Færslur: 2014 Febrúar
16.02.2014 15:44
Sandey
Hér sem WUMME
Skipið var smíðað hjá Fikkers Shipsværft í Foxhold Hollandi 1957 Sem WUMME Fáninn var hollenskur Það mældist 499.0 ts 974.0 dwt. Loa:62.41 m. brd. 9.35 m. Björgun h/f kaupir skipið 1961 og skírði Sandey.Skipið var rifið 1996 Eins of sést í áliti frá Óskari Franz var byrjað á verkinu 26 mars það ár
WUMME
©photoshi
Hér sem SANDEY
úr mínum fórum © ókunnur
16.02.2014 12:33
JUST MARIIAM
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
Og hér er meira frá vandræðum skipsins í Biscay á frönsku. Það er spurning um hvort stýrishúsið af hornfirska bátnum (Þinganes??) kemst á einhvern bát í Miðjarðarhafinu ??
Dráttarbáturinn ABEILLE BOURBON
© Yvon Perchoc
Skipið var smíðað hjá Maritim SY í Gdansk Póllandi (skrokkur) Fullbúið hjá Myklebust MV, Gursken Noregi 2005 sem: ABEILLE BOURBON Fáninn var: franskur Það mældist: 3200.0 ts, 0.0 dwt. Loa: 80.00. m, brd 16.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
© Yvon Perchoc
Hér er JUST MARIIAM sem ATLAS SCAN
Mynd frá : Sammlung Amtsarchiv Büsum
Skipið var smíðað hjá Bauwerft, Büsumer Werft í Þýskalandi 1971 sem:ATLAS SCAN Fáninn var:danskur Það mældist: 500.0 ts, 1299.0 dwt. Loa: 71.40. m, brd 13.21 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1978 ATLANTIC SPRINTER - 1982 NORTH ARMAC - 1984 TEGE 2013 JUST MARIIAM Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu Skipið virðist mikið breitt frá fyrstu útgáfu Svona til gamans þá var skipasmíðanr skipsins 237 Skaftafells 239 og Hvassafells 240
Hér heitir skipið TEGE
© Adreas Spörri
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
15.02.2014 14:49
SVENDBORG MAERSK
Að morgni sl föstudags var "SVENDBORG MAERSK "danskt gámaflutningaskip statt 60 sml undan Brest í slæmu veðri eða eins og segir í fréttinni:"The weather on scene was stormy with waves heights of 7-8 meters and winds of 80 knots with gusts of 92 knots".í ofsanun missti skipið 50 gáma fyrir borð Sem betur fór kannske var ekkert um "hazardous material." í þeim.Skipið var á leið frá Rotterdan í Suez skurð
SVENDBORG MAERSK
© Cornelia Klier
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Odense Danmörk 1998 sem: SVENDBORG MAERSK Fáninn var: danskur Það mældist: 9156.0 ts, 10470.0 dwt. Loa: 347.00 m, brd 42.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
SVENDBORG MAERSK
© Cornelia Klier
© Cornelia Klier
© Cornelia Klier
© Cornelia Klier
14.02.2014 22:11
Vesturland II
Hér sem URRIÐAFOSS
© Patrick Hill
Hér sem STEVNS SEA
@Chris Cartwright
Mahmoud H
© Helen Krmic
© Helen Krmic
© Helen Krmic
Hér sem SERINE
© Helen Krmic
14.02.2014 21:33
Suðurland II hjá Nesskip
Hér sem SCOL SPIRIT
Skipið var smíðað hjá Sietas SY Neuenfelde Þýskalandi 1972.sem SCOL SPIRIT Fáninn var þýskur Það mældist 999,0 ts 2490.0 dwt. Loa: 88.48.m brd: 13,83,m
1981fær það nafnið KRISTINA V Nesskip á Seltjarnarnesi keypti skipið 1982 og skírði SUÐURLAND. Skipið fórst svo um miðnætti á aðfangadagskvöld 1986.um 290 sml ANA af Langanesi með þeim sorglegu afleiðingum að 5 menn komust lífs af en 6 menn fórust
SUÐURLAND
© Haraldur Karlsson.
14.02.2014 19:56
Dísarfell III
DÍSARFELL III
© Michael Neidig
Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1976 sem TRINTON Fáninn var þýskur Það mældist: 1599.0 ts, 3881.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1977 CONTSHIP THREE - 1979 TRITON 1 - 1980 LUCY BORCHARD - 1984 DISARFELL - 1993 POLARWIND - 1996 ARAWAK CHIEF - 1999 POLAR - 2001 GAZAL STAR - 2005 ADRIA BLU Nafn sem það bar síðast undir fána Tanzaniu. En þetta segja mín gögn um skipið nú:"Broken Up(since 28-11-2012)"
DÍSARFELL III
© John Sins
ADRIA BLU
© Will Wejster
14.02.2014 19:47
LAGARFOSS IV
Hér sem JOHN WULFF
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá
Sietas í Neuenfelde 1977 sem JOHN WULFF Fáninn var þýskur Það mældist: 1599.0
ts, 3806.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir
þessum nöfnum: 1983 LAGARFOSS - 1997 CITA Nafn sem það bar síðast undir
fána Antigua and Barbuda
Hér sem JOHN WULFF
© Frits Olinga-Defzijl
Lagarfoss
CITA
© PWR
Hér má lesa um endalok skipsins Og góður vinur og velunnari síðunnar Óskar Franz lét mig vita af þessu einnig um endalok skipsins
13.02.2014 19:45
J. J. Sietas Schiffswerf
Eldri gerð Sietas skipa ST ANDREWS
En undir stjórn skiftastjórans Berthold Brinkmann lauk hún samt smíði nokkra skipa sem samið hafði verið um síðustu tvö ár Meðan Brinkmann hefur leitað að kaupanda. Hann hefur nú fundist. Er það rússneska Pella Shipyard i Otradnoye í nágrenni St. Pétursborgar sem í gegn um sítt dótturfélag í Hamborg Terraline hefur nú yfirtekið Sietas frá og með tíunda mars 2014.Í samningnum er ákvæði um að 120 starfsmenn Sietas eru endurráðnir og búist er við að um 400 manns verið í þjónustu félagsins 2016
LAGARFOSS IV var Sietas skip
© Peter William Robinson
Nafn stöðvarinnar verður Pella Sietas GmbH. Kaupverðið er ekki gefið upp en fram til 2016 ætlar Pelle Shipyard að fjármagna um 15 milljónir ERU í starfsemi hins nýja félags En Pelle SY var inni með með pantanir á smíði á dráttarbátum , ísbrjótum og "supplay"skipum sem nú flytjast að einhverju leiti til hins nýja félags
Uppáhalds skipið HELGAFELL er líka Sietas skip
© óli ragg
12.02.2014 12:19
Þrír í viðbót
SANDAGARD
Skipið var smíðað hjá Pusnaes í Arendal í Noregi 1918 sem SALONIKI Fáninn var: norskur Það mældist: 492.0 ts, 1350.0 dwt Loa: 64.30. m, brd 10.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1923 JAEDEREN - 1954 SANDSGARD Nafn sem það bar síðast undir sama fána.En skipið var rifið í Hollandi 1959
Næst er svo BES
© söhistoriska museum se
Skipið var smíðað hjá Göteborgs Nya SY í Gautaborg Svíþjóð 1917 sem ENGELSBERG Fáninn var: sænskur Það mældist: 294.0 ts, 542.0 dwt Loa: 50.10. m, brd 8.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1921 SOLFRID - 1934 SPEDIT - 1935 BES - 1959 AGNESE P. Nafn sem það bar síðast undir ítölskum fána En skipið var rifið þar í landi 1988
NYHALL
Skipið var smíðað hjá Blohm & Voss í Steinwerder Þýskalandi 1931 sem KAIA KNUDSEN Fáninn var: norskur Það mældist: 5533.0 ts, 9063.0 dwt Loa: 143.60. m, brd 19.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1954 NYHALL - 1957 EKATERINI ALEXANDRA Nafn sem það bar síðast undir Monroviu fánaEn skipið var rifið í Japan 1959
11.02.2014 18:18
Þrír til viðbótar
LORNA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Pot í Bolnes Hollandi 1927 sem WEST VLAANDEREN Fáninn var: hollenskur Það mældist: 205.0 ts, 346.0 dwt Loa: 45.10. m, brd 7.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1940 Hs.71 - 1942 WESTFLANDERN - 1946 LORNA - 1958 SORNA - 1973 SIBA - 1976 RAMDAL Nafn sem það bar síðast undir sænskum fána.En skipið var rifið í Landskrona 1984
Næst var svo GRANITA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Næst var svo JAN KEIKEN
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Pohl & Jozwiak í Hamborg 1953 sem JAN KEIKEN Fáninn var: þýskur Eftir lengingu strax 1953 mældist skipið : 574.0 ts, 950.0 dwt Loa: 43.80. m, brd 8.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1958 UTE PARCHMANN - 1963 ELSE WULF - 1972 BUNCRANA TRADER - 1975 PETALON Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið strandaði undan Gramvousa, á Krít 26.11.1976 Á leiðinni frá Chalkis til Tripoli, Libýu með asbeströr
10.02.2014 20:22
15 leiguskip

Ég ætla að reyna að vinna úr þessu smásaman Hér eru þrjú fyrstu skipin
JÖRGEN BASSE

© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Van der Werff's í Westerbroek,Hollandi 1949 sem ZENITA Fáninn var: finnskur Það mældist: 493.0 ts, 615.0 dwt Loa:51.20. m, brd 8.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1950 KAARINA - 1954 JORGEN BASSE - 1956 WALSTREAM - 1964 AVLIS - 1969 LARYMNA - 1974 PATRICK Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En það varð eldi að bráð og var rifið upp úr því í Píreus 1978
FUGLEN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
ERIK BOYE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Gebr. van der Windt í Vlaardingen Hollandi 1919 sem Nereus. Það mældist 332,0 ts 400.0 dwt. Loa:40.40 m brd:7,10 m Skipið fær nafnið Rijnveer, 1922. Schelde 1923 Nieuwendam 1932.Var svo selt Th. Joh. Kyvik og Hilmar Hauge, Haugesund Noregi 1938, og skírt Fjeldberg Í WW2 lá skipið í Malmö(en það var það statt þegar þjóðverjar hertóku Noreg) og var notað sem stjórnstöð fyrir Nortraship, "The Norwegian Shipping and Trade Mission". En Nortraship stjórnaði hinum frjálsa kaupkipaflota Norðmanna Seldt 1947 Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt Erik Boye 1952 var það lengt upp í 49,2 Loa og nú mældist það 379,0 ts 500,0 dwt,Ný vél var sett í skipið 6 cyl. 2T Alpha 360 bhp, Skipið strandaði við Men-Az-Laz Rock, Iles Molenes( rétt hjá Brest) 02-09-1964 á leið frá Lorient (Frakklandi) til Par ( England)
Takið eftir að Rostoc er oft nefnd í skipafréttunum Geri ráð fyrir þarna hafi k fallið niður í ROSTOCK Og gæti ekki verið skipin hafi lestað þar áburð?? Ef litið er til losunarhafnanna. Þarna hefur Skipadeildin komin til sögunnar og hafa "meglarar" hennar haft nóg að gera við að finna skip og rótera
10.02.2014 11:44
Arnarfell I í Borgarnesi
Mikið er gaman að sjá þessar myndir hef ekki séð þær áður. Ég var þarna um borð I. stýrimaður þegar þetta var og mig minnir að Sverrir hafi verið II. stýrimaður og Guðmundur Lárusson III stýrimaður ekki samt alveg viss. Við fórum frá Gufunesi minnir mig með áburð og lestað eins mikið og djúpristan leyfði. Farið var snemma morguns og komið að Borgarnesi á morgun flóðinu ( stórstreymt) Ekki tókst betur til en svo að þegar komið var að bryggjunni var ennþá mikill innstraumur (eftirstreymt) . Það náðist að koma kastlínu í land að framann en þeir sem tóku við urðu að sleppa henni og ekki náðist að koma upp landfestum enda ferðin mikil á skipinu og lenti það á eyrinni og náðist ekki út þó bakkað væri á fullri ferð. Því var reyndar fljótlega hætt til þess að moka ekki drullunni fram með skipinu og jafnvel festa það enn meira.
© Gunnar Kristjánsson
Við skutum línu í land og komum landfestum framan og aftan í bryggjuna en þegar það var búið var fallið svo mikið út að við náðum ekki að hífa okkur út. Sátum því þarna allan daginn Borgnesingum til athlægis sem komu margir á bryggjuna og híuðu á okkur. Skipið flaut svo upp nokkru fyrir síðdegisflóðið og við hífðum okkur að bryggjunni um kvöldmatarleitið. Jón Daníelsson var skipstjóri og við vorum með leiðsögumann frá Reykjavík um borð og þetta var í síðasta skipti sem Jón Dan tók leiðsögumann í Borgarnes sagðist geta gert svona án leiðsagnar. Ekki urðu neinar skemmdir á skipinu enda rann það bara þarna inn í drulluna og maður fann ekki einu sinni þegar það tók botninn.
© Gunnar Kristjánsson
En í marga mánuði gott ef ekki meira en í ár sást á fjörunni farið eftir Arnarfell þarna á eyrinni. Við vorum að fara í slipp eftir þessa ferð og vegna þessa varð tryggingaklúburinn að borga upptökuna til að kanna botninn en skemmdir voru auðvitað engar. Svo segja má að þetta óhapp hafi orðið Skipadeildinni til smá útgjaldasparnaðar þó svo að í littu væri. Kúnstin við að sigla í Borgarnes á þetta stórum skipum var sú auk þess að þekkja vel til siglingaleiðarinnar að vera á flóðinu yfir rifið skammt utanvið og að örlítið væri byrjað að bresta út þegar komið var að bryggjunni til að hafa betri stjórn á skipinu.
06.02.2014 21:07
Meira frá Heiðari
Á hafísárunum sem svo voru kölluð fórum við á Arnarfelli nokkrar ferðir á Norðurlandið. Þetta var bölvað pjakk að komast þetta og gekk hægt Jón Daníelsson var skipstjóri og útsjónasamur að potast þetta. Oft var farið með ströndinni ærið grunnt en rétt lullað áfram og allt fór þetta vel. Á myndunum hér sést út á ísjakana og á hinni myndinni hafa þeir Sverrir Hannesson stýrimaður og Rúnar Geirsson bátsmaður tyllt sér nokkuð hátt til að reyna að sjá heppilega leið. Báðar myndirnar eru tekna á austanverðum Húnaflóa. Ég hélt því fram við Jón Dan að við hefðum farið yfir Skallarifið í þessari ferð en hann vildi nú ekki samsinna því enda var það nú ekki alveg rétt, en við smeygðum okkur alveg með því.
© Heiðar Kristinsson
05.02.2014 21:21
Arnarfell
Frá Arnarfelli því eina og sanna.
Tunnuflutningar voru árvissir hér fyrr á árum og skip oft með mikið háfermi á þeim tíma.Myndirnar er frá árinu 1966 en þá lestaði Arnarfell í Haugasundi tómar síldartunnur til Austfjarðahafna. Á seinni hluta leiðarinnar hreppti skipið slæmt veður og skekktist farmurinn á framþilfarinu nokkuð. Nokkrar styttur svignuðu út en engin brotnaði ef ég man rétt. Allt var þessi farmur vel sjóbúinn og ekkert fór út af þessu en sennilega hefur þar ekki vantað mikið á. Ekki man ég nú hvað þetta voru margar tunnur en 41 þúsund kemur upp í hugann Sverrir Hannesson getur kannski upplýst okkur um það. Á myndinni er skipið að koma til Fáskrúðsfjarðar og Albert Kemp heiðursmaður á Fáskrúðsfirði mikill áhugaljósmyndari tók myndina af skipinu á firðinum og gaf mér fyrir nokkrum árum. Sjálfur tók ég myndina sem tekin er við bryggjuna og í Haugasundi áður en lagt var í hann.© Heiðar Kristinsson
Og hér er innslag Sverris
© Albert Kem
© Heiðar Kristinsson
Hér á síðunni var Bjarni Halldórsson að velta því upp hvenær hætt hafi verið að sigla á Borðeyri og Óspakseyri. Það væri gaman að kanna það ef einhverstaðar liggja fyrir upplýsingar um það. Ég man að við fórum á Borðeyri á Helgafelli það hefur þá verið á árunum 1972 - 1975 en hvort það hefur verið siglt þangað eftir það veit ég ekki en ég hef ekki komið á þessa staði á skipi síðan.
Á myndunum sem hér fylgja og teknar eru af mér 1966 er verið að losa timbur úr Arnarfelli á Óspakseyri. Þeir höfðu þá fengið nýjan uppskipunarbát (nótabát úr stáli í stað gamals nótabáts úr tré) Við Sverrir Hannesson vorum stýrimenn á Arnarfelli þegar þetta var og báðir nokkuð galsafengnir aðallega þó Sverrir og vorum að mana kallana til að taka aðeins meira í bátinn en í næstu ferð á undan. Það auðvitað endaði með því að bátinn fyllti en sökk þó ekki og allt draslaðist þetta í land.
© Heiðar Kristinsson
Það er líka sögulegt við þessa ferð að þetta var í fyrsta skipti sem lestað var búntað timbur í Sambandskip. Áður var þetta tínt niður spýtu fyrir spýtu og sami háttur við losun. Sitt sýndist nú hverjum um þessa hagræðingu eins og alltaf þegar breytingar eiga sér stað. Það var bölvað bax að lesta þetta en gekk þess betur þegar að losuninni kom. Læt svo fylgja hér með mynd af Oddgeiri Karlssyni loftskeytamanni skemmtilegum félaga sem gott er að minnast.
© Heiðar Kristinsson
© Heiðar Kristinsson