð í skipinu eru sex menn  fjórir frá Pillipseyjum  og tver danir. Sennilega skipper og stm . Og ef sama system er þarna ( sem ég býst við ) er enginn vélstj. Þetta skip hét áður Skanlith og þegar ég var á skipi sem hét Danalith sem var að vísu disponerað af Folmer en í eigu sömu útgerðar og Skanlit vissi ég að íslenskur stm var þar um borð. Ekki man ég lengur hvað hann hét enda ég þekkti hann ekki Skipið sem nú heitir Leopard var smíðað hjá Saksköbing M & S í Saksköbing Danmörk 1989 fyrir J. Jespergaard í Ærösköbing.Það mældst 1093.0 ts 1800.0 dwt.Loa: 67.0 m brd: 10,30 m 196 fær það nafnið Leopard nafn sem það ber í dag undir DIS flaggi Þetta segir m.a í BT: Skibet er sikret med pigtråd og stålplader for døre og vinduer. Besætningen burde være nået i sikkerhed i skibets safe room,

Leopard


©Arne Jürgens

Lokað fyrir álit

11.01.2011 12:04

Jökulfell III

Mikill vinur minn og velunnari síðunnar Heiðar Krsiatinsson sendi mér þessar skemmtilegu myndir af fv skipi hans Jökulfell III um daginn Og þar sem póstur frá Heiðari fer beint í hólf hjá mér sá ég póstinn þegar hann kom en steingleymdi honum svo þar til nú: Skipið var smíðað hjá Appledore SB í Appledore Englandi fyrir Skipadeild SÍS Það mældist 1588.0 ts 3068.0 dwt Loa: 93.80.m brd: 16.30. m Skipið er selt úr landi 1993 og fær nafnið Anais og 1997 Green Atlantic 

Hér í smíðum

© Heiðar Kristinsson



Hér á Suðureyri


© Heiðar Kristinsson


Hér á Þingeyri


© Heiðar Kristinsson



© Heiðar Kristinsson



© Heiðar Kristinsson


Hér að fara frá Norfork


© Heiðar Kristinsson


Hér sem Green Atlandic í Vestmannaeyjum


© Óli Ragg





© Óli Ragg

Lokað fyrir álit

09.01.2011 14:55

Gamlirog nýir

Hérna er skip sem ég held að sé skráð kaupskip frá 2005 (benda á þetta svo að viss maður haldi kja... eða þannig ha ha ) Það heitir nú Yaiza Skipið byggt hjá Komuny Paryskiej SY í Gdynia Póllandi 1974 sem skuttogarinn Hrönn fyrir íslenska aðila.Það mældist  742.0 ts  548 dwt, Loa: 61.60. m brd: 11.40.m 1982 skipið lengt og mælist þá 874.0 ts 816.0 dwt. Loa: 70.0 m  2005 er skift um skráningu og er skipið mælt opp Mælist 1125 ts 816 dwt. 1979 fær skipið nafnið Viðey 1998 Sjóli 2007 Yaiza nafn sem það ber í dag undir fána Belize. En  Ship manager er:KATLA SEAFOOD CANARIAS Calle Otto Thoresen Fred Olsen Darsena Exterior, Las Palmas de Gran Canaria, Canary Islands. Registered owner FRAMINVEST SP/F FO650 Toftir, Faeroe Islands

Þessi nynd er tekin á höfninni í Valpariso Chile núna síðastliðinn desember


© Erik Gunnar Ekstrom


Erik Gunnar er rafpóstvinur, Svíi  sem býr í Chile og hér hefur hann náð í mynd af líkani af Árna Friðrikssyni

© Erik Gunnar Ekstrom



Hér er svo myndir af skipi sem mikið var hér við land undir nafninu Herborg Og saltkóngurinn í Færeyjum Hans Pauli? (hét hann það ekki ?) lét byggja 1982. Og ef ég er ekki að bulla þess meir held ég að íslenskur skipstjóri (Guðm Arason) hafi verið með skipið um tíma. er þó ekki viss En skipið hefur fengið sína sögu hér á siðunni Það heitir í dag Samson ( flottu íslensku nafni eða hitt þó heldur) og er undir fána Chile


© Erik Gunnar Ekstrom




© Erik Gunnar Ekstrom


Lokað fyrir álit

06.01.2011 23:56

4 risar

Þessar myndir eru teknar af rafpóst vini mínum í Rotterdam Þeir eru allir vel yfir 300 metra þ.e.a.s dallarnir Ég man þegar ég kom um borð í Nordtramp danskan olíudall sem var 229 m beint  af Hofsjökli  sem var hvað? 118 metrar ( minnir mig) Út í hvern andsk..... ertu nú búinn að koma þér hugsaði ég hálf hræddur við stjórntökin á svona stóru skípi. En þau eru auðskiljanlega dálítið öðruvísi. En þetta vandist. Nordtramp var byggður hjá B&W Skibsværft í Kaupmannahöfn Danmörk 1986 fyrir danska aðila ( Norden) Skipið mældist 43733.0 ts 83970.0 dwt Loa: 228.60 m   brd: 32.30 m. Norden selur skipið 1997 og fær það þá nafnið Loucas - 2000 Carlisle- 2004 Citius - 2006 Arius 2008 Baru nafn sem það ber og veifar fána Marshall Islands

