Færslur: 2013 Janúar
22.01.2013 20:42
Urriðafoss
Hér sem Urriðafoss
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
© PWR
En hér virðist búið að setja möstur á skipið. Því nafnið leynir sér ekki á því Og ég hef ekki fundið aðra skýringu á þessu í þeim gögnum sem ég hef.Þ.e.a.s. ekkert annað skip með nafnið URRIDA. En það getur samt verið
URRIDA
22.01.2013 17:09
Tröllafoss
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá
Consolidated Steel Corp í
Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum




22.01.2013 12:38
Arnarfell
SANDRA
© PWR
Skipið var byggt hjá Brand SY í Oldenburg.Þýskalandi 1983 sem Sandra Fáninn var þýskur Það mældist: 1491.0 ts. 3229.0 dwt. Loa: 90.00. m brd: 14 m. 1985 fær skipið nafnið Band Aid III 1985 Sandra 1987 Sandra M 1988 Arnarfell. 1994 Andra 2004 Cap Anamur 2005 Baltic Betina. Nafn sem það ber í dag undir Maltaflaggi.
Sandra
© PWR
Hér sem ARNARFELL

© Gunnar H Jónsson

© Gunnar H Jónsson
Hér sem Baltic Betina

© folke östermen
© folke östermen

© Jukka Koskimies

© Jukka Koskimies

© Jukka Koskimies
22.01.2013 12:02
Álafoss I
MERC AMERICA
Skipið var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörk 1971 sem: MERC AMERICA Fáninn var:danskur Það mældist: 499.0 ts, 1372.0 dwt. Loa: 76.60. m, brd 12.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1974 ALAFOSS - 1980 ISLANDS STAR - 1984 SCAN VOYAGER - 1987 GOLDEN BAY - 1987 EIKVAAG - 1991 EVA - 1991 MINA - 1993 EVA - 1995 ULSUND Nafn sem það bar síðast undir norskum fána EN skipið fórst 27-02-1998 á 57°57´0 N 006° 12´0 A
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem ÁLAFOSS
© photoship
© ruud
Hér sem ISLAND STAR
Hér sem GOLDEN BAY
Hér sem EIKSVAAG
© Arild
Hér sem ULSUND
21.01.2013 23:58
Lagarfoss IV
JOHN WULFF
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var byggt hjá
Sietas í Neuenfelde 1977 sem JOHN WULFF Fáninn var þýskur Það mældist: 1599.0
ts, 3806.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir
þessum nöfnum: 1983 LAGARFOSS - 1997 CITA Nafn sem það bar síðast undir
fána Antigua and Barbuda
JOHN WULFF
© Frits Olinga-Defzijl
Lagarfoss
CITA
© PWR
Hér má lesa um endalok skipsins
20.01.2013 19:42
Árfell
Hér sem JAN
Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1976 sem: JAN Fáninn var: þýskur Það mældist: 1599.0 ts, 3850.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1987 ÁRFELL - 1990 JAN - 1991 BELL SWIFT - 1997 SWIFT - 2002 LINE Nafn sem það bar síðast undir NIS fána En skipið var rifið 2011 Danmörk
Hér sem JAN
© PWR
Hér sem SWIFT
© PWR
© PWR
Hér sem LINE
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
20.01.2013 17:36
Hvassafell
Hér sem LUHE
© Marc Piché
Skipið var smíðað hjá Schulte & Bruns í Emden 1978 sem: LUHE Fáninn var:þýskur Það mældist: 2869.0 ts, 4350.0 dwt. Loa:91.10. m, brd 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 HVASSAFELL - 1995 GARDWAY - 2003 EZZAT ALLAH - 2011 ARMADA Nafn sem það ber í dag undir fána Sierra leone
Hér sem Hvassafell
Hér sem GARDWAY
Hér sem EZZAT ALLAH
© Mahmoud shd
© Mahmoud shd
20.01.2013 16:04
Ísnes
DOLLART
Skipið var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden 1976 sem: DOLLART Fáninn var:þýskur Það mældist: 2868.0 ts, 4420.0 dwt. Loa:91.10. m, brd 14.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1987 ISNES - 1994 GARDSKY - 2003 CELTIC SPIRIT - 200 JOY EXPRESS Nafn sem það ber í dag undir fána Sierra leone
© PWR
© Gerolf Drebes
© Gerolf Drebes
20.01.2013 14:29
Selfoss V
OSTEREMS
© PWR
Skipið sem var byggt 1977 hjá Sculte & Bruns í Emden Þýskalandi fyrir þýska aðila Það fær nafnið Osterems.Það mælist :2870.0.ts.4369.0 dwt.Loa: 91.0 m brd:14.60 m Eimskipafélagið Íslands kaupir það 1987 og skírir Selfoss.Það er selt úr landi 1993 og fær nafnið Gardsun 2003 nafnið Gloria Skipið heldur því nafni enn og er undir rússneskum fána
SELFOSS
© Rick Cox
GARDSUN
19.01.2013 16:06
Hvaða skip???
17.01.2013 18:27
99 ára fv "Óskabarn"
Fyrsta skip félagsins Gullfoss I
Við skulum líta í Ísafold sem kom út tvisvar í viku 1914
Árlega minnumst vér 17. Dags annars mánaðar. Það er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, er vér teljum vera imynd framsóknar hinnar íslenzku bjóðar á næstliðinni öld, bæði í andlegum og verklegum efnum. Vér mintums þess óskabarnsins einkanlega á aldarafmælinu 17. júní 1911.Vér ölum nú þá von í brjósti, að í dag sé að fæðast annað óskabarndag sé að fæðast annað óskabarn Islands, sem af sér leiði um ókomin ár og aldir hina mestu blessun landi og lýð til handa. Vér ölum þá von í brjósti, að 17. janúar-barnið megi á aldarafmæli sínu.17 janúar 2014 lita á fjölda afkvæma, að þá sitji hin íslenzka þjóð svo hátt á bekk með siglingaþjóðu ;i heimsins, að sómi megi að verða út á við og gagn og hagsæld inn á við."
Tvö fyrstu skip Óskabarnsins
Úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
Og síðar í greininni :" »Það verður ekki lengi að fara á höfuðið. Sjáið þið til. Ekki hefi ég mikla trú á því. Sannið þið mín orð. Samein. fél. er mjög sterkt. Það »skal nok« ráða niðurlögum Eimskipafélagsins «. Það er jafnvel svo um þetta fólk, sem svona talar, eins og það óski þess, að Eimskipafélag íslands risi eigi undir samkepninni til þess að eigin spádómar rætist. En undarlega er sliku fólki í íslenzka þjóð skotið. Tveim fyrstu atrennum bölsýnismannanna og trúleysingjanna á íslenskta framtakssemi og aftaníhnýtinga alls þess, sem danskt er í við skiftalifi voru, hefir þjóðin þegar svarað. Það verður hinnar nýju stjórnar Eimskipafélagsins með stuðningi allra góðra drengja að láta hrakspárnar um gengisleysi félagsins »snáfa heim i sveit aftur*. Það verður hinnar íslenzku þjóðar í heild, og þó helst kaupsýslumanna vorra, að láta pann 17. Janúar 1914 verða úrslita-heilladaga í framsókn hinnar islenzku pjóðar til meira sjálfstæðis og þroska!
Brúarfoss IV síðasta skipið sem byggt var fyrir Eimskipafélalagið
En við íslendingar getum ekki annað en óskað þessu fv óskabarni til hamingu með daginn með von um á beri titilinn aftur með þeim sóma sem ritstjóri Ísafoldar óskaði sér fyrir 99 árum16.01.2013 23:19
Tröllafossar eða þannig
LARS VIKING
© Rick Cox
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem:
KENOSHA Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m 1966 var skipinu breitt í olíuborskip Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 RIO DALE - 1958 TORIAN - 1963 LARS VIKING - 1965 NEPTUNE V - 1967 ARABDRILL 2 Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fánaEn þasð var rifið í Tyrklandi 1984
HUBERT PROM
Skipið var byggt hjá Pennsylvania í Beaumont, Tex. USA 1945 sem: SPANISH BOWLINE Fáninn var USA Það mældist: 3806.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 HUBERT PROM - 1968 BARON KL Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það sökk eftir árekstur á 17°.47´0 N og 118°.55´0 A þ 08- 02- .1971
MOKPO
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem: CINCH KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1949 ANN MARIE - 1955 MOKPO Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1975
NORVANA
Skipið var byggt hjá Pennsylvania í Beaumont, Tex. USA 1945 sem: WALL KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3806.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 NORVANA - 1959 LAGO VIKING - 1963 AN DONG Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1981
NORVANA
© Rick Cox
16.01.2013 17:11
Járnbraut smáhafnanna I
Hinn ötuli baráttumaður fyrir öryggismálum sjómanna Henry Háldánarson

Við sem lifum í nútímanum getum hreint enga hugmynd gert okkur um það sem þessir menn gengu í gegn um En hinn ötuli baráttumaður fyrir öryggi og kjörum hins íslenska SJÓMANNS Henry Háldánarson skrifaði um eina siglingu Súðarinnar til Englands 1940 í 7-8 tbl Sjómannablaðsins það sama ár En Henry var loftskeytamaður á Súðinni á þesssum tíma. En loftskeytamennirnir voru þeir sem voru í mestri nálægð við hrylling þess tíma út af atvinnu sinni.Mér finnst þessi grein Henry alger gullmoli.og eiga fullt erindi við okkur nútímafólk. Hann kemur t.d, inn á hve áhugalitlir fjölmiðlar þess tíma (eins og þeir eru enn) voru um störf sjómanna nema þegar vel veiddist og þá til að býsnast yfir góðum hlut sjómannsins Við skulum bregða okkur um borð í "Járnbrautina" og skyggnast ínn á ófriðarsvæðið í WW 2 með Henry sem leiðsögumann: En munum það að greinin var skrifuð 1940:
Súðin í "sínu stæði" í gömlu höfninni
Úr mínum fórum © ókunnur
"Það eru ekki allir sem kunna að meta að verðleikum hinn yfirlætislausa og glaðlega kjark sjómannanna. Jafnvel á friðartímum lifa þeir erfiðu og áhættusömu lífi við kringumstæður og óþægindi, sem flestum landmönnum mundi standa stuggur af. Hvað þá heldur nú þegar sjórinn er þakinn af tundurduflum, kafbátar liggja í leyni eins og hákarlar nær og fjær, og flugvélarnar elta skipin langt og skammt í hinni eyðileggjandi viðleitni sinni. Það virðist nú engum lengur standa stuggur af sjó og stormi ,gleymd eru nú sérhvar fangbrögð við þessa höfuðféndur sjómannanna, allt horfið fyrir tilfinningunni um enn meiri voða, hið miskunnarlausa brjálæði stríðsins. Þeir sjómenn, sem eru í förum til ófriðarþjóðanna, hafa það vel á tilfinningunni að þeir stefna í meiri hættu, en þótt þeir væru sendir á vesturvígstöðvarnar til að berjast. Á skipunum, undir sínum hlutlausu merkjum, eru þeir svo miklu varnarlausari fyrir, þar sem þeim er meinað að bera hönd fyrir höfuð sér. Þótt sjómennirnir að þessu leyti séu eins og lömb í höndum slátrarans, láta þeir engan bilbug á sér finna. Ef þeir ekki héldu uppi siglingum, myndi íslenskt atvinnulíf að mestu leyti hrynja í rústir og verða þröngt fyrir dyrum hjá mörgu íslensku heimili;

Úr safni Guðlaugs Gíslaonar
Skipin halda aftur og aftur úr höfn eitt eftir annað, stór og smá, sterk eða veikburða, mótorbátar og gufuskip, og öll stefna þau inn á hættusvæðið, þar sem blindandi er dregið um hlutskiftið lífið eða dauðann. Það er því í sjálfu sér ekkert merkilegt þótt "Járnbraut smáhafnanna", aldursforseti íslenzku skipanna, sé eitt í þessum hóp. Hún hefir marga hildi háð og er að sumu leyti betur úr garði gerð, en mörg sem yngri eru. Nú er gömlu skipunum gefið sitt mikla tækifæri, og engin kolla er nú svo aum, að hún sé ekki dregin fram og henni gefinn kostur á að vera með, að duga eða drepast. Mannlegu eðli verður ekki breytt þótt lamið sé með lurk, og menn fórna helst lélegustu skipunum og hugrökkustu mönnunum. Á ferðum sínum á hættusvæðinu, eru menn fullir eftirvæntingar, af því að við öllu má búast og það er sífellt eitthvað að koma fyrir. Ný veraldarsaga er að skapast, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Við skulum nú fá okkur far með "Járnbrautinni" og skygnast inn á ófriðarsvæðið. Al-ljósa hlutlaust skip er að nóttu til ágætur skotspónn fyrir kafbát í fyrirsátri. Á tímum eins og þessum er rökkrið geigvænlegt, af því að enginn veit hvað bíður manns þar. Ekki er maður kominn langt á leið, þegar allt í einu er brugðið upp tíðum ljósglömpum úti í myrkrinu. Einhver sem felur sig þar út í skugganum, óskar eftir að fá að komast í samband. Loftskeytamaðurinn, sem kannski var að festa blundinn, er rifinn upp til að tala við friðarspillirinn. Ljósglamparnir kljúfa myrkrið. Það er skiftst á spurningum og svörum. Óþekkta skípið færist nær, það sést grilla í það, og fallbyssur þess sjást gína við hinn stjörnubjarta himinn. Brezka ljónið sefur ekki, þótt það láti lítið fara fyrir sér. Það vill vita á hvaða ferðalagi við erum og hvað við höfum innanborðs. í fyrsta skifti sem við hittum brezkt herskip eftir að ófriðurinn brauzt út,elti það okkur alla nóttina og þegar birta tók komu dátarnir róandi yfir með alvæpni og björgunarbelti um sig miðja. Nú höfðu þeir ekki svo mikið við, þegar leyst hafði verið úr spurningum þeirra drógu þeir sig í hlé og hurfu í myrkrið. Fjórum sinnum kemur þetta sama fyrir á útleiðinni, að skipið er stöðvað og við spurðir spjörunum úr. Með flöggum á daginn, ljósmerkjum á nóttunni.
Úr mínum fórum © ókunnur
Í fimmta skiftið er það flugvél, sem stingur sér niður úr skýjunum og steypir sér yfir skipið. Þrisvar sinnum hefir hún sig aftur á loft og endurtekur sama leikinn. En þessari flugvél er ekkert illt í hug, en um leið og hún nærri ber möstrin með vængjunum, gefur hún til kynna, hvað vopnlaust skip er varnarlaust fyrir slíkum fugli. Einu sinni gellur eimpípan við, öllum að óvörum. Hvert "stuðið" rekur annað. Óhugur augnabliksins læsir sig inn í meðvitund skipshafnarinnar. Þetta er merkið um að skunda að björgunarbátunum. Úr öllum áttum koma menn hlaupandi með björgunarbeltin í hendinni. Sumir beint úr rúmum sínum, aðrir frá vinnu sinní, neðan úr vélarriimí, búrí og eldhúsi, léttklæddir þaðan úr hitanum. Allir hlaupa að sínum stað við bátana, nema skipstjórinn, sem stendur kyr á stjórnpalii, og loftskeytamaðurinn sem bíður í klefa sínum eftir fyrirskipun, með tækin í gangi. Svo kemur skipstjórinn með klukkuna í hendinni og tilkynnir að þetta hafi aðeins verið æfing. Tvær mínútur hefir skipshöfnin þurft til að komast á sinn stað við bátana. Lengri tíma þurfti hún ekki til að athafna sig.
Hið mikla lán, sem það sem af er ,hefir fylgt ísl. skipunum á hættusvæðinu, hefir stælt marga upp í að vanmeta hættuna, halda að hún sé ekki svo mikil.Jafnvel menn sem fyrstu kærðu sig ekkert um að leggja sig í hættu, eru aftur farnir að gefa kost á sér til að sigla. Sjómönnunum á hættusvæðinu finnst, að þeir menn í landi, sem nú öfunda útgerðarmenn og sjómenn af þénustunni og áhættupeningunum, ættu að bíða með það þangað til þeír sjá hversu fengsælt þeim verður það. Verði um betri afkomu að ræða, þá fá þeir sem þurfa. Velgengnin verður einnig að standa eitthvað og engin óhöpp að koma fyrir, til þess að hægt sé að koma völtum fjárhag á réttan kjöl og bæta sjómönnunum upp undanfarin hallærisár. En íslenzku skipin hafa þó ekki komist alveg hjá því að verða vör við hættuna. Önnur skip hafa sprungið upp fyrir framan þau og aftan, íslensk skip hafa oft orðið að snúa frá tundurduflum, og íslensk skipshöfn hefir orðið að flýja í björgunarbátana, en kafbáturinn verið rekinn á flótta, áður en hann hafði tíma til að granda skipinu, og stundum hefir ekkert annað en snarræði bjargað skipum og mönnum frá eyðileggingunni. Sjómennirnir eru ekki illgjarnir, þeir eru ekki einu sinni öfundssjúkir. Þeir gleðjast yfir hverjum þeim sem vegnar vel, sérstaklega ef hann hefir til þess unnið. Þó er það nú svo,að þeir gætu vel horft á manninn, sem í þinginu talaði um "hræðslupeninga" sjómannanna, teymdan niður endilangt tundurduflasvæðið, til að vita hvort honum vorkenndist ekki, auðvitað mætti hann eiga völ á þeim björgunarmöguleikum sem þar eru fyrir hendi. Það sem sjómennirnir ekki sjá, fá þeir fréttir af í gegnum loftskeytin. Aðvaranir um tundurdufl eru alltaf að berast, og neyðarskeyti hinna óhamingjusömu skipa, sem verða þeim eða kafbátum að bráð, kveða við öðru hvoru. Norska skipið "Notos" sendist út SOS. Kafbátur hefir ráðist á það. Okkur setur hljóða, því staðurinn sem skipið gefur upp er í aðalleið íslensku skipanna. Íslenzkur togari svarar líka strax kallinn og skundar til aðstoðar. Seinna fengum við að vita að tundurskeyti kaíbátsins hefði mist marks, og farið rétt framan við stefni norska skipsins. Sjálfur beið kafbáturinn ekki eftir því að sjá árangurinn af verkum sínum, heldur greip það ráð að breiða sjó yfir sig. Þegar Norðmennirnir, sem höfðu farið í björgunarbátana, urðu ekkert frekara varir við kafbátinn, hurfu þeir aftur um borð til sín og héldu leiðar sinnar. Litlu síðar sendi eistlenzka skipið "Nautic" út neyðarskeyti austan við Hjaltlandseyjar. Þar missir tundurskeytið ekki marks, en skipshöfnin getur bjargað sér í bátana frá hinu sökkvandi skipi. Nú byrjar leitin að þessum smáskeljum í rúmsjó, en hún ber engan árangur, fyrst eftir hálfan sjötta sólarhring og mikla hrakninga, ná bátarnir höfn í Noregi. Viðburðirnir líða fram eins og leiftur. Hvert sorglega skiptjónið eftir annað. Flest eru þetta hlutlaus skip, sem fyrir þessu verða. Saklausir menn sem engar sakir eiga við neinn og síst við þessa styrjöld. I mörgum tilfellunum fær maður ekki fregnir af slysunum fyrr en seinna og upplýsingarnar um hræðilegar raunir þessara manna, geta komið hárunum til að rísa á hvaða höfði sem er.
Sænska skiðið Foxen
© uboat.net
Á líkum slóðum og við vorum staddir er sænska skipið ,,Foxen" skotið í kaf í náttmyrkri, eða það ferst á tundurdufli. Níu af áhöfninni komast á fleka, sem rekur fyrir sjó og vindi í frosthörku veðri. Svona gengur það í nærri fjóra sólarhringa. Einn eftir annan deyja mennirnir úr þorsta og vosbúð. Einn drekkur sjó, verður brjálaður og hendir sér í sjóinn. Að endingu er Stígur Bergström einn eftir á lífi, 27 ára gamall, með líkin af sjö félögum sínum í kring um sig. Einn af hinum dánu er bróðir hans. Þannig fannst hann um síðir mjög aðfram kominn. Mörg skip hafði hann séð fara fram hjá sér, án þess að eftir honum væri tekið. Margoft höfðu vonir hans vaknað, aðeins til að víkja fyrir hinum sáru vonbrigðum. Kannski höfum við verið eitt af þeim skipum, sem hann mætti í myrkrinu. Og sögur um raunir sjómannanna berast víðar að. Kvöldið sem brezki togarinn "Mersia" leggur úr höfn til veiða, er skipshöfnin heiðruð og henni afhent 100 sterlingspund að gjöf frá hollenzku útgerðarf élagi fyrir að hafa bjargað fimm Hollendingum eftir að þeir höfðu hrakist í átta sólarhringa í opnum bát. Skipverjar leggja glaðir úr höfn, en vegna stríðsins loga vitarnir mjög dauflega eða þeir loga alls ekki, og um nóttina strandar "Mersia" á klettunum við eyna Mön.Skipverjar komast í reiðann, og geta haldist þar við um stund, en engin tök eru að bjarga þeim, og þarna týnast þeir allir. Slíkar eru fréttirnar sem við heyrum á útleiðinni, og miklu fleiri en hér eru tilnefndar, Danir missa þrjú skip og Norðmenn sex þessa daga, og tugir af mönnum farast. Þeir sem sleppa við tundurduflin og kafbátana eru eltir uppi af flugvélum, sem ausa sprengjum yfir þá, og skjóta á mennina með vélbyssum. Jafnve.I í myrkrinu eru flugvélarnir á sveimi. Þannig réðist flugvél að kveldi til á dönsku skipin "Hroar" og "Viðar".
Danska skipið Hroar
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Allt í einu urðu þau vör við að sprengjum rigndi yfir þau í myrkrinu. Ein sprengjan hitti "Vidar" og skemmdi skipið mikið, eyðilagði þannig annan björgunarbátinn. Skipshöfnin reyndi að komast í hinn en hann mölbrotnaði við síðuna í sjóganginum. "Vidar" sekkur að lokum. 15 menn missa lífið en 8 er bjargað. Björgunarbátar frá grísku skipi ná höfn í Írlandi með stíffrosin lík af 13 mönnum. Af vesturvígstöðvunum er alltaf jafn tíðindalaust. Innan um öll þessi ósköp, gleðja íslensku sjómennirnir sig við að hlusta á útvarpið að heiman. Þarna mitt í hættunni finnst þeim þetta samband eins og taug, sem bindur þá við lífið og heimilið, og þótt þeir hafi orð á því, hvað innlendu fréttirnar séu með afbrigðum ómerkilegar, vilja þeir ekki af þeim missa.
Chr Madsen skipper á Hroar
Þeir jafnvel kvíða því, að kvenþulurinn lesi upp fréttirnar, ekki af því að þeir séu minna upp kvenhöndina en útvarpsmennirnir, heldur af því þeir vilja ekki missa neitt af fréttunum þegar þær koma, en það vilja vera vanhöld á því að ungfrúin geti hamlað á móti rússneska froðusnakknum á sömu öldulengd, en það geta þeir mæta vel Þorsteinn Ö. og síra Sigurður. Íslensku sjómennirnir vilja helst fá fregnir af sjósóknum og aflabrögðum. Þeir vilja heyra eitthvað um atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þeir kæra sig auðvitað ekkert um það, að ríkisútvarpið sé með sömu kusu-lætin í kring um þá og bændurnar, en vilja þó ekki alveg láta gleyma sér og sínum áhugamálum. Þeir eiga bágt með að gleyma því, að þegar hin Norðurlöndin höfðu sameiginlegt útvarpskvöld fyrir sjómenn um jólin, þá var íslenzka útvarpið hið eina sem ekki var með, og hefði danska útvarpið ekki boðið íslensku sjómönnunum, sem staddir voru í Kaupmannahöfn að koma að hljóðnemanum,hefðu íslenzku sjómennirnir alveg orðið þarna útundan. Íslandskvöldið í brezka útvarpinu 22. janúar, vakti mikla hrifni, bæði vegna meðferðar á efninu, og þeirrar velvildar í garð íslendinga, sem alls staðar skein í gegn. Á þessum tæpa klukkutíma, öðluðust margir haldbetri þekkingu á sögu þjóðarinnar, en áður á mörgum vetrum í skóla.
Danska skipið Vidar
Eitthvað svipað þessu, en því miður ekki alveg eins lifandi, eru útvarpsþættir Vilhjálms Þ. Gíslasonar úr Íslendingasögum, en það er meðal þess bezta sem íslenzka útvarpið hefir flutt, og eins langt fyrir ofan þætti Jóns í Kotinu, og himininn er frá verri staðnum. Helgi Hjörvar, sem er vel liðinn af sjómönnum, minntist þess einu sinni í útvarpinu, að einir væru þeir sem aldrei kvörtuðu undan útvarpsdagskránni, og það væru sjómennirnir. Hvað skyldi hann segja ef hann vissi, að eitt aðal ræðuefni þeirra á hættusvæðinu, er einmitt þessi dagskrá. En sjómennirnir eru skrítnir karlar, þeir segja ekki mikið. Ef þeim einhveintíma ofbýður, þá geta þeir haft það til að stökkva upp, en þá segja þeir heldur ekki neitt, þeir bara "rétta einn á hann".
Frh
16.01.2013 17:08
Járnbraut smáhafnanna II
ES VIDAR
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Eftir að hafa komizt klakklaust af, mestan hluta leiðarinnar, höfum við nú verið kyrrsettir í einni eftirlitshöfninni, bæði vegna sífelldra storma, og vegna þess, að undanfarna daga höfðu skipin hreint og beint hrunið niður á þeirri leið, sem við enn áttum eftir ófarna. í ellefu daga var beðið eftir því, að brautin væri svo greið, að forsvaranlegt væri að leggja í hana að áliti Breta sjálfra. Loks kom hinn langþráði dagur. Þau voru þá orðin hundrað eða fleiri skipin, sem biðu eftir því að þessi stund rynni upp. Þarna voru saman komin skip frá flestum siglingaþjóðum, en lang mest bar á skipum Norðurlandaþjóðanna. Þegar kom að því að leggja átti af stað, og hin innsigluðu fyrirmæli flotamálastjórnarinnar voru opnuð, kom það í ljós, að skipin höfðu verið númeruð niður og þeim ráðlagt að halda hóp samkvæmt því, en þeim til varnar myndu herskip vera látin fylgjast með þeim. Okkar góða skip, "Járnbrautin", var útnefnd "vicecommodore" skipalestarinnar og henni skipað í hið ytra fylkingarbrjóst .
ALEXANDRA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hvort sem það var að þakka hinum virðulega aldri skipsins eða trausti á okkar stórmyndarlega skipstjóra, sem vel hefði sómt sér sem aðmíráll yfir hvaða flota sem væri, þá áttum við nú að ráða ferðinni í okkar armi, sem við færum, en allar stefnur voru hinn helgasti leyndardómur öllum nema skipstjóranum. Nokkrum tímum áður en skipin lögðu af stað, byrjuðu könnunarflugvélar að sveima yfir skipunum og leiðinni fram undan. Herskipin, sem áttu að fylgjast með þessari skipalest, komu nú einnig á vettvang; nokkrir hraðskreiðir tundurspillar og vopnaðir togarar. Þetta var í raun og veru ekki nein regluleg herskipafylgd, heldur fremur kurteisisfylgd nokkurra skipa. Flokkunar-númer skipanna var gefið til kynna með flöggum, til frekari leiðbeininga. Fyrst lagði af stað skipalest, sem var á norðurleið, naut hún miklu meiri herskipafylgdar og þar á meðal kafbáta, datt okkur í hug, að þarna væri verið að flytja hergögn til Finnlands, enda voru mörg finnsk skip í þeim hóp. Það var rétt fyrir rökkrið á ákveðnu klukkuslagi, sem skipin byrjuðu að leggja af stað, eitt eftir annað, og byrjuðu að raða sér upp eins og þeim bar.
FRIGGA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þetta fór þó í nokkrum handaskolum. Svo góðir sjómenn, sem þessir menn af ýmsum þjóðum voru, þá gekk þeim þó illa að raða sér eftir ákveðnum reglum, númerin reyndust líka brengluð og sum komu aldrei fram. Eitt virtist þó öllum þessum skipum sameiginlegt, þau virtust engan áhuga hafa fyrir því að vera fremst, hvort sem það hefir verið af kurteisi eða meðfæddu yfirlætisleysi, og "Járnbrautin", sem aldrei hefir fengið neitt orð fyrir að vera gangstroka, komst að þeirri kynlegu niðurstöðu, að hún gekk bezt allra þessara skipa. Að lokum komst allt í sæmilega reglulegt horft, og hersingin hélt leiðar sinnar. Herskipin brunuðu meðfram röðunum og töluðu saman með ljósmerkjum. Flugvélarnar fóru heim í háttinn. Nærri strax skall myrkrið á, og hinn mikli floti þögulla skipa fann hlífð í dimmunni. Ekkert skipanna mátti sýna neitt ljós nema daufa týru aftast á skipinu, til varnar því, að þau keyrðu hvert á annað. Þótt fjandsamlegur kafbátur yrði var við þessi ljós, myndi hann eiga mjög erfitt með að átta sig á stefnu skipanna eða vita fjarlægð sína frá þeim, og tundurskeytin eru of dýr, til þess að skjóta þeim út í bláinn. Um borð í hverju þessara skipa var iðandi líf. Sjómenn, sem gengu að skyldustörfum sínum, niður í vélarúmi og annars staðar bak við byrgða glugga. Rólegir og æðrulausir menn, en þó vel vitandi þess, að dauðinn gat beðið þeirra viðhvert fótmál.
Á stjórnpallinum stóðu mennirnir, sem mest mæddi á þessa stundina, þeirra hlutverk var ekki ósvipað því, að eiga að hlaupa niður f jölfarna götu með bundið fyrir augu, en eiga þó að varast að rekast á neitt. Þeir verða að einbeita eftirtekt sinni, svo að þeir komi auga á boðaföll frá skipi sem nálgast, áður en þeir heyra skriðniðinn frá því, og í myrkrinu er illt að greina boðaföllin frá fallandi báru, og skriðniðinn frá ýlfrandi vindinum.
SLEIPNER
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Á ferðalagi eins og þessu, er köld yfirvegun og snarræði nauðsynlegt. Þarna varð allur þessi floti að fylgja þröngri leið og skipta oft um stefnur. Á löngum kafla á leiðinni var hin hreinsaða renna svo mjó, að aðeins einu skipi var fært í einu, og þarna urðu öll þessi skip að þræða í hvers annars kjölfar. Þannig leið nóttin og kærkomin dagsbrún birtist þessum mikla skipahóp, því að svo erfitt sem það getur verið að mæta sýnilegum óvinum, þá er það þó hálfu uggvænlegra að fást við þá ósýnilegu. Veðrið var dumbungslegt, og mátti kallast lélegt flugskyggni, og því meira kom það á óvart, er ljósvakinn byrjaði að titra af neyðarkalli danska skipsins "Alexandra", eign Sameinaða gufuskipafélagsins.
Bresk ? flugvél gætir skipalestar
Af netinu © ókunnur
Þetta danska skip, og tvö önnur dönsk skip,"Frigga" og "Sleipner", frá sama félagi, höfðu legið og beðið á sama stað og við, en dregið sig aftur úr, þegar skipin lögðu af stað og voru nú 20 mílur á eftir skipalestinni og fylgdu í kjölfar hennar og nutu þannig aðstoðar hennar, án þess beinlínis að teljast til hennar, sem þessi skip vildu forðast, til að styggja ekki nágranna sína, Þjóðverjana. Sögur gengu um það að Sameinuðu skipin nytu þýskrar verndar, vegna þess að þau sluppu hjá óhöppum fyrstu mánuðina, og víst er það að merki félagsins var málað á skipin við hliðina á hinu eldgamla Dannebrog. Nú virtist þetta hvorugt duga, og var ekki hægt að afsaka sig með myrkri. Flugvélarnar létu sprengjum rigna yfir hin varnarlausu dönsku skip, og rökuðu einnig yfir þau með vélbyssuskotum. Danirnir höfðu í fersku minni af drif "Vidars", og biðu ekki boðanna, og tilkynntu í sífellu árásina, og leiðbeindu breskum eltingarflugvélum á staðinn. Samhliða bárust fregnir af fleiri loftárásum. Litlu síðar tilkynntu tvö grísk skip aftarlega í skipalestinni, að þýzkar flugvélar hefðu ráðizt á þau. Um líkt leyti tilkynnti loftskeytastöðin í Wick við Pentlandsf jörðinn, að þýzkar flugvélar hefðu hafið árás á skip við ströndina þar norður frá. Hvaðanæfa frá ströndinni bárust nú fregnir af skipum, sem tilkynntu árás flugvéla.
KINDALE
© Humberman
Skipið "Kildale", sem var 20 mílur út af Spurn, tilkynnti að tvær þýzkar flugvélar væru í sífellu að varpa sprengjum yfir skipið. Helst virtust flugvélaranr hafa ágirnd á skipaflotanum, sem við vorum með, en fóru þó í kringum skipalestina eins og köttur í kringum heitan graut, og réðust helzt að skipum, sem voru ein sér. Þeim tókst að hitta lítið norskt skip, "Tempo", og sökkva því; þrír biðu bana. Klukkan tæplega 11 gerði ein þýzk f lugvél sig líklega til að ráðast á okkur, og stefndi yfir okkur í fremur lítilli hæð. Þessi flugvél kom utan úr hafi. Áður en hún náði að komast yfir okkur, byrjaði brezkur tundurspillir, sem var nálægur, að skjóta á hana. Eldtungur teigðu sig út í loftið og hvert skotið reið af eftir annað. Flugvélin snarbeygði út af og reyndi að hækka sig. Við sáum hvar kúlurnar sprungu í loftinu, fyrst langt frá henni, svo nær henni og síðast hjá henni, flugvélin missti flugið og byrjaði að hrapa, náði sér svo aftur á strik, snéri sér við og hélt aftur út til hafs, en hafði sýnilega daprast flugið, fór sífellt lækkandi og steyptist að lokum í sjóinn. Ein tveggja hreyfla Henkel-flugvél var úr sögunni. I Þýzkalandi er aðstandendum fimm manna eða fleiri harmur búinn. Bretar munu hafa rekið upp fagnaðaróp, og sjómönnunum á skipunum í kring um hafa fundizt Þjóðverjarnir fá makleg málagjöld. Við heiman af íslandi, sem ekkert þekkjum til ófriðar, stöndum agndofa; ef flugvélin hefði ekki verið stöðvuð í tæka tíð, hefði kannske 22 fjölskyldur í Reykjavík átt um sárt að binda
15.01.2013 23:28
Járnbraut smáhafnanna III
Það "sauð oft á keypum " á fylgdarskipunum
En nú koma tvær brezkar eltingarflugvélar á vettvang og hvolfa sér yfir þýzku flugvélina, er þegar leggur undan á flótta, en brezku flugvélarnar, sem virtust miklu hraðskreiðari, náðu þýzku flugvélinni undir eins, og hófst nú loftorusta. Þýzka flugvélin skaut aftur fyrir sig á flóttanum, og áður en við gátum séð úrslitin, voru allar flugvélaranr horfnar bak við ský. Þá birtist allt í einu þriðja þýzka flugvélin, og þessari flugvél tókst að komast alveg yfir okkur, og byrjaði að senda okkur kveðju sína úr vélbyssu. Hinir tíðu smáhvellir vélbyssunnar heyrðust greinilega, þegar skotunum var hleypt af, þessum fyrstu banvænu skeytum, sem beint hefir verið að hinum heiðbláa fána vorum með rauða krossinum. Þetta kom svo óvænt og menn voru of forvitnir til að leita sér hælis. Enginn beið þó tjón af, maðurinn við stýrið, sem var einna berskjaldaðastur fyrir, horfði grimmdaraugum á flugvélina, en hreyfði sig hvergi. Skothríðin stóð aðeins stutta stund, meðan flugvélin þaut yfir, og áður en hún hafði tíma til að koma á nýjan leik, voru brezkar orustuflugvélar komnar á staðinn og hinar lagðar á f lótta.
© Humberman
Brezku "Hurricane" flugvélarnar drifu nú að úr öllum áttum í smáflokkum, oftast tvær og tvær saman. Þýzku flugvélarnar sáu nú þann kost vænstan að forða sér, en brezku flugvélarnar þutu á eftir þeim. Loftárás þýzkra flugvéla var lokið í þetta sinn. Samanborið við hvað mörg skip urðu fyrir árásum, þá var árangurinn mjög lítill. Tveimur skipum var sökkt. Skipstjóri á brezkum togara var skotinn til bana með vélbyssuskoti, á öðrum skipum varð lítill eða enginn skaði, tvær skipshafnir yfirgáfu skip sín, en hurfu aftur um borð, þegar árásin var liðin hjá. Af tíu sprengjum, sem varpað var niður yfir "Alexandra", hitti engin, en margar féllu mjög nærri. Nú byrjaði að hvessa, og hinn mikli floti hélt upp að minni Tyne-fljótsins, sem var endastöð margra skipanna, en aðeins áfangi á okkar leið. Við og fleiri skip vörpuðum akkeri úti fyrir opnu hafi. Kolmórauðar og hamslausar öldur Norðursjávarins rótuðu sér upp að ströndinni og hótuðu að slíta akkerisfestar "Járnbrautarinnar", en hún lagði undir flatt og stritaði á móti eins og jálkur, stirður í taurni. Um kveldið vorum við allir spenntir að hlusta á útvarpið, til að vita hvað sagt væri í fréttum hinna ýmsu landa, um atburði, sem við sjálfir höfðum verið áhorfendur að. I fréttum erlendustöðvanna var loftárásin aðalfréttin.
Skip sem hefur orðið fyrir árás
Af netinu © ókunnur
Brezka útvarpið skýrir frá afrekum brezku flugvélanna og sorglegum afdrifum sumra hinna þýzku. Nokkrum Þjóðverjum hafði verið bjargað úr flugvélunum, sem skotanar voru niður. í aðalatriðum var frásögnin rétt, eins og hún mun hafa litið út í augum flugforingjans, borið saman við þær upplýsingar, sem lágu fyrir. Þátttaka sjómannanna kemur lítið í ljós. Þýzka útvarpið var ánægt. Það viðurkennir reyndar að þrjár flugvélar hafi ekki komið aftur, en hverju afrekuðu þær ekki. Sökktu einum tundurspilli, fjórum vopnuðum togurum og 9 flutningaskipum. Útvarp Norðurlandanna lyfti til hálfs blæjunni frá hlutleysinu, sænska útvarpið endurtók ummæli sænsks blaðs um, "að það, sem hefir verið framið á sjómönnum hlutlausra þjóða er ekkert annað en morð, og þeir sem ábyrgir væru fyrir því, ekkert annað en morðingjar Gaman væri að vita, hvað íslenzka útvarpið segði, skyldum við nú heyra það? Jú, þegar íslenzku fréttirnar voru að hefjast, hætti rússneska stöðin snögglega eins og einhver hefði gripið fyrir munninn á henni, og íslenzka útvarpið heyrðist í gegn, hátt og greinilega. Það var lesin upp löng runa af styrkjum til skálda og listamanna. Í lok þessa lesturs var bætt við, eins og til afsökunar, að tveimur styrkþegum hefði verið gert skylt að vinna dálítið fyrir sínum hluta. Svo er sagt frá því slysi, að flugvélin Örn hafi hvolft á Skerjafirði, og að bændaleiðtogi, sem hafði leigt flugvélina, bjargaðist með því að synda 80 metra upp í f,jöruna á baðstað Reykvíkinga. Þá komu erlendu fréttirnar. Það voru fyrst. fréttir frá Finnlandi og bardögunum þar.
HMS GRENVILLE var sökkt á slóðum Súðarinnar 1940
Af netinu © ókunnur
Árásirnar á skip við strendur Bretlands eru ekki nefndar. Hinn snjalli þulur erlendra frétta er ekki næmur fyrir öðru en stórpólitískum viðburðum. Líf og áhætta sjómannanna virðist ekki kærkomið yrkisefni, þegar samdar eru fréttir kvöldsins.Í fréttaágripinu síðast um kveldið, áður en dagskráin hætti, var svo skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu gert nýja tilraun til að sökkva skipum við strendur Bretlands. Og lagið "Ó, guð vors lands" hljómaði út af mynni Tynefljótsins, þar sem "Járnbraut smáhafnanna" lá og bilti sér í öldunum, svo að brakaði í öllum viðum. Þannig leið nóttin. Um morguninn lá eitt mesta skipið í fjörunni, annað gríska skipið, er hafði sloppið óskaddað úr loftárásinni kveldið áður. Björgunarbátur úr landi, sem sendur var út að flakinu, fann þar enga sál. Á þessum stað biðum við í tvo sólarhringa, og nú voru sólarhringarnir orðnir 16 síðan við létum frá Islandi. Um leið og storminn lægði, skall á biksvört þoka. Þar sem vistir voru mjög þrotnar, komu fjögur af skipunum sér saman um að taka sig út úr og halda leiðar sinnar, og skiljast ekki, hvað sem á dyndi. Voru þetta tvö sænsk skip , eitt norskt og við. Hin biksvarta þoka gat ekki aftrað þessum ásetningi fjórmenninganna, heldur gaf þeim von um að geta betur dulist óvættum í fyrirsát. Svo þykk var þokan, að lengstum gátu skipin ekkert séð hvort til annars, heldur öskruðu þau sig saman með eimpípunum og öðru.
Sjómaður af s0kknu skipi fiskaður upp
Af netinu © ókunnur
Þessi tröllslegu öskur tóku við hvert af öðru, svo að undir tók í þokunni. Þegar ekki sá úr augunum voru önnur skilningarvit yfirspennt eins og hjá blindum mönnum Eyrun gátu undir eins greint afstöðu hljóðsins og fundið hvert af skipunum það var, sem flautaði. Reykjarlyktin frá skorsteini næsta skips sagði til áður en augun gátu greint sjálft skipið. Mest töf varð að norska skipinu. Það var svo hægfara, að hin skipin urðu oft að hægja á sér til þess að það drægist ekki aftur úr. En þótt aðstaðan væri erfið, þá gekk allt vel, og samflota náðu öll þessi skip á áfangastaðinn. Þokan reyndist fremur sem bjargvættur í þetta sinn. Þegar þessir f jórir skipsskrokkar komu skríðandi út úr þokunni, hvert í annars kjölfari og fram hjá Humber vitaskipinu, þá voru þar allar hendur á lofti til að veifa og fagna þessum ferðalöngum, sem höfðu tekið til sinna ráða, til þess að komast leiðar sinnar. Kannske hefir það verið ímyndun, en okkur fannst mest veifað til okkar, kannski hefir það verið vegna þjóðernis okkar, sem er vel þekkt á þessum slóðum, eða kannske vegna þess að okkar skip var minnst. Þarna urðum við að varpa akkeri, og svo svört var þokan, einnig næstu daga, að einn sólarhringur leið, áður en hafnsögumenn treystu sér að færa skipið í hafnkví" Hér líkur þessari grein þessa sómamanns. Ég vona að fleirum en mér hafi þótt hún fróðlega og veitt okkur smá innsýn í líf farmannsins á því herrans ári 1940