Færslur: 2012 Júní

06.06.2012 19:13

Önnur síða

Ég vil kynna síðu hjá einum rafpóstvini mínum
Mark - Prumel
Lokað fyrir álit

06.06.2012 18:25

Hálf asnalegur

Ég hef verið eitthvað hálf asnalegur í nokkra daga. Hef sennilega legið eitthvað ílla svo að "mörinn" hefur eitthvað' aflagast. Og þessvegna hef ég verið latur við að sinna síðunni.En þetta er allt að lagast. En fyrir þá sem hafa gaman að skemmtilegum myndum vil ég vísa hér á vin minn Jói Listó Þarna eru alltaf skemmtilegar myndir af öllu mögulegu á ferðinni.
Lokað fyrir álit

05.06.2012 21:01

Mersa 2,frændur og frænkur???

Frænka ??? þeirra Selár. Írafoss og Múlafoss Mersa,2 náðist á flot á laugardaginn. Ekkert (i mínum gögnum) er vitað, hvorki um ástæðu eða skemmdir af völdum strandsins



                                                                                       © Martime Bulletin
Hér eru frændurnir og frænkurnar ??

Selá II hér sem GRECIAN


                                                                                       © T.Diedrich
Múlafoss I

                                                                                       © Anna Kristjáns
Írafoss I


                                                                                       © photoship
Lokað fyrir álit

02.06.2012 16:10

Sjómannadagur

Sjómannadagurinn er í dag. Dagurinn, sem íslenzku sjómennirnir hafa bundizt samtökum um að helga sér og halda hátíðlegan í því tilefni. Á þessum degi munu allir íslenzkir sjómenn, eða fulltrúar þeirra, mætast sameinaðir til að vekja þjóðina til meðvitundar um starfssvið sjómannanna og lífskjör þeirra og gildi í þjóðfélaginu.



Hér að neðan er forsíðumyndin af fyrsta Sjómannadagsblaðinu 1938 Og ég held að ég sé ekki að fara með mikið fleipur er ég segi að myndin sé af syni eins af baráttumanni fyrir deginum á sínum tíma Syni Sigurjóns hins kunna skipstjóra sem lengi var kenndur við skip sitt Garðar frá Hafnarfirði. Og konu hans Rannveigu Vigfúsdóttir sem líka var mikil bráttukona fyrir slysavörnum og öðrum málum tengd sjómannskonunni


Á  þessum degi eigum við að minnast þeirra sem biðu ósigur fyrir hafinu og fagna heimkomu þeirra sem naumt sluppu Og síðast en ekki síst sjómannskonunnar sem oft biðu milli vonar og ótta eftir maka,syni,bróðir. Og kannske í ófáum tilfellum dóttir eða systir. Við eigum á þessum hátíðardegi að minnast sjómannskonunnar með virðingu


Íslenskur maður að nafni Leifur Eiríksson lagði af stað frá Noregi fyrir ca 1012 árum og ætlaði að heimsækja föður sinn sem þá bjó á Grænlandi  Eitthvað "klikkuðu" græurnar hjá Leif sem  fann ekki Grænland í fyrstu atrennu en komst svo seinna á áfangastað Það má segja að sigling Leifs hafi verið mikið afrek En hann fann í staðin nýtt land "Vínland hið góða".



En halda íslenskir sjómenn úr höfnum víðsvegar um lönd. En nú má telja örugga að fáar skekkjur verði í leiðarreikningnum Nútíma sjómaður þarf ekki að óttast slíkt með tilkomu hinna fullkomnu tækja sem nútímaskip eru búin. Í byrjun voru hátíðarhöld Sjómannadagsins í Reykjavík, þeirra sem ekki þurftu að notast við sjó haldin við styttuna af Leif á Skólavörðuholti Stytta sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum fyrir 80 árum af "sægarpanum" Fyrir að "finna landið sitt"  Þannig vildu fyrstu Sjómannadagsráðsmennirnir heiðra minningu þessa mikla sægarps. Að sama skapi má segja að Ameríka hafi  fundist fyrir galla á leiðarreikningi íslensks skipatjóra


Sjómennirnir eru fljótir að gleyma þótt erfiðlega hafi gengið. Þeir fyrirgefa hafinu margt, margan ónotakipp, margt áfallið, þegar viltar öldur þess kasta fleytum þeirra milli sín eins og leiksoppi og ekkert verður við ráðið. Svo kemur sólin og blíðan  það muna þeir, ásamt mörgum góðum feng, er hafið veitti. Þeir muna það ennfremur, er það brosir við þeim og laðar þá, eins og seiðkona ungan svein. Sjómennirnir eru líkari farfuglum en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins, þeir eru ekki staðbundnir, þeir una því vel að sjá ný lönd og kynnast nýjum siðum, þeir elska lífið og frelsið og þora líka að hætta því Á þessum dagi fyrir 70 árum var hildarleikurinn á N- Atlandshafinu í algleymingi





Þann 3 júni 1942 var sjö skipum sökkt á því. Smálesta talan alls var 24.854 ts 134 menn voru á áhöfnum þessara skipa 45 af þeim fórust.. En það sem skeði umræddan dag var töluvert fjarri okkur,. En hann var oft virkilega nærri okkur suma aðra daga. Mannskæðasti íslenski einstaki skipstapinn 1942 var þann 24 okt. um eittleitið að deginum til þegar kafbáturinn U 383 skaut tveim tundurskeytum að togaranum Jóni Ólafssyni og sökkti honum á innan við einni mínútum.




Þarna misstu þrettán vaskir sjómenn lífið.Ýmislegt annað hefur komið í ljós varðandi áföll í WW2 með tilkomu heimasíðunnar um þýsku kafbátanna T.d norska flutningaskipið Fanefjeld sem talið var hafa farist á tundurdufli. En skipinu var sökkt af kafbátnum U 252  þ.9 apríl um tíuleitið. Þarna fórust 24 menn þar af tveir íslendingar.




Á öllum tímum, og ekki sízt á styrjaldarárunum, færði íslenska sjómannastéttin þjóð sinni miklar fórnir með því dýrmætasta sem hver maður á, þ.e.a.s. líf sitt Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir íslenzka sjómenn, að teljast merkasti viðburður ársins; tímamót, sem marka eiga ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörgandi áhrifum, ekki einungis i þau félög, sem að deginum standa, heldur og líka í þjóðlífið sjálft, Ég óska íslenskum sjómönnum og aðstandendum þeirra til hamingu með daginn. Nota bene Herjólfur III er tvítugur í dag ef mér brestur ekki því meir minnið

Ps ég ætla að segja ykkur meira frá sjómönnum í WW2 1942 en á árunum 1940- 42 fórust175 íslenskir sjómenn sem beint var hægt að rekja til WW2 (fyrirgefði þessa skammstöfun mína)

Lokað fyrir álit

02.06.2012 13:22

Audun

Ef þið farið inn á þessa síðu hjá vini mínum Zambras

COASTERS & OTHER SHIPS REVIVED

og "skrollið" aðeins niður sjáið þið "gamlan kunninga"


Lokað fyrir álit

01.06.2012 23:05

Mersa 2

Flutningaskipið Mersa 2 strandaði á klettóttri strönd eyjarinnar Elbu. Nánar rétt við Sant Andrea



Skipið var farm af stáli frá Marina di Carrara sem átti að fara til Algeria. Um borð eru 12 tyrkir. Ekki er enn vitða um ástæðu til strandsins eða skemdir á skipinu

Skipið á strandstað


                                                                                Mynd út Ítölskum fjölmiðlum



                                                                                Mynd út Ítölskum fjölmiðlum
Hér sem FIGEN AKAT

                                                                                            ©  Hannes van Rijn

Skipið var byggt hjá  Denizcilik Bankasi í Camialti Tyrklandi 1973 sem  NIGBOLU Fáninn var tyrkneskur  Það mældist: 1337.0 ts, 2658.0 dwt.  Loa: 80.00. m, brd: 11.70. m 1993  var skipið lengdt upp í Loa 89.8 m 1597ts  2831dwt - Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1993 FIGEN AKAT - 1993 CEM SULTAN - 2007 ARDA AKANSU -2010 MERSA 2  Nafn sem það ber í dag undir fána Panama. Þ 25-12- 1994 strandaði skipð í Eyjahafinu á 37°.03´N 027°.08´ A áleiðinni frá Canakkale til Israel. Það náðist út 28-12-1995 með mikið skemmdan botn. Sem svo gert var við

MERSA 2


                                                                                            ©  Sinisa Aljinovic


                                                                                            ©  Sinisa Aljinovic

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere