Færslur: 2013 September
19.09.2013 19:09
Haukur II
HAUKUR

© Tryggvi Sig
Skipið var smíðað hjá Dtsg Sava Shipyard í Macvanska Mitrovica, Serbíu 1990 sem SAVA RIVER Fáninn var norskur Það mældist: 2030.0 ts, 3050.0 dwt. Loa: 74.70. m, brd: 12.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum en 2000 fékk það nafnið HAUKUR Nafn sem það ber í dag undir fána Færeyja
Fyrir austan Eyjar í gær


© Tryggvi Sig
Að koma inn til Eyja fyrir nokkrum árum
© óli ragg

19.09.2013 17:40
Fullur skipper
ZEBRON

Mynd frá Sænsku Kustbevakningen
Skipið var smíðað hjá Elsflether Werft í Elsflether Þýskalandi 1967 sem:RODSHELL Fáninn var: norskur Það mældist: 239.0 ts, 534.0 dwt. Loa: 46.00. m, brd 8.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 NORSK POLAR - 1990 ZEBRON Nafn sem það ber í dag undir sænskum fána
ZEBRON
© Jukka Koskimies

© Gena Anfimov

© Jukka Koskimies
Hér má sjá fleiri myndir af strandinu frá forum boat.se og önnur mynd hér
17.09.2013 19:58
Selurinn
Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég
þekkti og höfðu verið á honum hældu honum. Kannske ekki margir en sama.
Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk.
Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði
ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.
Úr mínum fórum © ókunnur
Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m.Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Úr mínum fórum © ókunnur
Og eimhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt
"blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til
Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og
mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.
Úr mínum fórum © Ókunnur
En þegar maður hugsar til stríðsáranna getur
maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi
þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og hreinlega undrast seigluna í
þvi en það varð 42 ára gamallt
Úr mínum fórum © ókunnur
Dalvík var ekki á áætlunni sem birtist í byrjun . En ég held að skipið sé statt þar á myndinni hér að neðan
© Þráinn Hjartarson
17.09.2013 18:36
Tröllafoss

Tröllafoss
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson

Hann þótti mikið skip á sínum tíma, hann Tröllafoss

Skipið
var byggt hjá
Consolidated Steel Corp í
Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það
mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið
hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem
það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við
akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga
akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum




17.09.2013 17:56
Reykjafoss II

Hér er hann að yfirgefa Eyjar
© Tryggvi Sigurðsson
Reykjafoss II er smíðaður hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 fyrir Acehile Lauro Napólí.Skipið sem hlaut nafnið Gemito mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70.M.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1951 og skírir Reykjafoss Þeir selja svo skipið 1965 til Dorikat Special Sg Co Ltd Píraeus sem skíra það Greta.1969 er skipið selt innanlands til Keanav Sg Co Piraeus og skírt Annoula.Sem svo aftur selur það 1973 til Stazomar Sg Co Ltd Limasol Cypur. Og fær nafnið Anna.Skipið er svo rifið í Bombay(Mubai)1981
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
@ PWR
Hér sem Greta
14.09.2013 19:06
Diana
Hér má lesa síðuna í Mogganum
Fáninn eins og skorinn var niður ???
Skipið DÍANA
Það var smíðað hjá Weser í Bremen Þýskalandi 1901 sem: DIANA Fáninn var: þýskur Það mældist: 299.0 ts, 516.0 dwt. Loa: 60.10. m, brd 8.00. m 1954 fékk það nafnið ALAPLI Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána Það var rifið í Istanbul 1954 en samt var stálið úr því að hluta notað til að smíða annað skip 1961
10.09.2013 16:43
YONG SHENG 2
10.09.2013 12:40
YONG SHENG
Hér sem GRETA C
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Damen Galati í Galati Rúmeníu (skrokkur) Damen Hoogezand, Foxhol Hollandi (fullgert) 2002 sem: GRETA-C Fáninn var: breskur Það mældist: 14159.0 ts, 19150.0 dwt. Loa: 156.20. m, brd 23.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum: En 2006 fékk það nafnið YONG SHENG Nafn sem það ber í dag undir kínverskum fána
Hér sem GRETA C
08.09.2013 18:34
Habvtor
Daniel Ögmundsson skipstjóri sýndi fyrr á árinu af sér fádæma sjó og skipstjórnarhæfileika þegar honum tókst að halda bát sinum fljótandi og á réttum kili eftir að báturinn fékk á sig ógnar brotsjó Svona er sagt frá því í "Sjómannablaðinu Víkingi" 3 tbl 1941 m.a
"Nóttina milli 30. og 31. janúar, síðari hluta nætur, reið holskefla á bátinn "Pilot" úr Ytri-Njarðvík, nokkrar mílur norður af Garðskaga. Var það þakkað snarræði skipstjórans, Daníels Ögmundssonar, að báturinn sökk ekki. Tók um leið út fimm menn af bátnum, og náðust ekki aftur, nema tveir þeirra"
Daníel Ögmundsson
Báturinn hans PILOT
© photoship
Skipið var smíðað hjá Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1930 sem:HAVTOR Fáninn var:norskur Það mældist: 1524.0 ts, 2375.0 dwt. Loa: 74.90. m, brd 11.60. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og sama fána
Hér má sjá endalok skipsins
08.09.2013 13:08
GOLD STAR
Hér sem IBRAHIM JUNIOR
© Mahmoud shd
Skipið var smíðað hjá Mallorca SY í Palma de Mallorca Spáni 1975 sem: SUECIA Fáninn var:spænskur Það mældist: 1366.0 ts, 2105.0 dwt. Loa: 82.00. m, brd 14.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1985 PUERTO SUANCES - 1988 INEZGANE - 1996 ESTELA DEL MAR - 1996 BREOGAN - 2002 BREOGAN I - 2006 IBRAHIM JUNIOR -2011 GOLD STAR Nafn sem það bar síðast undir fána Tanzaniu
Hér sem IBRAHIM JUNIOR
© Mahmoud shd
Hér sem GOLD STAR
04.09.2013 20:25
Induna
INDUNA

En á fyrrgreint skip réðist ungur íslenskur piltur Haraldur Íshólm í London 07-10-1941 aðeins 18 ára gamall sem kyndari Endalok skipsins með Harald innanborðs má sjá í endaðri færslunni. En Haraldar er hvergi getið t.d í "Virkinu í Norðri" yfir fallna og drukknaða íslendinga af völdum WW 2 Og í U-boat.net má sjá hann skrifaðan "Harold Esholm" og þar talinn breti en það er sennilega út af því að hann skráðist á skipið í London
INDUNA
©photoship
Skipið var smíðað hjá Stephen í Linthouse Bretlandi 1925 sem: INDUNA Fáninn var: breskur Það mældist: 4221.0 ts, 5086.0 dwt. Loa: 122.50. m, brd 15.90. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána
Hérna má lesa um endalok skipsins
04.09.2013 18:08
Aqasia
Aqasia
Skipið var smíðað hjá Umo Gemi í Eregli / Zonguldak Tyrklandi sem:AQASIA Fáninn var:Möltu Það mældist: 2141.0 ts, 2850.0 dwt. Loa: 85.16. m, brd 13.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og sama fána
04.09.2013 17:00
Green Karmö
má sjá myndir af atvikinu
Hér er skipið á yfirgefa Vestmannaeyjar í slyddu byl í hitteð fyrra

© oliragg
Green Karmoy var byggð hjá Kleven Loland í Lervik Noregi sem ERIKSON ARCTIC fyrir danska aðila en fánin var Bahamas. Það mældist: 5084.0 ts 6120.0 dwt,. Loa: 109.00 m brd: 18.00 m Skipið hefur gengið undir nokkrum nöfnum á ferlinum: 1994 BELINDA - 1996 WISIDA ARCTIC - 2000 ARCTIC ICE -2001 GREEN KARMOY Nafn sem það ber í dag enn undir fána Bahamas
Hér í sól og sumaryl
@oliragg
@oliragg
02.09.2013 11:07
BAHIA BLANCA
"SV-átt,5 til6 vindstig, með slydduéljum hefir staðið allan daginn. Skipið er bráðum fullhlaðið. Klukkan er um það bil að verða 22,30 og enginn ytri vottur ber nein merki þess, að hún nái ekki því marki eins og hvern annan dag, án þess að nokkuð sérstakt beri til tíðinda. Það er nýbúið að kasta vörpunni, og verið að koma á tog. En örfáum mínútum síðar er móttekin tilkynning um það í gegnum loftskeytastöðina,að þýzkt skip sé að sökkva skammt fyrir norðan þann stað, þar sem við erum staddir ásamt fleiri skipum. Slík tilkynning fer ávallt um skipið eins og elding. Skipstjóri fyrirskipar strax að draga aftur inn vörpuna.
Forsíða dagblaðsins VÍsi Þ 12 jan 1940
Öllum venjum og reglum er eins og blásið í burt og hver einasti maður er sér þess meðvitandi, að af honum verður krafizt hins ítrasta, enda gengur nú allt með örhraða. Loftskeytin eru sett í noktun og sambandi náð við hið sökkandi skip. Það heitir "Bahia Blanca", og hefir rekist á ísjaka. Hefir sent skeyti til Reykjavíkur og beðið um að senda dælubát til sín, því mikill leki sé kominn að skipinu. "Bahia Blanca" segist taka því þakksamlega ef einn togari vilji koma og fylgjast með sér til öryggis, þar til björgunarskipið komi. Auðheyrt var, að hinir þýzku sjófarendur eru ókunnugir allri íslenzkri tilhögun, sem eðlilegt er, og aðalatriðið hjá þeim virðist eingöngu vera að bjarga hinum dýra farmi, sem það er að flytja heim til föðurlandsins. Skipið hefir getað haldið áfram nokkurn tíma í áttina ti llands, með mjög hægri ferð, en er nú alveg stansað vegna sjóþyngsla. Það er afráðið að við förum til þeirra. Botnvarpan hefir verið tekin inn og lagt af stað með allri þeirri ferð, sem skipið á til. Sjór er úfinn og skipið stampast, veltur og titrar, en því er engu sinnt, bara að komast áfram. Hásetar vinna að undirbúningi þess að björgun á skipshöfn hins sökkvandi skips þurfi ekki að tefjast, ef til kemur.
Áhöfnin á Bahia Blanca Antonio Sohst skipstj.er þarna fyrir miðju í fremstu röð

Á leiðinni höfum við stöðugt samband við skipið, miðanir eru teknar öðru hvoru, og stefnum við rakleitt eftir þeim. Þegar skammt er orðið eftir til staðarins, sem skipið gaf upp, sendi það upp flugelda og sáum við þá skipið beint fram undan. Skömmu síðar, eða um kl.03,30 vorum við komnir að því. Vindur var ekki eins hvass þar úti, eða SV 3 til 4 vindst., en haugasjór, rigning og dimmviðri.Um það leyti fengum við skeyti frá þýska skipstjóranum, þar sem hann segir enga von til þess lengur að bjarga skipinu, það sökkvi hægt, en stöðugt, og jafnframt fyrirspurn um, hvort við í neyðartilfelli getum tekið á móti 61 manni.Þegar skipstjórarnir höfðu komið sér niður á tilhögun björgunarinnar, var fyrsti báturinn frá hinu sökkvandi skipi látinn síga í sjóinn. Vorum við þá svo nærri sem unnt var, til þess, ef mögulegt væri að gefa bátnum skjól,jafnframt því, sem lýsi var kastað í sjóinn til þess að lægja öldrunar, og að sjá mætti hverja hreyfingu um borð í hinu stóra skipi (Bahia Blanca var um 11,000 smál. brútto), þar sem það vaggaði þunglamalega á öldunum og frá því barst, eins og þungur niður, sónn brimsins, sem sogaðist í lestum þess. Það lá beint í ölduna og vó salt, frá okkur að sjá eins og stórstórkostlegt ferlíki, sem þá og þegar myndi styngast á stefnið niður í djúpið
Ólafur Ófeigsson skipstjóri

Vindinn hafði heldur lægt, en sjórjnn var mjög mikill, eins og oft í undanfari mikilla storma. Veðurstofan hafði spáð um kvöldið hvassviðri og loftvogin var fallin niður fyrir allt sem venjulegt er. Kyrrðin, sem nú hvíldi yfir, var því ekkert annað en stundargrið,sem nota varð vel. Ljósið á björgunarbátnum frá "Bahia Blanca" sást bregða fyrir í myrkrinu, þegar hann bar upp á efstu öldutoppana, en auðsjáanlega var illt að stjórna honum eða hreyfa nokkuð að gagni vegna öldugangsins. Skipstjóri okkar tók því þá djarflegu ákvörðun að stýra upp að björgunarbátnum. Djarfleg ákvörðun vegna þess, að örfárra centimetra skeikun gat valdið tortímingu allra þeirra, sem í bátnum voru.Nokkrum mínútum síðar sökk hið stóra og glæsilega skip, fullhlaðið varningi frá suðlægum löndum, sem færa átti heim til föðurlandsins. Hér langt norður á hjara veraldar varð það allt í einni svipan að engu. Hver einasti sjómaður getur gert sér í hugarlund hve sárt er að missa í djúpið, gott og mikiö skip sem margháttaðar minningar eru tengdar við.
Skip hans HAFSTEINN RE 156

Skipstjórinn á "Bahia Blanca" horfði með auðsæjum söknuði eftir skipi sínu, þar sem það var að farast. Þrjátíu og fjóra daga höfðu þeir verið í hafi, án þess nokkursstaðar að koma að landi og þó var staðarákvörðun.in, sem hann gaf upp jafn nákvæm, eins og hann hefði verið að láta úr höfn fyrir 34 mínútum.öll framkoma hinna þýzku sjómanna var hin prúðasta og rólegasta; menn á öllum aldri frá 14 ára ungling til 60 ára tóku því sem að höndum bar eins og eðlilegum hlut. En hver mínúta var dýrmæt. Um borð í hinu sökkvandi skipi biðu 45 menn. Þetta heppnaðist giftusamlega og síðan var hver báturinn af öðrum tekinn á sama hátt,alls fjórir. Lang síðastur kom skipstjórabáturinn.Hásetar okkar gripu hina þýzku sjómenn hvern af öðrum, um ,leið og bylgjurnar lyftu bát þeirra jafnhátt borðstokknum hjá okkur. Um kl. 06.45 var björguninni lokið, engum hafði hlekkst á og skipbrotsmennirnir voru allir heilbrigðir og ómeiddir.
Halldór Jónsson var loftskeytamaður á togaranum HAFSTEINI

Aðeins eitt virtist raska hugarró þeirra: Óvissan um það, hvort þeir kæmust heim til Þýzkalands, til þess að hefna hins skeða á Englendingum, eins og einn þeirra orðaði það. Um borð hjá okkur var nú orðið þröngt á þingi, eða samtals 80 manns, en enginn lét slíkt á sig fá, heldur reynt að gera sitt bezta úr hlutunum. Nokkru eftir að lagt var af stað byrjaði að hvessa, og komst vindur upp í 9 stig. Ferðin heim gekk þó prýðilega, nema hvað nokkrir Þjóðverjanna urðu lítilsháttar sjóveikir, af viðbrigðunum, að koma í svo lítið skip, og skopuðust þeir mikið að því sín á milli, sem ekkert fundu til. Þegar til Hafnarfjarðar kom, var þar mættur þýzki ræðismaðurinn, til þess að taka á móti skipsbrotsmönnunum, og þegar til Reykjavíkur kom fengu þeir hina beztu aðhlynningu.
Bahia Blanca
© photoship
Skipið var smíðað hjá Short Bros. í Pallion Bretlandi 1918 sem: CELTIC PRINCE Fáninn var: breskur Það mældist: 8655.0 ts, Loa:137.00. m, brd 17.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1926 SCHONFELS - 1938 BAHIA BLANCA Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána (frá 1926)
- 1
- 2