Færslur: 2012 Janúar

08.01.2012 12:05

Rena

Sem kunnugt er strandaði  "gámaskipið"  Rena á Astrolabe Reef við Nýja Sjáland þ 5 okt 2010  Nú hefur skipið rifnað í tvennt. Þetta er að verða eitt mesta umhverfisslys sögunnar Skipið var byggt hjá Howaldtswerke-DW, Kiel.  Þýskalandi sem ZIM AMERICA 1990 fyrir aðila í Ísrael. Það mældist: 37209.0 ts  47230.0 dwt Loa: 224.50 m  brd: 32.20 m, 2007 fær skipið nafnið  ANDAMAN SEA og  2010 RENA.  Flaggið er Libería

Hér stuttu eftir strandið 2017 gámar voru um borð



Hér í morgun



          Myndir frá Maritime New Zealand


          Myndir frá Maritime New Zealand


Hér er það á "gullaldarárunum"



           ©  Hannes van Rijn



           ©  Hannes van Rijn
Lokað fyrir álit

06.01.2012 21:51

Hav Nes

Þessi snotri færeyiski "coaster" Hav Nes var hér í Vestmannaeyjum nokkrum sinnum í fyrra. Ég hef sagt frá honum hér á síðunni. Hann er systurskip Hauks sem er í eigu Nes h/f

Hér er Hav Nes við Maasvlakte á útleið frá Roterdam


          ©  Hannes van Rijn


          ©  Hannes van Rijn



          ©  Hannes van Rijn



          © Hans Esveldt



          © Hans Esveldt

Lokað fyrir álit

05.01.2012 23:38

Þrír gamlir

Þessi þrjú skip komu öll við sögu hér á landi Tvö flögguðu íslenska fánanum og einn færeyiskum, en var hér í tímaleigu hjá Skipadeild SÍS Sagt hefur verið frá öllum skipunum hérna á síðunni

Þessi hét hér á landi Laxfoss ex Vatnajökull ex Hvítanes



                      Rick Cox Collection,Copyright:unknown

Þessi Selnes


                    Úr Zambras collection

Þessi hét fyrst  Karolina síðan Sagaland. Og ef ég er ekki að bulla þess meira var Guðmundur Arason skipstjóri á því um  tíma sem og á Selnesinu


                       Rick Cox Collection,Copyright:unknown



                              Rick Cox Collection,Copyright:unknown
Save
Lokað fyrir álit

05.01.2012 11:43

Árekstur

Tvö skip lentu í árekstri á þriðjudaginn utan við Brunsbuttel. Futningaskipið Kaie sem var á leið frá Antwerpen til Frederiksværk ætlaði að leggjast við akker. En þungur straumur "kastaði" skipinu á annað skip Alteland sem lá þarna við akker. Kom gat fyrir ofan sjólínu á síðastnefnda skipsins Einnig flæktist akkerskeðja þess einhvernveginn í skúfu Kaie. Varð að logskera keðjuna frá. Alteland er nú í dock í Kiel þar sem gert vetður við gatið og það fær nýtt akker. En kafarar eru en að fría Kaie frá keðjunni. Enginn maður slasaðist við atburðinn,

Kaie


                    © Arne Luetkenhorst


Kaie var byggt sem Skagern hjá Bijlsma í Wartena Hollandi (skrokkur) Ferus Smit, Westerbroek fullgert 1990  Flaggið var Netherslands Antilles Það mældist: 2511.0 ts  4161.0 dwt Loa: 88.30. m brd: 13.20. m  1993 er skipið skírt Cady 1997 Eversmeer og fær Maltaflagg. Og 2005 nafnið Kaie og sett undir fána Eistlands

Kaie


                      ©  Hannes van Rijn




Alteland



                                     © Arne Luetkenhorst

Alteland var byggt sem ro ro skip hjá Dormac Marine Engineering Durban S- Afríku Fullbyggt hjá Cassens, Emden Þýskalandi 1990 sem  Alteland Flaggið þýskt. Skipið mældist: 1599.00 ts  4300.00 dwt. Loa: 114.00 m  brd: 17.20. m  1990 fæt skipið nafnið Ortviken 1996  Alteland.  2008 Lehmann Paper Síðan 2010 hefur skipip borið sitt gamla nafn  Alteland og fáninn er Antigua and Barbuda

Hér sem Ortviken


Lokað fyrir álit

04.01.2012 16:23

Frekar um fálkaorðuna

Því miður kom ég síðustu færslu ekki almennilega frá mér. Það mætti ráða af skrifunum að ekki hefðu aðrir sjómenn en Friðrik og Grímur fengið umrædda orðu. En það er náttúrlega algerlega rangt. Margir sjómenn hafa fengið hana Upp í hugann í fljótu bragði koma nöfn eins og Binni í Gröf. Helgi Hallvarðs og og fl og fl Eins og líka kom fram í færslunni á undan Gunnar Marel. Sem vissulega var sjómaður í upphafi starfsferils síns. Ég var bara með síðasta áratuginn í huga,og þar eru sjómenn lítið með í þessum hóp.Ég biðs afsökunnar á þessari ónákvæmni.
Lokað fyrir álit

01.01.2012 16:06

Til hamingu Friðrik

Loksins kom að því að sjómaður fékk þessa orðu Ekki er ég að gera lítið úr Grími Karlssyni sem fékk orðuna 2009 fyrir smíði báta og skipalíkana  En Friðrik Ásmundsson fv skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans fékk núna riddarakross hinnar Íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna. Þessu ber að fagna með honum.

Friðrik var t.d með Öðling fyrir Fiskiðjuna. Líkan af bátnum nær okkur á myndinni Vitanlega eftir Tryggva Sig

 

Friðrik er fæddur 26 - 11 - 1934. Sonur Elínar Pálsóttir og Ásmundar Friðrikssonar sem var kunnur skipstjóri og aflamaður hér í Eyjum . Ásmundur var m.a fyrsti skipstjóri á Helga VE 333 Og hann kom t.d með fyrri nýsköpunartogara Vestmannaeyinga til Eyja 1947. Friðrík fetaði í fótspur föður síns og lauk farmannaprófi 1957. Varð fljótlega þekktur skipstjóri í Vestmannaeyjum Hann var þar 17 ár skipstjori. 14 ár með báta fyrir Fiskiðjuna h/f Svo með eigin bát   ( með öðrum ) Sigurð Gísla.

Hér er snillingurinn Tryggvi Sig með líkan af Dala Rafn en Friðrik var með bátinn sem þá hét Mars


 

Hann hlaut viðurkenningu árið 1974 fyrir björgun tvegggja áhafna af skipum sem fórust í sept 1964 og mars 1973.1975 tekur hann svo við skólastjórn Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og stjórnar honum til 1999 , Friðrik ritstýrði Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja með miklum skörungskap u,m hríð. Hann hefur látið málefni sjómanna sig miklu varða Og hefur skrifað margar greinar um þau. Ég óska Friðrik innilega til hamingu maðu þennan heiður Kært kvödd

Lokað fyrir álit

01.01.2012 02:49

Magur er margs vísir

Það sannaðist á þessum litla bát "að magur er margs vísir"  Þetta var fyrsta vélknúða farþega og flutningaskip sem smíðað var fyrir íslendinga.Og fyrsta kaupskipið sem stjórnað var af íslendingum sjálfum.  Skipstjórinn var Sigurður P Jónsson frá Skúmstöðum á Eyrarbakka, 

Flóabáturinn Ingólfur







Og fyrsti stýrimaður var Sigurður Pétursson frá Hrólfsskála, sem seinna skrifaði nafn sitt með stóru letri í siglingasögu landsins sem skipstjóri á Gullfossi I

Það var oft  þröngt á þingi í Reykjavíkurhöfn á fyrsta tug eða svo á síðustu öld . Ingólfur í forgrunni hér vinstra megin á myndinni. En hún er úr safni Torfa Hataldssonar og kann ég honum kærar þakkir fyrir lánið á henn



Þetta litla skip varð upphafið að gæfuríkri stétt sjómanna sem kallaðist:"Íslenskir farmenn" sem nú er eiginlega blætt út. .En aftur að skipinu það var byggt hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908 fyrir Gufuskipafélag Faxaflóa í Reykjavík.Það mældist 127 ts Litlar sem engar aðrar upplýsingar hef ég um skipið.  Einhverjar bilanir virtust hrjá skipið og var það selt úr landi 1918

Sigurður Pétur Jónsson ( 1844- 1951 ) Fyrsti íslenski skipstjórinn til að taka við kaupskipi sem sérstaklega var smíðað fyrir þá




Hugsið ykkur það voru tvö farrými í skipinu. Fyrsta farrými sem tók 45 manns og annað 70. Í júlí 1908 var auglýst skemmtiferð til Vestmannaeyja. Fargjaldið var fimm krónur   En ferðin vað ekki löng því skipið bilaði við Garðskaga Og var dregið til Keflavíkur.Ekki kann ég siglingarsöguna það vel að ég viti hvort það séu kaupskip byggð sérstaklega fyrir íslendinga þar til "bræðurnir" Gullfoss og Goðafoss komu 1915.

Hér eru þeir bræður saman í Reykavík 13 okt 1916


Mynd úr safni Hlöðvers Kristjánssonar


Hér eitt af síðustu kaupskipum sem byggð hafa verið fyrir "íslenska aðila" Pólfoss
Byggður hjá Khersonskiy SZ Khersonskiy Úkraníu 2008 (skrokkurinn ) en síðan fullbyggður  hjá  Myklebust, Gursken í Noregi 2008  fyrir Pol Line (dótturfyrirtæki Eimskip ??) Það mældist 3538.0 ts 2500.0 dwt Loa: 81.00 m brd: 16.0 m Fáninn að sjálfsögðu: Antigua and Barbuda

Pólfoss


Mynd úr Zambras collection

Hólmfoss var  byggður 2007 átt það sama á við hann og Pólfoss


Mynd úr Zambras collection

Hólmfoss



Mynd úr Zambras collection

Svartfoss var byggður hjá Gdynia DY Gdynia Póllandi 2005 annað er eins og hin skipin

Svartfoss



Mynd úr Zambras collection


Nú skulum við bara vona að það komist til valda í þessu landi menn sem sjá sóma sinn í að skip í íslensri eigu verði með okkar fallega fána í skut en ekki sem gestafána hér. Annað er eiginlega landráð

Þennan fána vil ég fá í skut skipa í eigu íslendinga ekki i frammastur sem gestafána




Lokað fyrir álit

01.01.2012 01:13

Gleðilegt 2012

Ég óska lesendum síðunar Gleðilegs nýárs. Og ég þakka innlitin á síðasta ári



  Sea dog
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere