Færslur: 2014 Maí
12.05.2014 21:24
Strandveiðar!!!!
© Yvon Perchoc
© Yvon Perchoc
12.05.2014 18:09
Mohammed H
HA DONG
Skipið var smíðað hjá Donghae SB Co.í Ulsan Kóreu 1986 sem: SIRIUS Fáninn var:Bahamas Það mældist: 5561.0 ts, 6700.0 dwt. Loa: 107.70. m, brd 17.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum:En 2003 fékk það nafnið HA DONG Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
HA DONG í vandræðum. Það munaði litlu að ílla færi. En allt fór samt vel.
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
08.05.2014 20:58
Brúarfoss II
BRÚARFOSS II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það liggur við að ég þori að fullyrða að á fáum íslenskum farskipum hafi verið búið eins vel að skipshöfninni eins og á þeim tveim
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á afangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990..
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

Baksíða Moggans þ 11 -11 1972

Svo sjötta síða Tímans þ 24-11-1972

Að kvöldi þess 10 september 1980 lagði svo Brúarfoss II af stað vestur um haf til USA með farm af frystum fiski. Allt gekk vel í fyrstu en að morgni fimmtudags 18 september lendir skipið í harkalegum árekstri við þýska flutningaskipið John M. Ekki urðu slys á mönnum en skemmdir urðu töluverðar en þó meiri á Brúarfossi
Hér eftir að hafa fengið á "snúðinn"
Hér er John M á góðri stund í Sharpness Englandi
Skipið var smíðað hjá
Lindenau í Kiel Þýskalandi 1970 sem: JOHN M.REHDER Fáninn var:þýskur Það mældist: 3999.0 ts, 6233.0 dwt. Loa: 117.00. m, brd 16.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1979 JOHN M. - 1983 MILAS -1985 NEAPOLIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipinu hlekktist á í Eyjahafinu 36°.29´0 N og 023°.00´0 A 17.01.1985 og var upp úr því rifið í Grikklandi
© Mac Mackay
Myndir í Mogganum þ 7 okt 1980
Mér hefur alltaf þótt systurskipin Selfoss og Brúarfoss sérstaklega sá síðarnefni með fallegustu skipum sem um höfin sigldu
BRÚARFOSS II
© Mac Mackay
©Tryggi Sig
© Tryggvi Sig
06.05.2014 11:13
LUNAMAR
Hér sem ARALDIEP
© J. Viana shipspotting
Hér sem ARALDIEP að koma til Figueira da Foz í Portugal
© J. Viana shipspotting
Hér er skipið að fara út frá Figueira da Foz
© J. Viana shipspotting
© J. Viana shipspotting
© J. Viana shipspotting
02.05.2014 20:12
Selfoss II
Baksíða Moggans 29 nóv 1958
SELFOSS II
Skipið var smíðað hjá Aalborg Vaerft í Aalborg Danmörk 1958 sem:SELFOSS Fáninn var:íslenskur Það mældist: 2339.0 ts, 3460.0 dwt. Loa: 102.30. m, brd 15.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimir nöfnum. En það skemmtilega við það, var að skipið hélt fjórum af sjö stöfum úr fyrra nafni sínu en 1982 fékk það nafnið ELFO undir því nafni gekk skipið uns það var rifið í Pakistan 1985
Svo skeði þetta 4 okt 1973 Skipið strandaði á Vestdalseyri í Seyðisfirði og sat þar fastur um skeið
Skipið sat þarna fast um tíma og þurfti að lokum fjögur skip til að "Selurinn" haggaðist af strandstað REYKJAFOSS reyndi fyrst án árangurs Síðan bættist systurskip hans SKÓGAFOSS við en ekkert gerðist Svo bættust varðskipin ÞÓR og ÓÐIN í hópinn og þá lét "þrákálfurinn" eftir
Og svo 16 júní 1982
SELFOSS II
© Lars Brunkman
@ Anna Kristjáns
Og til að vera óheyrilega skáldlegur má benda á sömu samtöluna út úr ártölunum sem skipið var byggt og rifið eða 23 Þarna bara víxluðust bara 5 og 8
- 1
- 2