Færslur: 2013 Janúar

13.01.2013 18:46

Fyrir sjötíu árum V

Þann 17 maí 1943 lagði þessdags glæsilegasti og  nýjasti (1930) togari íslendinga af stað til Englands með fullfermi af ísuðum fiski.Þetta var togarinn Garðar GK 25. Í samfloti við Garðar voru togararnir Gyllir og Júpiter Eigandi Garðars var hið merka útgerðarfyrirtæki E Þorgilsson & co í Hafnardfirði Skipið var fram að þessu eitt af mestu happaskipum togaraflotans undir öruggri stjórn Sigurjóns Einarssonar skipstjóra Sigurjón tók sér siglingafrí þessa umræddu fer En í ferðinni er keyrt á skipið og því sökkt  Maður brýtur svolítið heilan yfir þessu því Garðar var annað skipið sem þetta skip Miguel de Larrinaga með skipstjórann G. Leatherbarrow sigldi niður á nokkrum dögum Það hefur sennilega ekki verið tekið alkahól test á mönnum í þá daga

Svona segir Mogginn frá þessum atburði




SJÓRÉTTARPRÓF fóru frarn  í Hafnarfirði 4 júní 1943  vegna árekstursms á togarann Garðars við Skotland strendur 21. f. m., er varð þess valdandi, að togarinn sökk á svipstundu og þrír skipsmanna fórust. Í sjóréttinum var lögð fram  sjóferðaskýrsla b.v.Garðars, sem Jens Jónsson skipstjóri hafði gefið Sigursteini Magnússyni ræðismanni íslands í Edinborg. Í skýrslu skipstjóra segir, að Garðar hafi farið frá Hafnarfirði árdegis 17. maí. Með skipinu var 13 manna áhöfn. Gekk ferðin vel yfir hafið og komið til Skotlandsstrandar síðdegis 20. maí. Árla föstudags, 21. maí var logn, en svarta þoka. Samflota Garðari voru þá Gyllir og Júpíter, en Garðar tapaði skjótt sambandi við þá vegna þokunnar. hér birtist orðréttur kafli úr skýrslu skipstjórans. Skipst.jóri var á stjórnpalli, ásamt 1 stýrimanni, Haraldi Þórðarsyni en Jón Halldórsson háseti var við stýrið. Annar háseti, Ármann Óskar Markússon, var á verði á þaki stýrishússins.Kl. 07.30 í'ór 1 stýrimaður af stiórnpalli, en 2 stýrimaður, Þórður Sigurðsson tók við af honum .

b/v Garðar GK 25



Þórhallur Ilálfdánarson tók við  stýri, en Andrés Pálsson fór á vörð á þaki stýrishússins. 1 vélstjóri var á verði í vélarúmi. Kl. 08.00 var skipið stöðvað. Sama veður, aðvörunarmerki stöðugt gefið með eimpípunni. Kl. 09.45 létti þokunni eilítið. Farið af stað aftur. Kl. 11.00 f. h. heyrist blástur skipa á bakborða, sett á hæga ferð. Þrjú skip sjást fara fram hjá á bakborða. Héldu þau mótsetta stefnu. Til öryggis stefna sett S hálft A, til þess að verða síður í vegi skipa, sem kynnu að koma á móti, samkvæmt regium, sem nú gilda (1943) í Norðursjónum. Þokumerki stöðugt gefin allan þennan tíma, með einnar og hálfrar annarar mínútu millibili. Kl. 11.20 sér skipstjóri skip beint framundan. Aðspurður kvað hann skyggni hafa verið um 3-4 skipslengdir Garðars, og að Garðar hafi þá enn verið á hægri ferð og að engin aðvörunarmerki hafi heyrst framundan. Gaf skipstjóri fyrirskipun um að snúa hart á st.iórnborða, en jafnframt var gefið eitt stutt blástursmerki, til þess að gefa til kynna stefnubreytinguna. Ennfremur gaf skipstjóri fyrirskipun um að setja á fulla ferð, til þess að skipið Iéti betur að stýri. Rétt á eftir verður ásigling á bakborðssíðu Garðars. Rakst hið ókunna skip á miðsíðu togarans, aftan við st.jórnpall og skarst stefni þess inn undir miðju togarans. Gefin skipun um að skipverjar færu að fleka og bátum og var það gert eftir því sem tími vanst til.




