Færslur: 2014 Janúar
12.01.2014 22:36
Árekstur í Kílarskurði 2013
Annað skipið var gastankskipið CORAL IVORY
© Tomas Østberg- Jacobsen
Skipið var smíðað hjá Daewoo HI í Okpo Kóreu 2000 sem: BALTIC VIKING Fáninn var: norskur Það mældist: 5831.0 ts,5000.0 dwt. Loa: 116.00. m, brd
16.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2005 BW HELEN - 2008 CORAL IVORY Nafn sem það ber í dag undir hollenskum fána
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
Hitt skipið heitir SIDERFLY
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Elsflether Werft í Elsfleth Þýskalandi 1985 sem: BORGFELD Fáninn var: þýskur Það mældist: 2448.0 ts, 3050.0 dwt. Loa: 89.20. m, brd 14.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:
1999 EEMSEA - 1999 BORGFELD - 2001 SIDERFLY Nafn sem það ber í dag undir fána St Vincent and Grenadines 1990 var skipið lengt upp í 99.80 m loa, Og mældist eftir það 2881.0 ts 4168 dwt
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
12.01.2014 14:52
Fyrsti des 1918
Litla skipið í forgrunni er Ingólfur fyrsta flutningaskipið sem sérstaklega var smíðað fyrir íslendinga 1908
Myndin er úr safni Torfa Haraldssonar
Aðgerðir danskra stjórnvalda kring um 1990 fólu m.a. í sér að þau komu á alþjóðlegri
skipaskrá fyrir kaupskip og gerðu aðrar þær ráðstafanir sem voru
nauðsynlegar í því sambandi. Samfara þessu ákváðu stjórnvöld í Danmörku
að styrkja atvinnugreinina með þeim skattpeningum og launatengdum
gjöldum sem danska ríkið hafði fengið af atvinnutekjum danskra farmanna
sem störfuðu á skipum í utanlandssiglingum. Síðan gerðu útgerðirnar og
stéttarfélögin kjarasamninga sem fólu í sér svokölluð ,,nettólaun`` sem
eru laun eins og þau voru í gamla kerfinu að frádregnum sköttum. Ég þekki þetta kerfi vel því ég starfaði undir því í 14 ár
Það fer að líða að því að enginn vill fara á þessi erlendu millilanda skip sem ennþá lafa hér við land gerð út af íslenskum aðilum allavega að hluta Nú sjá unglingar engin skip nema í fjarska.Enginn fær að koma lengur að þeim.Enda kannske engin áhugi fyrir að sjá útlenska"dalla"með mönnum um borð sem skilja ekki íslensku.Er nokkuð gert af skólum til að kynna þeim undirstöðu atvinnuvegi landsins Siglingar,fiskveiðar,landbúnað. Íslendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli.
Svo voru uppgangstímar Falleg skip smíðuð fyrir íslendinga með íslenskum fána BRÚARFOSS II
© Tryggvi Sigurðsson
Allt lék í lyndi og fleiri falleg skip voru smíðuð GOÐAFOSS IV
©Handels- og Søfartsmuseets
Í náinni framtið verðum við að vera undir náð og miskun erlendra manna um mönnun þeirra skipa sem hingað sigla.Ég heyrði einusinni einn af forráðamönnum skipafélags halda þvi fram að sjómaður væri sjómaður hvar sem er í heiminum.Það er að vísu nokkuð rétt.En reynsla manna er ekki sama af Kyrrahafinu og Atlantshafinu.Menn hljóta sína reynslu af því hafsvæði sem þeir eru vanastir að sigla á.Mér kemur í hug er "harbourcaptain"frá Salemskipafélaginu sænska kom eina hringferð með okkur á m/s Hofsjökli.Þeir voru,hjá Salem að hugsa um að bjóða í flutninga á frosnum loðnuafurðum beint til Japan.Eftir ferðina hristi hann höfuðið og sagði eitthvað á þá leið að hann treysti ekki sínum skipstjórum að sigla hingað.Ef augu stjórnvalda fara ekki að opnast hvað farmennskuna varðar þá erum við í djúpum sk...
Ekki má gleyma Hafskip Hér er þeirra fyrsta skip LAXÁ I
Ráðamenn ættu að rifja upp ræður fv forustumanna þjóðarinnar þegar þeir minnast á sjálfstæði og siglingar. Gamli sáttmáli var undirritaður á árunum 1262-64 sem færði Íslendinga undir Noregskonung gegn því að honum yrði greiddur skattur sagðist hann skyldu tryggja reglulegar siglingar til landsins og frið.Margir ráðamenn hér á árum áður töldu við hafa fengið sjálfstæðið til baka þegar við náðum siglingunum í okkar hendur.Mér finnst íslendingar í dag þurfa að íhuga þessi mál gaumgæfilega.Við eigum enn sem betur fer dugandi farmenn sem görþekkja aðstæður við þetta land.Ég minnist þess á"Ríkisskips"árunum þá var nokkuð stór útlenskur dallur að lesta fiskimjöl á Austfjörðum.Á þessu skipi voru allavega hásetar frá suðurlöndum.
eða Skipadeild SÍS með sitt fyrsta HVASSAFELL
© Sigurgeir B Halldórsson
Þetta var um vetur og íslensk veðrátta í essinu sínu.Verkamenn úr landi þurftu að opna og loka lúgum ef veðurskilyrði kröfðust þess.Ég man að annað skip beið lestunnar út á einni höfninni en þessi harðneitaði að hreifa sig fyrr en það yrði almennilega bjart.Það getur orðið töf á slíku þegar dagur er sem styðstur á þessu landi.Ef mér misminnir ekki þá var slóð af brotnum bryggjum sem hann skildi eftir sig þessi.Ég lenti sjálfur í óhappi á suðlægum slóðum sem ekki hefði skeð ef ég hefði verið kunnugur hafsvæðinu.Það er eins og við íslendingar byrgum aldrei brunninn fyrr en barnið er dottið niður í ´ann.
Hérna er Brúarfoss IV sem slapp áður en íslenski fáninn var útlægur gerður úr skut skipa í sumpart eigu íslenskra aðila. Fáninn sem íslensku skipstjóranrir fjórir voru svo stoltir af að draga að húni á skipum sínum í erlendum höfnum þ 1 das 1918 En sem menn virðast skammast sín fyrir að hafa í skut skipa sinna
Við ættum að taka okkur tak Íslendingar og styðja
við bakið við alíslenskri farmennsku.Íslendinga verða að skila þýðingu hennar.Við verðum að sjá þokuna sem lögst er yfir
hvað þetta varðar.Við finnum oft fyrir því hér í Eyjum ef Herjólfur
stenst ekki áætlun sína hverra ástæðu það nú er.Eybúar eru fljótir að
finna fyrir ef siglingar hindrast af einhverjun ástæðum.Það virðist eins
og við heyrum aldrei í aðvörunnarbjöllum hvar hvenær þær glymja.Munið
eftir orðum ráðamenna hér um árið er danir og fl voru að skrifa um íslenskan
efnahag.Hvað kom svo í ljós.Og þið þetta lið inni á svokölluðu alþingi hristið af ykkur andsk..... slenið og látið til ykkar taka í þessum málum. Nú þið "kríuðuð" út fána í þingsalinn ykkar. Horfið vel á hann og sjáið hve hæfur hann er til bera sóma Íslandi úti í heimi á glæsilegum skipum "Kriið"hann líka út handa þeim
Kannske dæmigerð mynd af hvernig komið er fyrir islenskri farmanna stétt En hún er af einu af fallegri skipum íslenska kaupskipaflotans sáluga komnu á endastöð.SEA REEFER ex GOÐAFOSS IV á strandstað úti fyrir Peterhead
© shipsmate 17
11.01.2014 16:23
OLAF
OLAF
Skipið var smíðað hjá Gray SY í W Hartlepool Bretlandi 1897 sem OLAf Fáninn var: Danskur Það mældist: 1716.0 ts, 1920.0 dwt Loa: 85.50. m, brd 12.10. m Skipið gekk undir þessu eina nafni og fána Því var sökkt af sprenguflugvélum í höfninni í Emden þ 02-10-1943
OLAF
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér hefur "nafni"lent í brælu og dekklestin skrúbbast til
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér til viðgerðar í Frederikshavn Værft og Flydedok á sínum tíma
OLAF
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það gefur auga leið að skip með þessu nafni fær meira rými hér á þessari síðu en mörg önnur
10.01.2014 22:08
Vatnajökull II

Úr safni Rick Cox
Hér er saga skipsins sögð
10.01.2014 19:16
"Three island"
Þó þetta skip sé byggt 1924 er það að mínu mati dæmigert "three island"skip
PECAWAT
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Smith's Dock Co í South Bank Bretlandi 1924 sem PEGAWAY Fáninn var: breskur Það mældist: 1558.0 ts, 1826.0 dwt Loa: 79.20. m, brd 12.00. m Skipið gekk
aðeins undir þessu eina nafni og sama fána En skipið sökk 30 sjm NW af
Terschelling LV 04-04-1938 Á leiðinni frá Tyne til Hamborgar með
kolafarm
En EMPIRE ELGAR var það sannarlega
© Stuart Smith
Skipið var smíðað hjá Gray,SY í W Hartlepool Bretlandi 1942 sem EMPIRE ELGAR Fáninn var:breskur Það mældist: 2847.0 ts, 4530.0 dwt Loa: 100.00. m, brd 14.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1947 SEA MINSTREL - 1951 MARANDELLAS - 1956 EDWARD JANSEN - 1960 SLITAN - 1961 PIRIN Nafn sem það bar síðast undir búlgörskum fána En skipið var rifið í Split í Júgóslavíu 1965
09.01.2014 17:31
Cyprus Cement
CYPRUS CEMENT
© Folke Österman
Skipið var smíðað hjá Damen Galat í Rúmeníu (skrokkur) fullgerður hjá Marmara Tersanesi, Yarimca Tyrklandi 2002 sem:PROKOPIY GALUSHIN Fáninn var: rússneskur Það mældist: 3701.0 ts, 4555.0 dwt. Loa: 97.00. m, brd 17.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2002 BATI EM 2005 CYPRUS CEMENT Nafn sem það ber í dag undir Bahama fána
CYPRUS CEMENT
© Folke Österman
© Folke Österman
© Folke Österman
© Folke Österman
06.01.2014 12:34
Vestlandia
"Ellefu manna áhöfn á þrettánhundruð tonna erlendu flutningaskipi, sem er á leið hingað til lands frá Grænlandi, hefur barist á móti stórviðri vestur af landinu sólarhringum saman og í þrjá sólarhringa miðaði skipinu nánast ekki neitt áleiðis.
Nú undir morgun var skipið komið upp undir Garðskaga og ætlaði skipstjórinn að halda til Helguvíkur, en ákvörðunarstaður átti að vera Sandgerði.Áhöfnin er væntanlega orðin út keyrð á volkinu, en skipið á að lesta refafóður og flytja það til meginlandsins. Ekki er vitað til þess að nokkurn skipverja hafi sakað" Tilv lýkur Skipið er VESTLANDIA.
Hér sem GREEN IGLOO
© Frode Adolfsen
Skipið var byggt hjá Skála Skipasmiðju í Skála Færeyjum 1983 sem: VESTLANDIA Fáninn var:danskur? Það mældist: 1072.0 ts, 1525.0 dwt. Loa: 67.30. m, brd 12.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1993 FRIO SKAGEN - 1996 GREEN IGLOO -2006 VESTLANDIA Nafn sem það ber í dag undir fána Dominica
Hér sem GREEN IGLOO
© Frode Adolfsen
Hér sem VESTLANDIA
05.01.2014 13:32
Myndir að skoða
04.01.2014 18:10
Óskabarn hvers ??
"Og deginum sæla sígur að" Nú er stofnfundur Eimskipafélags íslands á morgun. Sá dagur mun rómaður í sögu íslands um allar ókomnar aldir Því hér er stigið eitthvert hið mesta happaspor í viðreisnarbaráttu þjóðarinnar og vér stöndum feti nær því en áður, að vera sjálfstæð þjóð" Tilv.lýkur.
Síðasta flutningaskipið sem Eimskip lét smíða 1996
Stofnun og vöxtur EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS var svo samofin sjálfstæðisbaráttunni að almenningu landsins kallaði það "Óskabarnið" Fáir íslendingar voru stoltari þ 1 des 1918 en skipstjórarnir fjórir sem drógu hinn fallega íslenska fána að hún á skipum sínum þann dag Þar af voru tveir skipstjórar Eimskipafélags Íslands. Fánann sem arftaki félagsins vill ekki sjá í dag nema sem gesta fána. Það finnst mér mikið miður. Félag sem jafnvel er ekki í meirihlutaeigu íslenskra aðila?? Eða hvað??. Hversvegna málin standa svona veit ég ekki . Varla er um stjórnendur Eimskip eina um að sakast og allra síst hina óbreyttu starfsmenn Sem ég þrátt fyrir þetta nöldur mitt óska til hamingu með hátíðarhöldin. En mér svíður sárast að engin hræða inni á þessu svokallaða alþingi skuli ekki vera svo sannur íslendingur í sér að hann láti málið til sín taka. Þvílíka lufsur
04.01.2014 08:59
Upphaf skipareksturs SÍS
BLÁFELL þar voru erlendir skipstjórar En oft voru þar íslenskir stm og vélstj.
© söhistoriska museum
Og meðal stm á BLÁFELLI var Ásmundur Guðmundsson (1929-2012)
Árið 1946 ákvað Sambandið að hefja rekstur eigin skipa og keypti skip sem var í smíðum á Ítalíu og nefnt var Hvassafell. Og síðar eða árið 1949 lét Sambandið smíða annað skip fyrir sig í Svíðþjóð og sem nefnt var Arnarfell og 1951 var frystiskip einnig smíðað og nefnt Jökulfell.
HVASSAFELL Kom 1946

© söhistoriska museum se
Þeir stjórnuðu HVASSAFELLI í fyrstu
Gísli Jónsson Eyland skipstjóri ( 1886-1972)
Ásgeir Árnason yfirvélstjóri (1904-1976)
ARNARFELL Kom nýtt 1949
Því stjórnuðu fyrst
Sverrir Þór skipstjóri (1914-1990)
Emil G Pétursson yfirvélstjóri (1904-1990)
JÖKULFELL Kom svo nýtt 1951
© Peter William Robinson
Skipinu stjórnuðu fyrst :
Guðni Jónsson skipstjóri (1915-1979)
Óskar Valdimarsson yfirvélstóri (1912-2010)
Það var svo 1952 að Sambandið stofnaði sérstaka deild um rekstur skipa félagsins og var nefnd "Skipadeild Sambandsins". Frh
03.01.2014 21:03
WESER-HARBOUR
WESER-HARBOUR
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Bremer Vulkan í Vegesack Þýskalandi 1986 sem:
WESER-HARBOUR Fáninn var:þýskur Það mældist: 7580.0 ts, 7875.0 dwt. Loa: 123.40. m, brd 21.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 SCOL VENTURE - 1987 WESER-HARBOUR - 1988 ABITIBI ORINOCO - 2001 WESER-HARBOUR - 2002 NORMED ISTANBUL - 2003 KENT EXPLORER - 2009 EXPLORER Nafn sem það ber í dag undir hollenskum fána
WESER-HARBOUR
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
02.01.2014 22:43
Leiguskip Skipadeildar SÍS 1954
SKANSEODDE
© Rui Amaro
Skipið var smíðað hjá Howaldtswerke Kiel Þýskalandi 1905 sem ALEXANDRA Fáninn var: þýskur Það mældist:630.0 ts, 720.0 dwt Loa:n 59.30. m, brd 9.20. m Skipið gekk
undir þessum nöfnum: 1917 BUKI -1918 ALEXANDRA - 1948 SKANSEODDE - 1968
ELEFTHERIA - 1971 HOPE 1971 MARKELL1974 MARIA SIGMA Nafn sem það bar
síðast undir grískum fána Diselvél var sett í skipið 1954 Það kviknaði í
skipinu 21-08 1974 3 sml út af Tripoli Líbíu. Þvi var siglt á land og
eldurinn slokktur. Í febr.1980 var flakið dregið út og því sökkt
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Jan var líka á vegum SÍS
Hér sem KATJA LAU
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Lloyd Royal Belge í Whiteinch, Bretlandi 1920 sem CATALONIER Fáninn var:belgískur Það mældist: .999.0 ts, 1208.0 dwt Loa: 73.10. m, brd 10.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1922 CARMEN - 1941 KATJA - 1942 KATJA LAU - 1948 KATJA DAN - 1952 JAN - 1963 NIKOS - 1966 LUISA Nafn sem það bar síðast undir grískum fánaEn skipið var rifið í Frakklandi 1969
Hér sem KATJA DAN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem JAN
© Peter William Robinson
Ég tel mig muna þetta skip í Borgarnesi ásamt REYKJANESI hans Jóns Oddsonar Það var sérstök lykt af þessum "koladöllum" sennilega af öskunni
Svo var Skipadeildin með SINE BOYE á sínum snærum um þetta leiti
Hér sem MALVA
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Lödöse Varf í Lödöse Svíþjóð 1925 sem MALVA Fáninn var: sænskur Það mældist: 322.0 ts, .519.0 dwt Loa: 46.20. m, brd 8.60. m Skipið gekk aðein undir tveim nöfnum en 1951 fékk það nafnið SINE BOYE Nafn sem það bar síðast undir sama fána En það var rifið á Masnedø Danmörk 1969
Sine Boye
01.01.2014 22:28
Fyrir sextíu árum
BRÚARFOSS

© photoship
Honun stýrði þá Stefán Dagfinnsson (1895-1959)
SELFOSS
Honum stýrði þá
Sigurður Jónsson (1899-1963)
TRÖLLAFOSS
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
Honum stýrði þá Egill Þorgilsson (1885-1980)
GOÐAFOSS

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Honum stýrði þá Jónas Böðvarsson (1900-1988)
DETTIFOSS
© Tryggvi Sig
Honum stýrði þá Jón Eiríksson (1893- 1983)LAGARFOSS
Honum stýrði þá Haraldur Ólafsson (1895-1978)
GULLFOSS
@Torfi Haraldsson
Honum stýrði þá Jón Sigurðsson (1892-1973)
REYKJAFOSS
© Tryggvi Sigurðsson
Honum stýrði þá Óskar Sigurgeirsson (1902-1978)
TUNGUFOSS
Honum stýrði þá Eyjólfur Þorvaldsson (1901-1988)
FJALLFOSS
@ bob Ships Nostalgia
Honum stýrði þá Eymundur Magnússon (1893-1977)
01.01.2014 16:17
Í gamla daga
Haraldur Ólafsson
Hann skrifaði grein í fyrsta tbl Sjómannablaðsins Víkings 1954 Sem sagt fyrir sextíu árum Gefum Haraldi orðið:" Viðburður sá, sem hér verður frá sagt, skeði árið 1941. Skip Eimskipafélags Islands sigldu þá flestöll til Ameríku, þar á meðal e.s.Selfoss. Var ég 1. stýrimaður á honum, en skipstjóri Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni. Var skipið í nokkurn veginn reglubundnum ferðum til Kanada, og var einkum siglt til tveggja smábæja á vesturströnd Nova Scotia. Liggja þessir bæir við fljót eða ár. Við mynni fljótanna standa sögunarmyllur. Skógarhögg er mikið í Kanada og viðarframleiðsla stórfelld,bæði til húsagerðar og pappírsiðnaðar. Höggva Kanadamenn trén á veturna og láta í kesti til þurrkunar. Margir Islendingar urðu loðnir um lófana á stríðsárunum og byggðu fagrar villur. Þurfti til þess mikið timbur, og kom það frá þessum stöðum. Var það hlutverk Selfoss í hér um bil hálft annað ár að flytja nær eingöngu þetta timbur. Lítið höfðum við að flytja til Ameríku í staðinn, urðum þess vegna að taka kjölfestu (barlest), því ógerningur var að sigla án þess.
Hið magnaða skip SELFOSS
Fleiri skip þurftu kjölfestu á þessum árum. Reis því upp ný atvinnugrein hér í Reykjavík. Valdimar Þórðarson á Kirkjusandi sá um útflutning þennan. Keypti hann stóra spildu af Grafarholts-landareign, amerískar skurðgröfur og önnur stórvirk verkfæri, rótaði svo í skipin íslenskri mold, sandi, möl og stórgrýti af miklu kappi og dugnaði. Mun þetta hafa verið okkar aðalútflutningur til Ameríku á þessum árum, ásamt íslensku kvenfólki". Síðan seinna í greininni segir m.a "Veður var fagurt og var nú byrjað að losa kjölfestu. Unnu við það allir, sem missast máttu frá venjulegum störfum til að halda skipinu gangandi, ásamt vélstjórum og stýrimönnum, sem ekki voru á vakt. Þó var gerð undantekning að því leyti, að skipstjóri tók að sér stýrimanns "jobbið" og stýrimaður gerðist rórmaður og lúgumaður á víxl.
Áhöfn SELFOSS þótti vænt um skipstjóra sinn Ásgeir Jónasson

Var nú hafin herferð á gróðurmold Íslands og henni varpað fyrir borð af ekki minni áfergju og dugnaði en Valdimar Þórðarson með sínum amerísku taðvélum hafði um borð látið, og sungnir viðeigandi útfararsálmar.Við okkur blasti fegurð náttúrunnar í ríkum mæli, Nova Scotia á hægri hönd, með blómleg tré og fagra búgarða og vel máluð hús.m I f jarska, á vinstri hönd, St. Johns New Brunsvik og meginland Kanada, með svipað landslag og álíka fegurð, þótt ekki sæist eins vel. Gamanyrðum og ögrunarorðum var kastað manna á milli og vinnugleði mikil.
Mynd af SELFOSSI sem fylgdi greininni
Allir vildu hafa skipið hreint og fágað, er að landi kæmi, og tilbúið til lestunar, enda skipstjóri svo vel liðinn af allri áhöfn, að allir vildu honum greiða gera" Hérna lýkur mínu inngripi í sögu Haraldar. Ég held hreinlega að orð hans um skipstjórann á Selfossi hafi verið hægt að herma upp á hann sjálfan eftir að hann varð skipstjóri. Björn frændi minn Ásmundsson sigldi með honum á þrem skipum Fjallfossi I Brúarfossi I og Lagarfpssi II og kvað hann einstakan sómamann. Meining mín með þessum úrdrætti var kannske helst að vekja athygli á hverskonar erfiðisvinna það var hjá farmönnum áður en "ballest"tankar komu til sögunnar.En hér að neðan er svo "linkur" á grein Haraldar