Nordtramp 


Nú við skulum snúa okkur að risunum Sá elsti heitir CMA CGM La Traviata. Skipið byggt hjá Hyundai Samho SY Samho S-Kóreu  2006 fyrir franska aðila Það mældist 91410. ts 101779.0 Loa: 334.0 m. brd: 42.80 m Skipið er undir frönsku flaggi


©Hannes van Rijn




©Hannes van Rijn




Næst elstur nokkrum dögum yngri er skip að nafni XIN Los Angeles Byggt hjá Samsung SY í Koje S- Kóreu fyrir kínverska aðila 2006 Það mældist 108069.0 ts 111889.0 dwt Loa: 321.0 m brd 45.60 m
Fáni kínverskur


©Hannes van Rijn





©Hannes van Rijn




Næst er skip sem heitir Hyundai Brave Byggt hjá Hyundai SY Ulsan S- Kóreu fyrir þarlenda aðila. 2008 Það mældist 94511.0 ts  99123.0 dwt Loa: 339.60 m brd: 45.60 m Fáninn er Panama


©Hannes van Rijn





©Hannes van Rijn




Síðast í þessari risahrinu er skip sem heitir CMA CGM Cristophe Colomb Byggt hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo S- Kóreu 2009 fyrir franska aðila. Það mældist 153022.0  ts  157092.0 dwt. Loa: 365.50 m brd: 52.20. m Fáninn er franskur


©Hannes van Rijn




©Hannes van Rijn



 

Lokað fyrir álit

04.01.2011 00:16

Alíslensk kaupskip 2

GG kom inn með leiðréttingu á fyrri færslu með þessu nafni. Og till að menn átti sig á athugasemdinni og svari mínu þá kem ég hér með færsluna breitta í samræmi við ábendingu hans Svona á þetta nefnilega að virka að ef maður er að segja eitthvað sem hefur ruglast í minninu eða þvíumlíkt þá er gott að menn sem vita betur geri athugasemdir Slíkt er mjög vel þegið allavega á þessari síðu  En hér er færsla þá breitt:

Getur það hreinlega verið að þessi skip séu þau nýjustu í  hinum alíslendska kaupskipa flota? Engin vafi að Sæfari tilheyrir honum


Birt með leifi Samskipa

Meiri vafi með þennan. En það var skift um skráningu á þessu skipi Valbergi. Það var tekið af fiskiskipaskrá og ég man ekki hvernig hann var skráður. Of snemmt að hringja í eigandann. Á þessu skipi endaði ég minn sjómannsferil sem stóð í 53 ár (1953-2006) Nú ef við erum grófir á  því og skiftum stærri íslenskum skipum í tvo flokka . © oliragg

Fiskiskip og kaupskip  Þá er þetta nýjasta skipið hvað skráningu varðar í síðar nefnda flokknum. Ég bið þess af alhug að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Því  hvernig getur það verið að eyjland í N-Atlantshafi eigi ekki stærri og verklegri kaupskipaflota undir eigin flaggi. Ég var erlendis í 15 ár og fylgdist ekki það náið með þessum málum þann tíma. En nú langar mig að biðja menn um sannleikann í þessu máli. Hvernig getur  c.a 40.000 manna þjóð (Færeyingar)  átt stóran flota undir sínum þjóðfána. Þar á meðal skip í eigu íslendinga. Íslands eigð skip sem verða að nota íslenskan fána sem gestafána í íslenskum höfnum, Hverskonar andsk..... fásinna er þetta  Fyrir 96 árum sigldi fyrsta alíslenska kaupskipið í höfn. Þá áttum við ekki eigin þjóðfána, Og urðum að flagga dannebrog. þetta var á fyrri stríðsárunum. Og skip hlutlausra land þurftu að vera með þjóðernismerki máluð á síðunum. Þetta skip kom til Vestmannaeyja sem fyrstu íslenska höfn. Þar lét skipstjórinn mála yfir danska fánan á skipssíðunum. Þannig kom skipið til heimahafnar Reykjavík




Þ. 1sta des 1918 fengm við í fyrsta sinn hinn fallega íslenska fána sem  siglinarfána Þrír skipstjórar á íslenskum kauðskipum urðu þess heiðurs aðnjótandi að draga þenna fallega fána að hún á skipum sínum. Pétur Björnsson skipatjóri á E.S Borg varð fyrstur til að koma á skipi sínu í erlenda höfn ( Fleetwood ) með hann blaktandi við hún