Um það bil eina og hálfa mínútu eftir að ásiglingin varð, var Garðar sokkinn og flutu björgunarbátar og fleki upp. Komust sex menn í stiórnborðsbjörgunarbát, en tveir í bakborðsbátinn. Tveir menn, sem ekki höfðu tíma til að komast í bátana, köstuðu sér í sjóinn frá skipinu, er það sökk og var þeim bjargað af sundi. Þriggja manna var saknað, þeirra: Odds Guðmundssonar, 1 vélstióra (48 ára), Alfreðs Stefánssonar kyndara ( 25 ára) og Ármanns Óskars Markússonar háseta (25 ára), og þrátt fyrir leit á bátunum, eftir að skipið sökk, sást ekkert til þeirra. Dvalið á staðnum, þar sem ásiglingin varð, um hálfa aðra klukkustund. Farið um borð í skipið. sem ásiglinguna gerði og haft tal af skipst.jóra  Reyndist skipið að heita Miguel de Larrinaga, skipstjóri G. Leatherbarrow, en eigendur Larrinaga Steam Ship Company, II, Rumford Street, Liverpool. Breskur togari, Bell Dock, frá Grimsby, skipstjóri J. Dows, 316, Brereton Avenue, Cleethorp, Lincs., var nærstaddur, og að beiðni skipstjórans á M. de L. Féllst skipstjóri Bell Dock á að fara með skipverja Garðars, sem af komust, til hafnar". Hér lýkur frásögn skipstjóra. Vegna þess hve skipið sökk fljótt, var ekki mögulegt að bjarga sjóferðabókinni eða

öðrum skipsskjölum. Allur farangur skipverja tapaðist. Þess skal að lokum getið, að sama skipið Miguel de Larrinaga, sigldi á Garðar var, þrem dögum fyrir ásiglinguna statt í skotskri höfn, til þess að skila þar áhöfn af skipi, sem það hafði siglt á, með þeim afleiðingum, að. það skip sökk einnig

MIGUEL DE LARRINA HÉR SEM BERND LEONHARDT





                                                                                                                            © Rick Cox

Skipið var byggt hjá sem:Schichau í Danzig þáverandi Þýskalandi 1924 sem MIGUEL DE LARRINA Fáninn var: breskur  Það mældist: 5231.0 ts, 8130.0 dwt. Loa: 118.40. m, brd 16.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1950 BERND LEONHARDT - 1954 CAPETAN GEORGIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Japan 1959
Lokað fyrir álit

11.01.2013 15:27

DOULOS

Mikill velunnari síðunnar Jón Óli Halldórsson benti mér á þetta áhugaverða skip DOULOS

Hér sem FRANCA C

                                                                                                 © Chris Howell

Skipið var byggt hjá Newport News SB í Newport News USA 1914 sem: MEDINA Fáninn var: USA Það mældist: 6818.0 ts, 2153.0 dwt. Loa: 130.40. m, brd 16.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1949 ROMA  - 1952 FRANCA C. - 1978 DOULOS 1952 var skift un vél í skipinu og ts aukið úr 5426.0 ts í það sem það er í dag

Hér sem DOULOS

                                                                                                 © Chris Howell

                                                                                                 © Chris Howell

                                                                                                 © Chris Howell
Skipið er eitt af nokkrum bóksafnsskipum í dag
Lokað fyrir álit

09.01.2013 20:13

Meira af "Fyrir sjötíu árum"

Þ 9 mars 1943 lagði þetta skip sem hét Industria af stað frá Philadelphia til Rio de Janeiro Skipið sem var sænskt var "fylgdarlaust" og óvopnað. En Svíþjóð var "yfirlýst" hlutlaust í WW2. Um kl 0707 LMT þ 25 mars þegar skipið var statt á 11°40´0 S, og 035°.55´0 V (eða 80 sjm SA af Aracaju, Brasilíu) kom kafbátaforinginn Friedrich-Wilhelm Wissmann (1915-1963) á kafbátnum U518 auga á skipið og skaut það niður.Þrátt fyrir að sænski fáninn væri rækilega málaður en að vísu ekki upplýstur á báðar síður fórnarlambsins.

INDUSTRIA Hér að hlaupa af stökkunum 1940

                                                                                 © söhistoriska museum se

Skipið sökk á átta mínútum. Ekki tókst að senda neitt neyðarkall. Flestir.skipbrotsmenn komust í einn björgunnarbát en aðrir köstuðu sér í sjóinn og komust síðan í bátinn. En einn skipverja fórst Kafbáturinn kom fljótlega upp á yfirborðið og tóku bátsverjar til við að yfirheyra skipbrotsmennina. Handtóku síðan skipstjórann yfirstýrimanninn og yfirvélstjórann. Kynntu sér svo hvort nokkrir af hinum væri særðir. Þegar svo var ekki settu þeir meiri vatnsbirgðir um borð í björgunarbátinn og svo hvarf kafbáturinn í djúpið. Svissneska skipið St. Cergue bjargaði mönnunum svo 15 klt seinna.

INDUSTRIA Sænski fáninn á síðunum dugði ekki


                                                                                 © söhistoriska museum se

Þeir voru svo settir í land í Bahia Blanca (Argentínu). Yfirmennirnir af Industria voru síðan settir í land af kafbátnum í Lorient (Frakklandi).þegar báturinn kom þangað 27 apri. Þeim var svo flogið þaðan til Svíþjóðar. Af 26 manna áhöfn sænska skipsins fórst einn maður sem fyrr sagði en það virðist vera eftir þeim erlendu gögnum sem ég hef undir höndum hafa verið íslendingur að nafni Ólafur Reykdal. Eki hef ég fundið neitt um þennan mann í íslenskum gögnum

INDUSTRIA



                                                                                 © söhistoriska museum se


Skipið var byggt hjá Lindholmens Varv í Gautaborg 1940 sem: INDUSTRIA  Fáninn var: sænskur Það mældist: 1270.0 ts, 1688.0 dwt. Loa: : 87.50. m, brd 12.80. m Örlög skipsins eru hér að framan

Þetta mun vera ST CERGUE en skipshöfn þess bjargaði skipbrotsmönnunum


                                                                                 © photoship


Lokað fyrir álit

07.01.2013 14:51

Enn og aftur

Enn er verið að taka ölvaðan skipstjóra sem stefndi skipi sínu og skipshöfn í hættu. Og enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að hneykslast á atburðinum.. Maður finnur jafnvel fyrir vorkun í garð þessara manna sem lenda í þessu,þótt að svona sé ekki á neinn hátt afsakanlegt. Nú var það skipstjórinn á Sunny Maria rússneskt eigðu skipi skrásettu í St Kitts Nevis.

SUNNY MARIA


                                                                           © Marcel & Ruud Coster

Þetta skeði í gærkveldi Skipið var á leið frá Ijmuiden til Kaliningrad og var að koma í Eyrarsund en stefndi beint á land Danmerkurmegin. Eftir ítrekaðar tilraunir yfirvalda að ná sambandi við skipið  náðist það að lokum og skipstjórinn stöðvaði skipið.Þegar lögreglan koms svo um borð var hann svo drukkinn að hann gat varla blásið í testtækið. Skipinu var lagt við akker út af höfninni í Hornbæk.Kafteininn fluttur beint í grjótið. Og var þar enn í morgun.

SUNNY MARIA

                                                                           © Marcel & Ruud Coster

Skipið var byggt hjá  Skala Skipasmidja í  Skala Færeyjum 1978 sem: SNOWDROP  Fáninn var: danskur Það mældist: 1131.0 ts, 1423.0 dwt. Loa: 67.30. m, brd 12.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 ISSLI - 2004 KARAT REEFER. 2007 Sunny Maria Nafn sem það ber í dag undir fána St Kitts Nevis.


SUNNY MARIA


                                                                         © Marcel & Ruud Coster

Svona leit þetta út


                                                                           © Martime Danmark

                                                                           © Marcel & Ruud Coster
Lokað fyrir álit

07.01.2013 00:23

Ísborg

Ég var með færslu um daginn um Guðmund Anton Guðmundsson vélstjóra og útgerðarmann úr Kópavogi. Eftir að Hildur sökk keypti hann Ísborg. Togara sem breytt hafði verið 1963 í flutningaskip Hann seldi svo skipið til Honduras 1974

ÍSBORG sem togari

                                                                                               © shipsmate 17
Hér sem flutningaskip


                                                                                                                       @ Ray Perry Shipsnostalgia

Skipið var byggt hjá: Cook, Welton & Gemmell  í Beverley Englandi 1948 sem: ÍSBORG  Fáninn var: íslenskur Það mældist: 655.0 ts, 707.0 dwt. Loa:59.20. m, brd 9.17. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1974 MARIA SISSY - 1976 CATERA - 1977 NUEVA ISBORG Nafn sem það bar síðast undir Panama fána Það grotnaði svo niður í höfninni í Agios Nikolas á Krít  Þar sem íslenskir sólarlandafarar sáu skipið og mynduðu það En þá hafði það legið þarna í höfninni í þrjú ár Eftir að hafa verið kyrrsett þarna eftir að mikið af smyglgóssi fannst í því





