Færslur: 2014 Apríl
16.04.2014 12:54
Sewol
© Korea Coast Guard
Hérna meira hér og ennþá meira hér. Myndir frá slysinu hér
15.04.2014 11:36
Hekla II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Slippstöðinni Akureyri Ísland 1970 sem Hekla Fáninn var:íslenskur Það mældist: 708.0 ts,825.0 dwt Loa: 68.40. m, brd 11.80. m Skipið var selt úr landi 1983 það hélt nafni í fyrstu 1984 var því breitt í fiskverksmiðjuskip Það gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1997 fékk það nafnið EDINBURGH Nafn sem það ber í dag undir Belize fána
Tryggvi Blöndal stjórnaði skipinu í fyrstu
Með Bergsvein Bergsveinsson sem yfirvélstjóra
Hekla II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
13.04.2014 23:15
Herjólfur I
Næsta skip sem Skipaútgerð Ríkisins lét smíða fékk nafnið HERJÓLFUR Skeði það 1959
Svona segir Tíminn frá komu skipsins til Vestmannaeyja
Þetta segir Mogginn þ 15-12-1959

Herjólfur I

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Bodewes, G.& H. í Martenshoek Hollandi 1959 sem Herjólfur Fáninn var:íslenskur Það mældist: 516.0 ts, 340.0 dwt Loa: 49.30. m, brd 9.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1977 LITTLE LILL - 1982 ABLE FOX - 1982 TILISA DEL MAR Nafn sem það bar síðast undir Honduras fána Herjólfur var sem sagt vseldur til Hondúras árið 1977. Skipið strandaði 13 júní 1983 við eyjuna Bonaire í Vestur Indíum og eyðilagðist. Myndin af flakinu er tekin árið 1988
Tryggvi Blöndal skipstjóri stjórnaði skipinu fyrstu árin
Með Guðmund Erlendsson sem yfirvélstjóra
HERJÓLFUR I
© Tryggvi Sigurðsson
Hér eru tvær skemmtilegar myndir af skipinu sem mér hlutnuðust um daginn Stimplaðar aftan á Eyþór Kjaran Ekki getið um ljósmyndara
Mér hefur alltaf þótt þetta litla skip mjög svo snoturt
13.04.2014 17:57
ALMA
@oliragg
Alma var smíðuð hjá Århus DY í Århus Danmark 1997 sem Galaktika.Skipið mældist 3817,0 ts 4000,0 dwt. Loa: 97.60 m brd 15.70 m 1999 fær skipið nafnið Frio Seattle og 2004 nafnið Alma nafn sem það ber enn í dag og veifar Bahamas fána
Hér í höfninni í Vestmannaeyjum
@oliragg
@oliragg
@oliragg
Og hér í erlendri höfn.
@humbertug
13.04.2014 14:10
Wilson skip
WILSON BRAKE
© Tomas Østberg- Jacobsen
Skipið var smíðað hjá Slovenske Lodenice í Komarno. Slóvenóu 1997 sem: NORTHERN LINDNES Fáninn var: Möltu Það mældist: 2446.0 ts, 3680.0 dwt. Loa: 87.90. m, brd 12.90. m Skipið hefur aðein gengið undir tveim nöfnum. En 2004 fékk það nafnið:Wilson Brake Nafn sem það ber í dag undir sama fána
WILSON BRAKE
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
Staðurinn sem WILSON GDYNIA var í erfiðleikunum
© Maritime Bulletin
Skipið var smíðað hjá :Slovenske Lodenice í Komarno Slóvaníu 1994 sem:VILM Fáninn var:þýskur Það mældist:2514.0 ts, 3560.0 dwt. Loa: 87.90. m, brd 12.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1997 GATA BAY - 1998 DUTCH SEA - 2005 WILSON GDYNIA Nafn sem það ber í dag undir fána Barbados
WILSON GDYNIA
© Simon de Jong
© Simon de Jong
© Simon de Jong
Hér er það nýjasta af þessu máli
12.04.2014 11:29
Hekla
HEKLA
