Færslur: 2011 Desember
07.12.2011 16:30
WW2 á N-Atlantshafi 1941 I

Reykjaborg

Togarinn Reykjaborg lagði af stað þ 8 mars 1941 áleiðis til Fleetwood með fullfermi af fiski Síðan fréttist ekkert af skipinu fyrr 17 mars er togarinn Vörður kom með sundurskotinn fleka af Reykjaborg sem skipið fann 170 sml frá St Kilda á Hebrideseyjum þ 13 mars
Skipstjórinn Ásmundur Sigurðsson

Virtist mönnum við fyrstu sýn að einhverjir menn hefðu verið um einhverntíma á flekanum.Og gaf það mönnum von í brjósti um að einhverir menn hefðu komist af. Það var svo19 mars að bresku flotastjórninni hér fékk skeyti þar sem greit var frá að korvettan HMS Pimpernel K 71 hefði bjargað tveim særðum mönnum lifandi úr áhöfn Reykjaborgar af fleka en einn hefði látist á flekanum af sárum sínum og kulda En svona segir uboat.net frá atburðinum:"
Systurskip HMS Pimpernel

"At 20.52 hours on 10 Mar, 1941, U-552 hit the Reykjaborg (Master Guðmundur Jóhannesson) with a dud and then fired 103 rounds from the deck gun and 592 rounds from the 2cm AA gun at the vessel between 23.14 and 23.47 hours. The trawler sank about 459 miles southeast of Iceland. One of the three survivors that managed to reach a raft died but on 14 March the others were picked up by HMS Pimpernel (K 71) (Lt F.H. Thornton, RNR) escorting the convoy OB-296 and later landed at Greenock. She was probably the largest Icelandic-owned trawler at the time"
Erich Topp ( 1914-2005) Foringi á U 552
Þarna er einhver misskilningur með nafn skipstjóra Reykjaborgar en hann hét Ásmundur Sigurðsson og var hann bróðir hins ástsæla skólastjóra Stýrimannaskólans. Jónasar Siurðssonar. Hin skipin sem ég nefndi fyrst voru Fróða og Pétursey. Ég fjalla um þau seinna
06.12.2011 22:32
Erna III
Erna III

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Erna III sem var kæliskp var byggð hjá Helsinör Værft, Helsingör í Danmörk 1930 sem Erna fyrir J.Lauritzen í Esbjerg.Það mældist 1590.0 ts 2580 dwt Loa: 77.30.m brd: 11.90. m Breska stjórnin tók skipið í sína þjónustu 1940 og setti III fyrir aftan nafnið. Endalokin voru sem fyrr sagði. En snúum okkur að loftskeytamanninum Þórarni. Þann 28 nóv birtist í Mogganum eftirfarandi grein: "
Ungur Reykvíkingur, Þórarinn Ásgeirsson, sonur Ásgeirs Ásmundssonar, sem er þektur Reykvíkingur (og bróðir Ásmundar skákmeistara) hefir lent í hinum mestu æfintýrum frá því ófriðurinn hófst, en þá var hann staddur sem skipverji á dönsku skipi við Suður-Ameríkustrendur. Þórarinn strauk af skipi sínu ásamt dönskum pilti. Hefir hann skýrt blaðinu "Frit Danmark", sem gefið er út í London frá æfintýrum sínum og félaga síns.
Þórarinn Ágústsson
© ókunnur
Frásögn hans er á þessa leið: Þann 12. mars 1940 fór danskt vélskip frá Danmörku áleiðis til Suður-Ameríku, en þann 9. apríl fékk skipstjóri skipun frá eigendum skipsins í Kaupmannahöfn um að leita til hafnar í hlutlausu landi, og þrem dögum síðar kom skipíð til hafnar í Victoria í Brasilíu. Brasiliönsk yfirvöld settu vörð um skipið og skipshöfnin fékk mjög takmarkað frelsi til að vera í landi. Eftir vikutíma tilkynnti skipstjórinn skipverjum, að hann hefði fengið skipun að heiman um að halda eftir 85% af launum skipverja og senda heim til lífsviðurværis aðstandendum þeirra. Þessi tilkynning vakti mikla óánægju meðal skipshafnarinnar og ekki minnst hjá hinum yngri sjómönnum, sem ekki höfðu neinar fjárhagslegar skyldur heima.
Skipshöfnin á Ernu á góðri stund
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þórarinn skýrði nú skipstjóranum frá því, að hann ætti enga fjölskyldu eða ættinga í Danmörku, og gæti þessi ákvörðun því ekki náð til hans. En öll mótmæli hans urðu árangurslaus. Hann fékk ekki annað kaup í 7 mánuði en 5 krónur á viku,eins og þeir félagar hans.Þ. 1. desember í fyrra kom tilkynning frá Höfn um að framvegis ætti ekki að halda eftir nema 25% af kaupi skipverja. En í apríl var þessu breytt að nýju og þá skyldi halda eftir 85%. Það var daglegt umræðuefni rneðal skipshafnarinnar, hvort ekki væri ráðlegast að reyna að strjúka og hvaða ráð væri helst til þess.
Foringinn á U-562 Horst Hamm ( 1916-1943)
© Uboat.net
Þeir, sem áttu fyrir fjölskyldum að sjá í Danmörku, óttuðust að Þjóðverjar hefndu sín á ættfólki þeirra, ef þeir strykju. Þeir vildu sitja kyrrir í skipinu, og sjá hverju fram yndi. En þeir, sem einhleypir voru gerðust órólegri með hverjum mánuði sem leið. Þ. 20. maí í vor s.l. kom enskt flutningaskip inn í höfnina til að sækja járnmálm. Nú skipverjar að hugsa sér til hreyfings. En þó urðu það ekki nema þessir tveir, Þórarinn og Erik Meldola, sem áræddu að reyna að strjúka. Þeir reyndu fyrst að komast út í enska skipið úr landi. En það reyndist ómögulegt. Aðfaranótt 27. maí reyndu þeir sjóleiðina, fóru í kænu meðan dimmt var, milli skipanna í höfninni.
N-Atlantshafið hefur aldrei verið neitt lamb að leika sér við
© ókunnur
En er þeir komu að hliðinni á enska skipinu, reyndist það ekki viðlit að komast upp í það. Í land þýddi ekki að reyna að fara, því þá myndu næturverðir hafa séð til þeirra. Þeir urðu að fara í kænunn i til baka til síns skips, og komust það óséðir. Næstu nótt gerðu aðra tilraun,komust á kænunni að enska skipinu, náðu í kaðalsenda sem hékk út af borðstokknum handfetuðu sig upp eftir kaðlinum og rendu sér niður í kolarúm skipsins. Þar lágu þeir í 3 sólarhringa. Þá lagði skipið úr höfn. Er komið var út á rúmsjó gáfu þeir sig fram. Er þeir skriðu upp á þilfar, mættu þeir bryta skipsins Hann leiddi þá fyrir skipstjóra. Skipstjóri tók þeim vel.
© ókunnur
Þeir fengu vinnu kaup og góða aðbúð í skipinu Með því fóru þeir til North Sidney í Canada.Er þangað kom, voru þeir settir í varðhald , samkv. gildandi lögum þar . Pappírar vitaskuld ekki í lagi. Voru þeir geymdir i klefum fyrir fyllirafta. Þar varð þeim ekki svefnsamt En næsta dag fengu þeir pláss á grísku skipi og með því komust þeir til Bretlands. Þar réðist Þórarinn sem var lærður loftskeitamaður á danska skipið Erna III en endalok þess eru hér að framan.
Kafbátur sömu tegundar og U562
© Uboat.net
Af þessu má eiginlega ráða að þegar greinin birtist í Mogganum hafi þórarinn verið látinn
Endalok U-562 urðu þau að honum var sökkt í Miðjarðarhafinu 19 Feb, 1943 NA af Bengazi, í position: 32°57´N, 020°.54´A, með djúpsprengum frá HMS Isis og HMS Hursley og breskri Wellington flugvél (Sqdn 38/S). 49 kafbátamenn fórust
Þessi hefur sloppið allavega í bili
© ókunnur
Mér er sama hvað mönnum finnst en mér sem gölmlum sjómanni finnst örlög kafbátamanna sem voru á bátum sökkt var með djúpsprengumama hvers þjóðar þeir eru voru ömurleg. Það má segja að þeir hafi verið eins og rottur í búrum. Engin undankomuleið. Og við megum heldur ekki gleyma að þeir voru að þjóna sínu föðurlandi hvert sem það nú var
HMS Isis
© Uboat.net
06.12.2011 18:40
V Kerkis

© Gerolf Drebes

© Gerolf Drebes

© Gerolf Drebes
06.12.2011 14:39
Ægir I
Hér með fyrsta "lókkið"

Úr myndasafni Haraldar Þ Gunnarssonar
Hér nr tvo

Og hérna þriðja

01.12.2011 00:23
Eldborg í WW 2
Eldborg á síldveiðum í WW2

Úr mínu myndasafni
Þann 9 vóv 1940 lendir skipið í árekstri Svona segir "Mogginn" frá þ.12 nóv 1940

"LÍNUVEIÐARINN ELDBORG frá
Borgarnesi laskaðist mjög mikið aðfaranótt sunnudags, er skipið rakst á
pólska flutningarskipið "Pug", sem var ljóslaust um 30 mílur suður af
Vestmannaeyjum. Eldborg skemdist svo mikið að ekki var viðlit að skipið
héldi áfram aðstoðarlaust, en hið pólska skip sigldi burt út í myrkrið
og skifti sér ekkert af Eldborg. Varðskipið Ægir var fengið til að fara
Eldborg til aðstoðar og kom með hana til Vestmannaeyja í gær. Þar fer
fram bráðabirgðaviðgerð á Eldborg, svo að hún geti haldi áfram ferð
sinni til Englands, en þangað var ferðinni heitið er áreksturinn varð.
Áreksturinn varð kl. 03.30 aðfaranótt sunnudags. Sigldi Eldborg með
fullum siglingarljósum og voru tveir menn í brúargluggunum á "Udkig".
Hér er skipið í Vestmannaeyjum eftir áreksturinn 1940 Ólafur skipstjóri lengst til vinstri
Úr myndasafni Tryggva Sig
Alt
í einu sáu skipverjar á Eldborg rautt siglingarljós á stjórnborða. Vél
Eldborgar var stöðvuð undir eins og tveir menn gengu á stýrið til að
reyna að snúa skipinu af leið, en það var of seint, áreksturinn var
óumflýjanlegur. Skipverjar á Eldborg halda að skipverjar á pólska
skipinu hafi ekki kveikt siglingarljós sín fyrr en er Eldborg var rétt
komin að þeim. Áreksturinn var svo mikill, að vélstjóri, sem var í
véiarrúmi á Éldborg, féll á gólfið, og skipverjar, sem voru í rúmum
sínum, ruku upp með andfælum. Stefni Eldborgar beygðist inn og plötur
rifnuðu beggja megin. Ekki komst sjór í lestina, og má telja að það hafi
orðið skipverjum til lífs.
Hér í stríðsbúningi
Úr mínu myndasafni
Bátsuglurnar, sem bjórgunarbáturinn var í, beygðust og björgunarbáturinn festist á bátadekkinu, svo ekki var hægt að hreyfa hann. Skipverjar tóku til óspiltra málanna að þétta skipið að framan. Skeyti var sent til Loftskeytastöðvarinnar, og fékk framkvæmdastjóri skipsins hér, Friðrik Þorvaldsson, skeyti um atburðinn snemma á sunnudagsmorgun. Fékk hann varðskipið Ægi til að fara Eldborg til hjálpar. Ægir var kominn til Eldborgar um 8 leytið á sunnudagskvöld og fór með hana til Vestmannaeyja. Þar voru haldin sjópróf í málinu í gær, en ekki komust þau nema skamt. Verður þeim haldið áfram í dag. Pólska skipið "Pug" kom einnig til Vestmannaeyja í gær. Var það talsvert laskað á annari síðunni. Var í ráði að halda sjópróf yíir skipverjum á því í Vestmannaeyjum, en það létti akkerum á þess að láta vita um ferðir sínar og mun hafa haldið til Reykjavíkur".
Svo var það 18 oktober 1942 að þýsk flugvél gerir árás á skipið Svona segir "Mogginn" frá því 20 okt 1942
Þýsk Focke Wulf sprengjuflugvél gerði ítrekaðar tilraunir til að granda línuveiðaranum Eldborg, sem var á siglingu fyrir norðaustur ströndinni á sunnudaginn var. Flugvélin gerði 15-16 atlögur að skipinu, en skipstjóra tókst að stjórna skipimt þannig, að flugvélin komst aldrei í færi til að varpa á það sprengjum. I síðustu atlögunni var skotið af vélbyssum flugvélarinnar á Eldborg, en þær hittu ekkí skipið. Varð ekkert tjón á mönnum né skipi. Morgunblaðið átti tal,við skipstjórann á Eldborg, Ólaf Magnússon í gær og sagðist honum frá á þessa leið, um atburðinn :" Þetta var gríðarstór fjögra hreyfla flugvél og flaug hún stundum svo nærri skipinu, að hún var aðeins nokkra metra frá því.
Hér í Vestmannaeyjum stríðsbúin
Úr myndasafni Haraldar Þ Gunnarssonar
Við sáum greinilega, þegar flugmennirnir
opnuðu hlerana á sprengjugeymslunni, en þeim tókst aldrei að komast svo í
færi við okkur, að þeir létu verða úr að varpa sprengjunum Við sigldum
skipinu í krákustiga, þannig, að við sluppum jafnan undan flugvélinni,
er hún ætlaði að fljúga yfir skipið. Stóð alltaf svo á, að flugvélin
flaug ýmist fyrir aftan eða framan skipið. Fimmtán eða sextán sinnum
gerði flugvélin atlögu að okkur og í síðasta skifti skutu
flugmennirnir, af vélbyssum, sem voru framan í flugvélinni en hittu
ekki.
Hér er "Boggan" veðurbarin
Úr mínu myndasafni
Eftir hverja atlögu flaug vélin í stóran
hring áður en hún gerði þá næstu.Stóð þetta yfir í um 50 minútur.
Tíðindamaður blaðsins spurði Ölaf skipstjóra, hvort ekki væri byssur um
borð í Eldborg og játti hann því. "En við vildum ekki byrja stríðið við
flugvélina og ætluðum ekki að skjóta fyrr en hún hefði varpað að okkur sprengju " sagði Ólafur.. Svo mörg voru orð "Moggans" Þess ber að geta að geta að dekk farmur skipsins var flugvélabensín í tunnum..
Hér stendur kall faðir minn fyrir aftan Jónas Þórólfsson sem spilar á nikku
Úr mínu myndasafni
Skipið var búið tveimur hríðskotabyssum (á brúarvængum) þegar þetta gerðist og voru tveir breskir hermenn með til að annast þær. En skipið mun hafa verið á vegum hersins þegar þetta gerðist en Ólafur mun hafa harðbannað þeim að koma nálægt byssunum meðan á þessu stóð
Hér er sögusviðið "Dauðaslóðin"

Úr bókinni Halló Eldborg
Hér er nú hinn nú aldni skipstjóri Gunnar Ólafsson sonur Ólafs sem tók skipið 1947 ? eftir pabba sinn við líkan af því
Úr safni Silla Ara
- 1
- 2