Færslur: 2011 Júlí

09.07.2011 15:33

Hav Nes / Indian Reefer

Ég skrifaði um það um daginn að það vantaði upplýsingar um tvö skip Hérna eru þau: Hav Nes var byggt hjá Sava Shipsyard í Macvanska Mitrovica Serbíu 1991 sem Sava Hil. Fyrir norska aðila Skipið mældist: 2026.0 ts 3080.0 dwt. Loa: 74.70 m. brd: 12.70. m Skipið er selt til Færeyja ??? 2009 og fær nafnið Hav Nes. Nafn sem það ber í dag undir fæeyiskum fána auðvita



Indian Reefer var byggður hjá Solisnor Shipyard í Setubal Portúgal 1991(skrokkurinn en skipið klárað hjá Kleven, Ulsteinvik Noregi) sem Erikson Reefer fyrir danska aðila Skipið mældist: 5084.0 ts 6120.o dwt. Loa; 109.0 m brd: 18.0,m  1992 fær skipið nafnið Indian Reefer, Nafn sem það ber í dag undir fána Liberiu


Lokað fyrir álit

09.07.2011 14:29

Framnes m.m

Framnes er hér að lesta frosið. Mér finnst það satt að segja tregara en tárum taki að horfa á alla þessa útlendinga, lesta hér afurðir sem unnar eru hér á landi. Ekki það að maður gleðist ekki yfir magninu heldur skömmin yfir hvernig staðið er að flutningunum. Einusinni áttum við nærri 100 skipa kaupskipaflota að öllu meðtöldu. 


Nú ekki eitt einasta "millilandaskip". Hér er ég að tala um skip undir íslensku fána, Ekki eitt einasta "dry cargo"skip Ekki eitt einasta frystiskip. Ekki eitt einasta almennilegt olíuflutningaskip. Fyrirgefði Bjarni Halldórs ég er ekki að gera lítið úr skipinu þínu. Það stendur fyrir sínu eins langt og það nær. Ekki eitt einasta varðskip yfir 70 ts er við landið. Og að við skulum lifa á eylandi þá er enþá erfiðara að skilja hvernig komið er. Ímyndið ykkur .




Íslenskir sjómenn á skipum undir erlendum fánum hljóta innst inni að líða fyrir það að fáni þjóðar þeirra skuli aðeins blakta sem gestafáni hér á landi, Sjómannastéttin  framar öllum stéttum lærði að virða og elska þennan fallegasta þjóðfána heims. Og sýndu hann stoltir um heiminn. Íslensk skip báru yfirleitt af hvað snyrtimennsku varðaði. 




Ég man ekki betur en Tröllafoss hafi ár eftir ár hlotið nafnbótina:"snyrtilegasta skipið í höfninni" í New York. Ég dáist að útliti skipa Eimskip og Samskip. Eina sem mér finnst skyggja á er erlendur fáni í skut, Séu fg verðlaun einhverstaðar veitt þá er það á hreinu að íslenskt skip hljóti þau ekki.Ég kannske tek alltof stórt uppí mig þegar ég segi að það sé íslenskum ríkisstjórnendum til ævarandi skammar að hinn fallegi íslenski fáni hvarf af þeim fáu millilandaskipum sem enn eru í íslenskri eigu
Lokað fyrir álit

07.07.2011 17:00

Árfell

Jan  var skip sem Skipadeild SÍS hafði á leigu um skeið. SíS skírði skipið Árfell. Þetta skip hefur nú runnið sitt skeið á enda Það er verið að rífa það í Grenå Danmörk.

Hér sem Jan


Skipið var byggt hjá Sietas SY Neuenfelde Þýskalandi 1976 sem Jan fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 1599,0 ts 3850.0 dwt. Loa: 93.50 m brd: 14.50,m 1987 tekur Skipadeild SÍS skipið á leigu og skírir Árfell. Skipinu er skilað aftur 1990 og fær það þá nafnið Jan aftur. Síðan hefur skipið borið eftirfarandi nöfn: 1991 BELL SWIFT - 1997 SWIFT - 2002 LINE

Hér sem Line


Lokað fyrir álit

06.07.2011 22:11

Wirta

Þ 24 jan 1941 strandaði þetta skip Witara í Skerjafirði og varð þar til. Skipið var undir finnskum fána og var á leiðinni frá Baltimore USA til Petsamo Finnlandi með fullfermi af sykri til finnskra sjúkrahúsa m.a..