Skipið var smíðað hjá Ålborg Skibsværft Ålborg 1948 sem Hekla (I) fyrir Skipaútgerð Ríkisins 1948 Það mældist 1456.0 ts 557.0 dwt. Loa: 72.70 m brd 11.0 m Skipið var selt til Grkklanda 1966 og fékk nafnið Kalymnos 1968 Arcadia og aftur 1968 Kalymnos. Það var rifið í Megara 1983
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri "stýrði"skipinu frá byrjun þar til hann varð bráðkvaddur 22. september 1961, þar sem hann var staddur á samkomu
Norsk-íslenzka félagsins í Stavanger, en hann hafði skömmu áður verið kjörinn heiðursfélagi þess, sem stofnandi þess 9 árum áður.
Aðalsteinn Björnsson var yfirvélstjóri
Ástæðan fyrir veru Ásgeirs skipstjóra þarna í Stavanger var að ákveðið hafði verið að gefa Norðmönnum afsteypu af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni. Skyldi stytta þessi verða reist í Rivedal, þar sem talið er, að Ingólfur hafi síðast verið í Noregi.í tilefni af afhendingu styttunnar var ákveðin hópferð með m.s.
Heklu og var lagt af stað 14. þ.m.
Grein úr Tímanum 22. september 1961: Þjóðargjöf Íslendinga afhent.
HEKLA
Hér sem KALYMNOS Þarna er búið að byggja yfir afturdekkið. Myndin tekin á Milos Grikkland
@ Snæbjörn Ingvarsson
Í sölum á fyrsta farrými Heklu fór vel um farþega
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Á þessu skipi HEKLU var ég pottastrákur á árdögum sjómennsku minnar.Skipsfélagar minir og herbergisnautar þá voru ei ómerkari menn en Fjölnir Björnsson seinna stm og skipstj.á flutningaskipum m.a Freyfaxa. Sigurður Steindórsson seinna togaraskipstjóri m.a á b/v Ottó N Þorlákssyni.Snæbjörn Ágústsson seinna vélstjóri hjá Eimskip? Um sumarið var skipið í Norðurlandaferðum og var þá oft glatt á hjalla
11.04.2014 19:35
Esja II
ESJA II
Mynd úr safni Tryggva Sig
Esja II var smíðuð hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1939 fyrir Skipaútgerð Ríkisins.Hún mældist 1347.0 ts 500.0 dwt Loa: 70.30 m. brd: 10.9 Skipið er selt til Bahamaeyja 1969 og fær nafnið Lucaya. Ýmsar sögur gengu um kaupendur skipsins. En aldrei var neitt sannað hvað það varðar að ég veit,. 1973 er nafni skipsins breytt í Ventura Beach. Endalok skipsins urðu að það sökk á Mesurado fljóti í Líberíu
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri stjórnaði skipinu fyrstu 9 árin
Með Aðalstein Björnsson sem yfirvélstjóra
ESJA II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
@Tryggvi Sigurðsson
Hér sem VENTURA BEAC Myndirnar teknar á Canaríeyjum
@Torfi Haraldsson
@Bjarni Halldórsson
Hér búin að skifta um lit Myndirnar tekna í Monróvíu;
@Snæbjörn Ingason
@carimar shipspotting
11.04.2014 15:00
Súðin
SÚÐIN

Úr safni Guðlaugs Gíslaonar
Skipið var smíðað hjá Neptun AG Rostock Þýskalandi 1895 sem GOTHA fyrir sænska aðila (H. Sternhagen) Skipið mældist 756.0 ts 600.0 dwt. Loa: 56.80 m brd: 1927 kaupir Rederiet A/B Svenska Lloyd skipið og skírir Cambria 1930 kaupir Ríkissjóður íslands fyrir Skipaútgerð Ríkisins skipið og gefur því nafnið SÚÐIN.
Ingvar Kjaran var fyrsti skipstjóri á SÚÐINNI hérlendis
Með Júíus Ólafsson sem yfirvélstjóra
SÚÐIN

Úr mínum fórum © ókunnur
Það er svo í eigu þeirrar útgerðar til 1949 að Útvegur h/f kaupir skipið og notar það við Grænland sem móðurskip fyrir nokrar trillur og smærri vélbáta. Skipið var þá skráð fiskiskip og fékk einkennisstafina RE 210. 1952 kaupir Kjartan Guðmundsson það og sendir það til Ceylon þar sem skipið var selt til Hong Kong En þar er það "talið" rifið 1952. En sögur gengu um að skipið hefði sigt á fljótunum í Kína mörg ár eftir það
SÚÐIN

Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
SÚÐIN er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess mætti skrifa heila bók. En minningu þessara skipa og mannana sem sigldu þeim á að halda í heiðri.
11.04.2014 11:59
Esja I
Esja I
Skipið var smíðað hjá Kjøbenhavns
Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1923 fyrir Íslensku
landsstjórnina sem Esja Það mældist: 728.0 ts, 415.0 dwt. Loa: 53.60. m
, brd: 9.20. m Skipið var selt til Chile 1938. Og fékk þá nafnið
TENGLO. Það strandaði 28 - 11 - 1955 á 41°.29´14 S 072°.57´.53 V og var þar til
Með Gísla Jónsson sem yfirvélstjóra
ESJA I
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
11.04.2014 09:01
Fleiri "breiðar"
Guðmundur Guðjónsson var skipstjóri á skipinu í fyrstu
Með Emil G Pétursson sem yfirvélstjóra
Skjaldbreið var smíðuð hjá George Brown & Co SY Greenock Skotlandi 1948 fyrir Skipaútgerð Ríkisins Skipið mældist 370.0 ts 350.0 dwt. Loa: 45.30 m brd: 7.60 m. Skipið var selt Sea Service Sg Co Ltd London 1966 og fær nafnið Viking Blazer. Þeir selja skipið 1969 Cia de Nav Pavan á Famagusta Kýpur og það fær nafnið Marianthi. Sia de Nav Sifnes Panama kaupir skipið 1970 og skíra Alexandros V. 1980 fær skipið nafnið Frosini. Það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984
SKJALDBREIÐ

© Sigurgeir B Halldórsson

© Sigurgeir B Halldórsson
Hér eru svo tvær myndir frá Guðlaugi Gíslasyni góðum vini mínum og miklum velunnara bæði mín og síðunnar En fyrri myndin er af skipshöfninni af SKJALDBREIÐ á góðri stundu. Guðlaugur á miklar þakkir skyldar fyrir lánið á myndunum

© Guðlaugur Gíslason
Fremri röð frá vinstri: Indriði Guðjónsson 3. vélstjóri, Ágúst Nathanaelsson 2. vélstjóri, Guðmundur Erlendsson 1. vélstjóri, Svavar Steindórsson skipstjóri, Högni Jónsson 1. stýrimaður, Guðmundur Dagfinnsson 2. stýrimaður, Páll Pálsson bryti.
Aftari röð frá vinstri: Erling Axelsson smyrjari, Guðlaugur Gíslason háseti, Þorgils Bjarnason háseti, Bjarni Jóhannesson kokkur, Ársæll Þorsteinsson kokkur, Gunnar Eyjólfsson messi/háseti, Sigurður Thorarensen bátsmaður, Jónas Guðmundsson háseti, Magnús Guðmundsson háseti, Pétur Pétursson háseti.
Á myndina vantar Tryggva Bjarnason, háseta.
Myndin var tekin haustið 1954 þegar áhöfnin kom saman, og gerði sér glaðan dag, í samkomusal á þriðju hæð í Héðinshúsinu við Mýrargötu í Reykjavík.

Úr safni Guðlaugs Gísla
Hér sem Viking Blazer

úr mínum fórum © ókunnur
Þessi tvo skip þetta og HERÐUREIÐ skrifuðu sögu sína feitu letri í siglingasögu Íslands þó lítil væru
10.04.2014 16:01
Bjart yfir
HERÐUBREIÐ í smíðum
Mynd frá Ríkisskip © óþekktur
Svona leit forsíða Tímans 30 des 1947
Og í greininni segir m.a "Skip þetta er smíðað hjá skipasmíðastöð George Brown í Greenock í Skotlandi. Kostar það um 1,7 milljónir króna. Það er 361 stærðarsmálestir og nettó 215, og er 140 fet á lengd, 24,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Lestirnar eru unv 15 þúsund teningsfet, þar af rúm 4 þúsund teningsfet frystirúm. Skipið hefir hvilur handa 12 farþegum í 3 herbergjum, auk þess setsal handa farþegum. Tvær lestirj eru í skipinu, önnur frystilest, og tvær bómur og tvær vindur við hverja lest, þar af ein bóma, sem getur lyft 10 smálesta þunga. Auk þess er hraðvirk akkerisvinda og ein vinda aftur á til hjálpar við að binda skipið við bryggjur.
HERÐUBREIÐ á útleið frá Eyjum
Allar mannaíbúðir og sömuleiðis farþegaherbergi eru aftur i skipinu. Þiljur í setsal eru úr rauðaviö. Skipið hefir 650 ha. aðalvél, auk þess tvær hjálparvélar, tvær frystivélar og yfirleitt öll nýjustu tæki, sem tilheyra nýtísku vélaútbúnaði. Ennfremur eru í skipinu sjálfritandi dýptarmælir, sjálfritandi hraöamælir og talstöð. Tvöfaldur botn er undir öilu skipínu, og á milli botnanna eru hylki, sem eru ætluð til að flytja í oliu. Ennfremur eru gildir listar utan á skipshliðunum til þess að hlífa skipinu, þó að það liggi við bryggju í öldugangi. Ganghraði skipsins á reynsluferð var 11.2 mílur á
kl.stund, og var þó hálfhlaðið.
HERÐUBREIÐ við Vestmannaeyjar
Úr safni Tryggva Sig
Forstjóri Skipaútgerðar Ríkisins hefir ráðið gerð skipsins og fyrirkomulagi öllu og notið þar aðstoðar skipakoðunarstjóra, Ólafs Sveinssonar, og Páls Pálssonar skipasmiðs í Landssmiðjunni.
Guðmundur Guðjónsson "stýrði" skipinu til landsins í fyrsta skifti
Svo tók Grímur Þorkelsson við skipstjórninni
Og Ólafur Sigurðsson var yfirvélstjóri
Eftirlit með smíði skipanna í Skotlandi hafa þeir haft Guðmundur Guðjónsson skipstjóri og Kristján Sigurjónsson vélstjóri. Skipinu sigldu hingað Guðmundur Guðjónsson og Ólafur Sigurðsson 1. vélstjóri. Nú tekur við skipstjórn á Herðubreið Grímur Þorkelsson, en Guðmundur Guðjónsson tekur við skipstjóm á Skjaldbreið" Tilvitnun lýkur
Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem Herðubreið Fáninn var íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978
08.04.2014 19:49
CORNELIA B.IV
CORNELIA B.IV
© Peter William Robinson
Hér undir nafninu PAULA
© Peter van Niejenhuis
08.04.2014 17:22
Eimskip í Svíþjóð
08.04.2014 10:15
FOLDIN og LINGESTROOM
FOLDIN
Úr mínum fórum © ókunnur
Foldin var smíðuð fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í
Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem FOLDIN. Það mældist 621.0 ts ??? dwt.
Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og
fær það nafnið Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í
Pentland Firth
28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka
þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson
og var einusinni í borgarstjóri í Reykjavík Mér
fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum
Úr mínu safni © ókunnur
LINGESTROOM
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Goole SB í Goole Bretlandi 1947 sem:LINGESTROOM Fáninn var:hollenskur Það mældist: 748.0 ts, 1272.0 dwt. Loa: 71.40. m, brd 10.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1965 NISSOS MYKONOS - 1969 MATA - 1971 TREMCO UNITY - 1972 AGIOS FANOURIOS II Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Grikklandi 1970
Hér sem NISSOS MYKONOS © Peter William Robinson
07.04.2014 21:32
San Remo
HÉR sem SAXEN
© söhistoriska museum se
HÉR sem SAXEN
© Peter William Robinson