                                                                                                                       @ Kristín Halldórsdóttir

                                                                                                                       @ Kristín Halldórsdóttir
Nokkrir sólarlandafarar sitja nálægt skipini

                                                                                                                       @ Kristín Halldórsdóttir
Lokað fyrir álit

06.01.2013 18:48

Fyrir sjötíu árum IV

Þ 14 apríl 1943 lagði skipalestin HX-234 af stað frá Halifax áleiðis til Liverpool í lestinni var fyrrverandi skip  A/S Det Østasiatiske Kompagni, en nú undir breskum fána AMERIKA

AMERIKA


                                                                              © Uboat.net
Einhverra hluta vegna varð skipið viðskilja við lestina þannig að það var eitt á ferð (straggler) þegar kafbáturinn U-306 foringi Claus von Trotha rekst á skipið sendir því tundurskeyti sem sökkti því  Á 57°.30´0 N, 042°.50´0 V Um borð í AMERIKA voru 140 manns.71 í áhöfn 53 farþegar og 15 byssuliðar 86 fórust þar af 42 úr áhöfn 37 farþegar og 7 byssuliðar  en 54 var bjargað 30 úr áhöfn 16 farþegum og 8 byssuliðum. HMS ASPHODEL bjargaði skipbrotsmönnum og flutti þá til Skotlands

Meðal áhafnatmeðlima var íslenskur háseti 18 ára gamall Geir Árnason 18 ára Reykvíkingur



Geir hafði ráðið sig í Reykjavík á  SKAGEN  1942  og síða á  AMERIKA 1943
Þar sem hann svo fórst

SKAGEN



                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk
AMERIKA

                                                                          © söhistoriska museum se

Skipið var byggt hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1930 sem:  AMERIKA  Fáninn var: danskur Það mældist: 6248.0 ts, 10110.0 dwt. Loa: 141.80. m, brd 19.00. m Skipið gekk aðeins  undir þessu eina nafni en fáninn var breskur er því var sökkt





                                                                          © photoship

HMS ASPHODEL


                                                                              © Uboat.net

 Claus von  Trotha (1914-1943)                                                             © Uboat.net

Þetta kom í þessari röð því íslensku heimildarnar sem ég hef um Geir Árnason töluðu bara um að hann hefði farist með dönsku skipi í júni eða júlí 1943 En nú liggur þetta fyrir svona
Lokað fyrir álit

06.01.2013 18:00

Einkennilegur atburður sumarið 1943

Ásgeiri Sigurðssyni skipstjóra á m/s Esju II segist svo frá í Sjómannablaðinu Víking sumarið 1943::
"Klukkan rúmlega 11 árdegis þ 16 júni 1943var m.s. Esja að sigla út frá Kópaskeri, þenna eftirminnilega dag var skipið komið út undir Grjótnes á Sléttu. Þoka hafði verið, en sólin skein í gegn einstöku sinnum. Er komið var út undir Grjótnesið birti skyndilega svo að sást langar leiðir. Sást þá e.s. Súðin og var hún komin nokkuð inn og vestur fyrir Rauðanúp. Kallaði yfirstýrimaður, Grímur Þorkelsson, á skipstjóra, er var inni í kortaklefanum, og sagði honum að m.s. Esja væri að fara fram hjá e.s. Súðinni, og gat þess um leið að sér virtist eitthvað einkennilegt við skipið.

ESJA II


                                                                                                       @Tryggvi Sigurðsson

Fóru þá báðir, skipstjóri og stýrimaður, að beina sjónaukum að skipinu, og sýndist báðum, sem skipið væri stöðvað eða að snúast á sama blettinum, og um leið að komnar væru einhverjar hvítar skellur eða göt á bakborðshlið skipsins, voru þeir að ræða sín á milli hvað þetta gæti verið, hvort sæist inn í hvítu málninguna í herbergjunum, eða hvort það gæti verið að leki væri kominn að skipinu og sjórinn streymdi svona ákaft þarna út frá dælum, eða hvort gæti verið, að hvítar ábreiður væru þarna breiddar yfir eitthvað á þilfarinu og blöktu fyrir vindinum.

ESJA II


                                                                                    Mynd úr safni Tryggva Sig

Maðurinn, sem var á útverði, og sá er stýrði, heyrðu einnig á þetta tal skipstjóra og stýrimanns. Voru þeir að ræða sín á milli um þetta fram og aftur og þótti undarlegt að e.s. Súðin skyldi eigi gefa m.s. Esju nein merki, voru svo sannfærðir um að eitthvað væri að. Sáu síðan að skipið hélt, að þeim virtist, af stað og hélt vestur á bóginn. Kom þeim ásátt um, að þetta hlyti að hafa verið eitthvað smávægilegt, þar eð skipið héldi áfram, án þess að hafa samband við m.s. Esju. Í nónfréttum útvarpsins var svo sagt frá að e.s. Súðin hafi orðið fyrir flugvélarárás fyrr um daginn.

ESJA II Hér komin nálægt endastöðinni


                                                                                                                   @Bjarni Halldórsson


Varð þá skipstjóra að orði, að það hafi þó verið gott að ekki varð meira að en svo,að skipið hefði getað haldið áfram; setti þetta allt í samband við augnablik það er skipin voru þarna um kl. 11 árdegis á svipuðum slóðum. En er síðar fréttist, að árásin hafi fyrst orðið um 2 tímum eftir að skipstjóri og stýrimaður á m.s. Esju báðir sáu þessa áður umgetnu sýn, þótti hér nokkuð hafa borið við er í frásögur væri færandi.Tilvitnun lýkur Bæði Ásgeir og Grímur voru held ég þekktari fyrir annað en dulsýnir. En þetta er virkilega furðulegt
Lokað fyrir álit

06.01.2013 16:31

Fyrir sjötíu árum III

Næsta högg á íslenska farmannastétt ríður af þ 16 júní 1943 Þegar þýsk herflugvél ræðs á farþega skipið Súðin. Við skulum kíkja í dagbók skipsins frá fyrrgreindum degi:"Staður skipsins: 66 18' 5" n.br. 17 39' V.I., á leið til Akureyrar. Veður: NA 1, sjór 2, léttskýjað.Loftvog: 756.0 mm. Kl. 13.40 heyrði 3. stýrimaður, er átti vakt á stjórnpalli, í flugvél og í sama mund sá hann hvar flugvél kom beint undan sól (skipið hafði stefnu í vestur), og lækkaði flugið. Hann fór þegar að talpípu þeirri sem liggur niður til skipstjóra, til þess að tilkynna honum um flugvélina.

SÚÐIN við Miðbakkann





I sama mund og hann tekur flautuna úr talrörinu, kom skot í vinstri öxl hans og hann féll flatur á stjórnpallinn. Á sömu stundu fleygði flugvélin sprengjum og lét jafnframt kúlnahríð dynja á skipið og lék allt á reiðiskjálfi. Þegar hann reis upp aftur fór hann að talpípunni og kallaði niður til skipstjóra, svaraði hann ekki, hljóp þá stýrimaður niður og inn til hans, skipstjóri var þá farinn úr íbúð sinni. Fór hann þá á stjórnpall aftur og stóð þá skipstjóri fáklæddur þar, höfðu þeir farist á mis. Skipstjóri stöðvaði þegar skipið og gaf skipun um að hafa bjargbáta tilbúna, ennfremur að menn yrðu tilbúnir við loftvarnartækin ef flugvélin kæmi aftur, einnig gaf hann loftskeytamanni skipun um að kalla út neyðarmerki, sem hann og framkvæmdi samstundis Í þessari hríð særðust eftirtaldir menn: Ögmundur Ólafsson 3. stýrimaður, Guðjón Kristinsson
viðvaningur, er var við stýrið, Hermann Jónsson háseti, er var að skafa teaktré á utanverðri afturhlið stjórnpalls, virtust þessir tveir síðastnefndu þegar við fyrstu athugun mjög mikið særðir.

Hér fylgja skipverjar Súðarinnar föllnum félögum sínum til skips sem flutti þá til þeira heimabyggðar



Ennfremur særðust: Björn Kjaran óvaningur, er var að hreinsa kopar á kistunni bakborðsmegin, Guðmundur V. Guðmundsson þjónn á 2. farrými, Ólafur S. Ólafsson hjálparmaður í vél og Adolf Hansen búrmaður, voru þessir menn einnig staddir á þilfari. Að lítilli stundu liðinni kom 1. vélstjóri og
tilkynnti skipstjóra að botnventill skipsins hefði sprungið og sjórinn fossaði inn, enda var skipið þá þegar farið að hallast mikið til bakborða. Gaf skipstjóri þá skipun um að yfirgefa skipið. Var þá fyrst farið að bátum á bátaþilfari og reynt að koma þeim út, björgunarbát nr. 1 stjórnborðsmegin reyndist ómögulegt að koma út vegna halla skipsins, björgunarbátur nr. 2 bakborðsmegin var allur sundurskotinn og því ekki sjófær. Var nú farið að afturbátunum og þeir látnir síga í öldustokka hæð. Voru særðir menn og aðrir skipverjar látnir fara í bátana og þeir látnir síga í sjóinn og haldið frá skipinu.




Skammt utar en árásin var gerð, voru togarar að veiðum (reyndust það síðar vera Englendingar). Áður en skipið var yfirgefið var gefið merki með eimpípunni til þess að vekja athygli þeira á kringumstæðunum. Komu tveir þeirra brátt á vettvang með stuttu millibili og var sá fyrir togarinn Lameslade H. 548 frá Hull, skipstjóri A. Stoners, fóru allir um borð í hann. Hinn togarinn var War Grey H. 14 frá Hull. Talaðist svo til milli skipstjóra Ingvars Kjaran g hinna ensku skipstjóra, að 1.stýrimaður,Pétur Bjarnason, og hinir særðu menn (að undanteknum Ögmundi Ólaf ssyni, sem ekki lét þess getið, fyrr en síðar að hann væri særður), ásamt nokkrum öðrum skipverjum færu strax með togaranum Lamesdale til næstu hafnar, er var Húsavík" Tilvitnun lýkur




Togarinn "Lamesdale" kom til Húsavíkur kl. 17.00, voru þá þeir Hermann Jónsson og Guðjón Kristinsson látnir. Var þegar náð í lækni og hinum særðu mönnum komið á sjúkrahús. Hermann Jónsson var 46 ára kvæntur, búsettur í Reykjavík og lét eftir sig tvo syni og eina fósturdóttir. Guðjón Elí Kristinsson var 21 árs ókvæntur bjó í foreldrahúsum á Ísafirði.Súðin  var svo dregin til hafnar á Húsavík stórskemmd En þetta  skip átti drjúgan þátt í að koma þessari þjóð á lappirnar á sínum tíma og sinnti hinum ólíklegustu verkefnum. Allt frá flutningum á sýslumönnum og öðrum stórmennum milli hafna hérlendis til fiskflutninga til Englands og þorskveiða við Grænland



                                                                                           Úr safni Guðlaugs Gíslaonar

Skipið var byggt hjá Neptun AG Rostock Þýskalandi 1895 sem Gotha fyrir sænska aðila (H. Sternhagen) Skipið mældist 756.0 ts 600.0 dwt.  Loa: 56.80 m brd: 1927 kaupir Rederiet A/B Svenska Lloyd skipið og skírir Cambria 1930 kaupir Ríkissjóður íslands fyrir Skipaútgerð Ríkisins skipið og skýrir Súðin.


                                                                Úr mínu fórum © ókunnur
                                

Það er svo í eigu þeirrar útgerðar til 1949 að Útvegur h/f kaupir skipið og notar það við  Grænland sem móðurskip fyrir nokrar trillur og smærri vélbáta. Skipið var þá skráð fiskiskip og fékk einkennisstafina RE 210. 1952  kaupir Kjartan Guðmundsson það og sendir það til Ceylon þar sem skipið var selt til Hong Kong En þar er það "talið" rifið 1952. En sögur gengu um að skipið hefði siglt á fljótunum í Kína mörg ár eftir það


                                                                Úr mínu fórum © ókunnur

Súðin er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess og mennina sem sigldu henni mætti skrifa heila bók. En minningu þessara manna og skipa á að halda í heiðri.
Lokað fyrir álit

06.01.2013 12:27

Fyrir sjötíu árum II

Næsti íslenski farmaðurinn sem fórst af völdum WW2 hét Kristinn Sveinbjörn Kristófersson.23 ára Sandgerðingur (hann var sonur Kristófers Oliverssonar þekkst þess daga skipstjóra í Sandgerði)  En en hann var í áhöfn þýska skipsins ALTENFELS þegar norskir tundurskeytabátar sökktu skipinu í Korsfirði fyrir utan Bergen þ 5 júní 1943



Kristinn hleypti heymadraganum í september 1939 réðist þá á sænskt skip Hedera.Það skip strandar í Austursjó

HEDERA
                                                               © söhistoriska museum se

Skipið var byggt hjá Gray SY í  W Hartlepool Bretlandi 1900 sem:  HELSINGBORG Fáninn var: sænskur Það mældist: 1420.0 ts, 2297.0 dwt. Loa: 92.20. m, brd 13.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1918 DALAND - 1919 VARNA - 1926 BALTIA - 1935 HEDERA - 1956 BALTICO Nafn sem það bar síðast undir sama fána En það var rifið í Danmörk 1958

Eftir að hafa bjargast úr strandi Hedera ræður Kristinn sig á annað sænskt skip NEVA

NEVA

                                                                   © söhistoriska museum se

Skipið var byggt hjá Helsingborgs Varfs í Helsingborg 1928 sem:NEVA Fáninn var: sænskur Það mældist: 1112.0 ts, 1456.0 dwt. Loa: 75.40. m, brd 11.60. m Skipið bar þetta eina nafn en því var sökkt  22 jan 1943 Hér er eitthvað sem ekki passar   þeim heimildum sem ég hef undir höndum ber ekki saman.Sænsku skipinu Neva var sökkt af U538 og aðeins tveir menn komust af Og var þeim bjargað af ensku herskipi En í íslenskum heimildum sem ég hef undir höndum er sagt að Kristinn hafi verið á þessu skipi í Glasgow í febrúar 1940 og þá skrifað heim. En skipinu svo sökkt eftir brottför þaðan Og honum hafi verið bjargað af þýsku skipi sem hafi flutt hann til þess lands En hvað um það Næsta skip sem talið er að Kristinn hafi verið á var þýska skipið BOLTENHAGEN

BOLTENHAGEN

                                                                   © söhistoriska museum se


Skipið var byggt hjá Rotterdam DD í Rotterdam Hollandi 1912  sem: DUBHE  Fáninn var:hollenskur Það mældist: 2051.0 ts, 3233.0 dwt. Loa: 101.20. m, brd 14.70. m Skipið  gekk aðeins undir tveimur  nöfnum:En 1929 er það selt til Þýskalands og fékk nafnið BOLTENHAGEN. Skipið var svo skotið niður við Flekkefjörð Noregi 12 ágúst 1942 Bjargaðist Kristinn þá enn einusinni


                                                                                        © söhistoriska museum se


Eftir þetta ræðst Kristinn á annað þýskt skip                                                                

ALTENFELTS


                                                                         © söhistoriska museum se

Skipinu er sökkt sem fyrr sagði við Noreg 5 júní 1943 og fórst Kristinn það með 14 félögum sínum


                                                                            © söhistoriska museum se
Það má sjá allt um skipið  hér
Lokað fyrir álit

05.01.2013 17:18

Fyrir sjötíu árum I

1943 var eitt af bestu árunum í WW2 fyrir okkur íslendinga hvað manntjón  varðaði beint af völdum stríðsins. Þótt árið hafi eiginlega byrjað með hörmulegum sjóslysum Náttúran söm við sig þótt styrjaldir geysi.Hörmulegasta slysið varð 18 febrúar þegar vélskipið Þormóður fórst út af Stafnnesi. Með skipinu fórust þrjátíu og einn maður Sjö skipverjar og tuttugu og fjórir farþegar.En fárviðri var á  slóðum skipsins  og talið að það hafi farist af völdum þess.En af því þessi síða á að fjalla um kaupskip þá ætla ég að halda mér við íslenska farmenn sem fórust þetta ár úr af ófriðarástandinu.Þ 28 febrúar 1953 lagði flutningaskipið ANDRE F LUCKENBACH af stað frá New York til Liverpool.

ANDRE F LUCKENBACH

                                                                    © Uboat.net


Skipið sem var vel vopnað var lestað hergögnum Þegar það var statt á 51°.20´0 N og 029°.29´0 V kl 2126 LMT þa 10 mars var þaðp skotið niður af kafbátnum U""! með Hans-Hartwig Trojer sem foringa Um borð í ANDRE F LUCKENBACH  voru í allt 84 menn 64 var bjargað en 20 fórust þar á meðal tuttugu og fimm ára Reykvíkingur Jón Guðmundur Halldórsson



Endalok U221 urðu þau að bátnum var sökkt  27 Sept, 1943 SV af Írlandi, á stað ca 47°.00´0 N, 018°00´0 V með djúpsprengum frá bresku Handley Page Halifax flugvélum Áhöfn bátsins fórst öll

Hans-Hartwig Trojer
 (1916-1943)                                  © Uboat.net


ANDREA F LUCKENBACH var byggt hjá Betlehem SB Corp LD í Quince Mass í USA 1919  Fáninn var: USA Það mældist: 4052.0 ts, 6565.0 dwt. Loa: 151.00. m, brd 20.70. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni


Næsti íslendingur sem missir lífið af völdum stríðsátaka var Georg Richard Long en hann fórst með ástralska spítalaskipinu CENTAURÞann 18 maí 1943.En japamskur kafbátur I-177 skaut skipið niður Richard  var fjöritíu og eins árs Seyðfirðingur að ætt en búsettur í Ástralíu


CENTAUR

                                                                                   © photoship

Þá sögu ná sjá   Hér

Lokað fyrir álit

03.01.2013 17:13

Hildur

Fyrir tæpum fjöritíu og sex árum keypti þá, rúmlega þrítugur vélstjóri Guðmundur Anton Guðmundsson ásamt félaga sínum tuttugu og þriggja ára gamallt tréskip ca 450 ts Skipið notuðu þeir félagar til vöruflutninga.. Skipið sem hét Hildur átti sér þó nokkuð merkilega sögu. Hún byrjar í enskri skipasmíðastöð 1943 En skipið var byggt sem tundurduflaslæðari (Minesweeper) og var af gerðinni MMS. Hingað til Íslands er það keypt 1957 af Stjörnum h/f á Dalvík og fær nafnið Pólstjarnan EA 770

Skip af MMS -gerðinni



                                                                                             © photoship

Skipið var nota til síldveiða með snurpunót. En við þær veiðar þurfti tvo nótabáta. Ekki ófrægari maður en Ólafur Magnússon (yfirleitt kendur við sitt gamla skip Eldborg frá Borgarnesi) var þá með skipið . En Ólafur mun enn eiga aflamet á síldveiðum fyrir Norðurlandi 30.330 mál (í dæminu eru Austfirðirnir ekki reiknaðir með Mig minnir að 150 kg hafi verið í málinu.Þetta met setti Ólafur 1943 á Eldborg MB 3) Nú 1953 kaupir  kaupir ekki ómerkari útgerðarmaður en Aðalsteinn Loftsson skipið og skírir það Baldur EA 770

Annað skip af MMS-gerðinni

                                                                                             © photoship

Loftur selur svo skipið til Reykjavíkur 1961 og fær það nafnið Hildur RE380. Þannig má segja að staðan hafi verið þegar svo Guðmundur Anton og félagi kaupa svo skipið 24 apríl 1968

Hér er skipið sem MMS -1006


                                                                                             © photoship

Skipið var byggt hjá East Anglian í Oulton Broad Englandi 1943 sem: MMS-1006 Fáninn var: enskur Það mældist: 360.0 ts, 430.0 dwt. Loa: 42.60. m, brd 7.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:  1947 TRIPPESTA - 1947 PÓLSTJARNAN - 1953 BALDUR - 1964 HILDUR Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En skipið sökk þ 21 mars 1968 25 sml SV af Gerpi Hlaðið síldartunnum til Svíþjóðar. Áhöfn varðskipsins Þórs bjargaði áhöfninni

Svona segir Mogginn frá þeim atburði á sínum tíma




 Hér sem Pólstjarnan

                                                                                   Úr mínum fórum © ókunnur

Hér sem Hildur

                                         Úr safni Jóns Ólafs Halldórsssonar © ókunnur

Þess má geta að Hildur átt sér tvö systurskip hérlendis. Sem bæði hrepptu dapurleg endalok MMS 1031 seinna Straumey RE 81 En það skip sökk rétt fyrir austan Vestmannaeyjar þ 17 0kt 1960. Skipshöfnin á m/b Sigurfara VE 138 bjargaði mönnunum, Þá má geta þess að sami skipstjóri var bæði á Hildi og Straumey. Magnús Einarsson kunnur skipstjóri þess tíma . Magnús sigldi m.a Súðinni til Ceylon 1951. En þá varð hún fyrsta íslenska skipið sem sigldi gegn um Suezskurð Það var heldur dekkra yfir enda lokum þriðja skipsins MMS 1021 Seinna Arnarnes ÍS 204 og ennþá seinna Einar Ólafsson GK 125. Skipið sendi frá sé neyðarkall föstudaginn 13 ( !!!) okt 1955. Mikill leki var komin að skipinu sem þá var statt 180 sml NV af Írlandi. Skipið með sinni átta manna áhöfn komst að vísu að sjálfsdáðum til hafnar í Londonderry. En sá hörmulegi atburður varð að ein bresk leitarflugvél hrapaði í hafið og fórust með henni níu menn. Skipið grotnaði svo niður í höfninni í Londonderry og var rifið það Þannig var nú saga þessara þrigga MMS skipa hér á landi. Hún  endaði eiginlega með Hildi
Lokað fyrir álit

02.01.2013 23:26

Systemið

Eitthvað er systemið að stríða mér.Ég  skrifaði langa færslu sem ekki "geymdist" Svo allt hvarf út í buskan en hún verður bara að biða morgundagsins
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere