Færslur: 2013 Júní
17.06.2013 22:27
MOL COMFORT
Mynd úr indversku blaði (IANS Photo)
Skipið sökk stuttu eftir að áhöfninni hafði verið bjargaðhlaðið 4500 gámum sem voru á leið frá Singapore til Jeddah. Margir gámar jafnvel lestaðir af dangerous goods á floti um allan sjó í Arabian Sea,
Svona leit skipið ú við eðlilegar aðstæður
Skipið var smíðað hjá Mitsubishi í Nagasaki Japan 2008 sem:APL RUSSIA Fáninn var: Bahamas Það mældist: 86692.0 ts, 90613.0 dwt. Loa: 316.00. m, brd 45.60. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum En 2012 fékk það nafnið MOL COMFORT: Nafn sem það ber í dag undir sama fána
Bjargvætturinn Yantian Express.
13.06.2013 21:11
Helgafell
Myndirnar koma frá Aðalsteini Halldórssyni og fengnar hjá föður hans Halldóri sem á sinni tíð var kaupfélagsstjóri á Vopnafirði. Hann er örugglega sáttur við að þetta birtist fleirum sem áhuga hafa á skipum og umhverfi þeirra
m/s Helgafell II
© söhistoriska museum se
Smíðað í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð 1954. Fyrir Skipadeild SÍS Sem Helgafell Fáninn var íslenskur .2194 ts 3250 dwt.
Loa;88.2 Brd 12.4.Skipadeildin selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan.
Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið
Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982
brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Helgafell við kunnugum stað í kunnugri borg
@Predrag Pavic
10.06.2013 18:04
Nordkinn
Hér er skipið sem STÓRFOSS
© Frode Adolfsen
Skipið var smíðað hjá Gdynia DY í Gdynia Póllandi 2006 (skrokkur, fullgerður Vaagland Baatbyggeri, Vaagland Noregi ) sem: STORFOSS Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 2990.0 ts, 2713.0 dwt. Loa: 80.00. m, brd 0. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum: En 2009 fékk það nafnið NORDKINN Nafn sem það ber í dag undir færeyiskum fána
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frode Adolfsen
08.06.2013 17:28
Herborg
Hér sem HERBORG
Skipið var smíðað í Nordsöværftet Ringköbing Danmörk 1982 sem HERBORG. Fáninn var Færeyiskur. . Það mældist 1441,0 ts 2158.0 dwt.Loa: 72,50 m brd 11.40.m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1985 NAZ - 1985 CARIMED SEA - 1987 HERBORG - 1988 SVEA ATLANTIC - 1993 NAUTILUS - 1994 SUSAN K. - 2005 SAMSON . Nafn sem það ber í dag undir fána Chile
Hér sem HERBORG
© Huug Pieterse
Hér sem SAMSON
@ Lettrio Tomasello
@ shipsmate 17 Shipsnostalgia
@ Lettrio Tomasello

© Erik Gunnar Ekstrom

© Erik Gunnar Ekstrom
08.06.2013 16:00
Ísborg I
ÍSBORG sem togari
Hér sem flutningaskip
@ Ray Perry Shipsnostalgia
Skipið var byggt hjá: Cook, Welton & Gemmell í Beverley Englandi 1948 sem: ÍSBORG Fáninn var: íslenskur Það mældist: 655.0 ts, 707.0 dwt. Loa:59.20. m, brd 9.17. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1974 MARIA SISSY - 1976 CATERA - 1977 NUEVA ISBORG Nafn sem það bar síðast undir Panama fána Það grotnaði svo niður í höfninni í Agios Nikolas á Krít Þar sem íslenskir sólarlandafarar sáu skipið og mynduðu það En þá hafði það legið þarna í höfninni í þrjú ár Eftir að hafa verið kyrrsett þarna eftir að mikið af smyglgóssi fannst í því
ÍSBORG
@ PWR
@ PWR
Sólarlandafarar mynduðu skipið á Krít
@ Kristín Halldórsdóttir
Þarna sitja þeir nálægt skipini
07.06.2013 18:05
Gamall kunningi í pottana
Hér sem KAROLINA

Skipið var smíðað hjá Nordsöværftet í Ringköbing Danmörk 1983 sem: KAROLINA Fáninn var: danskur (færeyiskur??) Það mældist:
1510.0 ts, 1600.0 dwt. Loa: 72.50. m, brd 11.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1985 CARIMED WAVE - 1986 KAROLINA - 1988 SAGALAND - 1993 JEANIE BROWN -1998 CAROLINE K. - 2003 MELEK N. - 2011 MELEK Nafn sem það bar síðast undir fána Saint Vincent & Grenadines

© Rick Cox
Hér sem MELEK

© Will Wejster
06.06.2013 21:05
Tveir gamlir í pottana II
Hér sem URRIÐAFOSS
© Patrick Hill
Hér sem STEVNS SEA
@Chris Cartwright
Hér sem SERINE
© Helen Krmic
06.06.2013 19:37
Tveir gamlir í pottana I
Fyrirsögnin segir tveir gamlir í pottana Hér er það fyrra Skip sem ég kannast töluvert vel við. Það hét hér á landi GRÍMSEY síðan IRIS BORG. Skipið var rifið í Aliaga,Tyrklandi í mars sl
Hér undir fyrsta nafninu DORRIT HÖYER
© T.Diedrich
Það var smíðað Århus DY í Århus Danmörk 1970 sem DORIT HÖYER Fáninn var danskur Skipið
mældist 1200.0 ts 2141.0 dwt Loa: 70,40 m brd: 11.50.0 m Skipið er selt
til Noregs 1973 og fær nafnið SVERRE HUND1985 nafnið RADAR CARRIER
Jón Steindórsson og fl kaupa skipið 1987 og skíra GRÍMSEY 1988 yfirtekur Skipamiðlunin
h/f rekstur skipsins og skírir það Iris Borg En skráður eigandi var Custos
Finans í Noregi. Aðrir norskir aðilar kaupa svo skipið 1989 og er það skírt
LINDIESNES 1992 fær skipið nafnið WINCO MARINER og 1995 EVRIPOS nafn sem
það bar síðast undir grískum fána
Hér sem SVERRE HUND
© Phil English
Fyrra nafnið hér á landi var GRÍMSEY © Paul Allen
Síðara nafnið hérlendis var IRIS BORG
© oliragg
© oliragg
© oliragg
@oliragg
© oliragg
Síðasta nafnið sem það bar var EVRIPOS og fáninn er grískur © ROBERTO TONINI
© Jukka Koskimies
© Jukka Koskimies
04.06.2013 17:28
Langá
Skipið var smíðað hjá
Kremer Sohn í
Elmshorn Þýskalandi 1965 sem:LANGÁ Fáninn var: íslenskur Það mældist: 1401.0 ts, 2233.0 dwt. Loa:
74.70. m, brd 11.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1985 MARGRID - 1987 MADRID - 1990 MIDEAST - 1991 DON GUILLO - 1992 ALMIRANTE ERASO - 1998 ADRIATIK - 2001 SOL DEL CARIBENafn sem það bar síðast undir fána Sao Tome and Principe En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið:" No Longer updated by (LRF) IHSF(since 24/09/2010)"
LANGÁ í fyrsta skifti í heimahöfn Þ.e.a.s. Neskaupstað
Helstu yfirmenn skipsins og félagsins,við komu þess Frá v Örn Ingimundarson yfirstm Sigurður Njálsson þess tíma forstjóri Hafskip Ólafur Jónsson varaform. stjórnar félagsins Steinarr Kristjánsson skipstj. Gísli Gíslason stjórnarformaður félagsins Þórir Konráðsson yfirvélstj.
Langá á siglingu
© Rick Cox
Matsveinninn við "hlóðirnar" Árni Björnsson ættaður frá Vestmannaeyjum
Langá í Gautaborg
© Bunts
03.06.2013 18:35
Adventure of the Seas
Skipið var smíðað hjá Kvaerner Masa í Turku Finnlandi 2001 sem: ADVENTURE OF THE SEAS Fáninn var: Líberíu Það mældist:
137276.0 ts,
10000.0 dwt. Loa: 311.10. m, brd 38.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er Bahamas
02.06.2013 00:27
Sjómannadagurinn 75 ára
Mynd úr gömlu blaði sem sýnir mannfjöldan við Leifstyttuna á fyrsta Sjómannadeginum 1938 Talið var að um tíu þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin þann dag
Á þessum degi munu allir íslenzkir sjómenn, eða fulltrúar þeirra, mætast sameinaðir til að vekja þjóðina til meðvitundar um starfssvið sjómannanna og lífskjör þeirra og gildi í þjóðfélaginu. Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir íslenzka sjómenn, að teljast merkasti viðburður ársins; tímamót, sem marka ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörgandi áhrifum, ekki einungis i þau félög, sem að deginum standa, heldur og líka í þjóðlífið sjálft, og mun vonandi verða upphafið að því, að áhrifa sjómannanna gæti meira í íslenzku þjóðlífi hér eftir en hingaðtil.Því verður ekki á móti mælt, að afkoma og velmegun þjóðarinnar byggist að mestu leyti á sjómannastéttinni.
Skipin sem tilheyrðu íslenska kaupskipaflotanum 1938
SÚÐIN var elst smíðuð 1895

úr mínum fórum © ókunnur
Þau verðmæti, sem sjómennskan, fiskveiðarnar og siglingarnar, færa þjóðarbúinu, eru hlutfallslega svo mikil, borið saman við annan atvinnurekstur, að án þeirra gætum við tæplega lifað neinu menningarlífi í landinu, og iðnaður og bæjalíf myndi illa þrífast.
SNÆFELL var smíðað 1901

Þegar litið er á þann skerf, sem sjómennirnir með striti sínu og áhættu hafa lagt til landsins heilla, en hins vegar á það, hve lítið hefir verið fyrir ,þá gert, þá er ekki hægt að segja að sjómennirnir hafi fengið þann sess, sem þeim ber, eða hlotnast sú viðurkenning, sem þeir eiga skilið. Úr þessu vilja sjómennirnir fá bætt, þeirvilja ekki vera neinar hornrekur meðal landsmanna.
Næstur í aldri var LAGARFOSS I smíðaður 1904
úr mínum fórum © ókunnur
Að sumu leyti er sökin sjómannanna sjálfra,þeir hafa ekki verið nógu vakandi fyrir sinni eigin velferð og áhrifum í þjóðfélaginu. Sjómennirnir hafa allt til þessa verið sundraðir og ekki nægilega á verði, þegar um velferð þeirra hefir verið að ræða, eða tækifæri til að vekja eftirtekt á óskum sínum og þörfum" Þetta var úr forustugrein fyrsta Sjómannadagsblaðsins Mér finnst þetta eiga eins vel við nú og þá.og sérstgaklega þetta feitletraða:Mér hefur lengi þótt íslenskir sjómenn áhugalausir um samtök sín:.."Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" stendur einhverstaðar. Mér fyndist að á þessari öld tækni við að koma hugsunum sínum frá sér mættu íslenskir sjómenn láta meira heyra í sér.um sín mál í fjölmiðlum. Þeir eru kannske hræddir um að verða kallaðir "vælukjóar"
Næst var HEKLA I smíðuð 1907

úr mínum fórum © ókunnur
Næst í röðinni var KATLA I smíðuð 1911
. úr mínum fórum © ókunnur
Síðan SELFOSS I smíðaður 1914
Næstur í röðinni að aldri í kaupskipaflotanum 1938 var GULLFOSS I smíðaður 1915
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Svo var það EDDA smíðuð 1919
Úr mínum fórum © ókunnur
Næst ARCTIC smíðuð 1919
Úr mínum fórum © ókunnur
Næst er það Goðafoss II Smíðaður 1921
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Næsta skip hét ESJA Smíðað 1923

Svo var BRÚARFOSS smíðaður 1927

© photoship
Yngstur var svo Dettifoss I smíðaður 1930
Frá einum af fyrstu Sjómannadögunum
Úr mínum fórum © ókunnur
En svo segir í gamla sáttmála 1262 "Skulu sex skip ganga af Noregi til Islands 2 sumur en næstu, en þaðan í frá sem konungi ok hinum beztum bændum landsins þykir hentast landinu".Þá voru flutningar til og frá landinu í höndum útlendinga.Manni er hugsað til ástandsins í dag. sjöhundruð fimmtíu og einu ári síðar
01.06.2013 10:02
Komin á kreik
Vonandi má líkja þessu við þetta Þ.e.a.s ryðkláfur "flikkaður" upp. Allavega í bili
- 1
- 2