Færslur: 2012 Maí
14.05.2012 18:05
Malta Cement
Malta Cement á strandstað
Skipið var byggt hjá Ferus Smit í
Foxhol Hollandi1991 sem Lidan ( á byggingartímanum LIDANES ) Fáninn var sænskur. Það mældist:
2429.0 ts,
3961.0 dwt. Loa: 88.30. m, brd: 13.20. m Skipið hefur gengið undir tveim nöfnum 2009 var því breitt í sementflutningaskip og fékk nafnið Malta Cement .Nafn sem það ber í dag undir fána Bahama. Rekstraraðili skipsins er skráður JEBSEN SKIPSREDERI AS, Noregi.

© Alex Spörri
Þess ber að geta að Þór Kriatjánsson núverandi deildarstjóri hjá Siglingastofnun var um tíma stýrimaður á skipinu sem Lidan

© Derek Sands
13.05.2012 18:03
Sanko Mineral
Skipið var byggt hjá Oshima SB í Oshima, Japan 2008 sem Sanko Mineral Fáninn var Japanskur Það mældist: 30360.0 ts, 50757.0 dwt. Loa:
190.00. m, brd: 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni undir sama fána
12.05.2012 14:40
CATHMA
CATHMA

Skipið var byggt hjá Ferus Smit í Westerbroek Hollandi 2007 sem GOUVERNEUR Fáninn var Curacao Það mældist: 3990.0 ts, 6090.0 dwt. Loa: 110.80. m, brd: 14.00. m Skipið fékk strax 2007 nafnið CATHMA Nafn sem það ber í dag undir sama fána
CATHMA

© Marcel & Ruud Coster

© Marcel Coster

© Marcel Coster
11.05.2012 19:09
Laxfoss
Laxfoss

Skipið var byggt hjá Bijlsma í Wartena Hollandi sem FUTURA 1995 Fáninn var hollenskur Það mældist: 1682.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 81.70. m, brd: 11.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1996 SEA MAAS 1999 FUTURA 2003 STROOMBANK 2005 LAXFOSS Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda
Laxfoss

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
10.05.2012 19:34
West Stream og Brúarfoss
West Stream

Skipið var byggt hjá Bolsones í Molde Noregi 1979 sem Golfstraum Fáninn var norskur Það mældist: 1199.0 ts, 2450.0 dwt. Loa: 80.20. m, brd: 13.00. m Skipið hefur gengið undir tveim nöfnum 1998 fékk það nafnið West Stream Nafn sem það ber í dag nú undir fána Bahamas

© Tryggvi Sigurðsson
Brúarfoss

© Tryggvi Sigurðsson
Ég hef nú lýst Brúarfossi oft. En kannske er góð vísa aldrei of oft kveðin svo hér er lýsingin enn einu sinni: Skipið var byggt hjá Orsköv Christensens í Frederikshavn, Danmörk sem: MAERSK EURO QUARTO Fáninn var danskur ( DIS ? ) Það mældist: 7676.0 ts, 8609.0 dwt. Loa: 125.50. m, brd: 20.80. m. Eimskip keypti skipið 2001 og skírði Brúarfoss. Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson
08.05.2012 20:56
Meira af Melme Green Ice og Silver Copenhagen
Memel

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson
Green Ice

© Tryggvi Sigurðsson
Silver Copenhagen

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson
07.05.2012 19:56
Memel, Green Ice,Silver Copenhagen
Memel

Skipið var byggt hjá Slovenske Lodenice í Komarno. Slóvaníu sem Memel Fáninn var: Antigua and Barbuda. Það mældist: 2997.0 ts, :
4439.0 dwt. Loa: 99.90. m, brd: 13.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu nafni og fáninn er sá sami


© óli ragg

© óli ragg
Green Ice

© óli ragg
Skipið var byggt hjá Fosen MV í Rissa Noregi 1985 sem Svanur Fáninn var norskur. Það mældist: 3399.0 ts, 2900.0 dwt. Loa: 84.60. m, brd: 16.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 TINGANES 1993 GREEN ICE Nafn sem það ber í dag undir fána:Bahamas

© óli ragg

© óli ragg
Silver Copenhagen

© óli ragg
Skipið var byggt hjá Aarhus Flydedok,Aarhus 1999 sem: CENTAVR Fáninn var Bahamas Það mældist: 3817.0 ts, 4230.0 dwt. Loa: 97.60. m, brd: 15.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1999 FRIO LONDON 2004 SILVER COPENHAGEN Nafn sem það ber í dag undir NIS fána

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
Vestmannaeyjahöfn í dag

Það þyrfti að koma fólki í vissum bæjarhluta í vissum bæ á meginlandinu í skilning um að peningar vaxa ekki á trjánum heldur er það í svona umhverfi sem þeir verða til. Fiskikip að landa fiski til vinnslu og útflutnings og flutningaskip að lesta útflutning
07.05.2012 16:31
Loamar Segundo og Navig8 Loucas
Loamar Segundo

© Maritime Bulletin
Skipshöfnin sem samanstóð af ellefu mönnum( þrír spánverjar,þrír Cap Verdibúar fjórir indónesar og einn Perúmaður) komst í tvo björgunarbáta þegar báturinn sökk Einu upplýsingar sem ég hef um bátinn er að hann var byggður 1997
Navig8 Louca

Chemical tankarinn Navig8 Louca bjargaði svo mönnunum og var því lokið kl 1700 LMT.Tankskipið mun fara með mennina til Las Palmas, og er væntanlegt þangað 10 maí

© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Spp Shipbuilding Tongyoung Shipyard í Tongyoung, Kóreu 2009 sem Fyla Fáninn var Möltu Það mældist: 30040.0 ts, 50698.0 dwt. Loa: 183.00. m, brd: 32.00. m Skipið fékk nafnið:Navig8 Louca 2009 Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu

© Marcel & Ruud Coster
07.05.2012 13:01
Margareta B
Skipið var byggt hjá Elbewerft í Boizenburg,skrokkurinn (margir sjómenn ættu að kannast við það nafn),en það var fullbyggt hjá Sietas, Neuenfeld Þýskalandi 1998 sem Margareta B Fáninn var Þýskur Það mældist: 3999.0 ts, 5397.0 dwt. Loa: 100.00. m, brd: 18.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni en veifar nu fána Antigua and Barbuda
Margareta B

© Hannes van Rijn

© Hannes van Rijn

© Hannes van Rijn
06.05.2012 18:03
Óhöpp erlendis
Hoegh Asia,á strandstað
Myndin er úr Martime Bulletin
Um 0740 LMT morgunin eftir náðist það á flot eftir að bílar höfðu verið færðir og dælt hafði verið milli tanka. En sandbotn var þar sem skipið strandaði. Ólíkt óhappinu við Sangerði þurfti dráttarbátur að koma hér við sögu. Um borð voru 6000 bílar
Hoegh Asia

Skipið var byggt hjá
Daewoo HI í
Okpo Kóreu 2000 sem HUAL ASIA Fáninn var Bahamas Það mældist: 56853.0 ts, 21484.0 dwt. Loa: 199.90. m, brd: 32.30. m Skipið fékk nafnið Hoegh Asia 2006 Nafn sem það ber í dag undir norskum fána
© Hannes van Rijn
Það kom upp eldur í einum gám um borð í gámaskipinu Cap Norte sem er undir Liberiuflaggi á laugardaginn þegar skipið var statt 50 sml út af Mangalore (Indlandi) Innihald gámsins voru 15 ts af"chemical polyamide sulphide" Áhöfninni sem samanstendur af 24 mönnum ( 2 Grikkir, 5 Filipínar, 3 Pólverjar, 1 þjóðverji, 1 breti 12 Tuvalu.menn ) náði svo tökum á eldinum og skipið hélt áfram ferð sinni til MYPKG INNSA.
Cap Norte
© Angel Godar
Skipið var byggt hjá Szczecinska Nowa í Stettin Póllandi 2007 sem CAP NORTE Fáninn var Libería Það mældist:
35824.0 ts, 41850.0 dwt. Loa:
220.40. m, brd: 32.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn sá sami © Angel Godar
© Angel Godar
05.05.2012 19:11
Fernanda
Skipið sem strandaði við Sandgerði í morgun Fernanda var hér í Eyjum fyrir ca einum og hálfum mánuði .Og ég skrifaði þá þessa færslu: Skipið er komið á fertugsaldurinn
byggt 1981. Sem El Primero ( systurskip ISIS ex El Sexto sem hér hefur
stundum sést) í Huelva Astilleros í Huelva Spáni fyrir þarlenda aðila.
Það mældist 1124.0 ts 1811.0 dwt. Loa: 74.70 m brd: 14.20 m
Skipið hefur borið ýmis nöfn á ferlinum : 1986 PRIMERO REEFER - 1986 KIRIBATI -1987 STAR FINLANDIA - 1993 STAR TULIP - 1993 OLYMPIAN DUCHESS - 1996 FERNANDA nafn sem það ber í dag undir fána: Dominica. Skipinu er vel við haldið að sjá En Eislendingar virðast gera það út
© oliragg
© oliragg
03.05.2012 23:32
Wilson Leith
Hér sem NORTHERN LAUNES

© Hannes van Rijn
Hér sem Wilson Leith

© Hannes van Rijn
Hér í Eyjum

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
01.05.2012 19:38
Victory skip II
Kaupskipafloti
bandamanna lék stórt hlutverk í að vinna stríðið. Áætlað var að þau
hafi flutt 85% af hermönnum, skotfæri og vistium sem notuð voru til að
styðja við átök bandamanna bæði í Evrópu og Kyrrahafinu
Lane Victury
Victory skip sinntu einnig mikilvægu hlutverki á Kóreustríðið og Víetnam stríðinu. Fluttu þúsundir flóttamanna til frelsis og fluttu matvæli búnað og skotfæri til þessara svæða.
America Victory ílla ryðgaður
Hér heldur skárri
Victory skip voru í fararbroddi á
uppbyggingunni í Bandaríkjunum sem og bandamanna þeirra og varð
"workhorses" fyrir bandaríska sjóleiðis verslun eftir stríð. Til að flytja amerískar vörur um heim allan í í sambandi við Marshallhjálpina .
Vitory skip í hernaði
Hundruð voru seld eða leigð til erlendra ríkja til notkunar sem venjuleg kaupskip og sumum var jafnvel breytt fyrir þjónustu við farþega. Enn önnur voru t.d notuð sem ratsjárnjósnaskip fyrir gervitungl og rekja slóðir skipa fyrir bandaríska sjóhernum. Sum þessara skipa voru enn í rekstri 50 árum eftir smíði þeirra
Skip af Haskell-class attack transports-gerðinni
Þau flokkuðust þannig
Built Type Notes
272 VC2-S-AP2 6,000 hp (4.5 MW) general cargo vessels
141 VC2-S-AP3 8,500 hp (6.3 MW) vessels
1 VC2-M-AP4 Diesel
117 VC2-S-AP5 Haskell-class attack transports
3 VC2-S-AP7 Post war completion
"The Haskell-class attack transport" voru sérhönnuð skip þó af Victory-gerðinni til að taka virkan þátt í orustum og flytja hermenn og tók þeirra. Þau voru t.d mjög virk í stríðinu á Kyrrahafi. M.a á Iwo Jima og Okinava
Skip af Haskell-class attack transports-gerðinni að losa á Iwo Jima
Skip þessum flokki voru meðal fyrstu skipa bandamanna inn á Tokyo Bay í lok síðari heimsstyrjaldar Nokkur skip af Haskell gerðinni voru ný fyrir Kóreustríðið, og tóku að sjálfsögðu þátt í henni og mörg af þeim voru notuð í Víetnam stríðinu..Þekktasta Victory skip sem eldri íslendingar ættu að muna var: "Haiti Victory" Skipinu sem Magnús heitinn Runólfsson
stýrði svo snildarlega út úr Reykjavíkurhöfn, þegar það var að slitna
frá Faxagarði í des 1956.
Red Oak Victory sem er orðið að safni
Með þessu forðaði Magnús miklum skemmdum bæði á hanarmannvirkjum og skipum og bátum sem í höfninni voru. Ég vil að lokum minna enn á að þetta á ekki að taka sem einhvertja sagnfræði. Heldur kannske til að vekja áhuga manna á þessum skipum sem áttu sinn stóra þátt í að frelsi og sigur vann að lokum.
Red Oak Victory
Og ég vil benda mönnum á hina stórbrotnu bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar"Dauðinn í Dumshafi" Þar sem þessi skip komu heldur betur við þá sögu á margan hátt. Mörgum þótti bókin of þung fyrir svona "good night story". En nú er bókin komin út sem kilja svo hún er virkilega meðfærilega við hliðina á betri helmingnum. Og hvet ég menn til að verða sér út um hana. Þ.e.a.s þá sem ekki hafa enn lesið hana. Og að endingu, myndir í þessum færslum eru fengnar að "láni" víðsvegar af Netinu
Hið fræga skip Haiti Victory


Leið sem skipið fór út úr Reykjavíkurhöfn

Syrpa af myndum af skipunum
Victory skip orðin að "herskipum"
Að lokum aulýsing frá USA á stríðsárunum
01.05.2012 15:13
Victory skip I
Hámarkshraði Liberty skipsins var 11 hnútar, sem gerir þau að auðveldri bráð fyrir kafbátum. Svo snemma í 1942,var að ráði United States War Shipping Administration var byrjað að hanna hraðskreiðari og stærri skip Skip í þessum nýja flokki urðu svo þekkt sem "Victory ship" (opinberlega VC-2) EC2-S-AP1, þar EC2 = Neyðarnúmer Cargo, tegund 2 (hleðsluvatnslínunni Lengd á milli 400 og 450 fet), S = gufu Knúningur með einni skrúfu gr EC2-S-C1 hefði verið heiti skips Liberty skipa Það var breytt í VC2-S-AP1, og Victory titill
Aukning kaupskipaflota bandamanna 1942 til 1946
Að byggja slík skip var opinberlega samþykkt 28. apríl 1943.Og voru þau ca 139 m á lengd, aðeins lengri en Liberty skipn og ca 19 m breið Vélarnar voru gufutúrbínur með tvöfaldri gírminkun sem var ætlað að skila 6.000 eða 8.500 hestöflum, og gætu siglt upp að 17 hnúta, verulega hraðar en Liberty skipin. Victory skipin voru verulega frábrugðin Liberty skipum í útliti Victory skip voru styrkt til að koma í veg fyrir sprungur á plötum í byrðingi vandamál sem hrjáði oft Liberty skipin .
Teikningar af Victory skipi
Vopnin um borð í þessum nýja flokki skipa var svipaður og í Liberty skipum Ein 5-tommu skutbyssa, ein 3 tommu boga antiaircraft byssa og átta 20 mm vélbyssur á ýmsum stöðum.T.d bátaþilfari og brúarvængum og á aðalþilfara fyrir verjast árásum frá óvininum Fyrsta Victory skip, SS United Victory hljóp af stokkunum 28, febrúar 1944, Og eins og Liberty skipin voru hlutar byggðir hingað og þangað um Bandaríkin.
Líkan af dæmigerðu Victory skipi
Hlutunum svo safnað saman á einn stað og soðnir þar saman f Næstu 34 Victory skip voru nefnd eftir aðildarríkjum þeirra þjóða sem tóku þátt í World War II. Undir merkjum Bandamanna Síðari 218 voru nefnd eftir bandarískum borgum, næsta 150 eftir skólum; síðan ýmis nöfn. Bæði Liberty og Victory skipin voru afar mikilvægt fyrir bandamenn í seinni heimsstyrjöldinni og áttu afgerandi þátt í því að fullkominn sigur bandamanna
Victory skip á siglingu