Færslur: 2013 Febrúar
03.02.2013 19:03
Jón Eiriks og stríðin tvö
Jón Eríksson
Hann sigldi í báðum heimstyrjöldunum Í þeirri fyrri sem stýrimaður. En í seinni sem skipstjóri Hann var fæddur 1893 í Örlygshöfn við Patreksfjörð Hann lauk farmannaprófi fyrst frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1914 og svo "Den udvidede Styrmandseksamen" frá Bodö Navigationskole í Danmörk 1916. Að loknu prófi þar ræður hann sig á es Halfdan frá Kaupmannahöfn. Sem II stm
Halfdan
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var skotið í kaf af þýskum kafbát þ 6 des 1916 ca 20 sml út af Eddistonvita. Öll skipshöfnin komst í björgunarbáta og náði landi í Plymouth á Englandi Þegar Lagarfoss var keyptur í febrúar 1917 varð þar skipstjóri Ingvar Þorsteinsson, I. stýrimaður Einar Stefánsson og II. stýrimaður Jón Eiríksson. Í júlí sama ár er Sterling keyptur og Einar Stefánsson verður þar skipstjóri og Jón Eiríksson verður I. stýrimaður á Lagarfossi og þá kemur Ásgeir Sigurðsson þar um borð sem II stýrimaður. Einkennileg tilviljun kannske en alveg upp á dag ári seinna sem Halfdan er sökkt er Jón sem sagt í Halifax hinn örlagaríka dag 6 des 1917 Jón er svo fyrsti stm á skipinu þar til í sept 1921 ræðst hann á es Gullfoss sem fyrsti stm
GULLFOSS I
1930 tekur svo Jón við Lagarfossi I
LAGARFOSS I
Jón er með Lagarfoss I þar til hann tekur við við Brúarfossi I 1941 sem hann er svo með til 1948
BRÚARFOSS I

© photoship
Þegar Jón er með Brúarfoss I auðnast honum að bjarga 75 manns af tveimur skipum úr sjávarháska eftir að skip þeirra höfðu verið skotin niður Fyrra skiftið var það skipbrotsmenn af enska skipinu Rothermere sem skotið var niður 20 maí á 57°48´0 N, og 041°36´0 V af 56 manna áhöfn komust 34 af sem svo Brúarfoss bjargaði
ROTHERMERE
© photoship
Svo var það 4 nóv 1942 skipbrotsmenn af enska skipinu Daleby Sem skotið var niður 290 sml ASA af Cap Farvell á Grænlandi Allir skipverja 47 að tölu komust af þökk sé þeim Brúarfoss mönnum Með þá Kristján Aðalsteinsson II stm og Sigurð Jóhannsson III stm í broddi fylkingar En báðir þessir menn urðu svo skipatjórar hjá Eimskipafélagi Íslands. Frásögn af þessari frækilegu björgun má t.d lesa í "Þrautgóðir á Raunastund" III bindi og í bók Jóns "Rabbað við Lagga"
DALEBY
Jón var svo með "Brúsa" þar til 1948 að hann tók við Dettifossi II nýjum og stýrði honum til 1958 að hann hætti til sjós Hann hætti störfum hjá Eimskipafélaginu 1959. Eftir að hann hætti störfum .þar eftir 42 ár sigldi hann hinum ýmsu skipum annara skipafélaga í forföllum um nokkra ára skeið
03.02.2013 18:22
Laggi I í Halifax
Sörensen örvaði kyndarana
"Sörensen örvar kyndarana með víni svo við getum orðið fyrsta skip inn á höfnina á flóðinu. Það tekst ekki og þar skilur á milli feigðar og fjörs. Það eru skip á undan okkur og enn fleiri á innleið. Við bíðum meðan lóðsinn siglir fyrsta skipinu inn á höfnina og í dauðan " Og síðar Ég horfi inn í hvítglóandi helvíti; því er líkast sen eldholi á risastórum bræðsluopni sé sleginn opið með ærandi gný og himininn formyrkvast í kolsvörtum æðandi mekki sem hylur höfnina sjónum annar glampi og sá þriðji bjartir einsog sól mitt í mekkinum sem bógnar og hverfist með ofsahraða yfir borginni" Og enn seinna "Heill borgarhluti er þurkaður út þegar síðasta eldtungan er kæfð. Sjö skipum hefur sprengingin kastað á land ; baujur liggja á götum í miðri borg." Hér lýkur innslaginu úr bókinni "Hin hvítu segl"
Lagarfoss I
Lagarfoss I var smíðaður fyrir norska aðila H.Klær & co, hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló?) Skipið var skírt Profit 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m..Eimskip kaupa skipið 1917 og skíra Lagarfoss.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949
Lagarfoss I
"Laggi" gamli sigldi tvær heimstyrjaldir á N-Atlantshafi Og hlekktist aldrei á Hann fór yfirleitt ca 4- 5 ferðir til USA á ári
Ingvar Þorsteinsson var skipstjóri á Lagarfossi I þegar skipið var í Halifax 1917 Ingvar var einn af þeim íslensku skipstjórum sem sigldu sem slíkir í WW I og WW II Á Lagarfossi 1917 - 1921 Og á dönskum skipum WW II
Jón Eiríksson seinna skipstjóri hjá Eimskipafélaginu hafi verið fyrsti stm og Ásgeir Sigurðsson seinna skipstjóri á Skipaútgerðar skipunum Esju I, II og Heklu I annar stm á Lagarfossi í umrétt skipti.Þetta leiðréttist hér með Einnig má geta þess að þrjú skip Eimskipafélagsins sigldu báðar styrjaldirnar Lagarfoss I .Selfoss I, og Reykjafoss I og sluppu án mikilla vandræða Reykjafoss kom að vísu ekki fyrr en 1934 undir íslenskan fána En var byggður
1911
Jón Eiríksson var fyrsti stm á Lagarfossi í Halifax 1917 Hann var einn af þeim skipstjórum E Í sem sigldi í báðum heimstyrjöldunum Að vísu stm í þeirri fyrri En skipstjóri í þeirri síðari .Honum öðnaðist að bjarga 74 mönnum af tveim skipum í henni
Lagarfoss I
Bjarni Jónsson var með skipið 1942-1948. Hann sigldi líka bæði WW I og II Að vísu sem stm í WW I en skipstjóri WW II Fyrst sem afleysninga skipstj. á Gullfossi I svo sem slíkur á Dettifossi I Og frá 1942 sem fastráðinn skipstjóri á Lagganum I
Lagarfoss í Reykjavíkurhöfn eftir stríð
© Tóti í Berjanesi
© Tóti í Berjanesi
Ég þakka Björgvin kærlega fyrir ábendinguna og Heiðari fyrir leiðréttinguna
02.02.2013 19:07
Emma Mærsk
EMMA MÆRSK ( MAERSK)
© Hannes van Rijn
Skipið var byggt hjá Odense Stålskibs Værft í Lindö 2006 sem:EMMA MAERSK Fáninn var: danskur Það mældist: 170794.0 ts, 156907.0 dwt. Loa: 398.00. m, brd 56.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
Brúin var smíðuð í Lettlandi© Gena Anfimov
Vélin er 2.300 ts að þyngd og mun víst framleiða 109.000 hestöfl
Af heimasíðu Maersk Group © ókunnur
EMMA MAERSK
EMMA MAERSK hefur verið hálfgert "vandræðabarn" hjá Mærsk því skipið stórskemmdist í eldi sem seinkaði byggingu þess um marga mánuði
02.02.2013 15:57
Enn og aftur
STATENGRACHT að koma til Warnemünde á leið sinni til Rostock í dag
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
STATENGRACHT
Skipið var byggt hjá
Szczecinska Nowa í Szczecin Póllandi 2004 sem: STATENGRACHT Fáninn var:holenskur Það mældist:
16676.0 ts, 21250.0 dwt. Loa: 172.60. m, brd 25.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
KATRE
© Simon de Jong
Svona segja þjóðverjarnir frá árekstinum
01.02.2013 23:05
CIUDAD DE CADIZ
CIUDAD DE CADIZ á strandstað
Ég kom þar oft á Folmer skipunum ( og meira segja á gömlu Sögunni) að lesta stálrúllur en Brithis Steel var þar allavega stóra vörugeymslu. Síðast þegar éfg kom þangað var búið að byggja nýja bryggu sem einhver sjór var nú við á fjörunni
CIUDAD DE CADIZ
Skipið var byggt hjá Singapore Technologies í Singapore 2009 sem: CIUDAD DE CADIZ Fáninn var: franskur Það mældist: 15643.0 ts, 3500.0 dwt. Loa: 126.50. m, brd 20.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni.Og fáninn er sá sami CIUDAD DE CADIZ
- 1
- 2