Færslur: 2013 Júní
30.06.2013 13:13
QE2
En vinur minn og mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson náði skipinu á filmu nokkrum dögum áður í Reykjavík
Skipið var smíðað hjá Upper Clyde SB í
Clydebank Skotlandi 1969 sem: QUEEN ELIZABETH 2 Fáninn var: breskur Það mældist: 65863.0 ts, 15976.0 dwt. Loa: 293.50. m, brd 32.10. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni en er í dag undir fána Vanuatu (Eyja í S Kyrrahafi) En 27 nóvember 2008 var skipinu lagt við Palm Jumeirah í Dubai og notað uppfrá þvi notað sem spilavíti og hótel
29.06.2013 18:23
Reykjavíkurhöfn 29 júni 1993
Elsta skipið var LAGARFOSS IV sem áður hét JOHN WULFF
© Frits Olinga-Defzijl
Hér má lesa um endalok skipsins JOHN WULFF
LAGARFOSS IV
Svo var það REYKJAFOSS IV
Hér er skipið sem CARNATION
© Andreas Schlatterer
STAPAFELL II
Úr safni Samskipa © ókunnur
Hér sem SALANGO
© Jochen Wegener
KYNDILL III var þarna líka Hér hann nýr undir Torafjords nafninu

Úr safni Bjarna Þórs Grétarssonar @ ókunnur
Hér er KYNDILL III nýkominn til landsins

@ Grétar Þór
@ óliragg
BRÚARFOSS III var í höfninni
@Tryggv Sig
© photoship
© photoship
28.06.2013 21:03
Fleiri slys
Svona sagði skipstjórinn frá atvikinu

Og fleiri sögðu frá

Skipið var byggt hjá ASTANO í El Ferrol Spáni 1964 sem GLACIAR AZUL Fáninn var spænskur Það mældist: 1505.0 ts, 1721.0 dwt. Loa: 76.50. m, brd: 11.50. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum 1971 kaupa Pólarskip á Hvammstanga skipið og skírir það Mávur. Það strandar svo í Vopnafirði 2 okt 1981 og varð þar til Eins og sést hér að ofan
Glaciar Azul hét hann fyrst Mávurinn

Hér sem Mávur
25.06.2013 19:36
Hvassafell

Hvassafell III smíðað á sama stað og Skaftafell I 1971.Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.Skipið náðist stórskemmt út og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og gekk það síðan undir þessum nöfnum: 1987 RAINBOW OMEGA - 1995 TMP LIBRA - 1996 SARA - 1999 CONGRATULATION - 2001 MIRAGE S. 2003 OCEAN - 2004 JOYCE Nafn sem það ber í dag undir fána S-Kóreu En þetta segja mí gögn um skipið í dag "No Longer updated by (LRF) IHSF since 06/09/2011"
© Büsumer Schiffswerft
© Büsumer Schiffswerft
© Büsumer Schiffswerft
© Büsumer Schiffswerft
© Gunnar H Jónsson
© Hawkey01 Shipsnostalgia © Hawkey01 Shipsnostalgia
1989 var skipið kyrrsett í Leixos Portúgal undir nafninu Rainbow
Omega Myndin hér að neðan er tekin 1994 þegar skipið hafði fengið nafnið Tmp Libra Og þeir sem keyptu það höfðu mála nýtt skorsteinsmerki á það
Hér semTmp Libra
© Arnaldo Salgado
25.06.2013 18:46
Skaftafell

Skaftafell
Skipið var smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco Reefer, 1995 Img.5 2008 FERNANDO Nafn sem það ber í dag undir fána Tælands
Skaftafell
Hér sem FERNANDO
24.06.2013 17:17
Mánafoss II

Mánafoss II var byggður 1971 hjá Aalborg Værft Aalborg Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist: 3004.0 ts, 4450.0 dwt. Loa: 96.60. m, brd: 14.50. m Skipið var selt 1986 ( Nýja Sjáland ??) og hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 ILE DE LUMIERE II, 1987 ALBERUNI 1988 OCEAN ANGEL 1988 HONG HWA 1995 MYO HYANG 5 1999 BISON 2001 GREEN 2001 BISON 2001 JAT NA MU 2004 BISON. 2000 RYONG AM PO Nafn sem það ber í dag undir fána N-Kóreu. En um þetta ber þeim heimildum sem ég hef aðgang að ekki saman Í einum segir: Decommissioned or lost Í öðrum: Status of ship :Last update :16/10/2012 Total Loss
Hér sem Mánafoss
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
© Photoship
Hér sem ILE DE LUMIERE II,
© Ray Smith
© Ray Smith
24.06.2013 17:05
Esja IV
Hér sem ESJA

