Færslur: 2014 Janúar
20.01.2014 20:22
JUST MARIIAM
Hér er skipið nýtt sem ATLAS SCAN
Mynd frá : Sammlung Amtsarchiv Büsum
Skipið var smíðað hjá Bauwerft, Büsumer Werft í Þýskalandi 1971 sem:ATLAS SCAN Fáninn var:danskur Það mældist: 500.0 ts, 1299.0 dwt. Loa: 71.40. m, brd 13.21 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1978 ATLANTIC SPRINTER - 1982 NORTH ARMAC - 1984 TEGE 2013 JUST MARIIAM Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu Skipið virðist mikið breitt frá fyrstu útgáfu Svona til gamans þá var skipasmíðanr skipsins 237 Skaftafells 239 og Hvassafells 240
Hér heitir skipið TEGE
© Adreas Spörri
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
20.01.2014 18:44
Skiparekstur SÍS 1 Hv

Hvassafell III smíðað hjá Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971 Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.Skipið náðist stórskemmt út og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og gekk það síðan undir þessum nöfnum: 1987 RAINBOW OMEGA - 1995 TMP LIBRA - 1996 SARA - 1999 CONGRATULATION - 2001 MIRAGE S. 2003 OCEAN - 2004 JOYCE Nafn sem það ber í dag undir fána S-Kóreu En þetta segja mín gögn um skipið í dag "No Longer updated by (LRF) IHSF since 06/09/2011"
© Büsumer Schiffswerft
Skipinu stýrði í fyrstu Borgnesingurinn Jón Daníelsson
Með Jón Örn Ingvarsson sem yfirvélstjóra
Hvassafell
© Büsumer Schiffswerft
© Büsumer Schiffswerft
© Büsumer Schiffswerft
© Gunnar H Jónsson
© Hawkey01 Shipsnostalgia
© Hawkey01 Shipsnostalgia
© Peter William Robinson
1989 var skipið kyrrsett í Leixos Portúgal undir nafninu Rainbow
Omega Myndin hér að neðan er tekin 1994 þegar skipið hafði fengið nafnið Tmp Libra Og þeir sem keyptu það höfðu mála nýtt skorsteinsmerki á það
Hér semTmp Libra
© Arnaldo Salgado
20.01.2014 18:09
Upphaf Skipareksturs SÍS 9
SKAFTAFELL
Skipið var smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco Reefer, 1995 Img.5 2008 FERNANDO Nafn sem það ber í dag undir fána Tælands
Skaftafell
SKAFTAFELLI stýrði fyrst Barði Jónsson
Með Gunnar Þorsteinsson sem yfirvélstjóra
SKAFTAFELL
© Peter William Robinson
Hér er skipið sem FERNANDO
Og hér er svolítið áhugavert í lokin sem Jón Ólafur Halldórsson benti mér á
http://www.albinomoran.com/am2/am.asp?page=details&codship=10179&lang=en
20.01.2014 16:16
Upphaf Skipareksturs SÍS 8
Hér er Litlafell sem Sioux
© Hans-Wilhelm Delfs
Skipið sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert & Maschinefabrik. Sem Sioux Skipið mældist:886 ts. Loa:6118.m brd:9.84.m. Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982 Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990 ? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 HalmiaNafn sem það bar til enda undir sænskum fána.En þetta segja mín gögn um skipið nú:"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 24-01-2012)
Skipinu stjórnaði í fyrstu öðlingurinn og dugnaðarforkurinn Ásmundur Guðmundsson
Með Jón Guðmundsson bróðir sinn sem yfirvélstjóra
Sioux
Hér sem Litlafell © Hawkey01 Shipsnostalgia
@ Graham Moore.
Hér sem Vaka © yvon Perchoc
© Quasider Sea the ship
© Quasider Sea the ship
© Capt.Jan Melchers
© Andreas Spörri
Hér sem Halmia Nafnið sem skipið bar síðast
Ekki vissi ég að þeir hefðu verið bræður Ásmundur skipstj.og Jón vélstj á Litlafelli En vinur minn Sverrir Hannesson stóð vaktina vel og benti mér á það.Ég þakka Sverri kærlega fyrir ábendinguna
18.01.2014 16:59
WESTERKADE
WESTERKADE
© Cees Bustraan
Skipið var smíðað hjá Brodotrogir í Trogir Króatíu 2000 sem: WESTERKADE Fáninn var: hollenskur Það mældist: 7541.0 ts, 8450.0 dwt. Loa:127.00. m, brd 20.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er nú Antigua and Barbuda
WESTERKADE
© Cees Bustraan
© Cees Bustraan
© Cees Bustraan
18.01.2014 16:24
Pólfoss
PÓLFOSS

Skipið var byggt hjá Khersonskiy SZ í Kherson Úkraníu (skrokkur) fullbyggður hjá Myklebust Værft AS, Gursken Noregi.sem Pólfoss Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 3538.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 81.80. m, brd: 16.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni. Og Eimskip gerir það út
PÓLFOSS
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
18.01.2014 15:14
Ice Bird
ICE BIRD
© oliragg
Skipið var smíðað hjjá Århus Flydedok í Århus Danmörk 1990 (júlí) sem
Ice Clipper Það mældist:3652.0 ts 3039.0 dwt. Loa: 92.90 m brd 15.40 .
1992 fékk skipið nafnið San Carlos Pride. Og síðan 1993 Ice Bird Nafn sem það ber svo í dag undir fána: Antigua and Barbuda
ICE BIRD
© oliragg
© oliragg
© Willem Oldenburg
18.01.2014 11:22
FRANCISCA
FRANCISCA
© Ria Maat
Skipið var smíðað hjá Madenci Gemi Sanayii í KD-Eregli Tyrklandi 1997 sem: GRACECHURCH METEOR Fáninn var: Bahamas Það mældist: 4015.0 ts, 6250.0 dwt. Loa: 100.00. m, brd 17.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1997 EMILY BORCHARD - 1999 CELTIC MONARCH - 2002 MONARCH - 2002 REGINA - 2002 GRACECHURCH CROWN - 2007 REGINA - 2009 JAMINA - 2010 FRANCISCA Nafn sem það ber í dag undir sama fána
FRANCISCA© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
17.01.2014 16:45
100 ár
Hér er mynd af stefni á ,að mínu mati fallegasta skipi Eimskipafélags Íslands fyrr og síðar BRÚARFOSSI II
Þó margir séu ekki ánægðir með hlutina eins og þeir snúa að okkur í dag eigum við öll að fagna þessum áfanga og taka undir orð þv forstjóra félagsins sem hann skrifar í aukablað Morgunblaðsins þ 17 jan 1964 en þar segir m.a.:"- Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914 er dæmi um hvað lítil þjóð fær áorkað og hve stóru Grettistaki hún getur lyft, þegar hún ber gæfu til að standa saman sem einn maður. Þessi saga ætti að vera hverju barni kunn og getur vissulega verið lærdómsrik núverandi og komandi kynslóðum, sérstaklega þegar
sundrungin dreifir kröftunum. Kunni þjóðin að bera gæfu til að nýta sér þann lærdóm þarf hún ekki að óttast framtíðina" Tilv.lýkur Sjaldan hafa sannari orð verið skrifuð og eru þau í fullu gildi í dag
Á myndinni eru 6 "Fossar" staddir í Reykjavíkurhöfn Myndirnar skannaðar úr Morgunblaðinu þ 17 jan 1964
Og seinna í greininni skrifar Óttar m.a "Það er skoðun mín, að siglingamál eigi að vera í höndum aðila, sem stunda siglingar einvörðungu, og að það sé hættuleg þróun, ef skipaeign landsmanna kemst í hendur þeirra, sem jafnframt stunda inn- og útflutningsverzlun Nýting skipsrúms verður lélegri og í því felst einnig einokunarhætta, sem hindrað getur frjálst framtak og frjálsa verzlun. Það mega gjarnan vera fleiri en eitt skipafélag í landinu, en þau eiga ekki að hafa annara hagsmuna að gæta, en þeirra sem þau flytja fyrir og þá allra jafnt.Tilv.lýkur. Var þarna farið út af línunni ?.Ekki veit ég og menn hafa sínar skoðanir á því. En í dag erum við að fagna þessum áfanga með stjórn og starfsmönnum Eimskip. Látum ekki dægurþras spilla gleði þeirra
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fallegasta skipið ? BRÚARFOSS II
©Tryggi Sig
Frægasta skipið ? GULLFOSS II
© söhistoriska museum.se
Eftirminnilegasta skipið ? SELFOSS I Hann var meira að segja talin tefja framsókn Bandamanna í WW2
En þetta er nú frekar sett fram í gríni og er að mínu áliti.En Fragtskip.123. is óskar stjórn og starfsfólki Eimskip innilega til hamingu með þann áfanga sem þeir minnast í dag. Og ég held að í starfsmannahópnum sé valinn maður í hverju rúmi
16.01.2014 20:21
Upphaf Skipareksturs SÍS 7
Eitthvað rugluðust þeir Hamarsmenn sem höfðu aðalumboð fyrir Deutz á skipum í auglýsingu þarna 1964 Þe4gar þeir biru mynd af LANGJÖKLI staðinn fyrir MÆLIFELL
MÆLIFELLI stýrði í fyrstu Bergur Pálsson
Með Jón Örn Ingvarsson sm yfirvélastjóra
Þegar menn eru að ,eða þykjast vera að miðla fróðleik um liðinn tíma þá þarf heimavinnan að vera góð. Ég "flaskaði" núna á að lesmálið á greininni sem hér fylgdi úr Mogganum var svo smátt að það var illlæsilegt flestum Þessvegna kemur hér brot úr henni. Þar sem sagt frá þesstíma nýung:" M.S. "Mælifell" er búið skiptiskrúfu af gerð Liaaen-Zeise og er það fyrsta islenzka verslunarskipið með slíka skrúfu. Kostir skiptiskrúfunnar umfram þá föstu eru ótvíræðir, en það sem réði einkum úrslitum um val hennar til þessa skips voru óskir um aukna stjórnhæfni skips og betri hagnýtingu vélarafls við hin breytilegu skilyrði á siglingu."
14.01.2014 16:10
Upphaf Skipareksturs SÍS 6
sinnar Keflavík 12 nóv 1962

STAPAFELL
Skipið var byggt hjá Kremer Sohn í Elmshorn þýskalandi 1962 sem Stapafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 895.0 ts, 1144.0 dwt. Loa: 63.30. m, brd: 9.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1978 MARK VIII - 1985 PRIMA - 1987 AGIA THALASSINI - 1989 PANAGIA SPILIANI - 1991 LUCKY S. Nafn sem það bar síðast undir fána Panama En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum nú um skipið "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 09-08-2010)" Síðasti rekstraraðilinn virðist hafa verið grískur
Arnór Gíslason stjórnaði STAPAFELLI í fyrstu
Og Gunnar Þorsteinsson stjórnaði í vélarrúmmi

STAPAFELL
Þess ber að geta að Stapafell er sennilega fyrsta skipið sem Óttar Karlsson skipaverkfræðingur kemur að hönnun á hjá Skipadeildinni. En hann kom heim með Helgafelli að námi loknu í Svíþjóð 1954 og gerðist starfsmaður hjá Skipadeild SÍS
13.01.2014 21:04
Upphaf Skipareksturs SÍS 5
Ég get ekki betur séð en Aðalbjörgin gamla sé þarna að koma úr róðri. Og Magni liggur utan á HAMRAFELLI þarna að aftan Það er töluverður stærðar munur á þessum þrem skipum
HAMRAFELL
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Skipið var smíðað hjá Deutsche Werft í Finkenwarder Þýskalandi fyrir Cia de Nav Martora SA í Panama City sem Mostank Flaggið auðvita Panama. Það mældist 11349.0 ts 16730.0 dwt. Loa: 167.00 m brd: 20.80 m. 1955 er skipið selt A/S Mosvold Sg Co í Farsund Noregi 1956 kaupir Skipadeild SÍS skipið og gefur því nafnið Hamrafell Það var selt The Shipping Corp of India Ltd Bombay Indlandi 1966 og fékk nafnið Desh Alok Skipið var svo rifið í Bombay 1974.
Hér sem MOSTANK
Hér sem Hamrafell

Úr safni Óskars Franz © óþekktur
Sverrir Þór stýrði skipinu fyrst
Og enn var það Ásgeir Árnason sem stýrði vélarúmminu
HAMRAFELL

Úr safni Óskars Franz © óþekktur
13.01.2014 19:43
Upphaf skipareksturs SÍS 4
Við skulum rýna í textan sem fylgdi myndunum í 6 tbl Samvinnunar 1954:
"Hinn 10. júní síðastliðinn var skipi númer 327 hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Oskarshafnar í Svíþjóð. Var það nýjasta og stærstaskip samvinnumanna, og guðmóðir þess, frú Rannveig Þór, gaf því nafnið Helgafell um leið og hún braut kampavínsflösku á stefni þess. Þegar skipið rann í sjó fram, hrópuðu allir viðstaddir, Vilhjálmur Þór forstjóri fyrir hönd SIS og með honum Rudolf Hellberg og Erik Öberg verkfræðingur, stjórnendur skipasmíðastöðvarinnar, verkamenn og gestir, húrra fyrir þessu nýja kaupfari og árnuðu því heilla. Helgafell er smíðað eftir nálega sömu teikningu og Arnarfell, en er þó öðru vísi byggt, þannig að burðarmagn þess er miklu meira og stærð skipsins verður 3300 Dwt. Er skipið væntanlegt hingað til lands á komandi hausti, í september eða byrjun október, og verða þá kaupskip Sambandsins orðin sjö talsins, að Bláfelli meðtöldu. Skipadeild SÍS hefur tekið upp þann sið á þessu ári að tilgreina í skipafréttum öll leiguskip, sem deildin hefur á sínum vegum. Hafa menn tekið eftir því, að þessi skip eru æði mörg, þrátt fyrir hinn myndarlega flota Sambandsins sjálfs. Nánar talið voru skipin um miðjan júnímánuð orðin 25 og fóru þau flest eina eða tvær ferðir hingað til lands. Sýnir þetta tvímælalaust, að næg verkefni hljóta að vera fyrir fleiri samvinnuskip. Jafnvel þótt Helgafell hefði verið komið í siglingar á þessu vori, hefði orðið að taka fjölda leiguskipa.
HELGAFELL I
© photoship
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
HELGAFELL I
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Í fyrstu stjórnaði Bergur Pálsson Helgafelli
Og enn er það Ásgeir Árnason sem stjórnaði vélarrúmi
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
@Predrag Pavic
13.01.2014 19:01
Upphaf skipareksturs SÍS 3
Hér er bls 4 í marsheftir Samvinnunnar 1954 þar sem sagr er frá komu LITLAFELLS til heimahafnar Ísafjarpðar .13 mars 1954
Skipið keypt notað frá Svíðþjóð 1953 af Sambandi ísl. Samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. og ætlað til dreifingar á olíuafurðum til hafna á Íslandi. Skipið flutti einnig frá Íslandi lýsi til Evrópu. Þá var skipið einnig notað nokkrum sinnum til flutninga á lausu fóðri frá Evrópu til Íslands.
Litlafell I var byggt hjá Norrköpings Varv í Norrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER. Það mældist: 803.0 ts 879.0 dwt. Loa: 65.60. m brd: 9.00. m Skipadeild SÍS og Olíufélagið h/f keyptu skipið 1953 og skírðu skipið Litlafell.
Þeir selja það svo 1971 og fær það nafnið POLYXENI 1973 GLAROS - 1975 MARK III Um endalok skipsins er þetta að segja í þeim plöggum sem ég hef um skipið::No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010) Síðasta flaggið var Honduras
Úr safni Samskip © óþekktur
Skipinu stjórnaði í fyrstu Bernharð Pálsson
Og vélinni stjórnaði Sigurjón Jóhansson
Úr safni Samskip © óþekktur
13.01.2014 18:07
Upphaf skipareksturs SÍS 2
Mynd úr Samvinnunni @ ókunnur
Skipið var keypt af Skipadeild Sambandsins meðan það var í smíðum. Það annaðist almenna vöruflutninga milli Íslands og Evrópu einkum til Eystrasaltslanda Skipið fór á hinar ýmsu hafnir og hafnleysur við Íslands með vörur og til lestunar.
.
Skipið var byggt hjá Scheepsbouwwerf & Machinefabriek í Hardinxveld Hollandi 1953 sem Dísarfell Fáninn var íslenskur Það mældist: 642.0 ts, 900.0 dwt. Loa: 69.00. m, brd: 10.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1973 IOANNIS H. - 1980 MOTHER FLORA - 1980 EVANGELOS MICHAELIDES Nafn sem það bar að síðustu undir grískum fána Skipið var rifið í Grikklandi 1988
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Dísarfellinu stjórnaði í fyrstu heiðursmaðurinn Arnór Gíslason
Og í vélinni réði ríkjum (sennilega) Ásgeir Árnason
Skipið var byggt hjá Scheepsbouwwerf & Machinefabriek í Hardinxveld Hollandi 1953 sem Dísarfell Fáninn var íslenskur Það mældist: 642.0 ts, 900.0 dwt. Loa: 69.00. m, brd: 10.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1973 IOANNIS H. - 1980 MOTHER FLORA - 1980 EVANGELOS MICHAELIDES Nafn sem það bar að síðustu undir grískum fána Skipið var rifið í Grikklandi 1988
Dísarfell

© söhistoriska museum se




