Færslur: 2013 Október
01.10.2013 20:19
Furðulegur árekstur
Hér má sjá "track" skipanna
Einnig þykir lestunnar og brottfararstaður gripaflutningaskipsins nokkuð furðulegur en hann var sem fyrr segir Capu Midia í Rúmeníu. En þar er lítið annað en aðal æfingasvæði Rúmenska hersins
Hér er OMEGA LIVESTOCK undir nafninu NERLANDIA
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Hatlo í Ulsteinvik Noregi 1964 sem: NERLANDIA Fáninn var: sænskur Það mældist: 492.0 ts, 1202.0 dwt. Loa: 75.80. m, brd 10.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1976 PIRHOLM - 1979 PEZZATA ROSA - 1986 SIBA GERU - 2000 OMEGA LIVESTOCK Nafn sem það ber í dag undir fána Cambódiu 1980 var skipinu í "livestock carrier" og mældist eftir það 1566.0 ts og 1202.0 dwt
OMEGA LIVESTOCK
© Gerolf Drebes
© Gerolf Drebes
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Yildirim í
Tuzla Tyrklandi 2008 sem: YILDIRIM Fáninn
var: tyrklenskur Það mældist: 7776.0 ts, 10500.0 dwt. Loa: 130.10. m, brd 19.60. m Skipið hefur aðeins gengið
undir tveim nöfnum er
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
01.10.2013 17:13
Helgafell I
Við skulum rýna í textan sem fylgdi myndunum í 6 tbl Samvinnunar 1954:
"Hinn 10. júní síðastliðinn var skipi númer 327 hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Oskarshafnar í Svíþjóð. Var það nýjasta og stærstaskip samvinnumanna, og guðmóðir þess, frú Rannveig Þór, gaf því nafnið Helgafell um leið og hún braut kampavínsflösku á stefni þess. Þegar skipið rann í sjó fram, hrópuðu allir viðstaddir, Vilhjálmur Þór forstjóri fyrir hönd SIS og með honum Rudolf Hellberg og Erik Öberg verkfræðingur, stjórnendur skipasmíðastöðvarinnar, verkamenn og gestir, húrra fyrir þessu nýja kaupfari og árnuðu því heilla. Helgafell er smíðað eftir nálega sömu teikningu og Arnarfell, en er þó öðru vísi byggt, þannig að burðarmagn þess er miklu meira og stærð skipsins verður 3300 Dwt. Er skipið væntanlegt hingað til lands á komandi hausti, í september eða byrjun október, og verða þá kaupskip Sambandsins orðin sjö talsins, að Bláfelli meðtöldu. Skipadeild SÍS hefur tekið upp þann sið á þessu ári að tilgreina í skipafréttum öll leiguskip, sem deildin hefur á sínum vegum. Hafa menn tekið eftir því, að þessi skip eru æði mörg, þrátt fyrir hinn myndarlega flota Sambandsins sjálfs. Nánar talið voru skipin um miðjan júnímánuð orðin 25 og fóru þau flest eina eða tvær ferðir hingað til lands. Sýnir þetta tvímælalaust, að næg verkefni hljóta að vera fyrir fleiri samvinnuskip. Jafnvel þótt Helgafell hefði verið komið í siglingar á þessu vori, hefði orðið að taka fjölda leiguskipa.
HELGAFELL I
© photoship
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
HELGAFELL I
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
@Predrag Pavic
Ps Heiðar Kristins mikill vinur og velunnari síðunar (sem ætti að þekkja vel til þessa skips) sendi mér í gær skemmtilega og fróðlega grein um NV-leiðina og mun hún koma hér einhvern næstu daga. En það er eins og oft samþykki síðan ekki skrifelsi af öðrum Word skjölum. En þetta er á góðri leið
01.10.2013 15:42
ARNARFELL I
ARNARFELL I
Það voru sem sagt rúm 55 ár milli skipanna með þessum nöfnum.Þess fyrsta og þess sem heitir nafninu í dag Engin nýsmíði með nafninu á milli.En víkjum að Arnarfelli I aftur. Ég var tæplega 11 ára þegar þessi atburður sem ég minntist á í byrjun skeði. Skipið kom fljótlega í Borgarnes þar sem ég barði þetta fallega skip fyrst augum. Og í minningunni finn ég enn eplailm. Skipið hefur sennilega komið með jólaávextina. Og einhvern minnir mig að faðir minn hafi þekkt í áhöfninni því ég fékk að fljóta með um borð í heimsókn.Og eftir hana lá mikið á að verða fullorðinn En Arnarfell dugði eigendum sínum vel og þjónaði landsbyggðinni í rúm tuttugu ár. Fór eiginleg inn á hverja hafnarboru sem fannst. Og við skulum hafa það í huga að ekki var neinni hliðarskrúfu eða bekkerstýri til að dreifa. Bara akkerið og hugvitið
Skipið var smíðað 1949 í Sölvesborg Varv Sölvesborg Svíþjóð.Sem ARNARFELL Fáninn var íslenskur Það mældist 1381.0 ts 2300.0 dwt. Loa:88.80 m. brd 12,40 m.. SÍS selur skipið 1973 og fær það þá nafnið:Alexia. Skráður kaupandi A.d´Adda & son.1979 er skipið selt og fær nafnið Elafric. Skráður kaupandi Elafric Sg.& Tdg Co.. Skipið var rifið í des. 1983
Úr safni Samskip © ókunnur

© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
- 1
- 2