Færslur: 2011 Nóvember

03.11.2011 20:44

Pella

Í morgun kviknaði í farþegaferjunni Pella sem er í eigu AB Maritime en það félag er í sameign Jórdana Egypta og Íraka. Um borð voru 1200 pílagrímar en skipið var ný lagt af stað frá  Aqaba í Jórdaníu til  Nuweiba í Egyptalandi. Sem betur fer náðust allir um borð verandi klakklaust frá skipinu.Og svo náðist að slökkva eldinn. Skipið var byggt 1983 hjá Shin Kurushima Onishi Shipyard Imabari Japan sem  Bizan Maru fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 4097.0 ts  2426.0 dwt  Loa: 123.10 m brd: 20.00 m. 1988 er skipið selt til Grokklands og fær nafnið Arkandi. 2002 er það svo selt til fg félags og fær nafnið Pella.  Fáninn Jórdaníu
Lokað fyrir álit

03.11.2011 18:19

Árekstur

Enn verður árekstur skipa í Kílarskurði  Um kl 1420 í gær rákust tvö skip saman í skurðinum nálægt  42,3 og 43 km merkjunum milli Breiholz og Oldenbüttel  Skipin voru  OOCL Neva  sem var á austurleið (frá Hamborg til St Petersburg og Blue Carmel  sem var á vesturleið ( frá Gdansk ). Bæði skip skemmdust lítilsháttar en Blue Carmel fór að bryggju í Brunsbuettel til frekari athugunar á skemmdum en hét svo ágram ferð sinni í gærkveldi

Blue Carmel var byggt hjá Israel SY. Haifa í Israel Flaggið Antigua and Barbuda, Það mældist: 3845.0 ts, 4798.0 dwt. Loa: 89.96 m brd: 15.40.m

OOCL Neva er byggt hjá Sietas, Neuenfelde Þýskalandi fyrir þarlenda aðila Skipið mældist: 9981.0 ts 11386.0 dwt. Loa: 134.40. m  brd: 22.80. m Flaggið er Luxembourg


              ©
Derek Sands


                ©
Derek Sands
Lokað fyrir álit

02.11.2011 18:29

Freyfaxi

Hér er eitt skip sem smíðað var fyrir íslenska kaupskipaflotann sáluga. Freyfaxi var hann skírður að endingu eftir að hafa haft nafnið Faxi á smíðatímanum. Hann var smíðaður hjá ( sömu aðilum og Mælifell) Aukra Bruk,  Aukra  í Noregi 1966 fyrir Sementverksmiðju Ríkisins á Akranesi. Skipið mældist: 971.0 ts 1397.0 dwt  Loa: 65.00 m brd: 12.10 m. Sementsverksmiðjan selur Nes h/f skipið 1983 og þeir skíra skipið Hauk. Skipið er svo selt til Noregs ?? 1999 og fær það nafnið Haukuren. 2000 nafnið Aukuren  2005 er skipið selt til Póllands og fær nafnið  Strilen svo 2006 gamla nafnið sitt Freyfaxi. Nafn sem það ber í dag undir Panamafána

Hér sem Haukur


   © Yvon Perchoc


Úr safni Óskats Franz

Hér hefur Haukur fengið einn á "snúðinn"

   © Rick Cox
   © Yvon Perchoc
Lokað fyrir álit

01.11.2011 19:49

Kljáf

Íslenski kaupskipaflotinn sálugi státaði af mörgum laglegum skipum að mínu mati, Eitt þeirra var byggt hjá Aukra Bruk, Aukra Noregi sem Mælifell fyrir Skipadeild SÍS 1964. Skipið mældist: 1879.0 ts 2740.0 dwt. Loa: 88.90.0 m brd: 13.70 m. . Skipadeildin selur skipið 1985,  Manchuria Cia Naviera SA San í Lorenzo Honduras og fær það nafnið Langeland.  Það er selt innanlands í Honduras1987 Kaupandi: Silenia International Trade S de RL Skipið heldur nafni. 1989 er það selt   Helga Sg Co Ltd á Möltu og fær nafnið:Scantrader. Skipið sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990  áleiðis til Sharpness með sement í "bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn

Hér sem Mælifell


Úr safni Óskars FranzÚr safni Óskars FranZ


          
© Graham Moore.

Hér sem Langeland


                   ©
Yvon Perchoc

Hér sem Scantrader


               ©
Henk Kouwenhoven
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 251
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 3877236
Samtals gestir: 532202
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 16:58:55
clockhere