Færslur: 2012 Ágúst
16.08.2012 16:34
Gamlar "Sögur" II

© Bjarni Halldórsson
Skipið var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966 sem
PETER WESSELS Fáninn var þýskur. Það mældist: 499.0 ts, 1198.0 dwt. Loa:
75.00. m, brd:
11.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 RANGÁ - 1981 SAGA - 1985 SAGA II - 1989 ANAIS Nafn sem það bar síðast undir fána Madagascar. 27 febr 1993 lá skipið við akkeri utan við Tolagnaro (Madagascar). Það fór að draga akkerið og endaði með að skipið rak á land og dagaði þar uppi
Hér í fyrstu ferðinni í eigu Sjóleiða en enn með merki Hafskip og nafnið Rangá
© óliragg
Hér sem Saga. Myndin tekin í Mostyn Englandi
Hér í Ålborg
© óliragg
Hér sem Anais Myndin tekin í Brest í Júlí 1989
Hér er Sigurður Skipstjóri með konu sinni Ástu Kristlaugu Árnadóttir Það var aldrei nein lognmolla kring um Sigga Markúsar eins og hann var ávallt kallaður
© óliragg
Hér er síðuhaldari fyrir ca 30 árum og 65 kílóum síðan
© óliragg
Hér er Saga með síldatunnufarm til Austfjarða frá Noregi
© óliragg
© óliragg
16.08.2012 08:04
Gamlar "Sögur¨"
Hér sem Bore X
© shipsmate 17
Skipið var byggt hjá Oskarshamns Varv í Oskarshamn Svíðþjóð 1963 sem Bore X Fáninn var finnskur Það mældist:1269.0 ts, 1859.0 dwt. Loa: 71.60. m, brd: 11.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1972 BORINA - 1973 SAGA - 1977 MADIMAR. Nafn sem það bar að síðustu undir fána Libanon. En skipið strandaði og sökk svo á 18-03-1981 á 19°.15´4 N 038°.02´0 A Á leiðinni frá Constanta (Rúmeníu ) til Assab Eritreu ( við Rauðahaf ) hlaðið stykkjavöru
© Ray Perry
© ókunnur
15.08.2012 20:43
Diedrich Teodoro Gonzalez
15.08.2012 17:25
Saga
Axel
"Rússneskur skipstjóri flutningaskipsins Axels flúði með það úr Akureyrarhöfn að kvöldi dags þann 28. júlí síðastliðinn. Líklegt þykir að hann hafi verið undir þrýstingi frá eiganda skipsins. Skipið hafði verið kyrrsett í höfninni af sýslumannsembættinu á Akureyri, en kyrrsetningin var gerð að beiðni skiptastjóra félaganna Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. Félögin, sem nú eru gjaldþrota, voru í eigu Ara Axels Jónssonar, athafnamanns á Akureyri. Þau héldu utan um rekstur flutningaskipsins áður en hann var færður yfir á annað félag í Færeyjum í vor.
Það gustar kalt um skipið nú um stundir
© Gena Anfimov
Axel varð Saga
Flutningaskipið hefur síðustu viku hringsólað löturhægt við strendur Noregs, en þann 9. ágúst skipti það um nafn og heitir nú Saga. Heimildarmenn DV eiga erfitt með að sjá hvernig skip getur skipt þannig um ham úti á miðju ballarhafi. Samkvæmt nafnabreytingunni verður það því nýtt skip sem leggur að bryggju á næsta viðkomustað - það verður ekki flutningaskipið Axel sem braut gegn kyrrsetningarúrskurði lögregluyfirvalda á Íslandi, heldur flutningaskipið Saga, með hreinan skjöld". Tilvitnun lýkur
© Gena Anfimov
Í blíðunni hér í Eyjum meða allt lék í lyndi. Allavega á yfirborðinu
© óliragg
Skipið
var byggt hjá Örskov Christensens i Frederikshavn Danmörk 1989
sem GREENLAND SAGA Fáninn var danskur Það mældist: 2469.0 ts, 3200.0
dwt. Loa: 87.10. m, brd: 14.60. m Skipið hefur nú aðeins gengið undir
þrem nöfnum En 2007 komst skipið í íslenska eigu og undir færeyiskan
fána??? og nafnið Axel Og svo nú hefur það fengið nafnið Saga .
Töluvert þekkt nafn úr íslenskri kaupskipasögu.
© óliragg
13.08.2012 17:46
CHAMAREL
CHAMAREL við eðlilegar aðstæður
Skipið var byggt hjá Nouvelle Havre í Le Havre Frakklandi 1974 sem VERCORS Fáninn var franskur. Það mældist: 5886.0 ts, 11212.0 dwt. Loa: 133.00. m, brd: 18.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum.En 2002 fékk það nafnið CHAMARE Nafn sem það ber í dag undir fána Mauritius
CHAMAREL við eðlilegar aðstæðurHér er skipið að brenna
© maritimedanmark.dk
© maritimedanmark.dk
12.08.2012 15:45
Húsá II
Hér sem Husum
Skipið var byggt hjá Rickmers í Bremerhaven Þýskalandi 1983 sem Husum Fáninn var þýskur Það mældist: 5966.0 ts, 8035.0 dwt. Loa: 127.70. m, brd: 20.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1983 CONTSHIP EUROPE - 1984 HUSA - 1985 HUSUM - 1987 EA PROGRESS - 1989 AEL EUROPA - 1990 MERKUR AMERICA - 1992 HUSUM - 1996 DRAGON NIAS - 1996 HUSUM - 2005 ORAN STAR - 2006 VENTO DI TRAMONTANA - 2009 ESRA E. - 2010 AZOV TRADER Nafn sem það ber í dag undir fána St.Kitts and Nevis
Hér sem ORAN STAR© Manuel Hernández Lafuente
© Manuel Hernández Lafuente
Hér sem VENTO DI TRAMONTANA
© Lettrio Tomasello
Hér sem AZOV TRADER
© Will Wejster
11.08.2012 20:05
Húsá III
REGINA EBERHARDT
Skipið var byggt hjá Schichau UW í Bremerhaven 1984 sem CAPRICORNUS Fáninn var þýskur Það mældist: 8902.0 ts, 8879.0 dwt. Loa: 136.30. m, brd: 21.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1984 CONTSHIP ALPHA - 1985 CAPRI EAGLE - 1985 CAPRICORNUS - 1985 HUSA - 1985 CAPRICORNUS - 1986 TABUCO - 1986 CAPRICORNUS - 1987 CAPE BYRON - 1988 INDEPENDENT ENDEAVOUR - 1990 CAPRICORNUS - 1990 MERKUR AFRICA - 1993 REGINA EBERHARDT - 1993 KENT MERCHANT - 1994 SEA REGINA - 1998 REGINA EBERHARDT. Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda
REGINA EBERHARDT© Angel Godar
© Angel Godar
© Angel Godar
© Angel Godar
10.08.2012 17:22
Manhattan
Manhattan
Frægt er orðið þegar Hitler "strunsaði" út af leikunum eftir sigur Owens í 100 m hlaupinu. Og neitaði að taka í hendina á Owens. Þetta þótti ameríkumönnum ( já og fleirum ) stórhneyksli..
Fræg mynd frá Olimpíuleikunum 1936

En þegar Owen kom svo til heimalandsins fékk hann t.d. ekki að ganga inn um sömu dyr á strætisvögnum og hvítir menn.Og eins og Hitler sem neitaði að taka í hendina á Owens gerði Franklin D. Roosevelt það heldur ekki. Owens fékk eiginlega ekki verðskuldaðan sóma frá bandarísku þjóðinni fyrr en Gerald Ford forseti veitti honum Presidential Medal of Freedom 1976.En Owens lifði aðeins fjögur ár eftir það
Manhattan
© photoship
Skipið var byggt hjá New York SB í Camden, NY USA sem Manhattan 1932 Fáninn var USA Það mældist: 24289.0 ts, ???.0 dwt. Loa: 203.70. m, brd: 26.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum á ferlinum En 1941 fékk það nafnið WAKEFIELD Frá janúar 1940 hætti skipið að sigla fyrri rútu og sigldi þar til júni 1940 New York Genoa Í janúar 1941 þegar skipið var í strandsiglingum við Atlanthafssrtönd USA, á leið út af Flórída strandaði það við Palm Beach.. Það náðist á flot aftur eftir 22 daga. Flotinn tók svo skipið yfir eftir það og fékk það nafnið USS Wakefield Það var svo rifið í Kearny USA ímars 1965
Manhattan
© photoship
Meira skeði í fyrrgreindri ferð. Ein sundkona sem sagt var að ætti gull víst á leikunum var vikið úr liðinu fyrir "fyllirí" á leiðinni.
Hér á strandstað 1941
© photoship
Hér er Manhattan sem USS Wakefield

06.08.2012 16:37
Greathope
Reykjavíkurhöfn um svipað leiti og þetta skeði
Mynd af netinu © ókunnu
Og svo segir í greininni": Fyrir nokkrum dögum var statt hér skipið "Greathope" og hafði Það komið með kolafarm. Þetta skip hefir í mörg ár svo að segja eingöngu stundað kolaflutninga. og þarf pví auðvitað lengri tínna til hreingerninga og annars undirbúning en önnur skip, ef það á að flytja fisk. Sölusamband Íslenzkra Fiskframleiðenda, eða öllu heldur forstjórar þess, leigðu þetta skip núna fyrir helgina til að flytja fiskfarm til Portugals.
Þetta er sennilega sólþurkaður saltfiskur eins og í "den"
Mynd af netinu © ókunnur
Var að því umiið, að klæða lestar skipsins, jafnframt því sem koialosunin fór fram, og skipshöfninni var enginn tími gefinn, frá því losun kolana lauk, til hreingerninga og undirbúnings viðvíkjandi lestun fiskjarins. Verkamenn, sem voru i atvinnuleit á hafnarbakkanum, og sem vissu hve nauðsynlegt það er, að aðalfriamleiðsluvara okkar sé meðhöndluð á annan hátt en þennan, kærðu þessa óhæfu,
Nammi namm
Og var að tilhlutun þeirra hringt til fiskimatsstjóra, Sveíns Árnasonar, og honum skýrt frá málinu Fisklmatsstjóri athugaði ásigkomulag skipsins og mun honum eigi hafa litist' á 'það, því að kolaóhreinindin láku af hverjum bita og lestaropi ofan í nýklædda lestina." Hér líkur tilvitnun en málið var leist þannig að öll klæðning sem komin var var rifin og lest skipsins þrifin rækilega áður en lestun á saltfiski var leyfð'
Greathope
06.08.2012 12:20
Skip af YOG gerð
Þyrill
Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasonar
Þap seinna hét YOG 32 sem var ameríkst olíuskip sömu gerðar og Þyrill Það var byggt 1944, í RTC Shipbuilding Corp., Camden, N.J.Skipið var 53 m langt og 10 m breitt með 1700 ha diselvél
YOG 32 í Reykjavíkurhöfn
Svona byrjaði það
Hér er byrjunin á endinum
En svona getur það endað
En sumir endast enn. Þessi er "bunkerbátur" í Coatzacoalcos, Mexico
© Capt Ted
01.08.2012 14:06
Reykjavíkurhöfn í den
Úr safni Sjómannadagsráðs © ókunnur
"Myndin er tekin um áramótin 1971-´72. Þá stóð yfir langt verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur og stöðvaðist nær allur íslenski kaupskipaflotinn sem samanstóð af ca. 35 skipum" Eins og stóð í bréfi Guðmundar