Hinir skipstjórarnir voru :Júlíus Júliníusson á E.S Willemose 
 
og Ólafur Sgurðsson (sem var 1sti stm hjá Júlíusi á Goðafossi) á  seglskipinu Rimor. En Ólafur fórst á heimleið með skipi sínu frá Spáni nokkrum vikum seinna Ólafur dró íslenska fánan upp þ 1 des1918 ( ég er ekki viss um stað) En Rimor fór úr höfn á Spáni í desemberlok það sama ár og sást aldrei eftir það. Ef maður skoðar myndina sést íslenski fánin  við hún þó skipið sé merkt með danska fánanum á síðunum.Þetta stafar að sögn GG af því að í júní árið 1915 var gefinn út konungsúrskurður um það að hvarvetna á Íslandi mætti draga íslenska fánann á stöng og íslenk skip mættu sigla undir honum í landhelgi Íslands. Þetta er skýringin á íslenska fánanum í skut Rigmor En er ekki myndin tekin á Norðfirði??

Þessi 3 skip eru brautryðendur hins alíslenskra kaupskipaflota Sem nú er búið að brjóta niður. Fjand... hirði þá menn sem því stjórnuðu.


Lokað fyrir álit

02.01.2011 17:25

Sæfari

Ég var varla búinn að setja færsluna inn áðan þegar einn af velunnurum síðunnar Haukur Sigtryggur sendi mér þessar fínu myndir af Sæfara


© Haukur Sigtryggur


© Haukur Sigtryggur
Lokað fyrir álit

02.01.2011 16:25

Alíslensk kaupskip

Getur það hreinlega verið að þessi skip séu þau nýjustu í  hinum alíslendska kaupskipa flota? Engin vafi að Sæfari tilheyrir honum


Birt með leifi Samskipa

Meiri vafi með þennan. En það var skift um skráningu á þessu skipi Valbergi. Það var tekið af fiskiskipaskrá og ég man ekki hvernig hann var skráður. Of snemmt að hringja í eigandann. Á þessu skipi endaði ég minn sjómannsferil sem stóð í 53 ár (1953-2006) Nú ef við erum grófir á  því og skiftum stærri íslenskum skipum í tvo flokka . © oliragg

Fiskiskip og kaupskip  Þá er þetta nýjasta skipið hvað skráningu varðar í síðar nefnda flokknum. Ég bið þess af alhug að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Því  hvernig getur það verið að eyjland í N-Atlantshafi eigi ekki stærri og verklegri kaupskipaflota undir eigin flaggi. Ég var erlendis í 15 ár og fylgdist ekki það náið með þessum málum þann tíma. En nú langar mig að biðja menn um sannleikann í þessu máli. Hvernig getur  c.a 40.000 manna þjóð (Færeyingar)  átt stóran flota undir sínum þjóðfána. Þar á meðal skip í eigu íslendinga. Íslands eigð skip sem verða að nota íslenskan fána sem gestafána í íslenskum höfnum, Hverskonar andsk..... fásinna er þetta  Fyrir 96 árum sigldi fyrsta alíslenska kaupskipið í höfn. Þá áttum við ekki eigin þjóðfána, Og urðum að flagga dannebrog. þetta var á fyrri stríðsárunum. Og skip hlutlausra land þurftu að vera með þjóðernismerki máluð á síðunum. Þetta skip kom til Vestmannaeyja sem fyrstu íslenska höfn. Þar lét skipstjórinn mála yfir danska fánan á skipssíðunum. Þannig kom skipið til heimahafnar Reykjavík




Þ. 1sta des 1918 fengm við í fyrsta sinn hinn fallega íslenska fána sem  siglinarfána Fjórir skipstjórar á íslenskum skipum urðu þess heiðurs aðnjótandi að draga þenna fallega fána að hún á skipum sínum. Pétur Björnsson skipatjóri á E.S Borg varð fyrstur til að koma á skipi sínu í erlenda höfn ( Fleetwood ) með hann blaktandi við hún




Hinir skipstjórarnir voru Sigurður Pétursson E.S Gullfossi ? Júlíus Júliníusson á E.S Willemose 
 
og Ólafur Sgurðsson (sem var 1sti stm hjá Júlíusi á Goðafossi) á  seglskipinu Rimor. En Ólafur fórst á heimleið með skipi sínu frá Spáni nokkrum vikum seinna Ólafur dró íslenska fánan upp þ 1 des1918 ( ég er ekki viss um stað) En Rimor fór úr höfn á Spáni í desemberlok það sama ár og sást aldrei eftir það. Ef maður skoðar myndina sýnist mér það vera íslenski fánin sem er við hún þó skipið sé merkt með danska fánanum á síðunum. En er ekki myndin tekin á Norðfirði??

Þessi 4 skip eru brautryðendur hins alíslenskra kaupskipaflota Sem nú er búið að brjóta niður. Fjand... hirði þá menn sem því stjórnuðu.

Lokað fyrir álit

01.01.2011 15:06

Nýárskveðja

Þótt þessi sérstaka nýárskveðja eigi við áramót fyrir 2 árun læt ég hana flakka hér

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/24880/
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere