Færslur: 2011 Júní
17.06.2011 01:30
Óhöpp
Við sáum það í síðasta blogg að ýmilslegt getur skeð hjá nútímaskipum hér eru nohkkur dæmi
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/26713/
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/26712/
15.06.2011 11:49
Hvað skeði???
Eitthvað fór hér úrskeiðis hjá APM Terminals i Algeciras.síðasta laugardag. Þegar verið var að afgreiða "federskipuð" Deneb lagðist það allt í einu hálfpartinn á hliðina. Síðan alveg. Eftir því sem ég veit best veit engin enn hvað olli. Deneb var byggt hjá Sietas Neuenfelde í Þýskalandi 1994 sem Deneb fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3992.0 ts 5350.0 dwt. Loa: 101.10. m brd: 18.40 m Skipið hefur siglt undir nokkrum nöfnum M.a:1994 Rhein Liffey 1995 Rhein Partner. 1998 Deneb 1998 Oocl Neva 1998 Deneb . Tveir menn munu hafa slasast þegar skipið lagðist. Og má segja að það sé vel sloppið
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
Og hér eru líka myndi frá þessu
http://www.fotosdebarcos.com/viewtopic.php?t=28223
14.06.2011 19:39
Arnarfell I
Í sambandi við þetta skip erum við Heiðar Kristins ekki sammála. Mér fannst alltaf Arnarfellið fallegra en Helgafell. En viðurkenni fúslega að það síðarnefnda hafi verið meira skip
Arnarfell I
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
13.06.2011 14:59
Systurskip
Einusinni áttum við falleg og vel smíðuð skip Hér eru þrjú dæmi
Katla II
Arnarfell
© söhistoriska museum se
Helgafell
© söhistoriska museum se
12.06.2011 17:25
Helgafell I
Ég talaði áðan um ástæðu til að færa eitthvað á bloggið, Þegar ég var að undirbúa síðasta blogg bárust mér nokkrar myndir af skipi sem vinur minn Heiðar Kristinsson þekkti vel. Já og sennilega Ásmundur Guðmundsson líka. Sennilega báðir verið þar skipstjórar um lengri eða skemmri tíma. Ég veit að Heiðari þykir vænt um þetta gamla skip sitt
m/s Helgafell II
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
12.06.2011 14:34
Listamaður af guðs náð
Alltaf þarf maður eitthvert "tilefni" til að setja eitthvað hér á síðuna. Maður kemst yfir mynd, maður flettir einhverju upp o, sv. frv. Og nú má segja að tilefnið sé óvanalegt. En það var innlit mitt á lfrábæra sýningu á miklum listaverkum eftur óvenjulegan listamann.
Þetta átti aldrei að verða nein listaverkasíða, En þessi óvenjulegi listamaður kemur úr hópi svokallaðra farmanna sem einusinni tilheyrðu sjómannastéttinni. En er því miður að deyja út. Hverjum sem það svo er að kenna. En að efninu:
Það er merkileg sýning búin að vera hér í "Safnahúsinu" í Vestmannaeyjum undanfarið. Einhentur alþýðumaður sannar það að ekki þarf margra ára veru í listaháskólum til að skapa list sem við þessir sauðsvörtu skiljum Ég varð satt að segja dolfallin yfir verkunum þegar ég heimsótti sýninguna um daginn. Ég fékk eftirfarandi "lánað" af heimasíðu Sjóminjasafnins Víkur í Reykjavík.
"Ásmundur Guðmundsson fæddist árið 1929 á Ytri-Veðraá, Mosvallahreppi, sonur hjónanna Guðmundar Þorkels Jónssonar og Ástu Ólafar Þórðardóttur. Ásmundur giftist Sigríði Bjarney Einarsdóttur kennara árið 1957. Sonur hennar og fóstursonur Ásmundar er Einar Eysteinn Jónsson, fæddur 1950, læknir í Vestmannaeyjum.
Ásmundur tók hið minna mótorvélstjórapróf Fiskifélags Íslands 1948, lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951 og farmannaprófi frá sama skóla 1953. Hann starfaði sem skipstjóri á millilandaskipum til 1975, fékk hann þá alvarlegt heilablóðfall, aðeins 46 ára að aldri. Við áfallið missti Ásmundur talmálið sem og máttinn í hægri hluta líkamans.
Hann náði með miklum viljastyrk og ómetanlegri hjálp iðjuþjálfa á Grensásdeild að þjálfa upp vinstri höndina, sem hann notar nú til vinnu og athafna, m.a. til þess að skera út og mála. Ásmundur býr að Árskógum, þjónustuíbúðum eldri borgara í Breiðholti. Þar hefur hann aðgang að smíðastofu og hefur leiðbeinandinn Einar Jónasson hvatt Ásmund áfram í útskurðarlist sinni. Bera verk Ásmundar vott um mikla listgáfu og tilfinningu fyrir lögun og formi. Myndefnið sækir hann í íslenska náttúru og hefðbundin störf íslenskrar alþýðu fyrri tíma" Sýningin stendur að minnstakosti fran yfir "goslokahelgi" hér í Eyjum Og ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að gera það
Og af því þetta er "fragtskipasíða" . er ekki úr veigi að rekja sjómennskuferil Ásmundar og rifja upp skipin sem hann stjórnaði. Ásmundur byrjaði til sjós 1943 í miðjum hildarleiknum á Atlantshafi á verstfirskum fiskibátum.
Oddur fyrsta eiginlega farskipið sem Ásmundur var á 1948-49
Fyrsta eiginlega "fragtskipið" sem Ásmundur ræðs á er vélskipið Oddur sem hann er á 1948-49. Síðan taka við bátar og togarar. M.a b/v Neptúnus og b/v Mars. 1953 ræðst hann á Dísarfell og hefst þar ferill hans hjá SÍS. Fyrst háseti síðan stm (m.a á Bláfelli hinu sænska)
Dísarfell skipið sem Ásmundur byrjaði á hjá Skipadeild SÍS 1953
Báfell sænska en Ásmundur var þar stm um tíma
og afleysingaskipstjóri á hinum ýmsu skipum SÍS. 1965 verður hann fastráðinn skipstjóri á Litlafelli I og er með það til 1971 að það er selt og annað skip keypt í staðinn Litlafell II, Hann svo með það skip þar tl hann verður að hætta vegna veikinda 1975
Ásmudur var með Jökulfell m.a í afleysningum
Svo varð hann skipstjóri á Litlafelli I og II
Litlafell II
Vonandi helst Ásmundi á sú heilsa sem hann hefur enn um ókomin ár til að skapa enn fleiri falleg alþýðulistaverk sem yljar venjulegu fólki að skoða. Ég þakka fyrir mig Ásmundur
07.06.2011 17:44
Úti í heimi.
Katla ex Erik Boye ex Marina Dania fór frá Miami eftir kyrrsetningu þar þ 16- 12-2010 undir nafninu Miss Eva II Heimahöfn Freetovn
©Allan Geddas Shipsnostalgia
Captain Mohmed ex Hassnaa ex Venus ex Marc Island ex Írafoss ex Rangá ex Barok fór frá Tripoli 21-02-2011 undir nýju nafni Ashraf
© Sjohistorie.no
Sea Force ex Arward Star ex Byblos ex Bakkafoss ex Silur kom til Aliaga (Tyrklandi) 31-01-2011 þar sem hann var rirfinn
© Ric Cox
06.06.2011 23:07
Kappsigling
Fyrir tæpum 50 árum lágu tvö af skipum Eimskipafélagsins samtímis við bryggju í New York.það var náttúrlega engin nýlunda að skip félagsins lægju þar. En það sem var áhugavert var að þetta voru systurskipin Goðafoss og Dettifoss og þau lögðu af stað áleiðis til Íslands með eins og hálfar klukkatíma millibili. Goðafoss á undan. Þau voru svo samferða yfir hafðið en tóku svo endasprett þar sem má segja að Dettifoss hafði haft kappsiglinguna. En þetta þótti fréttnæmt og birti Mogginn frétt af þessu 30 mars 1963. Og gefum bara Mogganum orðið:
Goðafoss
Goðafoss
" Fyrrihluta síðustu viku lágu tvö af þríburaskipum Eimskipafélagsins, Goðafoss og Dettifoss, jafnhliða við bryggju í New York og lestuðu varning til Íslands. Þau lögðu af stað með 1.1/2 tíma millibili, Goðafoss kl. 5 en
Dettifoss kl. 6.30 á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Skípin eru systraskip, byggð eftir sömu teikningu, og voru með svipaðan farmþunga,
Dettifoss
Goðafoss þó heldur meiri auk þess sem hann var með fjóra bíla á dekki.Hingað komu skipin eftir "hádegi í gær með 20 mínútna tímamun og var Dettifoss orðinn á undan, og lék grunur á að heldur hefði verið komið kapp í skipstjórana, er leiðarlokin nálguðusL Fréttamenn Morgunblaðsins tóku á móti Dettifossi, er hann lagðist á ytri höfnina, og gengu á fund skipstjórans, Eyjólfs Þorvaldssonar, sem gerði sér þegar grein fyrir erindinu án þess hann hefði þó átt von á okkur.
Dettifoss
- Við laumuðumst eiginlega framúr í hálfgerðri þoku fljótlega eftir að við fórum frá Bandaríkjunum. Við gáfum alltaf hvor öðrum upp staðarákvarðanir, alveg" heiðarlegar, á hverju miðnætti. Þegar við vorum komnir fyrir Nýfundnaland kom í Ijós að við vorum komnir 20 milur framúr Goðafossi, eða 1 1/2 tíma sigling, en þar skárust leiðirnar - Komst þá ekki kapp í siglinguna Við sigldum alveg eðlilega, enda hrepptum við slæmt veður úr því. En síðasta sólarhringinn dró hann 14 mílur á okkur. Við vorum ekkert að keppast, , en ég fylgdist reyndar með að hann færi ekki framúr mér aftur.
Dettifoss
Hann dró ískyggilega á okkur í nótt, og í morgun hafði hann nálgazt okkur 14 mílur. Ég ræddi við vélstjórann í gærkvöldi, og þá ukt^m við svolítið við skipið, og í morgun setti ég ratsjána á hann.Þá dró hann rúma m:lu á okkur á klukkust' nd, svo ég jók betur. Samt hefðum við átt meiri kraft ef þess hefði þurft. - Hafa þríburarnir nokkurn tíma reynt með sér áður?
Hér er mynd af fréttinni í Mogganum 30 mars 1963
- Nei, það er svo sjaldgæft að tvö systurskip fari líkt lestuð á sama tíma milli sömu staða. Þó hefur Goðafoss"fengið orð á sig fyrir að vera hraðskreiðastur. Nú var Goðafoss kominn innfyrir bauju, og við fórum upp á þilfar til að fylgjast með honum. Þegar hann tók að nálgast leit Eyjólfur á klukkuna: - Hann er ekki lagstur ennþá, ekki fyrr en hann lætur akkerið falla. Goðafoss sigldi inn fyrir okkur, og lét akkerið falla 25 mínútum eftir Dettifoss." Svo mörg voru orð Moggans. Við þetta má bæta sem þó er bara min getgáta að skipstjóri Goðafoss hafi verið Sigurður Jóhannsson.
05.06.2011 18:31
Sjómannadagur.
Ég vil óska öllum sjómannsfjölskyldum til hamingu með daginn. Fyrir sjötíu árum höfðu 189 lðgskráðir sjómenn látið lífið milli Sjómannadaga 1940-1941.
Þetta skip þætti nú ekki merkilegt í dag en hann "sullaðist" þetta í gegn um tvær heimstyrjaldir
Þessi var aðeins stærri en gerði það líka
En þar af munu 122 farist af styrjaldarástæðum. Allir íslendingar eiga að vera hreyknir af að vera komnur af þeim hetjum sem stunduðu siglingar á þessum heljartímum. Við eigu að að vera hreykin af þessum mönnum eins og bretar eru hreyknir af RAF í stríðinu um England á sama tíma
Þessi slapp við fyrri styrjöldina En skilaði sér ávallt í þeirri seinni
Flesti gamlingar muna orð Winston Churchill þegar hann sagði:" Never in the field of human conflict was so much owed by so many to so few" Þetta má heimfæra uppá íslenska sjómenn þess tíma.Við erum sem betur fer laus við stríð allavega hér á N- slóðum
Þessi komst heill í gegn um WW 2 einnig
Ekki má halda Sjómannadaginn hátíðlegan án þess að minnast Sjómannskonnunnar. Sem á þessum tíma beið oft milli vonar og ótta eftir að heyra af afdrifum manna sinna Og gerir stundum enn: "Hún situr hljóð og horfir út /með hjartað þreytt af kvíða./ Það er svo langt - það er svo strangt / að elska, sakna og bíða/ Ekki veit ég hver orti, en þetta orti Lilja Björnsdóttir : "Að elska og sakna, að vaka og vona,/ og vinna í trausti á kærleikans mátt,/ alltaf mun sjómannsins ástríka kona/ í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt." Verið ávallt kært kvödd
- 1
- 2