© Rick Cox
Skipið var byggt hjá Richards SY í Lowestoft Bretlandi 1983 sem ESJA Fáninn var íslenskur. Það mældist: 494.0 ts, 1072.0 dwt. Loa: 69.80. m, brd: 13.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1992 KISTUFELL - 1993 LESJA - 1994 SONJA - 1999 SONJA HELEN - 2003 HELEN - 2004 CATERINA Nafn sem það ber í dag undir fána Georgíu
Hér sem KISTUFELL
Hér sem SONJA HELEN
© Frode Adolfsen
Hér sem SONJA
© Photoship
Hér sem CATERINA
© Jochen Wegener
23.06.2013 17:03
Arnarfell II
Ef maður flettir blaði margra landsmanna þ 24 júní 1983 sér maður að daginn áður eða þ 23 leggur flutningaskipið ARNARFELL II af stað frá Reykjavík til Nígeríu með skreið Sem sagt "skreið til Nigeríu" 30 ár upp á dag í dag síða skipið lagði í ´ann Gaman væri ef einhver sem var í áhöfn skipsins þarna læsi þetta og setti inn álit eða sendi mér línu um þessa ferð. Það myndi lífga aðeins upp á síðuna
Hér sem MERCANDIAN EXPORTER
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem ARNARFELL
© Patrick Hill / Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Frederikshavns Værft i Frederikshavn Danmörk 1974 sem MERCANDIAN EXPORTER fyrir Mercandia (Per Henriksen) 1974 Það mældist 1599.0 ts 2999.o dwt. Loa1974 sem: 78.50. m brd: 13.10 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1979 ARNARFELL - 1988 VESTVIK - 1990 ALCOY - 1992 APACHE -2001 CAPTAIN YOUSEF - 2007 CRYSTAL WAVE - 2011 SEA BLUE nafn sem það ber í dag undir fána N- Kóreu En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið "In Casualty Or Repairing(since 14/01/2013"
Hér sem CAPTAIN YOUSEF
© Mahmoud shd
© Mahmoud shd
© Ilhan Kermen
© Ilhan Kermen
Hér sem CRYSTAL WAVE ©Gerolf Drebes
23.06.2013 16:14
ÁLAFOSS II
Hér sem DANA ATLAS
© Bob Scott
Skipið var smíðað hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavns Danmörk 1978 sem DANA ATLAS Fáninn var:danskur Það mældist: 1599.0 ts,
3620.0 dwt. Loa: 105.60. m, brd 18.80. m 1985 var skipið lengt og mældist eftir það: 1613.0 ts, 4400.0 dwt
loa 118.70 m, 5613gt/4400dw Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:
1980 ALAFOSS - 1989 NORTH COAST - 1989 CALA TERAM - 1990 CALA SALADA -
2000 LORENA B. - 2006 KANO II 2010 EXPRESS K Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
Hér sem ÁLAFOSS
Hér sem KANO II
© Frits Olinga
© Frits Olinga
© HenkGuddee
@Marcel Coster
23.06.2013 14:12
Eyrarfoss

Ekjuskipið sem Baldur Ásgeirsson dró íslenska fánan að hún á þennan dag hét Eyrarfoss
Hér er skipið nýtt
© BANGSBO MUSEUM
Hér sem JIGAWA II
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster


22.06.2013 23:05
TUNGUFOSS II
Svona voru frásagnir í Mogganum af atburðinum

Hér sem Merc Asía

© BANGSBO MUSEUM
Skipið var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörk 1973 sem MERC ASIA Fáninn var danskur Það mældist: 499.0 ts, 1327.0 dwt. Loa: 76.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum En Eimskipafélag Íslands keypti skipið 1974 og skírði Tungufoss. Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En skipið fórst út af Land´s End 19-09-1981 Mannbjörg varð
Hér sem MERC ASIA

© BANGSBO MUSEUM
Hér sem Tungufoss
© photoship
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
22.06.2013 20:52
BERGLIND
Svona sagði Moggin frá atburðinum

Skipið var smíðað hjá Neptun VEB í Rostock Þýskalandi 1970. sem BERGFALK Fáninn var norskur Skipið mældist 3066 ts.4370 dwt.Loa: 104.1.m brd: 14.6 m. 1973 er skipið sett undir Singapore fána.1975 kaupa Maritime Coastal Containers Ltd Halifax það.1976 kaupa Íslensk kaupskip Ltd Singapore skipið og skíra Berglind.Eimskip kaupa svo félagið 1980.Skipið heldur nafni.og sigldi undir sama fána er það fórst
Hér sem BERGFALK


En Eimskipafélagið missti annað skip þetta ár. Þeir misstu sem sagt tvö skip en þeir keyptu líka to
22.06.2013 16:38
HVALSNES
Hér er skipið sem FRENDO HVALSNES
© PWR
Skipið byggt hjá Fiskestrand Værft Fiskestrand Noregi 1973 fyrir Hólma h/f Ytri Njarðvík sem HVALSNES Fáninn var Íslenskur Það mælist 397,0 ts 945.0 dwt,Loa: 60,80 m brd: 9,50 m 1974 fær skipið nafnið FRENDO HVALSNES 1975 aftur HVALSNES Skipið var selt Nesskip h/f á Seltjarnarnesi 1976 og fær nafnið VESTURLAND Nes h/f yfirtaka skipið 1982 og skíra VAL Skipinu hlekkist á sem fyrr segir og sökk í höfninni í Vyborg 22-10-1992 og það rifið upp út því
Hér sem VESTURLAND
© PWR
Svo hér sem Valur
© PWR
© PWR
@Ric Cox
21.06.2013 12:18
Kaupskipin og fáninn
GULLFOSS I
Það birti yfir Íslandi þegar fyrsta millilandaskipið sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga kom í fyrsta sinn til hafnar hérlendis. Þ.e.a.s. þegar Gullfoss I kom til Vestmannaeyja þ 15 apríl 1915. Íslenski þjóðfáninn er svo samtengdur sjálfstæði landsins að íslenskir ráðamenn ættu að skammast sín hver um annan þveran fyrir að standa aðgerðarlausir og þegandi yfir fyrrnefndri flöggun.Við komu Gullfoss var m.a. ort : Sigldu' í oss sækónga huginn/ sigldu' í oss feðranna móð:/ sigldu' í oss sálina og duginn,/ sigldu' í oss víkingablóð! Sambandslög Íslands og Danmerkur voru samþykkt á Alþingi og Ríkisþinginu í Kaupmannahöfn og staðfest af konungi 30. nóvember 1918. Þann dag voru einnig gefin út bráðabirgðalög um að ekkert íslenskt skip mætti frá 1. desember hafa annan þjóðfána uppi en hinn íslenska.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þegar Gullfoss kom til Eyja í apríl 1915 lét skipstjórinn mála yfir danska fánann sem málaður var á síður skipsins.vegna WW1 (hann hefði eftir nútíma hugsunarhætti sumra sennilega fengið á sig "rasistastimpilin" fyrir ) Svo þegar skipið kom svo til heimahafnar sinnar daginn eftir sást ekkert annað en heiðursflögg og hinn fallegi íslenski fáni sem eins og fyrr segir mátti hafa innan íslensku landhelginni. Ekkert átti að spilla gleði landans yfir komu skipsins. Og ennþá bjartara 1918 á fullveldisdaginn 1 desember 1918 þegar fjórir íslenskir skipstjóra drógu hann upp á skipum sínum í erlendum höfnum Þessir menn voru: Gísli Þorsteinsson á togaranum JÓNI FORSETA staddur á skipi sínu í Fleedwood Júlíus Júlíníusson staddur í Osló á skipi sínu WILLEMOES. Ólafur Sigurðsson staddur á skipi sínu RIMOR í Gíbraltarhöfn Og Pétur Björnsson staddur á skipi sínu BORG í Fleedwood 1918 var þetta ort "Fjöregg lífsins fengum vér í hendur / Heiðum degi fagnar borg og bær / Birtan inn í sérhvert hjarta nær / Hverju barni ásýnd lífsins ljómar / Léttum straumi vorsins elfur hljómar / Hverju fræi gróðrarhugsjón grær
Bæðurnir Gullfoss I og Goðafoss I í upphafi sögu íslenskra kaupskipa

Úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
GULLFOSS I

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
GULLFOSS var glæsilegt og farsælt skip undir íslenskum fána. Síðan urðu blikur á lofti: Skipið drabbaðist níður, fast í erlendri höfn og fór svo undir erlendan fána Svona líkt fór fyrir hinum íslenska kaupskipaflota sáluga sem einu sinn var glæsilegur og sigldi með sinn fallega fána í skut. Og sem sem hinir fjórir fyrrgreindu skipstjórar drógu stoltir að hún 1 des 1918. "En nú er Snorrabúð stekkur"
Hér er skipið komið að fótum fram með merkjum fyrri eigenda
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það er andsk... hart að ef menn vilja minnast uppruna síns og sjálfstæðis skuli jafnvel í dag vera kallaðir rasistar af fólki sem ekkert virðist hafa annað að gera en að standa í mótmælum á öllum fja......
18.06.2013 20:36
Fyrir sextíu árum
Fyrir sextíu árum gat að líta þetta á forsíðu Morgunblaðsins
M O K G U N B L A Ð I N U hefur borizt til eyrna að Oddur Helgason, útgm hafi unnið aðathugun á því, hvort gerlegt væri fyrir íslendinga að festa kaup á olíuflutningaskipum, sem annast gætu olíuflutninga hingað til landsins. Mbl. sneri sér því til hans og innti hann frétta af málinu, og hefur hann góðlúslega látið blaðinu eftirfarandi upplýsingar í té: Á. undanförnum árum hef ég unnið allmikið að því að athuga möguleika á því hvort hægt væri fyrir okkur að festa kaup á stórum olíuflutningaskipum, sem annast gætu olíuflutninga hingað til landsins, en hingað til hafa íslendingar algerlega orðið að vera upp á aðrar þjóðir komnar hvað olíuflutninga snertir.
Forsíða blaðs margra landsmanna 11 mars 1953
ÁRLEG OLIUNOTKUN á3JA HUNDRAD ÞÚS. TONN Hve mikil er olíunotkunin hér á landi árlega? Hún mun vera komin nokkuð á þriðja hundrað þús. tonna og fer sífellt vaxandi, jafnhliða því sem skipastóll landsmanna eykst og vélanotkun og upphitun húsa með olíu fer vaxandi. Það virðist því sannarlega ástæða til að málum þessum sé rækilega gaumur gefinn, þar sem við íslendingar greiðum nú árlega milli 30 og 40 millj. kr. í farmgjöld til erlendra aðila.
12-16 ÞÚS. TONNA SKIP HEPPILEGUST Eins og ég tók fram áðan, hcf ég kynnt mér þessi mál all ýtarlega. Ég hef miðað athuganir mínar við það, að við keyptum, eða létum byggja, tvo olíuflutningaskip, 12 til 16 þús. tonn D.W.T., en sú stærð skipa myndi hæfa okkur best og er jafnframt heppileg til leigu hvar sem er i heiminum.
LORD CANNING. Þetta er sennilega skipið sem blaðið birti mynd af
Skipið var smíðað hjá Scotts' SB í Greenock Skotlandi 1951 sem: LORD CANNING Fáninn
var: Það mældist:
11347.0 ts, 17730.0 dwt. Loa: 163.90. m, brd 21.20. m Skipið gekk
aðeins undir tveim nöfnum: En 1966 fékk það nafnið: LORD LLOYD GEORGE
Nafn sem það bar í síðast undir sama fána en það var rifið í Japan 1970
Mogginn áfram:
KOSTA 70-80 MILLJ. KR.Hve mikið myndu slík skip kosta? Byggingarkostnaður 2ja slíkra skipa m u n vera 70 til 80 millj. kr. og get ég útvegað lánsfé erlendis til kaupa eða til nýbygginga á slíkum skipum, sé ríkisábyrgð fyrir hendi, Rekstur þessara skipa ætti að vera algerlega öruggur íjárhagslega, þar eð skipin myndu ekki gera betur en að anna þörfum okkar íslendinga, svo nóg ættu verkefnin að vera fyrir þau,hvernig sem ástandið verður á Heimsmarkaðinum á hverjum tíma. Þá tel ég hitt atriðið mjög veigamikið,að skipin myndu spara frá byrjun meiri gjaldeyrien nota þyrfti til greiðslu vaxta og afborgana af stofnláninu.
Fyrsta og eina "alvöru" olíuflutningaskip íslendinga byggt 1952 í Þýskalandi
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
AUKIN ATVINNA Við höfum nú þegar á að skipa fjölda faglærðra manna, sem siglt hafa á olíuflutningaskipum lengri eða skemmri tíma, svo engir örðugleikar ættu að verða á að manna tvö olíuflutningaskip með íslenzkri skipshöfn. Þarna er því atvinnuspursmál fyrir sem næst 90 s.jómenn, sem sameiginlega myndu framíleyta 400 til 500 manns. Atvinnuvegir okkar hafa jafnan verið nokkuð einhæfir, og er því vissulega hér tækifæri til nokkurra úrbóta. Á þessu stigi málsins get ég ekki rætt þetta meira, en vonandi tekst okkur að koma því áleiðis
HAMRAFELL
- 1
- 2