Færslur: 2012 Maí

25.05.2012 11:47

Hanseduo

Hanseduo hét hann þessi í þjónustu Eimskipafélagsins


                                                                                             © Jói Listó

Skipið var byggt hjá Sietas í  Neuenfelde, Þýskalandi 1984  sem CARAVELLE  Fáninn var þýskur. Það mældist: 3999.0 ts, 8350.0 dwt.  Loa: 117.50. m, brd: 20.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:  1984 KAHIRA - 1986 HOLCAN ELBE - 1986 CARAVELLE - 1988 EMCOL CARRIER - 1989 JOANNA BORCHARD - 1995 KENT EXPLORER - 1996 SEA MARINER - 1998 HANSEDUO - 2004 ARMADA HOLLAND - 2004 HANSEDUO -2005 MCC CONFIDENCE. 2009 Hanseduo   Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda

Hanseduo


                                                                                          © Tryggvi Sigurðsso

Hér sem MCC CONFIDENCE


                                                                                  © Andreas Schlatterer
Lokað fyrir álit

24.05.2012 20:16

Vestmannaeyjahöfn

Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér í dag,þegar hinn kunni listamaður Jóhann Jónsson ávallt kallaður Jói Listó lánaði mér góðan slurk af myndum.Þær munu birtast hér á næstunni .Við skulum bara byrja á myndum frá höfninni hér

Þarna sjást nokkur skip sem horfin eru af sjónarsviðinu






Löndun  til útflutnings



Lagarfoss ??? á innleið




Einn kemur...



...þá annar fer



Lokað fyrir álit

23.05.2012 17:56

Aqua Jewe

Aqua Jewe er grísk ferja.Á þriðjudagskvöld lenti hún í vandræðum í höfninni í Kavala, Grikklandi. Þegar hún var að yfirgefa höfnina með 40 farþega innanborðs áleiðist til Limnos,í Eyjahafinu. Eitthvað klikkuðu stjórntækin og rakst skipið á hafnargarðinn síðan á  tvö önnur skip. Ekki ber heimildum saman um annað skipið. Hvort það var Maria I eða Maria 1. Hitt var óflokkað skip ( fiskiskip ? ) að nafni Dimitrios.

Aqua Jewe



                                                                                                 © Gerolf Drebes

Skipið var byggt hjá Nafpigiki Hellas, Perama Grikklandi 2002 sem AQUA JEWEL Fáninn var grískur Það mældist: 3040.0 ts, 461.0 dwt.  Loa: 96.00. m, brd: 16.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami


                                                                                                   © Gerolf Drebes

Svo er að sjá til hvor Marían átt er við

Maria I

                                                                                          © Sinisa Aljinovic

Skipið var byggt hjá Marin Factoria í Marin Spáni 1984 sem LOBEIRA  Fáninn var spænskur Það mældist: 2926.0 ts, 4565.0 dwt.  Loa: 90.00. m, brd: 14.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1991 MAGICA  2005 PRINCESS ABA   2009 MARIA 1   2010 GB AEGEAN Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu.Einhver ruglingur virðist vera þarna á ferðinni hjá "Maritime Bulletin" en IMO nr sem þeir gefa upp sem annað Maríu skipið bendir á þetta skip og fáninn passar líka Moldovia

MARIA 1

                                                                                                   © Sinisa Aljinovic

Maria 1

                                                                                                 © Capt. Ted


Skipið var byggt hjá De Merwede S&M í Hardinxveld Hollandi 1981 sem NAUTICAS MEXICO ( byggt sem æfingaskip fyrir sjómenn) Fáninn var mexikanskur Það mældist: 12095.0 ts, 12796.0 ?? dwt.  Loa: 150.50. m, brd: 21.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 2008 MARIA  2009 MARIA I Nafn sem það ber í dag undir fána N-Kóreu



                                                                                          © Capt. Ted

Mér hefur stundum þótt frétta flutningurinn hjá ofangreindum miðli stundum svolítið furðulegur
Lokað fyrir álit

20.05.2012 17:37

Rosita

Rosita heitir norskt lausfarmaflutningaskip (bulk) Eftir Írönskum fréttastofum kom íranski sjóherinn í veg fyrir að sjóræningar næðu skipinu á sitt vald. Þjár íranskar frétta stofur IRNA, FARS, og Press TV News agency Iran sögðu frá hvernig  írönsku sjóliðarnir hröktu sómalísku sjóræningana frá því að hertaka skipið. Þetta átti að hafa skeð í Omanflóanum  Eitthvað finnst mönnum hjá "Maritime Bulletin" bogið við þessar fréttir íranana. Atburðurinn átti að hafa skeð í morgun. En eftir MB kom skipið í gær þ19 til Fujairah sem er við Omanflóann Og fór svo þaðan kl 1400 UTC í dag. En "trackið" sem ég fæ á AIS af skipinu kom það ekkert nálægt umræddri höfn. Nú er bara að bíða og sjá hver hefur rétt fyrir sér í þessu máli

Rosita

                                                                                                    © Ian Baker
Skipið var byggt hjá  Tsuneishi Cebu í Balamban Philipseyjum 2004 sem ROSITA  Fáninn var norskur  Það mældist: 30076.0 ts, 52292.0 dwt.  Loa: 190.00. m, brd: 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og flaggið er það sama






Lokað fyrir álit

20.05.2012 13:45

Margrete Læsø

Það er eitthvað óstuð á ferjum í Baltic sea og nágrenni nú um stundir. Um kl 20 LMT á lagardagskvöld þegar "Læsøfærgen" Margrete Læsø var að fara út úr höfninni í Frederikshavn  biluðu stjórntæki hennar. Skipstjórinn gat ekki stjórnað hraða skipsins. Þ.e.a.s gat hvorki minnkað hann eða aukið.

                                                                                             © Peter Langsdale

Hann valdi þá að sigla á bryggu sem ekki tilheyrði ferjulæginu..En á allmikilli ferð. Við þetta köstuðust bæði farþegar og bílar til. Ein kona braut rifbein og var lögð inn á sjúkrahús en margir fengu slæma byltu og skrámur. 5 eða 6 bílar á bíladekki skemmdust. þegar þeir köstuðust til. Um 150 farþegar voru um borð þegar óhappið varð.


                                                                                             © Peter Langsdale


Skemmdir urðu á "peru" skipsins. En eftir frumrannsókn og viðgerð á stjórntækjum var skipinu leyft að klára þá ferð sem það var lagt af stað í. Það sigldi svo rakleitt aftur til Frederikshavn, þar sem kafarar könnuðu skemmdir nánar. M.a. þurfti að sjóða í rifur á peru .Skipið hóf svo venjulegar siglingar aftur um 1300 LMT í dag



                                                                                                © Peter Langsdale

Skipið var byggt hjá Nordsöværftet í Ringkobing Danmörk 1997 sem : LÆSÖFÆRGEN  Fáninn var danskur Það mældist: 3668.0 ts, 480.0 dwt.  Loa: 69.00. m, brd: 16.30. m Skipið hefur gengið undir tveimur nöfnum en 1997 fékk skipið strax nafnið 97 MARGRETE LÆSÖE Nafn sem það ber í dag undir sama fána

Lokað fyrir álit

20.05.2012 12:44

Mecklenburg-Vorpommern

Bíla og farþegaferjan Mecklenburg-Vorpommern varð  fyrir vélabilunní gær í höfninni í Rostock Þýskalandi. Þetta skeði er skipið vað að fara út úr höfninni  Og endaði með að  það rakst á hafnarmannvirki. Ekki  er getið skemmda. En skipið var svo dregið aftur í "lægi" sitt og affermt bílum og far.þegum. Og tilvonandi ferð aflýst

Mecklenburg-Vorpommern

                                                                                © Andreas Spörri
    
Skipið var byggt hjá Schichau Seebeck í Bremerhaven 1996 sem Mecklenburg-Vorpommern  Fáninn var þýskur  Það mældist: 36185.0 ts, 7800.0 dwt.  Loa: 199.00. m, brd: 28.90. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina  nafni og fáninn er sá sami

Mecklenburg-Vorpommern



                                                                                © Wolfgang Kramer (friendship)
Lokað fyrir álit

19.05.2012 21:52

Mikill vinur sjómannsins fallinn frá

Það er óhjákvæmilegt annað en að internetsíða sem fjallar um skip eða sjómennsku  hverrar tegundar hún er, minnist hins hugvitsama vélstjóra, teiknara og uppfindingamaður Sigmund Jóhannsonar Ég þekkti ekki mannina. Þessvegna ætla ég að fá þetta "lánað" frá   http://www.eyjafrettir.is

Andlát - Sigmund Jóhannsson Baldvinse
n

Andlát - Sigmund Jóhannsson Baldvinsen Sigmund ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Ólafsdóttur.
Uppfinningamaðurinn og teiknarinn Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, 81 árs að aldri eftir erfið veikindi.  Sigmund var þekktastur fyrir uppfinningar sínar en hann hafði mikinn áhuga á öryggismálum sjómanna og hannaði m.a. sjálfvirkann sleppibúnað fyrir björgunarbáta sem hefur bjargað mörgum mannslífum.  Þá teiknaði hann um áratugaskeið skopmyndir fyrir Morgunblaðið, sem fyrir löngu hafa skapað sér fastan sess í huga þjóðarinnar.  Hægt er að skoða myndirnar á www.sigmund.is/

Vikublaðið Fréttir valdi Sigmund Eyjamann ársins árið 2011.  "Sigmund hefur í gegnum árin verið frumkvöðull í öryggismálum sjómanna, auk þess sem hann var samviska þjóðarinnar um áratugaskeið í gegnum skopmyndir í Morgunblaðinu," var sagt við afhendinguna í janúar á þessu ári.
 
Á Heimaslóð.is segir þetta um Sigmund:
Sigmund Jóhannsson Baldvinsen fæddist 22. apríl 1931 í Noregi og kom til Íslands þriggja ára gamall. Faðir Sigmund er íslenskur en móðir hans er norsk. Sigmund er kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Þau eiga tvo syni, Ólaf Ragnar sem býr í Noregi og Hlyn fyrrverandi lögregluþjón í Vestmannaeyjum. Áður átti Sigmund soninn Björn Braga, vélstjóra.
 
Sigmund er menntaður vélstjóri og fann hann meðal annars upp sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbjörgunarbáta.
 
Sigmund er einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu. Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu birtist 25. febrúar 1964 og tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund fastráðinn við Morgunblaðið og hefur skopmyndateiknun verið aðalstarf hans frá þeim tíma. Sigmund hefur einnig myndskreytt bækur og hefur meðal annars unnið í samstarfi við Árna Johnsen.
 
Þann 15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hyggst gera þær aðgengilegar fyrir almenning á Netinu.

Lokað fyrir álit

19.05.2012 20:28

ID Integrity

Lausafarjmskipið ID Integrity varð fyrir vélabilun í gær 170 sml NA af Cairns,  sem er á A strönd Ástralíu-. Í nótt rak skipið vestur í átt að Shark Reef. Umhverfissinnar hafa miklar áhyggur af skipið lendi á því. En talsmaður útgerðar segir að skipið sem er í "ballest" ætti að fljóta yfir það ef þannig skyldi fara. En verið er að tryggja tvo dráttarbáta til að aðstoðar skipinu Og er einn Pacific Responder lagður af stað því til hjálpar







                                                                                                         © Capt Ted

Skipið var byggt hjá Tsuneishi í Numakuma Japan 1996 sem JASMINE Fáninn var Panama Það mældist: 26070.0 ts, 45653.0 dwt.  Loa: 185.70. m, brd: 30.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2003 SHINYO INTEGRITY  2008 ID INTEGRIT Nafn sem það ber í dag undir fána Kína  (Hong Kong)


ID INTEGRIT




                                                                                                         © Capt Ted



                                                                                                         © Capt Ted
ID INTEGRIT á reki


                                                  Mynd frá Áströlskum yfirvöldum


                                                                                           © Roland Hampe
Lokað fyrir álit

19.05.2012 17:46

Ólag

Eitthvað ólag er hjá 123.is eða á tölvunni minni. Allavega get ég ekki sett neinar myndir inn. Ætla að fara í aðra tölvu og athuga hvort það er talvan mín sem er að "klikka"
Lokað fyrir álit

19.05.2012 14:25

Erol Senkaya

Tyrkneska flutningaskipið Erol Senkaya sökk í morgun á svipuðum slóðum og gríska flutningaskipið Parnassos II strandaði um daginn. Eða skammt frá eyjunni Zakynthos á Grikklandi. Af tíu  manna áhöfn Erol Senkaya er fjögurra enn saknað. En Gríski Coastgardinn leitar stíf að þeim.En þeir björguðu þeim sex sem hafa fundist Skipið var hlaðið 2200 tonnum af "olive seeds" í bulk. Talið er að farmurinn hafi "runnið" til í lestum


                                                                                            © Iihan Kermen

Skipið var byggt hjá Kocatepe í Tuzla Tyrklandi 2003 sem  Erol Senkaya  Fáninn var tyrkneskur Það mældist: 1390.0 ts, 2772.0 dwt.  Loa: 74.50. m, brd: 11.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu nafni og fáninn var sá sami

                                                                                            © Will Wejster


                                                                                            © Will Wejster




Lokað fyrir álit

18.05.2012 20:02

SPL PRINCESS ANASTASIA

Í morgun um hádegi LMT var ferjan SPL PRINCESS ANASTASIA rýmd vegna sprenguhótunnar.Skipið lá í höfn í Stockholm. Milli 1 og 200 farþegar voru komnir um borð og áhöfn yfirgáfu skipið. Spenguleitateimi rannsakaði skipið og komst að því að um gabb væri að ræða.Farþegar og áhöfn var svo hleypt  aftur um borð kl 1330 LMT

SPL PRINCESS ANASTASIA


                                                                                              Mynd úr Aftonposten

Skipið var byggt hjá Wartsila í Turku Finnlandi 1986 sem OLYMPIA Fáninn var sænskur Það mældist: 37583.0 ts, 3420.0 dwt.  Loa: 174.90. m, brd: 28.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1993 PRIDE OF BILBAO   2010 BILBAO    2011 SPL PRINCESS ANASTASIA  Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu

Eitthvað er bilað hjá 123.is svo ég hef ekki getað sett inn fleiri myndir



Lokað fyrir álit

18.05.2012 17:41

Stena Spirit

Í gærmorgun 0845 LMT rakst ferjan Stena Spirit á hafnarkrana í Gdynia, Pólandi.Þetta skeði þegar skipið var á úttleið úr höfninni Enginn úr áhöfn eða 120 farþegum kom til skaða en þrír hafnarverkamenn slösuðus illa. Ekki er vitað um orsök en hafnaryfirvöld segja sökina skipsins

                                                                                       © Maritime Bulletin


                                                                                       © Maritime Bulletin

                                                                                       © Maritime Bulletin

                                                                                           ©  Arne Luetkenhorst

Skipið var byggt hjá  Gdanska Lenina í  Gdansk Póllandi 1988 sem  STENA SCANDINAVICA  Fáninn var sænskur Það mældist: 26088.0 ts, 4500.0 dwt.  Loa: 175.40. m, brd: 29.00. m Skipið hefur gengið undir þremur nöfnum Undir byggingu hét það STENA GERMANICA svo 2011 fékk það nafnið  Stena Spirit Nafn sem það ber í dag undir fána Bahamas



                                                                                            ©  Arne Luetkenhorst

                                                                                              ©  Arne LuetkenhorstÍ


Lokað fyrir álit

18.05.2012 15:18

Crystal Serenity,

Crystal Serenity, fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur tl landsins á þessu sumri kom hér við í Eyjum ó morgun. Þetta er eins og meðal stórt kauptún því um borð eru um rúmlega 1600 manns.. Þar af 635 manns í áhöfn. Og öll þjónusta ábyggilega meiri við farþega heldur en er við íbúa í álíka stóru íslensku kauptúni hvað fólksfjölda varðar

Crystal Serenity og Herjólfur


                                                                                              © Óskar Óla

Skipið var byggt hjá  Atlantique (Alsthom) í St Nazaire Frakklandi 2003 sem CRYSTAL SERENITY Fáninn var Bahamas Það mældist: 68870.0 ts, 10810.0 dwt.  Loa: 250.00. m, brd: 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fánin er sá sami

Crystal Serenity

                                                                                              © Oli Ragg

Það var nú svo að vissi ég ekkert um komu þessa skips hér til eyjunnar í morgun. Enda sokkarnir mínir ævinlega níðþröngir fram yfir hádegi. En þarna kom gamall vinur og skólabróðir Óskar Ólafsson "letinganum" til hjálpar. Lét hann vita og meir sendi mér mynd sem ég þakka honum kærlega fyrir. Ég hundskaðist svo sjálfur í sokkana og út á hraun og tók svo meðfylgandi myndir



                                                                                              © Oli Ragg



                                                                                              © Oli Ragg
Svo eru hér tvær myndir erlendum vini mínum   


                                                                                                   © Will Wejster


                                                                                                   © Will Wejster


Lokað fyrir álit

16.05.2012 18:14

Parnassos II

Það er hálfgerð "gúrkutíð" hjá síðunni. Lítið að ske svo nota verður hvert tækifæri sem gefst hvað varðar kaupskip úr þeim gögnum sem maður aðgang að. Þetta skip Parnassos strandaði í gærmorgun við Saint Nicolas, á  eyjunni Zakynthos Grikklandi. Þegar vél skipsins drap á sér þegar það var á leið út úr höfninni þar. Það  náðist út fljótlega og var svo dregið inn í Bay of Itea. Þar sem það liggur meðan gert er við vélar þess

Parnassos II

                                                                                                       © Henk Guddee

Skipið var byggt hjá Sedef Gemi Endustrisi í Tyrklandi 1992 sem MINDAUGAS Fáninn var Litháen Það mældist: 3972.0 ts, 4168.0 dwt.  Loa: 97.80. m, brd: 17.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:  2007 MARIA   2010 PARNASSOS II  Nafn sem það ber í dag undir grískum fána

Parnassos II


                                                                                                       © Henk Guddee



                                                                                                       © Henk Guddee
Ég set hérna inn að gamni kort sem sýnir standstaðinn  no 1 og  hvert skipið var dregið nr 2


Lokað fyrir álit

14.05.2012 21:48

St John´s

Ég hef orðið var við að margir hafa ruglað saman St John´s sem er heimahöfn t.d skipa Eimskipafélagsins og St. John´s á Newfoundland. Fyrri borgin er höfuðstaðurinn á eyjunni Antigua í Caribbean Sea.

St John´s á Antigúa







St John´s á Newfoundland







Og þegar það getur litið svona út á fyrri staðnum



getur það litið svona út á þeim seinni  enda töluverður munur í breidd



Margir gamlir togarakallar mun eftir nyrðra St Johns en austflarðartogarinn Vöttur strandaði þar á svokölluðum "Nýfundnalands árum" Og Cape Race sem allir "vesturfarar" kannast við er aðeins sunnar. Ég er ekki að státa mig af neinni landafræðikunnáttu heldu var ég að þælast töluvert í Caribbean Sea og sigldi oft framhjá margnefndri borg, þeirri syðri.En það var ca viku sigling milli þessara staða
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 604
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196814
Samtals gestir: 8552
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 05:30:02
clockhere