Færslur: 2013 Ágúst
18.08.2013 18:44
HIRD
Kolbeinn Sigurðsson skipstjóri á ÞÓRÓLFI
Kolbeinn skipstj. var einn feng- og farsælasti togaraskipstjóri fyrri tíma En hann var bróðir Jóns Sigurðssonar skipstj á Hilmi sem ég fjallaði um í fyrra dag
B/V ÞÓRÓLFUR
HIRD hér sem HOPERANGE
© photoship
Skipið var smíðað hjá Barclay, Curle & Co í Whiteinch Bretlandi 1924 sem: SWANLEY Fáninn var:breskur Það mældist: 3065.0 ts, 4960.0 dwt. Loa: 125.50. m, brd 16.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1932 HOPERANGE - 1937 HIRD Nafn sem það bar síðast undir norskum fána
© photoship
© photoship
Hér má sjá frásögn U-boat.net á atburðinum.Það var ein stór björgun þar sem íslenskir sjómenn áttu í hlut á milli en af "tæknilegum" ástæðum verður hún að bíða
17.08.2013 20:29
Barjama
Hér má sjá þá færslu Nú hefur mikill velunnari síðunnar Finn Bjørn Guttesen sent mér myndir sem bróðir hans Rolf Guttesen tók í sumar af því sem eftir er af flaki skipsins. Merkilegt að sjá hvað er þó eftir á brimóttri ströndinni
© Rolf Guttesen
Það var töggur í breska stálinu hér á árum áður.

17.08.2013 12:54
Skaftá II
SKAFTÁ hér sem BORRE
Skipið var byggt hjá Trondhjems Værft Þrándheimi 1970 fyrir Fred Olsen og hlaut nafnið BORRE. Það mældist 1516.ts.2828 dwt.Loa:87.0 m. brd.15.0 Hafskip kaupir skipið 1981 Eftir gjaldþrot Hafskips 1985 kaupa Eimskip skipið af Útvegsbankanum.1986 Eftir að það hafði legið í Antverpen í rúmt ár Til stóð að skíra skipið MÚLAFOSS en af því varð ekki og seldi Eimskip skipið 1986 og það fer undir Bahamaflagg og fær það nafnið POLLY PROGRESS 1992 Fær það nafnið UB PROGRESS 1996 D.M SPRIRIDON.2001 er skipinu breitt í "livestock carrier" Skipið sekkur svo 08-11-2007 2 sjm út af Puerto Cabello Nicaragua
Hér sem BORRE
@Rick Cox
Hér sem POLLY PROGRESS
© Leo Johannes
Hér sem D.M SPRIRIDON.
@ Lettrio Tomasello Shippotting
17.08.2013 12:00
DETTIFOSS III
DETTIFOSS
Næsta skip sem var smíðað fyrir E Í kom 1996 Og enn syngum við gamla slagarann því nú eru liðinn 17 ár síðan það skip kom. Talað er um að 2 skip séu nú í smíðum í Kína. Ég hef heyrt að fáninn á þeim skipum verði ekki íslenskur. Svo íslendingar hafa lítinn áhuga á þótt skip með heimahöfn á einhverjum smáeyjum í Caribbean Sea séu byggð í Kína
DETTIFOSS
Skipið var byggt hjá Aalborg Værft í Aalborg, Danmörk 1970 Það
mældist: 3004.0 ts, 4380.0 dwt. Loa: 95.60. m, brd: 14.50. m það
hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum á ferlinum En það var selt 1989 og
skírt NAN XI JIANG. Nafn sem það bar til loka undir kínverskum fána
fána. En í þeim heimildum sem ég haf aðgang að segir þetta: Status of
ship:" No longer updated by ( LRF ) IHSF 8 since 27-02-2012)
DETTIFOSS
© Photoship
© Haraldur Karlsson
© Haraldur Karlsson
16.08.2013 19:21
Meira af N Atlantshafi 1940
Ég hef undanfarið verið svolítið að hugsa um aðkomu íslenskra sjómanna að WW 2 á N'Atlantshafinu Og oftar en ekki skrifað um fórnir þær sem þeir færðu. Ein hlið málsins sem ég nefndi þó í gær hefur lítið verið umrædd. En það voru þegar íslenskir sjómenn stöðvuðu skip sín ( stundum eftir ábendingum stríðsaðila) til að bjarga erlendum starfsbræðrum sínum úr eða af sökkvandi skipum. En það gat verið hættulegt því kafbátarnir lúrðu stundum í leyni nálægt slíkum stöðum. Nærtækasta dæmið var E.s GOÐAFOSS 10 nóv 1944
B/V EGILL SKALLAGRÍMSSON
Og ég nefndi eitt dæmi Hér er annað . Þegar togarnir Egill Skallagrímsson og Hilmir báðir frá Reykjavík björguðu 40 skipbrotsmönnum úr sitt hvorum björgunarbátnum "Ville de Hasselt" sem var um 15.000 smálestir, hafði verið í förum milli Englands og Ameríku og flutti aðallega hergögn að vestan, en lítið vestur. Skipið var á leið til Aníeríku er þýskur U 46 kafbátur sökti því með tundurskeyti. Á skipinu var 54 manna áhöfn.Skipstjóri var enskur, en skipshöfnin af ýmsum þjóðflokkum, þar á meðal Norðurlandamenn, Indverjar, Hollendingar; alls um 18 þjóða menn
Og skipstjóri hans Lúðvík Vilhjálmsson
Svona segir Mogginn frá atburðinum.þriðjudaginn 10 sept 1940
Blaðamaður frá Morgunblaðinu hefir haft tal af Lúðvík Vilhjálmssyni og beðið hann að segja frá björguninni, Fórust honum orð á þessa leiö:" Það var snemma morguns,
Fyrirliði
þessara 12 manna var hollenskur og sagðist hafá verið 4. stýrimaður á
skipinu "Ville de Hasselt * sem siglt var undir belgisku flagg:, en
hafði áður verið ameriskt og hét þá "American Trader".Sagði stýrimaður
mér frá því, að 17 klukkustundum áður hefði þýskur kafbátur sökt skipi
þeirra félaga. Skipverjar, sem alls voru 54 á skipinu, höfðu allir
komist í báta, nema þessi Hollendingur. Hann hafði kastað sér í sjóinn
og velkst þar í hálfa klukkstund áður en félagar hans fundu hann.Hinir
höfðu skift sér í 3 bátaog héldu skipverjar, að tveir þeirra myndu ekki
vera fjarri þar sem við vorum, en líklega nokkru sunnar.
B/V HILMIR
Eftir hálfrar stundar leit fundum við annan þessara tveggja báta og voru 14 manns í honum. Fyrirliði í þeim bát var 3. Stýrimaður á "Ville de Hasselt", norskur að ætt. Allir voru skipbrotsmenn illa. búnir og hálf þvældir eftir veru sína í bátunum, enda höfðu þeir sloppið nauðuglega, þar sem tundurskeytið hitti skip þeirra,.er það var á 16 mílna hraða og skipstjóri hafði flýtt sér svo mikið að komast í besta björgunarbátinn (vélbát), að hann hafði ekki gefið sér tíma til að gefa skipun í vélarrúm um að stöðva skipið.
Og skipstjóri hans Jón Sigurðsson
Stýrimönnunum af "Ville de Hasselt" kom saman um, að þriðji björgunarbáturinn fráskipi þeirra myndi vera um 8-10 sjómílur fyrir austan okkur og þar sem ég vissi af togaranum Hilmi á þeim slóðum, þar sem við höfðum haft samflot, taldi ég víst að hann myndi finna bátinn, enda varð sú raunin á. f þeim bát,sem Hilmir var með, voru 14 manns. Eftir rúmlega sólarhrings siglingu skiluðum við skipbrotsmönnunum í skoskri |iöfn. Mikið voru skipbrotsmenu gramir út í skipstjórann á "Villede Hasselt". Sögðu þeir að hann hefði fyrstur manna hugsað umað forða sér og komast í besta bátinn, sem var vélbátur útbúinn með miðunarstöð, morsestöð,talstöð og olíuforða til 240 mílna siglingu, að því er skipverjar sögðu.Töldu þeir skipstjóra mjög hafa brugðist skyldum sínum. Allmikið hafði kveðið að aðgerðum þýskra kafbáta þarna undanfarið, að því er okkur var tjáð, og sagt að á þessum sömustöðvum hefðu þýskir kafbáta]."' skotið niður 10 stór skip á 7 dögum." Hér lýkur frásögn Lúðvíks
VILLE DE HASSELT hér sem AMERICAN TRADER
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá American Intnl SB Corp á Hog Island USA 1920 sem: MARNE Fáninn var: USA Það mældist: 7556.0 ts, 8000.0 dwt. Loa: 136.50. m, brd 17.70. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1924 AMERICAN TRADER - 1940 VILLE DE HASSELT Nafn sem það bar síðast undir belgískum fána
VILLE DE HASSELT hér sem AMERICAN TRADEREnga mynd fann ég af hinum 48 ára skipstjóra VILLE DE HASSET, G Foy
Engelbert Endraß foringi á U-46
© Uboat.net
Svona einhvernvegin er frásögn U. Boat.net
Kl 1601 CET þ 31 ágúst, 1940, varð fylgdarlaust og óvopnað skip Ville de Hasselt (skipstj. G. Foy) fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátnum U-46 í lest no 6 bakborðsmegin Skipið var á ca 13,5 sml hraða um 100 sml norðvestur af Barra Head. Áhöfnin yfirgaf skipið í fjórum björgunarbátum sem fljótlega skilust að. Kafbáturinn kom upp á yfirborðið tók nokkra hringi kring um hið sökkvandi skip án þess að hirða um skipbrotsmennina. Þegar skipið var sokkið hvarf hann. Skipstjóri VILLE DE HASSELT, G Foy og 13 skipverjar á einum bátanna var bjargað af belgíska togaranum TRANSPORT um 12 sml vestur af St Kilda daginn eftir sem kom með þá til Stornoway þann 2. september. Eftirlifendur í hinum björgunarbátum voru teknir upp af íslenska togara Egill Skallagrímsson (skipstjóri Lúðvík Vilhjálmsson ) og Hilmir (skipstjóri Jón Sigurðsson) norðvestur af Barra Head að morgni 2. september. Þeir voru á leiðinni með ferskum fiski til Fleetwood og komu með skipbrotsmenn þangað seinna um daginn
U -46 var af gerðinni VIIB Hér er U-48 Sem var sömu gerðar
© Uboat.net
Mér finnst þessi þáttur siglingasögu íslendinga svolítið hafa fallið milli skips og bryggju ef svo skállegs má að orði komast.Þessu má ekki gleyma
15.08.2013 18:32
N-Atlantshaf annó 1940
ANDANIA
© photoship
Ein sú fjölmennasta ef þannig má komast að orði varð þegar þýskur kafbátur skaut HMS ANDANIA ( "Armed Merchant Cruiser" ) niður 230 sml VNV af Færeyjum og íslenski togarinn Skallagrímur bjargaði öllum sem um borð voru eða 347 manns (eftir U-boat.net).Lítum í frétt í Mogganum frá 27 júni 1940 :
ANDANIA
© photoship
" Skipið var að því i komjð að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 350 talsins, teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana.Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" tilvitnuninni í Moggan lýkur
ANDANIA
© photoship
Skipið var smíðað hjá Hawthorn Leslie í Hebburn Bretlandi 1922 sem: ANDANIA (farþegaskip) Fáninn var:breskur Það mældist: 13950.0 ts, 8245.0 dwt. Loa: 158.60. m, brd 19.90. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það var vopnað í stræiðsnyrjun og fékk þá HMS fyrir framan nafnið
Guðmundur Sveinsson skipstlj á b/v Skallagrím
HMS FORESTER sem svo tók bresku sjóliðana at Skallagrími
© photoship
UA hafði séð HMS Andania í sjónpípu sinni í fyrsta skipti í þokusúld kl 1524 LMT þ 13 júní 1940. U-bátinn byrjaði að fylgja skipinu, en missti svo af því svo nokkrum sinnum vegna slæms skyggni, myrkur og fljórar zigzaggsiglingu skipsin .KL 1217 þ14 júní, var þremurtundurskeitum skotið en þeu hæfðu ekki og misstu kafbáta menn sjónar á breska skipinu eftir það..Eftir 24 klukkustundir, kom varð skipið aftur sjáanlegt frá UA og ver nú ráðist aftur á það og nokkrum tunduskeytm skotið að því KL 0029 þ16 júní. UA hafði tekist ætlunarverkið. Þér sökktu ANDANIA Bretarnir hafa sennilega séð þegar flugskeytin nálgast og skutu úr öllum tiltækjum byssum en sáu aldrei óvininn vegna lélegs skyggnis Cohausz og menn hans létu sig svo bara hverfa úr í súldina
Hans Cohausz foringi á UA
Kafbáturinn UA sem sökkti ANDANIA var upphaflega einn af fjórum kafbátum sem þjóðverjar voru að byggja fyrir tyrki þegar stríðið braust út. Í staðin fyrir að afhenda tyrkjum skipin tóku þjóðverjar þau í sína þjónustu
14.08.2013 20:37
Skipafréttir 13 ágúst 1953
Nú er SELFOSS orðinn aldursforseti smíðaður 1914
Úr mínum fórum © ókunnur
BÚARFOSS næstur í aldri Smíðaður 1927

© photoship
TRÖLLAFOSS er næstur smíðaður 1945

Skipið var smíðað hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak upp úr því á land. Var það rifið á staðnum
REYKJAFOSS II var næstur
@hawskey100
Reykjafoss II er smíðaður hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 fyrir Acehile Lauro Napólí.Skipið sem hlaut nafnið Gemito mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70.M.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1951 og skírir Reykjafoss Þeir selja svo skipið 1965 til Dorikat Special Sg Co Ltd Píraeus sem skíra það Greta.1969 er skipið selt innanlands til Keanav Sg Co Piraeus og skírt Annoula.Sem svo aftur selur það 1973 til Stazomar Sg Co Ltd Limasol Cypur. Og fær nafnið Anna.Skipið er svo rifið í Bombay(Mubai)1981
GOÐAFOSS III er næstur í aldursröðinni
© Handels- og Søfartsmuseets
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt Arimathian og 1970 fær það nafnið Krios. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé
Næstur í aldursröð er svo DETTIFOSS II
© Tryggvi Sig
Dettifoss II var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist: 2918.0 ts 2700.0 dwt. Loa: 94.60 m brd: 14.10,m .Eimskipafélagið selur skipið Carlos A.Go Thong & Co á Philipseyjum 1969 og fær það nafnið DON SULPICIO og 1976 DON CARLOS GOTHONG sömu eigendur. Skipinu hvolfdi í höfnina í Cebu 12.10.1978
Næstur var svo LAGARFOSS
© Hans-Wilhelm Delfs
Yngstur í flota eimskipafélags Íslands þarna í ágúst 1953 var þv stolt flotans GULLFOSS II
@Torfi Haraldsson
Ég er svo nýbúinn að segja sögu þeirra skipa sem hana vantar svo ég sleppi henni hér. En í ágúst 1953 átti Eimskipafélag Íslands eftir skipafréttunum átta skip Fimm höfðu verið smíðuð fyrir félagið þrjú keypt notuð En öll voru skipin undir íslenskum fána, "Skúffufyrirtækja" fyrirkomulagið var ekki uppfundið þarna
14.08.2013 17:58
Skipafréttir fyrir 80 árum
LAGARFOSS var elstur
Lagarfoss I var smíðaður fyrir norska aðila H.Klær & co, hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló?) Skipið var skírt Profit 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m..Eimskip kaupa skipið 1917 og skíra Lagarfoss.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Næstur í aldri var SELFOSS
Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m. 1928 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Svo var það stóra stoltið GULLFOSS I
Það var smíðað hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0 ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.,Skipið var kyrrsett í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörk 9 apríl 1940, Áhöfnin kom svo heim um haustið með Esjunni í hinni frægu Petsamoferð, Skipið "fannst"svo í Kiel eftir stríð 1945 í slæmu ástandi.Eimskip hafði fengið tryggingafé skipsins greitt og hafði því eki lengur umráð yfir því En félagið var að hugsa um að fá skipið til baka en það reyndist ekki borga sig enda var þá bygging á nýju skipi komin á koppinn., Tveir íslendingar keyptu skipið og komu því til Gautaborgar og léta gera það upp. Þegar því var lokið seldu þeir Skipafélagi Föroyja í Færeyja skipið. Og fékk skipið þá nafnið Tjaldur. Það var selt til Þýskaland og rifið 1953 og þá undir nafninu Tjaldur gamli
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Næstur að aldri var GOÐAFOSS
Goðafoss II var smíðaður hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m.Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrra með þessu nafni En þýskur kafbátur U-300 undir stjórn Fritz Hein sökkti skipinu út af Garðskaga10-11- 1944.

Næst var svo BRÚARFOSS I
Skipið var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands 1927 sem Brúarfoss Það mældist 1577,0 ts 1540.0 dwt. Loa: 84,70 m brd: 11,10 m. Farþegar 40. Skipið var 1sta frystiskip sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það er selt úr landi 1957 og fær ekki lakara nafn en Freezer Queen 1960 fær skipið nafnið Reina Del Frio. Það var rifið í Argertínu 1986

© Rick.Cox
Yngstur var svo DETTIFOSS
Skipið var smíðað hjá Frederikshavn Værft & Flydedok 1930 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 1564.0 ts 2000,0 dwt, Loa: 72.30 m brd: 11.0 m. Farþegar 30. Kafbáturinn U- 1064 sökkti skipinu á 55°03´0 N 005°29´0 V þ 21-02-1945 Með skipinu fórust 12 skipverjar og 3 farþegar

Ímyndið ykkur þarna 1933 átti Eimskipafélag Íslands sex skip, þar af fjögur smiðuð sérstaklega fyrir það
14.08.2013 15:02
LIWIEC
Skipið hét sem sagt LIWIEC
Hér sem SEATERN
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Ottensener í Hamburg Þýskalandi 1956 sem: SEATERN Fáninn var: norskur Það mældist: 943.0 ts, 1445.0 dwt. Loa:
66.00. m, brd 9.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1958 LIWIEC - 1983 WAGIH Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En það var rifið í Bremen 1985
14.08.2013 12:11
ALFA
ALFA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Grol's í Zuidbroek Hollandi 1957 sem: ALFA Fáninn var:danskur Það mældist: 500.0 ts, 752.0 dwt. Loa: 57.50. m, brd 8.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1962 ARRAN FIRTH - 1971 AGIA MARKELLA - 1972 FOUAD - 1984 HILAL Nafn sem það bar síðast undir fána Líbanon En skipið sökk út af Jyeh, Líbanon 14-12- 1992
Hér sem ARRAN FIRTH
13.08.2013 21:33
13 ágúst 1940

Skipið sem var á leið frá St John´s Nýfundnalandi til Englands með farm af trjákvoði hafði orðið viðskilja við þá skipalest sem það tilheyrði vegna þoku. Og var því auðveld bráð fyrir Schnee foringa á U-60 og manna hans. 4 af 21 manns áhöfn kaupskipsins fórust strax en einn dó seinna á sjúkrahúsi í Glasgow. Þeir sem komust lifandi frá skipinu tókst að komast í tvo björgunarfleka átta menn í annan níu í hinn..

Togarinn HELGAFELL RE 280
Þ 15 ágúst urðu flekarnir viðskilja í þokunni. Að kvöldi þess dags sigldi íslenski togarinn Helgafell RE 280 skipstjóri Þórður Hjörleifsson fram á flekann sem átta skipbrotsmenn sjö svíar og einn pólverji hýrðust á og bjargaði þeim.

Helgafell kom svo með mennina sæmilega vel haldna til Reykjavíkur þ 19 ágúst Hinn flekinn þar sem skipstjórinn á NILS GORTHON Erik Albin Kristian Kastman var innanborðs fannst svo af áhöfn vopnnaðs enskum togara HMS St. Kenan (FY 264) þ 16 ágúst og kom mönnunum til Glasgow þar sem yfirstm. Johan M. L. Bruce dó af völdum sára og hrakningum, á sjúkrahúsi þar.fljótlega eftir komuna þangað
NILS GORTHON

Skipið var smíðað hjá Howaldtswerke í Kiel Þýskalandi 1921 sem: HERTHA Fáninn var:þýskur Það mældist: 1800.0 ts, 3085.0 dwt. Loa: 79.60. m, brd 12.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum :1925 EIFEL - 1926 NILS GORTHON Nafn sem það bar síðast undir sænskum fána
NILS GORTHON
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
11.08.2013 18:15
Fyrir akkúrat sextíu árum
Ég þori að fullyrða að fáar auglýsingar þ.e.a.s það sem hún leiddi af sér hafa veitt sjómönnum eins hugljúfar minningar. Þá er ég að meina sá söngvari sem tók þetta tækifæri og fékk það. Og ég læt lesendum eftir hvern ég meina. Dansleikur var í Þórskaffi þetta kvöld þótt KK spilaði þar ekki .Heldur hljómsveit Guðmundar R Einarssonar og hljómsveit Óskars Cortes.Í höfninni þennan dag lágu þrjú íslensk kaupskip Selfoss I Þyrill I og Lagarfoss II
Selfoss I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Þyrill I
Úr safni Guðlaugs Gíslasonar © óþekktur
LAGARFOSS II

© T.Diedrich
11.08.2013 12:49
Fyrir níutíu árum
Skoðum svo skipin sem auglýsingin gæti átt við
BOTNIA
Skipið var smíðað hjá Lobnitz í
Renfrew Bretlandi 1891 sem: Botnia Fáninn var:danskur Það mældist: 1032.0 ts, Loa: 64.80. m, brd
9.50. m 1904 var skipið lengt og mældist eftir það 1206 ts og loa; 74.40 m, Skipið gekk aðein undir þessu eina nafni og fána.En það var rifið í Bretlandi (Blyth) 1935
Sirius
Skipið var smíðað hjá Priestman í Southwick Bretlandi 1889 sem: DEDDINGTON Fáninn var:breskur Það mældist: 1575.0 ts, 1820.0 dwt. Loa:
85.50. m, brd 12.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1899 FREDERIKSBORG - 1914 SIRIUS Nafn sem það bar síðast undir dönskum fána En skipið strandaði í Finnska -skerjagarðinum þ 16-12-1944.Þá á leiðinni frá Sundsvall Se til Mäntyluoto Fi með farm af kolum og tómtunnum Það náðist ekki út og "varð til" á strandstaðnum
SIRIUS
10.08.2013 21:24
VEENDAM
© Torfi Haraldsson
© Torfi Haraldsson
Það er töluverður munur á þessum tveim
Hér má sjá allt um VEENDAM
10.08.2013 19:33
Einn kvenskipstjórinn til
Skipið og nýi skipstjórinn
© Maritime Bulletin
SILVER EXPLORER
© Phil English
© Phil English
Hérna má sjá meira um skipið