Wirta
© Rick Cox

Svona segir Mogginn af atburðinum 25 jan 1941

 Og svona 26
  

Witra var byggt hjá Hawthorn Leslie SY í  Hebburn Englandi 1909 sem Nippon fyrir A/B Svenska Ostasiatiska Kompaniet í Gautaborg. Það mældist 4013 ts ???dwt. Loa: 116.0 m brd:14.90.m 1936 er skipið selt til Finnlands og fær nafnið Witra 

© photoship
Þetta hefur verið heljarmikill dallur, En togarinn sem talað er um í fyrri fréttinni að hafi strandað líka á Leiruboða í Skerjafirði nokkrum dögum áður  hét Capageria. En hann náðist strax út. En kolareykur frá Reykjavík var talin helsta orsök strandanna beggja
Lokað fyrir álit

04.07.2011 22:20

þeir hvítu voru svo í dag

Silver Ocean 







Síðast var það svo Indian Reefer







Það er smá ólag á "græjunum" hjá mér svo ég kem seinna með "details" yfir þau skip í þessari syrpu sem ég hef ekki tekið fyrir áður, En þau eru allavega tvö held ég
Lokað fyrir álit

04.07.2011 21:37

Undanfarið í Eyjum Grænir og bláir

Þessi heitir Green Bergen







Þetta er systurskip Hauks og heitir Hav Nes og flaggar færeyiskum fána. Lestaði hér mjöl






Lokað fyrir álit

04.07.2011 18:47

Undanfariðí Eyjum. Rauðir

Það hefur mikið veri að gerast hár í höfninni undanfarið. Mest hefur verið um frystiskip að ræða. Já skip í öllum regnbogans litum í

Þessi er rauður og heitir Axel



Annar rauður og heitir Ice Bird


 

 


Lokað fyrir álit

02.07.2011 14:50

Skógafoss III

Skógafoss komst í eigu ??? 1994  (Ég verð að viðurkenna fáfræði mína gagnvart eignar og leiguskipum skipafélagana hér. Það skeði svo margt í þessum málum meðan ég var ytra 1990-2005) Skipið hét hér fyrst Goðafoss.en 2000 er nafninu breitt í Skógafoss. Hann fór svo úr landi 2007 og fær þá nafnið Letoon  sem hann ber í dag undir Líberíufána

Hér sem Letoon en í litum Eimskipafélagsins


© Henk Guddee





© Henk Guddee



© Henk Guddee


Hér búinn að skifta um lit


© Henk Guddee



© Henk Guddee

Lokað fyrir álit

02.07.2011 12:40

Skógafoss II

Hér er Skógafoss II
Skipið er enn að og heitir í dag OCEAN CARRIER og veifar fána Maldives

Hér er skipið á útleið frá  Fredrikstad, Noregi  1988


© daggern




Hér í New York 1993


© eimskip

Lokað fyrir álit

01.07.2011 20:07

Gengnir Skógafossar



Hér er fyrsti Skógafossinn Hann var rifinn á hinni alræmdu Alang strönd á Indlandi í októbr 2001


© photoship











© photoship




© photoship

Lokað fyrir álit

01.07.2011 14:27

Skógafoss IV ???

Maður má aldrei festast í gamla tímanum. Þó svo það komi fyrir mann. Þessvega var það kærkomin frétt að Eimskip er komið með nýjan Skógafoss. Skipið mun verða á einni fyrritíma helstu siglingaleið félagsins.Ísland --- USA  Sem gekk undit ýmsum nöfnum. M.a "tyggigúmirútan" En þessi leið er/var okkur nauðsynleg. Ekki síðst á stríðstímunum. Nokkur af kunnustu skipum Eimskipafélagsins t.d Selfoss I og Tröllafoss sinntu henni á sínum tíma. En að þessu nýja skipi.Það er byggt hjá Sainty SB (Jiangdu) Corp, Jiangdu í Kína 2007 sem Ice Bird  fyrir þýska aðila en flaggið var Kýpur, Það mældist: 7633.0 ts 8040.0 dwt. Loa:129.60. m brd: 20.60 m. Eftir mínum gögnum er Skógafoss fyrsta nafnið sem skipið ber eftir skirnarnafnið.en það veifar Antigua and Barbuda flaggi. Ekki er ég viss hvort þetta er nr IV eða V eða kannske meir af þessu nafni hjá Eimskip


Hér eru myndir af skipinu sem Ice Icebird


©  Hannes van Rijn



© Arne Luetkenhorst





© Arne Luetkenhorst




© Jens Boldt

Ég óska Eimskipafélaginu til hamingu með skipið og óska því velfarnaðar á hinni erfiðu siglingarleið . Sem hún svo sannarlega er

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere