Færslur: 2013 Ágúst

10.08.2013 12:36

BIBE

Hér er skemmtilegt dæmi hvernig aðrar þjóðir geta nýtt sér gamla íslenska kvótalausa fiskibáta.Þessi bátur hét fyrst (held ég) SELEY  síðan nokkrum nöfnum m.a, GUÐMUNDUR KRISTINN og fl En nú heitir skipið BIBE Það mun hafa verið smíðað í Flekkefjord, Noregi 1966 Lítið veit ég meira um skipið

BIBE


                                                                                                                                     © Helen Krmic
Skipið er notað sem veitingastaður og útsýnisskip (Harbour & tour boats / restaurant vessels) í  Króatíu


                                                                                                                                     © Helen Krmic

                                                                                                                                     © Helen Krmic

                                                                                                                                     © Helen Krmic
Lokað fyrir álit

09.08.2013 17:59

Fleiri erlend

1947 var Eimskipafélag Íslands með nokkur skip á sínum vegum tvö voru pólsk og allavega eitt danskt Þau pólsku hétu LECH og LUBLIN En það danska LINDA CLAUSEN

LECH

                                                                                                                                            © Rick Cox

Skipið var smíðað hjá Swan, Hunter & W.Richardson í Low Walker Bretlandi 1934 sem: LECH Fáninn var:pólskur Það mældist: 1241.0 ts, 1568.0 dwt. Loa: 85.80. m, brd 12.20. m Skipið  gekk undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami En það var rifið í Gdansk 1967

LUBLIN


                                                                                                                                            © Rick Cox


Það var smíðað 1932 hjá Helsingør Værft  í
Helsingør Danmörk sem LUBLIN Fáninn var pólskur.Það mældist: 1035.0 ts 1409.0 dwt. Loa: 80.60 m brd: 12.0 m.1962 tekur pólski herinn skipið yfir og fær það nafnið: M-ZP- DDY- 1 Og þeir nota  það sem geymslu. Það var svo rifið 1980 í Gdansk

LUBLIN og Lagarfoss I við Sprengisand


                                                                                                                                                           ©Tóti í Berjanesi

LINDA CLAUSEN


                                                                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk



Skipið var smíðað hjá Svendborg Skibsværft í Svendborg Danmörk 1945 sem:LINDA CLAUSEN  Fáninn var:danskur Það mældist: 1082.0 ts, 1609.0 dwt. Loa: 79.90. m, brd 11.00. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:50 DIANA - 67 TWIGA  Nafn sem það bar síðast  undir grískum fána En  þ 10-02-1969 braust út eldurí því á 38°27´0 N og 016°.35´0 A og það sökk svo eftir að hafa verið dregið til Messina En skipið var á leið frá Setubal til Venice með trjákvoðu


LINDA CLAUSEN




                                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk


LINDA CLAUSEN Hér sem DIANA




                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit

09.08.2013 12:27

Leiguskip í den

Í Júli 1947 hafði Eimskipafélag Íslands þessi tvö skip á sínum snærum Það eldra var BALTRAFFIC það yngra ANNE

BALTRAFFIC



                                                                                                                                                             © photoship

Skipið var smíðað hjá J.Blumer í North Dock Bretlandi 1918 sem:WAR COPPICE  Fáninn var:breskur Það mældist: 3124.0 ts,  Loa: 101.00. m, brd 14.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1919 REFRIGERANT - 1933 BALTRAFFIC - 1951 SAFINA-E-TARIQ Nafn sem það bar síðast  undir fána Pakistan En skipið var rifið í því landi 1957

BALTRAFFIC

                                                                                                                                                             © photoship

                                                                                                                                                             © photoship

ANNE


                                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Howaldtswerke í Kiel Þýskalandi 1928 sem: ANNE Fáninn var: danskur Það mældist: 1593.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 80.50. m, brd 11.70. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1951 ANNE TORM - 1954 SEVASTI K. - 1965 SOUKI Nafn sem það bar síðast  undir griskum fána


ANNE

                                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk
                                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit

08.08.2013 19:49

BIFRÖST

Atli Mikk lumar á mörgum skemmtilegum skipamyndum Og ég nýt góðs af því Hér eru myndir af BIFRÖST sem flaggaði íslenskum fána 1977-1981

BIFRÖST

                                                                                                                                              © Atli Michelsen

Skipið var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1969 sem ARKTOS Fáninn var þýskur Það mældist: 975.0 ts, 1651.0 dwt. Loa: 81.00. m, brd: 13.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1974 NIOLON - 1977 BIFROST - 1981 GEM TRANSPORTER - 1987 MUBARAK 4 Nafn sem það bar að síðustu. En það var rifið á Gadani Beach í Pakistan 1987

BIFRÖST


                                                                                                                                           © Atli Michelsen

Hér sem ARKTOS

                                                                                                                                          © Ted Ingham

Hér sem Bifröst


                                                Úr safni Óðins Þórs  © óþekkt
Lokað fyrir álit

05.08.2013 20:36

Lagarfoss II í eldlínunni

Lagarfoss II var yngstur af "þrílembingunum" svonefndu.Margir telja þessi skip eina mesu "púlshesta" sem Eimskipafélag Íslands hefur átt.Fóru  ínn á flestallar ahnir landsins Að vísu ekki upp að bryggju í þeim mörgum. Þessi skip og áhafnir þeirra áttu ríkan þátt í uppbyggingu þess þjóðlífs sem við lifum við í dag, Gleymum því aldrei. Það hafði lítinn tilgang að veiða fiskin ef við gátum ekki komið afurðunum sem úr honum komu frá Landinu

Hér er skipið í friði og spekt í Hull



                                                                                                      © Peter William Robinson

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949  sem: LAGARFOSS Fáninn var: íslenskur  Það mældist: 2923.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 94.70. m, brd 14.10. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1977 EAST CAPE - 1980 HOE AIK Nafn sem það bar síðast  undir fána HONDURAS En skipið mun hafa verið tekið af skrá 2002

Hér að koma til Eyja í bræluskít


                                                                                                      © Tryggvi Sig

Hér í óþekktri höfn að leiðarlokum sennilega


                                                                                                                                © photoship

Lagarfoss II lenti í nokkrum hremmingum  miklum bruna 18 apríl 1950 Um það það má lesa Hér og fleiri voru þær  hér  má sjá færslu um tvær af þeim

Lokað fyrir álit

03.08.2013 22:43

Kadettinn og Ólafsvíkur Kalli

Ef menn hafa gaman af "velsögðum" ævintýrum sjómanna ættu þeir þ.e.a.s þeir sem eru ekki þegar búnir að því að lesa bókina:" Syndin er lævís og lipur" Sem skrifuð er af snillingnum Jónasi Árnasyni um annan snilling Jón Kristófer Sigurðsson. Stundum kallaður "Jón Kadett" vegna starfa sinna í Hjálpræðishernim áður en siglingarævintýrin byrjuðu. En þau hófust þ 9 september 1939 eða níu dögum eftir að WW 2 byrjaði. Skáldið Steinn Steinar hefur eiginlega gert þessa brottför Jóns ódauðlega með kvæðinu:"Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn stóð Herinn á bryggjunni og söng" En eitt erindið er svona:Og ei má í orðum lýsa / hve angrið í sál vorri brann / er fullur léstu þig fleka / á fragtskipið Mary Ann / Vér getum ei hönd rétt til hjálpar / þótt hendi þig fjörtjón og grand / Þú siglir í Farezonen / með synd þína og Contra Bande" En skipið sem Jón skráði á hét ekki Mary Ann (skáldaleyfi Steins vegna rímsins) heldur Mathilde Mærsk Fyrir á skipinu var annar íslendingur Karl Guðmundsson ættaður úr Ólafsvík Oft kallaður "Ólafsvíkur Kalli" Saman lentu félagernir í ótrúlegum ævintýrum. Hér verður þeim á lítin hátt gerð skil en gert grein fyrir skipunum sem þeir félagsr voru á eftir frásögn Jóns

MATHILDE MÆRSK hér sem PETER MÆRSK


                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Yarrow í Scotstoun Englandi 1921 sem:HADERSLEV  Fáninn var:danskur Það mældist: 1205.0 ts, 2088.0 dwt. Loa: 87.20. m, brd 13.20. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1924 PETER MÆRSK - 1932 MATHILDE MÆRSK - 1942 IRISH ASH - 49 SCANIA Nafn sem það bar síðast  undir sænskum fána  En skipið lenti í árekstri á "Flushing Roads" 21-01-1957.Það var dregið inn til Krimpen í Hollandi Og rifið þar í sept 1957 En skipið var á leið frá Casablanca til Norrköping, með farm af phosphate

MATHILDE MÆRSK



                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þeir félagar eru svo un tíma á MATHILDE MÆRSK eða þar til þeir strjúka í Halifax í Nova Scotia. Það endaði mmeð því að báðir voru settir í Steininn og sátu þar tæpan mánuð En þá kom til Halifax danskt sip SONJA MÆRSK sem vantaði einn mann.Þeir félagar vörpuðu hlutkesti um hvor ætti að þiggja plássið og vann Kalli það og hvarf með það úr siglingasögu Jóns


SONJA MÆRSK

                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Nuscke í Stettin (sem þá tilheyrði Þýskalandi)  sem: Balder  Fáninn var:þýskur Það mældist: 1724.0 ts,1950.0 dwt. Loa: 81.20. m, brd 12.80. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1925 THEKLA -1929 SONJA MAERSK Nafn sem það bar síðast  undi breskum  fána frá 1941 Skipið strandaði á 44°.29´0 N  og 063°.32´0 V Þ 05-06-1942 á leiðinni frá  Swansea til Halifax,  með kol. Hvort Kalli var þá á skipinu veit maður ekki


Jón sat nokkra daga til í Steininum í Halifax En þá kom þangað annað danskt skip JESSIE MÆRSK Jón segir skipið hafa heitið Jessy Mærsk en ég hef ekki fundið skip með því nafni en þeir félagar Jónas og Jón geta hafa ruglast á nöfnum í samræðunum En á þessu skipi lenti Jón í mögnuðum ævintýrum



JESSIE MÆRSK



                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Vuijk í Capelle Hollandi 1920 sem: MARSDIEP  Fáninn var:hollenskur Það mældist: 1635.0 ts, 2015.0 dwt. Loa: 85.40. m, brd 12.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1922 JESSIE MAERSK Nafn sem það bar síðast  undir breskum fána En því var sökkt á 53°06´0 N og 001°.24´0.A  þ 07-10-1942 á leiðinni frá London til Blyth, í ballast Jón var þá kominn til Íslands sem hermaður í Breska hernum

JESSIE MÆRSK


                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Síðasta skipið sem Jón segir frá í þessari skemmtilegau bók var norskt skip NURGIS að nafni Og ævintýrin héldu þar áfram

NURGIS


                                                                                                         © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Meyer's í Leeuwen Hollandi 1919  sem: ORANJEPOLDER Fáninn var:hollenskur Það mældist: 700.0 ts, 1024.0 dwt. Loa: 55.10. m, brd 8.60. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum: En 1929 fékk það nafnið NURGIS. Því var sökkt af flugvélum þjóðverja þ 08-03-1941 7.0 sml út af Lizard Point á leiðinni frá Swansea til Southampton,með farm af múrsteinum. En nú var Jón kominn til Íslands eða þann 17 janúar 1941


Lokað fyrir álit

03.08.2013 14:55

Gullfoss fyrir 50 árum

Mánudaginn 18 mars 1963 var svartur dagur í sögu Eimskipafélags Íslands já og sennilega siglingasögu íslendinga En þann dag kveiknaði í "Óskabarninu" eins og Gullfoss II var stundum kallaður. Gullfoss II átti sinn sess í hjörtum landsmanna eins og fyrirrennari hans. En kíkjum á Moggann daginn eftir eða 19 mars


Í Mogganum sagði m.a

Í gærmorgun þ 18 mars kl.08.45 eftir ísl. tíma, kom upp eldur í þurrdokk þeirri í skipasmíðastöð Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Í, þar sem "Gullfoss", skip Eimskipafélags íslands,er til viðgerðar. Magnaðist eldurinn skjótt og náði þegar til  aftúrhluta skipsins, sem brann mikið. Lausleg athugun þykir benda til, að tugmilljónatjón hafi hlotizt af.Er eldurinn kom upp, vöru um 30 manns um borð í skipinu. Sátu menn og snæddu morgunverð. Eldurinn kom upp mjög skyndilega, og var líkast því, sem um sprengingu hefði verið að ræða. Rannsóknarlögreglan í Kaupmannahöfn tilkynnti í gærkvöldi, að orsök eldsvoðans væri fundin. Hafði olíu verið dælt af geymum ofarlega í skipinu í botngeyma vegna viðgerðarinnar. Hins vegar lak olían af botngeymunum, þareð ventill var óþéttur. í þurrdokkinni eru notaðir kokshitarar, og komst olían, alls um 50 tonn, í þá.

Forsíða Moggans 20 mars


Strax og eldsins varð vart, gaus upp slíkur reykjarmökkur,að öll umferð stöðvaðist í nágrenninu. Varð því að kalla á vettvang lögreglu. í fréttaskeyti, sem Mbl. fékk í gær frá fréttarítara sínum í Kaupmannahöfn, segir, að búast megi við, að öll sumaráætlun "Gullfoss" fari út um þúfur, þareð viðgerð á skipínu kunni að taka marga mánuði. Er skeytið var sent, síðdegis í gær, hafði að mestu tekizt að ráða niðurlögum eldsins, en skipsskrokkurinn var enn svo heitur, að ekki var hægt að fara um borð til að kanna skemmdir 30 manns voru tum borð í skipinu, er eldurinn gaus upp, en allir slupppu ómeiddir. Margir af áhöfninni hafa hins vegar orðið fyirir mjög tilfinnanlegu tjóni, sérstaiklaga þjónustufólk og starfsmenn í vél. Sumir eiga nú aðeins fötin, sem þeir eru í. Fjórtán  munu halda heim með flugvél Flugfélags íslandis á morgun ('þriðjudag). "Gullfoss" hefur verið í viðgerð og skoðun, og átti að halda brott 23. apríl. Talið er nú, að viðgerð á skipinu kunni að taka marga mánuði, jafnvel standa í allt sumar.Allt farþegarými var upppantað næstu mánuði, sérstaklega í júní, júlí, ágúst og september, og margir á biðlista. Liggur ekki Ijóst fyrir, á hvern hátt verði hægt að mæta þörfum þessara farþega. Virðist helst, aðtaka verði á leigu skip til að annast flutningana.Það var um kl 10.45, eftir dönskum tíma (08.45 eftir ísl. tíma), að eldsins varð vart. Þegar var gert viðvart með neyðarbjöllum, og sá Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri, sjálfur um, að enginn yrði eftir um borð. Fór hann um allt skipið, þótt það væri þá þegar orðið fullt af reyk.Slökkvilið Kaupmannaihafnar var þegar kvatt á vettvang, ásamt sérstökum hjálparsveitum. Varð að beita froðuslökkvitækjum, þar eð hér var um að ræða eld í olíu. Tókst að þekja allan miðhluta skipsins og vélarrúm með froðu.

Baksíða sama blaðs




Átti það mikinn þátt í því, að ekki skyldi hljótast enn meiri skaði af, að svo fljótt var brugðið við. Líkast var, sem sprenging hefði orðið, er eldurinn gaus upp. Fylgdi mikill reykur, og var hann svo magnaður, að fólk nam staðar, þótt statt væri langt frá, og víða stöðvuðu menn bíla sína til að geta fylgst með. Varð af þessu mikil uimferðatruflun og varð lögregla að skerast í leikinn. Eldurinn logaði langt fram eftir degi. Erfiðast var að berjast við eldinn, er. logaði í korkeinangrun kælilestar. Hitnaði skrokkur sikipsins svo mikið, að ekki var hægt að fara um borð, þótt tekist hefði að mestu að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst þykir þó, að tjón það, sem orðið hefur á skipinu, nemi tug milljónum króna (ísl.). Mestar skemmdir hafa orðið á afturhluta skipsins, eins og áður segir, og verður að endurnýja mest af þeim hluta skipsins. Þá eru 4. og 5. lest einnig mikið skemmdar.Þess má geta,að skrúfa skipsins hafi skemmzt í hitanum af eldinum, en auk þess hafi vistarverur skemmst og birgðageymsla bryta. Þá er líklegt, að stál í skrokk skipsins hafi skemmst, vegna hita Og svona sögðu dönsku blöðin frá brunanum en þau fullyrtu, að ekki hafi verið farið nógu gætilega með eldinn í ofnunum. Extrabladet segir t d. í gærmorgun (þriðjudag)::"Vélamenn og verkamenn halda því fram, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þenrian bruna. Þeir telja að brunavarzla um borð í skipinu hafi verið ófullnægjandi. Þeir staðhæfa ennfremur, að farið sé gáleysislega með eld í öðrum skipi hjá skipasmíðastöðinnL


Blaðsíða 3 í sama blaði


Framkvæmdasrjóri skipasmíðastöðvarinnar, J. M. Barfoed, hefur lýst því yfir, að honum sé með öllu ókunnugt um, að vélamenn eða verkamenn hafi kvartað undan ónógri brunavörzlu". Politiken segir: "Fulltrúi vélamanna og verkamanna hefur snúið sér til Politiken og skýrt frá því, að komast hefði mátt hjá brunanum. Það er skipasmíðastöðin  sjálf,sem annast brunavörslu skipanna.En það er ekki aðeins á Gullfossi, sem óvarlega sé farið með eld og tilgreinir fulltrúinn tvö rússnesk systurskip, sem hleypt var af stokkunum í janúnar sl Kveðst hann hafa séð marga verkamenn reykja um borð í skipunuin, þótt bannað sé".Blaðið segir ennfremur, að Barfoed fullyrði hins vegar, að hann hafi ekki í eftirlitsferðum sínum um skipasmíðastöðina séð nein merki þess, að þar væri reykt, en að öðru leyti vilji hann ekkert um málið segja á þessu stigi. Berlingatíðindi segja m. a.: "Á laugardagskvöldið varð vélstjóri var við að olían, 50 tonn, hafði runnið úr botngeymum skipsins í botn þurrdokkarinnar. Tilkynnti hann þetta stjórn skipasmíðastöðvarinnar, sem gaf skipun um að slökkt væri á kokshiturunum, sem notaðir eru til að verja dokkina frosti. Var það þegar gert, en á mánudagsmorgun voru eldglæður í þeim. Var slökkviliði Kaupmannahafnar og brunaliði skipasmíðastöðvarinnar þá þegar gert viðvart, en áður en það kæmist á vettvang varð sprengingin Logarnir voru svo miklir að málning flagnaði af mastri og óttast var að eldurinn breiddist út til nýrrar ferju, Danmark, sem lá þar rétt hjá. Þó vildi svo vel til, að dráttarbátur var skammt undan, og tókst að draga ferjuna úr allri hættu".

Forsíða Moggans 22 mars




Og Berlingatíðindi halda áfram: "Þegar slökkviliðið kom á vettvang var aftasti hluti skipshliðarinnar rauðglóandi og var í fyrstu ekki annað unnt að gera en sprauta vatni á járnplöturnar til þess að kæla þær. Skömmu síðar hafði kviknað í korkeinangrun kælilestarinnar. Þegar svo var komið, var ákveðið að kalla til fleiri reykvarða brunaliðsmenn og ennfremur sent eftir fleiri slöngum og meiri slökkvifroðu. Komnir voru á vettvang um 20 bílar slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita. Um kl. 2 e.h. kom E. S- Ryger,slökkvistjóri, á vettvang og ákveðið var að sjóða göt á skipshliðina til að komast að eldinum í lestarrúmum. Ennfremur var ákveðið að áhöfn skipsins skyldi ekki sofa um borð um nóttina, jafnvel þótt tækist að slökkva eldinn og var hún flutt á hótel "Kongen af Danmark". í brunanum sprakk súrefnisflaska og þegar súrefnið náði aftasta björgunarbátnum kviknaði í nokkrum rauðum neyðarrakettum, sem þutu í loft upp og komu niður í annarri deild skipasmíðastöðvarinnar, en þar var slökkt á þeim".

Framhald á bls 23




Blaðið segir að lokum, að bruni þessi líkist mest bruna, sem varð 21. febrúar s.l., þegar kviknaði í skipinu m / s Falstria, en þá hafði olía lekið út í þurrdokkina á Refshaleöen.Þess má að lokum bæta við, að fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, símar að fulltrúar verkamanna í Burmeister & Wain skipasmíðastöðinni, hafi lýst því yfir, að manntjón hefði orðið, ef þeir 60 verkamenn, sem unnu daglega við Gullfoss, hefðu ekki verið við morgnnverð, þegar eldurinn kom upp.Hér lýkur tilvitnunum í Moggan og fl blöð Og til að gera svo langa sögu stutta þá komst skipið þann 6 júni 1963  í sína fyrstu ferð eftir brunan Gullfoss II virðist hafa verið töluvert eldfimt skip. Á byggingatímanum kveiknaði þrisvar æi skipinu. Alvarlegasti bruninn varð í desember 1949 en þá fórust fjórir menn  og tveir aðrir brendust alvarlega. Nú endalokin muna sennilega fæest eldra fólk En 18 des 1976 kveiknaði í skipinu á Rauðahafinu Það lagðist á hliðina og sökkÞá var skipið komið úr eigu Eimskipafélagsins og hét þá MECCA  Hér  má sjá eldri færslu um skipið

