Færslur: 2012 September
30.09.2012 14:41
Trölla
Hér er hann að yfirgefa Eyjar
© Tryggvi Sigurðsson
Reykjafoss II er smíðaður hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 fyrir Acehile Lauro Napólí.Skipið sem hlaut nafnið Gemito mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70.M.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1951 og skírir Reykjafoss Þeir selja svo skipið 1965 til Dorikat Special Sg Co Ltd Píraeus sem skíra það Greta.1969 er skipið selt innanlands til Keanav Sg Co Piraeus og skírt Annoula.Sem svo aftur selur það 1973 til Stazomar Sg Co Ltd Limasol Cypur. Og fær nafnið Anna.Skipið er svo rifið í Bombay(Mubai)1981
Reykjafoss
Úr mínu safni en © mér óþekktur
Úr mínu safni en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
Hér sem Greta
© T.Diedrich
29.09.2012 17:23
Goðafoss aftur
Stýrimenn á Goðafossi Haraldur Ólafsson og Guðráður Sigurðsson Myndin er tekin um borð í ES Fjallfoss snemma á fimmta áratugnmum
Ég hef áður velt því upp hvað félagið hefur verið fastheldið á þetta nafn þrátt fyrir að aðeins tvö af sex skipum með þessu nafni sluppu við alvarleg áföll. Voru kannske "goðin" reið því að vera hent í fossin á sínum tíma???
Morgunblaðið 25 apríl 1948
Ekki veit ég. En að aftur að nefndu skipi. Það slapp nú stór áfallalaust við hina oft hættulegu strönd Íslands. Og þó. Því eiginlega alveg upp á dag mánuði seinna strandaði skipið i sundunum á Ísafirði. Eða þ 23 apríl 1948. Skipið var hlaðið freðfiski síldarmöli og gærum. Tveir 100 tonna bátar voru svo notaðir til að létta skipið.Þ.e.a.s. mjöli og gærum var skipað um borð í þá. Ægir náði skipinu svo út aftur þ 25 og var það óskemmt
Morgunblaðið29 apríl 1948
Svo gekk það áfallalaust þar til 24 febrúar 1961 en þá hlekkist skipinu á við Ólafsfjörð þegar það var að koma þangað. Skipið tók niðri framundan Ósbrekkusandi og festist þar Togarnir Sléttbakur og Svalbakur náðu skipinu út óskemmdu að mestu strax sama kvöld
Ef myndin prentast sæmilega þá má sjá að þetta hefur ekki litið vel út um tíma
Þessar myndir eru skannaðar úr þes tíma dagblöðum svo gæðin eru eiginlega engin
28.09.2012 18:27
Árekstur
Enn verðu árekstur milli skipa þannig að báðir beygja í sama borðið.
© Maritime Bulletin
Nú voru það tvö skip í "Sunda Strait niður við Indónesíu sl miðvikudag Skipin Norgas Cathinka sem er kemíkal tankskip undir Singapore fána (mun vera í norskri eigu)) og farþegaferjan Bahuga Jaya undir Indónesíu fána Að minnstakosti átta manns munu hafa farist.
Norgas Cathinka
En mikil óvissa er hreinlega í kringum það mál vegna þess að eftir farþegalista áttu farþegar og áhöfn að vera samtals 213 manns um borð En 86 skipbrotsmenn voru fluttir til hafnarborgarinnar Merak og 209 til borgarinnar Bakauheni . Samanlegt eru þetta 295 manns svo hafa funndist 8 lík Svo virðist sem minnsta kosti hafi 303 verið um borð.
Skipin munu bæði hafa vikið til sömu hliðar þegar þau nálguðust hvort annað úr gagnstæðri átt
Norgas Cathinka
Skipið var byggt hjá Taizhou Wuzhou SBI Co í Taizhou Kína sem NORGAS CATHINKA 2009 Fáninn var Singapore Það mældist: 8331.0 ts, 10003.0 dwt. Loa: 109.50. m, brd: 21.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
BAHUGA JAYA hér sem Bonanza Og hér með"nefið" óbreitt
© meechingman
Skipið var byggt hjá Ulstein í Ulsteinvik 1972 sem BONANZA Fáninn var norskur Það mældist: 2399.0 ts. Loa: 94.00. m, brd: 16.3 0. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1980 BENCHIJIGUA - 1994 BAJAMAR - 2001 BLESSED MOTHER 2009 BAHUGA JAYA Nafn sem það bar síðast undir fána indónesíu
27.09.2012 17:58
Ferð til Falklandseyja II
Það var nú tíðindalítið á leiðinni,Við fórum utan við Traffic Separation Zónana (aðskildar siglingarleiðir)við Ouessant og Finisterra svo við slyppum við aðaltraffikina,Littla Arven var hin sprækasta og vann strax hug og hjörtu áhafnarinnar.
Skítugur stýrimaður og fallegur hvolpur
© óli ragg
Skemmtilegasti leikurinn hjá henni virtist vera að elta svampbolta sem við hentum út á gólf. Hún kom svo með boltann horfði á mann og beið þar til maður tók hann af henni og henti svo út á gólf.
Litið til veðurs
© óli ragg
En svo fór hún að sýna einhver merki um að eitthvað væri að.Hún hafði alltaf minni og minni lyst á matnum og héldum við fyrst að hún væri sjóveik.En A-kul var og veltingur töluverður.
Á útkikkinu á stýrimannsvaktinni
© óli ragg
Þ 19/10 um hádegi komum við til Cap Verde.Mér duttu nú flestar dauðar lýs úr höfði er ég uppgötvaði skipið sem lá fyrir framan okkur við bryggjuna.Var þar ekki kominn "gamall kunningi"eða M/V"Maninha"sem áður hét"Esja"og var byggð á sínum tíma hjá Slippstöðinni á Akureyri.
© óli ragg
Ég
hafði einmitt leyst af sem stm á því skipi um tíma en þá var það undir
stjórn Boga Einarssonar þess merka skipstjóra sem nú er látinn fyrir
nokkrum árum.Ég hitti einn af skipverjum/vaktmann en ekki urðu
samræðurnar vegna tungumála erfiðleika."Cap Verdi verri god best
shipp"sagði hann
© óli ragg
© óli ragg
Eftir vatn og olíutöku var lagt af stað aftur,Sama A kulið og sami veltingurinn var.Allt gekk að óskum nema okkur virtist alltaf draga af litlu Arven.Lystin virtist alltaf fara þverrandi.Andreas reyndi eins og hann gat til að fá hana til að borða en allt kom fyrir ekki..Og boltinn var ekkert skemmtilegur lengur.
Andreas reyndi eins og hann gat
© óli ragg
© óli ragg
Og einnig kokkurinn en allt kom fyrir ekki
© óli ragg
Svo var það um morguninn þ 27/10 að ég kom uppí brú um lá svartur plastpoki með einhverju í á gólfinu og þegar ég þreifaði á honum fékk ég grun minn staðfestan,Litla Arvin var dáin
© óli ragg
Það er ótrúlegt að sjá glitta tár í augum sumra þessara drenga sem telja sig "very cool" svona dagsdaglega yfir litlum hvolpi. En svona er það nú..Menn voru miklu hljóðari það sem eftir lifði ferðar til Falklandseyja
26.09.2012 17:37
Green Crystal
© óli ragg
25.09.2012 22:10
Amsterdam Bridge
© Andreas Schlatterer
Skipið var byggt hjá Daewoo SB & ME Co í
Okpo Kóreu 2009 sem AMSTERDAM BRIDGE Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 42112.0 ts, 54405.0 dwt. Loa: 260.32. m, brd: 32.20. m Skipið hefur enn sama nafn og fána
Hér er slóð á nánari fréttum af atburðinum
http://www.odin.tc/2012/abridge.asp
25.09.2012 21:28
Green Crystal m.m
© óli ragg
Skipið var byggt hjá Hollming í
Rauma, Finnlandi (skrokkur) fullbyggður Kværner Kleven, Leirvik Noregi sem CARMENCITA. Fáninn var norskur Það mældist: 5084.0 ts,
6000.0 dwt. Loa: 109.00. m, brd: 18.00. m Skipið hefur aðeins gengið tveimur nöfnum En 1998 fékk það nafnið GREEN CRYSTAL Nafn sem það ber í dag undir fána Bahamas
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
24.09.2012 17:26
Til Falklandseyja
Mig langar til að bregða aðeins út af vananum og byrja að segja ykkur nokkuð langa ferðasögu í sem styðstu máli .Ég kem til að "tutla" þetta frá mér í nokkrum færslum. Þarf t.d að finna myndir sem passa o.sv. fr. Ég sigldi nokkur ár hjá danskri útgerð H.Folmer í Kaupmannahöfn.
Glasgow
Þessi ferð byrjaði í endaðan september á því herrans ári 2003 Ég var í fríi heima í Svíþjóð. Hafði eiginlega verið undir læknisheldi ( höndum réttara sagt á gullfallegri konu á tvíræðum aldri sem var heimilislæknir minn. Ég kem aftur að henni seinna) um tíma vegna mikils bakflæðis sem ég gat haldið í skefjun með pillum þegar þarna var komið sögu. Læknirinn var að leita að sjúkrahúsi þar sem hún gæti komið mér í speglun. Þá var hringt frá útgerðinni og ég beðinn að fara hið snarasta til Glasgow og þar um borð í m/s"Marianne Danica"
Marianne Danica
© Jochen Wegener
Skipstjóri þar var góður vinur minn færeyjingur að nafni Andreas Krossá. Af því að hann bað sérstaklega um mig þá hafði ég strax samband við læknirinn minn sem sagðist geta frestað fyrirhugaðri aðgerð og gert mig út með pillum og lyfseðlum. Þegar til Glasgow kom var skipið að losa "Greenheart lumber" ( trjátegund sem aðeins vex í Guyana og í Belize og er það þung að hún sekkur og er aðallega notuð í undirstöður undir járnbrautarteina og í bryggur sem mikill núningur er við) frá Georgtown í Guyana Þaðan var svo ferðinni heitið til Shoreham.
Shoreham
En þar áttum við að lesta stykkjavöru (General Cargo) til Port Stanley á Falklandseyjum.Við komum svo til Shoreham þ 03-10 og komum þá beint í helgi
© Will Wejster
En að skipinu Þaðð var byggt hjá Saksköbing M&S Saksköbing Danmörk 1993 sem MARIANNE DANICA Fáninn var danskur (DIS) Það mældist: 1409.0 ts, 2200.0 dwt. Loa: 71.80. m, brd: 11.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
© Will Wejster
Andreas byrjaði strax að byggja
© óli ragg
Nú á mánudag var svo komið með hvolpinn litla tík sem kölluð var"Arven"Skipperinn afgirti strax rými fyrir hana á sinn hvorum brúarvængnum.
Andreas og Arven
Og byrjuðum að lesta þ.06.Við vorum svo 5 daga að lesta,Í fyrstu var ég mjög ósáttur við aðferðina.En brettum var kasserað og troðið faktíst í hverja rifu.En svokallaður "Supercargo" (hleðslustjóri) fullvissaði mig um að þetta væri vaninn við lestun til Falklandseyja
"Supercargóinn" í Shoreham
Lestun í Shoreham
Við losunina þar komst ég svo að raun um að það reyndist rétt Við lestunina varð maður þess var að Bretunum var alls ekki um þessa flutninga sem eru mikið niðurgreiddir af breska ríkinu.En á Falklandseyjum búa um 2000 manns,fyrir utan um 2000 manna herliðs sem er á eyjunni. En herinn sér sjálfur um sína flutninga þangað.
Að verða tilbúnir til brottfarar
En vörur kosta það sama úr búð á eyjunum og í Englandi.En þetta var síðasta lestun í Englandi fyrir jól. Svo að við vorum kallaðir "Jólaskipið" Við lögðum svo af stað frá Shoreham þ 10-10.áleiðis tl Cap Verde eyja en þar áttum við að taka olíu,
24.09.2012 17:26
Goðafoss
Hér er kjölurinn kominn
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér er hann kominn á flot
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var byggt hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn sem Goðafoss Fáninn var íslenskur Það mældist: 2905.0 ts, 2675.0 dwt. Loa: 94.70. m, brd: 14.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1968 ARIMATHIAN - 190 KRIOS Nafn sem það bar síðast,þá undir grískum fána. Endalokin urðu þau að skipinu hvolfdi á 02°17´0 N - 029°.55´0 V 24-01-1971 á leiðinni frá Montevideo til Piraeus,með frosið kjöt og lifandi kindur
Goðafoss hér sennilega við strönd Svíþjóðar
© söhistoriska museum se
Hér í Vestmannaeyjum að lesta fisk
22.09.2012 19:52
Dettifoss
Hér í smíðum
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Dettifoss II var smíðaður hjá Burmeister & Wain Copebhagen Danmark 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands. Það mældist:2918 ts 2700 dwt.Loa:94,6 m brd 14.1.m.Eimskip selur það1969 til Philipseyja (C.A Gothong) og það fær nafnið Don Sulpicio.1976 fær það nafnið Don Carlos Gothong.Skipinu hlekkist á og hvolfir við höfnina í Cebu á Philipseyjum 1978
Hér við sjósetningu
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér í smíðum
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Í Vestmannaeyjum
Ímyndið ykkur hvað mikil breiting varð á öllum utanlandssiglingum íslendinga með tilkomu þessara skipa Og þeirra sem fylgdu í kjölfar þerra þarna á árunum fyrst eftir stríð (WW2) Þetta voru feikna öflug skipð
Fyrir utan Svíþjóð

© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Hér í Kotka með rússabíla á tvö lúgunni
Hér í Cambridge í Maryland.
© Gunnar S Steingrímsson
Gunnar S Steingrímsson yfirhafnarvörður á Sauðárkrók sendi mér þessar skemmtilegu myndir hér að neðan í fyrra Og ef ég er ekki að bulla þess meir held ég að strákurinn þarna lengst til h í neðri röð sé annar af skipstjórum þess skips sem ber Dettifoss nafnið í dag


22.09.2012 16:19
Morð
The RCMP Major Crimes Unit ( Einhver Kanadísk yfirvöld) rannsaka nú atvikið sem slíkt. En enginn hefur verið handtekinn enn í sambandi við málið. En skipininu sem var við atburðinn statt út af strönd Labrador hefur verið snúið til Montreal.
UMIAVUT að koma í Kiel kanal
© Arne Jürgens
Skipið
var byggt hjá
Miho SY í Shimizu, Japan 1988 sem :
KAPITAN SILIN Fáninn var rússneskur Það mældist: 6030.0 ts, 9587.0 dwt.
Loa: 113.10. m, brd: 19.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:
1992 LINDENGRACHT - 2000 UMIAVUT Nafn sem það ber í dag undir fána
Kanada
Komin í kanalinn
Hér í Split Króatíu
Hér í Kíel kanal
22.09.2012 15:56
Huelin Dispatch
Hér í smíðum
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Damen Shipyard í Bergum, Hollandi 2012 sem HUELIN DISPATCH Fáninn var írskur Það mældist: 0 ts, 0 dwt. Loa: 89.0. m, brd: 12.0. m
Hér í smíðum
© Marcel & Ruud Coster
Hér fullbúinn
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzjil
Hér við strandstað
© Maritime Bulletin
21.09.2012 21:47
Selfoss
Hér sem VILLEMOES
Úr safni mínu © ókunnur
Skipið var byggt hjá Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem VILLEMOES Fáninn var danskur Það mældist: 627.0 ts, 775.0 dwt. Loa: 61.60. m, brd: 9.80. m Skipið hefur gekk aðeins undir tveim nöfnum En íslenska Landsstjórnin hafði keypt skipið 1917 seldi Eimskipafélagi Íslands það 1928 og fékk það þá nafnið SELFOSS Nafn sem það bar að síðustu undir íslenskum fána En það var rifið í Ghent í Belgíu í febrúar 1956. Mig minnir að selfoss hafi verið síðasta kolakynta skip íslenska flotans
Hér sem VILLEMOES
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.
Hér sem Selfoss
Úr safni mínu © ókunnur
© söhistoriska museum se
Úr safni mínu © ókunnur
Úr safni mínu © ókunnur
Úr safni mínu © ókunnur
Þessi mynd er sennilega tekin á Dalvík
© Þráinn Hjartarson.
21.09.2012 19:07
Skógafoss
Skógafoss
Skipið var byggt hjá Aalborg Værft í Aalborg 1965 sem SKÓGAFOSS Fáninn var íslenskur Það mældist: 2435.0 ts, 3880.0 dwt. Loa: 95.60. m, brd: 13.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1980 LEFKAS - 1988 ST.NICHOLAS - 1988 DANUBE - 1989 MERCS KUMAN Nafn sem það bar síðast en það var rifið á Indlandi í okt 2001
Skógafoss
© photoship
© photoship
© DON TEODORO DIEDRICH GONZALEZ
© photoship
21.09.2012 15:34
Drangajökull I
Hér sem Foldin
Úr mínu safni © ókunnur
Skipið var byggt hjá Kalmar Varv í Kalmar Svíþjóð 1947 sem FOLDIN Fáninn var íslenskur Það mældist: 621.0 ts, ??? dwt. Loa: 51.80. m, brd: 8.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimum nöfnum Það fékk nafníð Drangajökull 1953 Nafn sem það bar þegar það fórst við Stroma í Pentlandsfirði 29 júní 1960 á leið frá Antverpen til Reykjavíkur En togarinn Mount Eden A 152 bjargaði skiphöfninni
Hér sem Drangajökull
Úr mínu safni © ókunnur
Úr mínu safni © ókunnur
Hér að lesta tunnur í Flekkefjord 1956
© Guðlaugur Gíslason
Hér komin með farminn til Íslands
© Guðlaugur Gíslason
Hann gat verið svalur inn Massachusetts Bay Drangajökulsmenn að berja ís af Maðurinn til vinstri mun vera Sigurður Eyjólfsson Þekktur "Jöklamaður"
Hér eru tveir"Jöklar" staddir í New York sennilega 1955.Vatnajökull og Drangajökull Þetta er virkilega söguleg mynd Og ímyndið ykkur að þessi litlu skip skuli hafa verið í siglingum vestur um haf jafnvel um hávetur Það væri verðugt verkefni fyrir vel rithæfan mann að skrifa bók um "vesturhafssiglingar" íslendinga á síðustu öld. Þótt ekki hafi skipin sem þær stunduðu, verið stór yfir höfuð þá held ég að þessi hafi verið með þeim minnstu
Togarinn Mount Eden A 152 sem bjargaði Drangajökulsmönnum
© hasse nerer
Ég þakka Guðlaugi Gíslasyni kærlega fyrir lánið á myndunum