Færslur: 2014 Apríl
27.04.2014 22:34
ST.XAVIER MARIS STELLA III
ST.XAVIER MARIS STELLA III heitir skip sem í dag siglir á þessum slóðum eða við Frencisc Polynesia
ST.XAVIER MARIS STELLA III
© mattib
ST.XAVIER MARIS STELLA III
© mattib
© mattib
© mattib
© mattib
COASTER EMMY

©Haraldur Karlsson.

©Haraldur Karlsson.
Svo hét hún BREMER NORDEN
© Frode Adolfsen
26.04.2014 16:55
Dettifoss I
Grethe Nilsen gefur DETTIFOSSI nafn 24 júlí 1930
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
DETTIFOSS sjósettur 24 júlí 1930
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri
Heð Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktna.
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Endalok DETTIFOSS ætti að vera öllum fullornum íslendingum kunn en þýskur kafbátur skaut hann svo niður 1945 og þar fór skjöldurinn góði sem var minnismerki um fórnfýsi íslenskra einnig í hafið .Hér má sjá um endalok Dettifoss. Það má líka segja um kaldhæðni örlaganna að bæði GOÐAFOSS og DETTIFOSS sem voru kölluð "Hamborgarskip" Eimskipafélags Íslands voru skotin niður af þýskum kafbátum Og einnig má hafa í huga að DETTIFOSS var smíðaður með Þýskalandssiglingar í huga. En við nútímamenn verðum að skilja það að þessir þýsku kafbátamenn voru að þeirra áliti að þjóna sínu föðurlandi sem og íslensku sjómennirnir sem mistu lífið í WW 2 voru að gera
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér læt ég þessari upprifjun á uppvaxtarárum og fyrstu skipum Eimskipafélags Íslands lokið. Á árunum 1915 -1930 Eignaðist félagið sjö skip Létu byggja fimm keyptu tvö notuð
26.04.2014 11:39
Selfoss I
WILLEMOES
Og að sjálfsögðu öll flutt í tunnum. Nú var ekki nein þörf fyrir skipið hvað Ríkið varðaði. Stjórn E.Í ákvað þá að nota heimild aðalfundar til aukningar skipaflotans með því að leita hófanna hjá Ríkisstjórninni um kaup á skipinu.Það tókst og keypti E.Í skipið á 140000 sem mun hafa verið hið bókfærða verð þess.Skyldi kaupverðið greiðast með jöfnum afborgunum á 10 árum og skyldi félagið borga 6% vexti af þeirri upphæð sem eftir stæði um hver áramót. E.I tók við skipinu snemma árs 1928
WILLEMOES
Úr mínum fórum © ókunnur
Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég þekkti og höfðu verið á honum hældu honum. Kannske ekki margir en sama. Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins heimstyrjaldir (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta um á sínum 7-8 mílum.
SELFOSS I
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Skipið var smíðað í
Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem
Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt.
Loa:61.60 m brd:9.80 m.Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En
Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo
skipið og
skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Fyrsti skipstjóri hjá E.Í á skipinu var Ásgeir Jónasson
Og fyrsti yfirvélstjóri á skipinu hjá E.Í var sennilega Jóhann Steinson
Og eimhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt SELFOSS tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til
Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og
mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.
Úr mínum fórum © Ókunnur
En þegar maður hugsar til stríðsáranna getur
maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi
þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og hreinlega undrast seigluna í
þvi en það varð 42 ára gamallt
Úr mínum fórum © ókunnur
Ég held að skipið sé statt á Dalvík á myndinni hér að neðan
© Þráinn Hjartarson
25.04.2014 17:22
Brúarfoss I
Hér er Grethe Nielsen (dóttir Emils) að gefa Brúarfossi nafn 1 des 1926
Og eftir að loforð um lán höfðu fengist var undirritaður samningur milli E.Í og Københavns Flydedok og Skibsværft í Kaupmannahöfn þ 7 maí 1926.um byggingu á frystiskipi Það kostaði fullgert 1,396000.kr Ríkissjóður greiddi 350000 en E.Í 1.046000. Svo varð það þ 1 des 1926 að skipiðinu var hleypst af stokkunum og gefið nafnið BRÚARFOSS Og voru þá allir landsfjórðungarnir komnir með sinn "Foss"
BRÚARFOSS I
Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Brúarfoss I var smíðaður hjá København Flydedok & Skibsværft í Kaupamannahöfn 1927.Fyrir Eimskipafélag Íslands.1927. Það mældist 1577.0 ts 1540,0 dwt. Loa: 84.70 m brd: 11.10.m Skipið sem var fjórða nýsmíði Eimskipafélags Íslands var fyrsta "kæliskipið" sem var byggt fyrir Íslendinga. Og það er skemmtilegt að lesa frá komu skipsins Þar sem segir m.a: "Skip mitt er komið að landi" þannig hugsar margur bóndinn nú þegar Brúarfoss fyrsta kæliskipið í íslenska flotanum er komið. Til að flytja landbúnaðar vörur okkar kældar og frystar til útlanda" Þannig að það var bændastéttin sem fagnaði komu skipsins mest. Eimskipafélagið seldi skipið 1957 til Freezer Sg Line (skráð í Líberíu) og fékk það nafnið Freezer Queen
Fyrstu 13 árin stjórnaði Júlíus Júniusson skipstjóri skipinu
Og aftur með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra
BRÚARFOSS I
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu
1960
er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina
Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986
© photoship
Júlíus Júniusson var töluvert umdeildur skipstjóri Í endurminningum eins yfirmanna hjá E.Í er hann sagður "danskari en sjálfur danskurinn" í sumum siðum En mun hafa verið mikill sæmdar maður.Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem þekktu hann (t.d Bogi Einarsson skipstjóri) sögðu
hann mikinn sómamann. Undir
stjórn Júlíusar (til 1940) og ( að öðrum seinni skipstjórum skipsins
ólöstuðum,) Jóns Eiríkssonar (1940- 1948) reyndist BRÚARFOSS I eitt af
almestu happaskipum E.Í Er ég þá t.d að hugsa til WW2
BRÚARFOSS I
© Coll. R.Cox Sea the ships
BRÚARFOSS I
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu
1960
er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina
Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986
© photoship
Júlíus Júniusson
var töluvert umdeildur skipstjóri Í endurminningum eins yfirmanna hjá
E.Í er hann sagður "danskari en sjálfur danskurinn" í sumum siðum En mun
hafa verið mikill sæmdar maður.Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem
þekktu hann (t.d Bogi Einarsson skipstjóri) sögðu
hann mikinn sómamann. Undir
stjórn Júlíusar (til 1940) og ( að öðrum seinni skipstjórum skipsins
ólöstuðum,) Jóns Eiríkssonar (1940- 1948) reyndist BRÚARFOSS I eitt af
almestu happaskipum E.Í Er ég þá t.d að hugsa til WW2
BRÚARFOSS I
© Coll. R.Cox Sea the ships
25.04.2014 11:53
Goðafoss II
Anna Gtharine Aagot (dóttir Sveins Björnssonar) gefur GOÐAFOSS II nafn
Mynd úr gömlum ritum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m .Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrsta með þessu nafni sem strandaði fárra mánaða gamall við Straumnes En hér má lesa um endalok Goðafoss II
GOÐAFOSS II hleypt af stokkunum 18 mars1921
Mynd úr gömlum ritum © óþekktur
Goðafoss II kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn 9 sept 1921
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri
Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra
Goðafoss II
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fræg er sagan af unga USA Army liðsforinganum sem misti unga íslenska unnustu sína sem gekk með annað barn þeirra og ungan son í þessum hörmulega atburði. ( er hægt að kalla svona slys?) Eftir að stríði lauk og eftir að hafa gengið í skugga um hver hafði haft stjórn á kafbátnum sem sökkti Goðafossi fann hann út heimilisfang Fritz Hein í Batavíu Hann fór þangað vopnaður skammbyssu til að skjóta hann. En hann hitti fyrir systur Hein sem sagði honum að bróðir hennar hefði verið drepinn þegar HMS Recuit og HMS Pincher sökktu U-300 22 febrúar 1945 V af Cadiz. Hann snéri sér þegandi við og gekk í burtu
GOÐAFOSS II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Það var árla morguns 8 sept 1921 sem Goðafoss sigldi fánum prýddur inn í heimahöfn sína Reykjavík Mikið var skrifað í tilefni komu skipsins M.a:" Allir íslendingar hafa ástæðu til að gleðjast yfir þessari miklu og ágætu aukningu íslenska verslunarflotans. Undir dugandi stjórn hins reynda skipstjóra, Einars Stefánssonar, mun Goðafoss hinn nýi sigla um heimshöfin með blaktandi íslenska fánann og bera framandi þjóðum boð um sjálfstæði og framfarir íslendinga."
GOÐAFOSS II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Einnig var líka orkt Þannig orti t.d Páll Árdal
"Heill þér gnoðin, glæsta, fríða./ Goðafoss er hamingju boðar/ landi og þjóð, og byggir og bindur/ brú frá strönd að fjarrum löndum./ Verndi þig landsins vættir og kyndi/ varúðarglóð á hættu slóðum; kjós þér höfn, þótt yfir þig ausi/ Ægir reiður hrönnum breiðum".
Og J.S Húnfjörð orti þetta til skipsins
"Afls það boðar öllum trú,/ eyðist voða krossinn./ Þjóðia skoða náir nú/ nyja Goðafossinn
Öll þér hossi auðnugnægð,/ Íslands hnoss" á "Víðir"/ Gefðu oss nú gagn og írægð,/ Goðafoss, um siðir.
Fánatjaldið fritt á höfn / framsýn aidar gleður./ Brjóst þitt aldrei mjéti dröfn /, bjarg né galdraveður.
Þegar mætir kólga kinn,/ klökk svo grætur ströndin/ styðji ætfð stjórnvöl þinn/ styrk og gætin höndin.
Afl þitt rís, en ógæfa '/ undan vís að snúa./ Heilög "tslands hamingja"/ hjá þér kýs að búa"
GOÐAFOSS II
Ljósmyndasafn Ísafjarðar © Sigurgeir B Halldórsson
Það mætti með smá hugmyndaflugi kalla olíuskipið ,SHIRVAN líka örlagavald GOÐAFOSS II En GOÐAFOSS stöðvaði til að bjarga mönnum af því skipi. sem hafði verið orðið fyrir árás Hérna má lesa meir um það á Uboat.net
24.04.2014 19:38
Lagarfoss I
Ég tel það gæfu Eimskipafélags Íslands að þessi danski fv skipstjóri Emil Nielsen stýrði félaginu í byrjun. Hann kom mikið við sögu við kaupin á LAGARFOSS I
Ekki nóg með að missa skipið úr rekstri heldur höfðu skip hækkað gífurlega í verði og voru íllfáanleg vegna WW1 (Að vísu hafði félagið keypt flakið af Tryggingarfélaginu og haft hagnað af því sem hægt hafði verið að bjarga úr því.Það hafði tekist 1917 Það má t.d til fróðleiks skýra frá að stálrúmin úr GOÐAFOSSI voru notuð fyrir sjúkrarúm þegar Barnaskólinn í Reykjavík var virkjaður sem sjúkrahús í Spönsku veikinni 1918). Forstjóri Eimskipafélags Íslands Emil Nielsen fór þá utan að leita hófana um kaup á skipi. Bar sú för þann árangur að þ 12 jan 1917 keypti félagið norskt skip sem PROFIT hét.(skyldi nafnið hafa haft nokkuð með kaupin haft að gera !!!!) Skipið fékk svo nafnið LAGARFOSS Það kostaði 1.277.500 kr og eftir breytingar á því sem félagið taldi nauðsynlegar 1.360.00 kr
LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 17 maí 1917
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi 1904 fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co, Skipið var gefið nafnið PROFIT Það mældist 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m..Eimskip kaupa skipið 1917 og fær það nafnið LAGARFOSS.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Það var rifið í Kaupmannahöfn 1949
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Lagarfoss I sigldi farsællega í báðum WW. Í ferðum milli Íslands og USA 1917-1920 Og skipið var statt í Halifax í hinni miklu sprengingu sem þar varð 1917 án þess þó að skemmast 1920 var skipið eiginlega endurbyggt í Kaupmannahöfn Eftir það var skipið bæði í ferðum til Vesturheims og Evrópu Eftir 1922 var það eingöngu í Evrópusiglingum 1927 byrjaði skipið að sigla áætlunarferðir þar sem siglt var frá Kaupmannahöfn um Leith til Djúpavogs og síðan um Austfirði,Norðurland til Norðurfjarðar á Ströndum Þar snúið við og sigld sama leið til baka.
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Í þessum ferðum var skipið svo til 1940 að Norðurlönd lokuðust vegna stríðsins. Þá hóf skipið aftur Vesturheimsferðir og sinnti þeim til 1945 að stríðinu lauk Eftir það sigldi það aftur til Norðurlanda og Evrópu Þar til yfir lauk En 13 mars 1949 þegar skipið var statt í brælu undan Danmerkurströndum brotnaði öxull aðalvélarinnar. SELOSS I dró þá skipið inn til Frederikshavn. Ekki þótti borga sig að gera við vélina og var skipið selt til niðurrifs Það kom svo til Kaupmannahafnar í togi 13 apríl 1949 og var rifinn þar. Hafði þá þjónað Eimskipafélagi Íslands í 32 ár
Fyrsti skipstjóri hérlendis var Ingvar Þorsteinsson
Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
LAGARFOSS í Reykjavíkurhöfn eftir stríð
© Tóti í Berjanesi
© Tóti í Berjanesi
24.04.2014 16:55
Goðafoss I
Hér er skipið á Húsavíkurhöfn 2 júlí 1915
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér er verið að fagna komu skipsins til Reykjavíkur Þ 13 júlí 1925
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Með G.W.Sørensen sem yfirvélstjóra einnig allan tíman
24.04.2014 14:04
Gullfoss I
Gullfoss I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fyrsta skip Eimskipafélagsins GULLFOSS I átti sér nokkuð merkilega sögu Það var smíðað hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0 ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.Það þjónaði svo Eimskipafélaginu til 1940 að það var kyrrsett af þjóðverjum í Kaupmannahöfn Félagið hafði fengið tryggigarféð skipsins úborgað og var það því félaginu óviðkomandi þegar það fannst í Kiel 1945 illa farið eftir að þjóðverjar höfðu notað það sem sjúkraskip um tíma. 1947 keyptu færeyiskir aðilar það og skírðu það Tjaldur. Skipið var svo í eigu þeirra til 1953 að það var rifið í Hamborg
Eini fasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Sigurður Pétursson skipatjóri
Með Haraldi Sigurðssyni sem yfirvélstjóra. Sem var á skipinu allan tíman eins og Sigurður
Tvö fyrstu skip Eimskipafélags Íslands GULLFOSS OG GOÐAFOSS

Úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
GULLFOSS I

Siðurður Pétursson og danskur hafnsögumaður á stjórnpalli GULLFOSS I
Skipið var ílla farið eftir stríðið
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þarna má sjá þá GULLFOSS II og TJALDUR ex GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
23.04.2014 22:05
Gleðilegt sumar
Sem betur fer þurfti maður ekki mikið að fara út með snjóblásaran í vetur
19.04.2014 14:20
Hekla III
1984 keypti Ríkisskip norska skipið VELA sem þeir höfðu haft á leigu síðan 1981. Að vísu hafði nafni skipsins verið breitt 1983 í HEKLA Ríkisskip fengu skipið afhent í júlímánuði 1984
Hér sem VELA
© Sjöhistorie.no
HEKLA
© Gunnar H Jónsson
Skipinu stjórnaði fyrst undir íslenskum fána Jón Arnórsson skipstjóri
Með Jón Bóasson sem yfirvélstjóra
HEKLA
©yvon Perchoc
© óli ragg
© oliragg
© Gunnar H Jónsson
© Gunnar H Jónsson
Hér sem LENA
©Rick Cox
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
Hér sem BARÖ
© ALLANREID Shipsnostalgia
© Frode Adolfsen
© Gena Arnirnov
© Gena Arnirnov
© Gena Arnirnov
19.04.2014 14:03
ESJA IV
Hér sem ESJA

© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Richards SY í Lowestoft Bretlandi 1983 sem ESJA Fáninn var íslenskur. Það mældist: 494.0 ts, 1072.0 dwt. Loa: 69.80. m, brd: 13.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1992 KISTUFELL - 1993 LESJA - 1994 SONJA - 1999 SONJA HELEN - 2003 HELEN - 2004 CATERINA Nafn sem það ber í dag undir fána Georgíu
Skipinu stjórnaði í fyrstu Bogi Einarsson skipstjóri
Með Unnstein Þorsteinsson sem yfirvélstjóra
Hér sem KISTUFELL
Hér sem SONJA HELEN
© Frode Adolfsen
Hér sem SONJA
© Photoship
Hér sem CATERINA
© Jochen Wegener
18.04.2014 16:29
SEWOL
Hér sem FERRY NAMINOUE
© Vladimir Nikonov
SEWOL
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Það er eitthvað hér sem ekki passar en læt þetta standa þar til ég finn botn i það
18.04.2014 15:08
Askja
Ellefu árum frá því að Skipaútgerð Ríkisins fékk Esja III keyptu þeir næsta skip notað. Sennilega þriðja skipið (telji maður Þyril með) í sögu félagsins sem keypt var notað Þetta birtist á 20 bls Morgunblaðsins 15 apríl 1982
Hér heitir skipið LYNX
© Frode Adolfsen
Skipið var smíðað hjá Fosen Mek.Verksteder A/S Fevåg í Noregi sem LYNX Fáninn var norskurm Það mældist 492.0 ts 1200.0 dwt.Loa:76.0 m brd 13,50 m.Hafskip taka skipið á leigu 1981 Ríkisskip kaupir skipið 1982 og fær það nafnið Askja Skipið er selt aftur tl Noregs 1992 og fær þá sitt fyrra nafn Lynx. 1999 nafnið Gullholm og 2006 Avantis IV nafn sem það ber í dag undir grísku flaggi
Bogi Einarsson skipstjóri stjórnaði skipinu í fyrstu undir íslenskum fána
Mep Unnstein Þorsteinsson sem yfirvélstjóra
Hér sem LYNX
© Frode Adolfsen
@Chris Cartwright
Hér sem ASKJA
@Oli R
Hér sem Gullholm
@OliR
Og hér sem AVANTIS IV @ Dick Smith (dicamus) Shipsnostalgia
17.04.2014 12:49
Esja III
"Hittingur" á Akureyri
ESJA III
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Slippstöðinni Akurewyri 1971 sem Esja Fáninn var íslenskur Það mældist: 710.0 ts, 823.0 dwt. Loa: 68.40. m, brd: 11.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1983 ELSIE - 2004 ???? MANINHA 2010 JOHN MILLER Nafn sem það ber í dag undir fána Cape Verde
ESJA IIITryggvi Blöndal skipstjóri stjórnaði skipinu í fyrstu
Með Sigurð Þorbjörnsson sem yfirvélstjóra
Góður vinur minn Atli Mikk sendi mér þessar skemmmtilegar myndir af ESJU III koma út frá Eyjum Þegar hann tók þær var hann stýrimaður á systurskipinu Heklu II
Myndirnar sem eru merktar mér tók ég á Cap Verde 24 okt 2003
Hér sem MANINHA
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
Hér sem JOHN MILLER


Petkov sem tók myndina skrifar þetta með henni::" Presently she is trading only between Cabo Verde islands and she is not in perfect condition,but from outside looks not so bad"