Lokað fyrir álit

02.08.2013 15:24

Skipbrotamaður fyrir 50 árum

Ég ætla að láta Morgunblaðið segja sögu af hrakningum íslensks sjómanns fyrir 50 árum
Forsíðan 22 mars 1963



23 mars 1963



26 mars 1963



2 apríl 1963



3 apríl 1963







Skipið sem fórst HÖEGH ARONDE


                                                                                                                                               © photoship

Skipið var smíðað hjá Pennsylvania í  Beaumont, Tex. USA 1945 sem: ROLLING HITCH Fáninn var:USA Það mældist: 3818.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1947 BURSA - 1954 HÖEGH ARONDE Nafn sem það bar síðast  undir norskum fána. En það fórst sem fyrr sagði á 31°30´0 N og 010°.45´0 V þ  21-03- 1963

HÖEGH ARONDE

                                                                                                                                               © photoship

Áhöfnin á þessu skipi bjargaði Guðmundi Helgasyni, PENELOPE0


                                                                                                                                               © photoship

Skipið var smíðað hjá Hitachi í Sakurajima Japan 1961  sem: PENELOPE Fáninn var:grískur Það mældist: 10072.0 ts, 14505.0 dwt. Loa: 158.10. m, brd 19.70. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum: En 1978 fékk það nafnið  FORTUNE FIVE Nafn sem það bar síðast undir Panamafána En skipið var rifið á Taiwan 1982


                                                                                                                                               © Rick Cox
Lokað fyrir álit

01.08.2013 14:43

WILSON HULL

Haukur vinur minn Sigtryggur sendi mér nokkrar myndir í gær af WILSON HULL sem var að losa salt á Dalvík Með fylgja myndir af "vígirðingunni" sem nú umlykur kaupskip í höfnum landsins.Þótt sumir alþingismenn og fv ráðherrar tala digurbarkalega um að standa upp í hárinu á sumum stórveldum, þá er nú bara hinn blákaldi sannleikur sá að rúmlega 300 þúsund manna þjóð verður bara að sitja og standa eins og þeim þóknast. Ég lenti í að koma með sprengiefni til Galveston Texas og veit af hve mikilli hörku þessum reglum er framfylgt þar Jæja nóg af þessu blaðri Hér eru myndirnar

Girðingin


                                                                                                                                                   © Haukur Sigtryggur

                                                                                                                                                   © Haukur Sigtryggur

Svo er það skipið

                                                                                                                                                   © Haukur Sigtryggur

Skipið var smíðað hjá Rousse SY í Rousse Búlgaríu 2001 sem: JOCHING Fáninn var: Malta Það mældist: 3037.0 ts, 4250.0 dwt. Loa: 89.90. m, brd 15.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum en 2005 fékk það nafnið WILSON HULL: Nafn sem það ber í dag undir sama fána



                                                                                                                                                   © Haukur Sigtryggur

Hér eru fleiri myndir af skipinu nú frá erlendum rafpóstvini



                                                                                                                                                   © Tomas Østberg- Jacobsen

                                                                                                                                                   © Tomas Østberg- Jacobsen

                                                                                                                                                   © Tomas Østberg- Jacobsen
Lokað fyrir álit

01.08.2013 01:13

Vectis Falcon

Þetta er áhugavert skipslag og það væri gaman að vita hvort þetta virki vel í erfiðu mótskími

VECTIS FALCON


                                                                                                                                                   © Roberto Smera

Skipið var smíðað hjá Jiangsu Yangzijiang í Jiangsu Yangzijiang Kína 2012 sem: VECTIS FALCON  Fáninn var breskur  Það mældist: 6190.0 ts, 8556.0 dwt. Loa: 109.93. m, brd17.4 0. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami

VECTIS FALCON

                                                                               © Roberto Smera


                                                                                                                 © Frode Adolfson


                                                                                                          © Tomas Østberg- Jacobsen


                                                                                                          © Tomas Østberg- Jacobsen

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere