Færslur: 2015 Febrúar
13.02.2015 19:27
Meir skipaskifti
TUNGUFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1953.Fáninn var íslenskur Það mældist 1176.0 ts 1700,0 dwt Loa: 79.90 m brd: 11.60 m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum: 1974 AL MEDINA.Nafn sem það bar síðast undir fána Saudi Arabíu En það fórst á 20°35´0 N 072° 45´0 A 03- 06- 19 76 á leiðinni frá Djibouti til Bombay (nú Mumbay), En skipið var í "ballast"
TUNGUFOSS
© Handels- og Søfartsmuseets
Tungufoss II
© photoship
Skipið var smíðað hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörk 1973 sem MERC ASIA Fáninn var danskur Það mældist: 499.0 ts, 1327.0 dwt. Loa: 76.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum En Eimskipafélag Íslands keypti skipið 1974 og skírði Tungufoss. Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En skipið fórst út af Land´s End 19-09-1981 Mannbjörg varð
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
© söhistoriska museum se
13.02.2015 17:08
Nöfn skifta um skip III
BAKKAFOSS I
© photoship
Það var smíðað1958 í Århus Dry Dock í Århus Danmörk sem MILLE HEERRIN Fáninn var danskur.Það mældist 1599.0 ts 2335,0 dwt.Loa:78,5,0 m brd:11.50.m Það gekk undir þessum nöfnum 1963.BAKKAFOSS. 1974 FIVE FLOWERS. Nafn sem það bar síðast undir Líberíufána Það endar svo tilvist sína í skipakirkjugarðinum í Chittagong Banglades 1983
BAKKAFOSS I
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
BAKKAFOSS II

Skipið var smíðað hjá Luhring Shipsyard í Brake Þýskalandi 1970 sem SOVEREIGN JADE Fáninn var þýskur Það mældist 2724.0 ts 3937.0 dwt. Loa: 100.20.m brd: 14.20.m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1972 SILUR - 74 BAKKAFOSS - 82 BYBLOS - 93 ARWAD STAR - 06 SEA FORCE Nafn sem það bar síðast undir fána Moldoviu En það var rifið í Tyrklandi 2011
Við komuna til Reykjavíkur

Hér sem Byblos
© Rick Cox
© Michael T Meredith
© Yvon Perchoc

© Mahmoud shd
13.02.2015 13:57
Nöfn sem skifta um skip II
ELDVÍK II
@Yvon Perchoc
Skipið var smíðað hjá Jansen M í Leer Þýskalandi 1968 sem
TASSO Fáninn var þýskur. Það mældist: 1458.0 ts 2879.0 dwt Loa: 68.0 m brd 11.80 m 1971 fær skipið nafnið Heidi og 1975 kaupir Skipafélagið Víkur skipið og skírir ELDVÍK(II) Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið CIDADE DE FARO Og 1992 AFRICA og 1995 ALBERT J Nafn sem það bar síðast undir fána Belize En þetta segja mín gögn um skipið:"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 31/08/2011)"
Hér sem AFRICA
@Yvon Perchoc
Hér sem Albert J
13.02.2015 13:30
Nöfn skifta um skip I
Hér sem SUSANNE REITH

© PWR
Skipið var smíðað hjá Hagelstein í Travemunde.Þýskalandi sem SUSANNE REITH Fáninn var þýskur Það mældist: 999.0 ts, 1690.0 dwt. Loa: 71.70. m, brd: 10.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1966 SUSANNA - 1967 GRJOETY - 1970 ELDVIK - 1975 SUNRAY - 1979 LEON - 1980 NIKA - 1990 ROYAL STAR II Nafn sem það bar síðast undir grískum fána en skipið var rifið í Tyrklandi í júni 201
SUSANNE REITH
@ship-pic
Hér sem SUSANNE REITH á strandstað á Raufarhöfn
Úr safni Tryggva Sig
Hér sem SUNRAY


© PWR
Hér sem NIKA

© Rick Cox
@Rick Cox

© PWR

13.02.2015 10:44
Ljósafoss II
Hér heitir skipið UTSTRAUM
Skipið var smíðað hjá Eides Sonner Höylandsbygd í Noregi 1972 sem UTSTRAUM Fáninn var norskur.Það mældist: 702.0 ts 594.0 dwt. Loa; 51.10 m brd: 10.60 m 1974 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og gefur því nafnið LJÓSAFOSS Það gekk undir þessum nöfnum:1992 BADR - 1995 GULF RIVER - 1998 ARABIAN REEFER - 2005 SARA - 2006 AL YAMAMA. Nafn sem það bar síðast undir fána Sierra Leone En það var rifið í Pakistan 2011
LJÓSAFOSS I
© Frits Olinga-Defzijl
© Peter William Robinson

©yvon Perchoc
12.02.2015 21:23
Skógafoss I

Skipið kom svo til Reykjavíkur 17 júni 1965 Eins og sést hér að neðan
Skipinu sigldi heim, Jónas Böðvarsson skipstjóri. En Magnús Þorsteinsson tók svo við skipinu En Jónas hélt svo út til að fylgast með smíði REYJAFOSS III
Hér heitir skipið LEFKAS
© Peter William Robinson
Skipið
var smíðað hjá Aalborg Værft í Aalborg 1965 sem SKÓGAFOSS Fáninn var
íslenskur Það mældist: 2435.0 ts, 3880.0 dwt. Loa: 95.60. m, brd: 13.70.
m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1980 LEFKAS - 1988
ST.NICHOLAS - 1988 DANUBE - 1989 MERCS KUMAN Nafn sem það bar síðast en
það var rifið á Indlandi í okt 2001
© Peter William Robinson
© Peter William Robinso
12.02.2015 16:03
Óvirðing

Á þessu ári væri alveg réttur tími fyrir stjórnvöld þessa lands að biðjast afsökunnar á þessum órétti fyrirrennara sinna og að sjómennirnir sem fórnuðu lífi sínu og limum fengu uppreisn æru. Og það yriði gert á veglegan hátt Annað eins hefur maður séð gerast, að ýmsir hópar sem óréttu voru beittir bæði hér og erlendis hafa fengið uppreisn æru. Ég er ekkert að tala um einhverja pening. Heldur að minningu þessara manna verði hafin til vegs og virðingar
11.02.2015 19:25
Katla/Edda
Ég skrifaði um daginn um daginn þessa færslu um að KATLA I hefði verið í höfninni í Port Talbot í Wales.Þegar stríðið byrjaði. En er nú farinn að halda að það hafir misprentast í gögnunum sem ég studdi nig við og þetta hafi átt að vera EDDA Eins og kannske sést ef maður les þetta betur Fréttir af íslensku kaupskipunum öðrum en skipum Eimskipafélagsins voru oft á skornum skammti á þessum tíma. En ég sé í fréttum Vísis "frá höfninni" þ 4 sept 1939 að KATLA hafi komið til Reykjavíkur þ 3 s.m
Hér er skipið nýtt ?? og heitir AMSTELSTROOM
© photoship
Hér heitir það EDDA
© photoship
Hér heitir það SIDEREA
© photoship
Hér læt ég staðar numið með þessar upprifjun frá WW 2 og mennina sem sem báru hitan og þungan af henni á N-Atlandshafinu Menn sem menningarvitarnir vildu/vilja ekkert vita af. Og sem kölluðu sanngjarna þóknun til þeirra sem sigldu á hættulegustu svæðunum "hræðslupeninga" Og fulltrúar þeirra sjómanna sem hættu lífi sínu til að brauðfæða þessa þjóð var ekki einusinni boðið í veislu sem haldin var á Hótel Borg í tilefni lýðveldststofnuninnar 1944. Eða að vera viðstaddir embættistöku fyrsta þjóðkjörna forseta íslenska Lýðveldisins 1945. Þar gengu fyrir listamenn atvinnurekendur o.fl þvílíkir Og spurt var í Sjómannablaðinu 1945 :"Hvenær fá hinir ágætu "etikéttu"-meistarar okkar ráðna bót á minnisleysi sínu" Svar mitt er þeir hafa ekki fengið minnið enn.Ekki ætla ég mér að blanda mér mikið í þjóðfélagsumræðuna nú um stundir.En vil þó segja þetta: "Menningarvitarnir sem nú eru uppi eru sprottnir af rótum þeirra gömlu Þeim finnst slorlyktina vond. Og fussa og sveia yfir henni. En geta þó gleypt við henni komist þeir í blöðin. Gamall gegn sjóari opnaði fiskbúð í gamalli verbúð. Með meðfæddum vilja til að standa á eigin fótum þráaðist hann við þegar "vitarnir" ætluðu að valtra yfir svæðið. Hann keypti sér grill og fór að grilla í túristana. M.a hvalkjöt í þá þegar þeir komu úr hvalaskoðunum. Þetta var nú ekki eftir ritualinu hjá menningarvitunum. En hvað skeði sjálfstæði sjóarinn vann og nú er hverfið þarna orðið einn af aðal viðkomustöðum erlendra ferðamana Og nú vilja allir "Lilju kveðið hafa"
11.02.2015 15:19
Persier
PERSIER hét skip sem skotið var niður þennan dag 11 febr fyrir 70 árum síðan. Skipið hafði skráð mjög merkilega sögu hérlendis. Þessi saga byrjaði kannske þ 27 okt 1939 þegar skipið flutti íslenska þáttakendur í skálmótinu í Buenos Aires 1939 yfir Ermasundið (frá Weymouth Englandið til Antverpen),á heimleið sinni eftir mótið.
WAR DIWAN systurskip Persier
© photoship
Skipið var smíðað hjá Northumberland SB Co í Howdon-on-Tyne Bretlandi 1918 sem: WAR BUFFALO Fáninn var:breskur Það mældist: 3292.0 ts, 5228.0 dwt. Loa: 122.00. m, brd 15.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1919 PERSIER Nafn sem það bar síðast undir belgískum fána
Næsti kafli hófst svo þegar skipið strandaði 28 febr 1941 við Kötlutanga. En þá var skipið á vegum breska hersins Skipið náðist út. Hér má lesa um þá frækilegu björgun. Skipið var svo dregið til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur og inn á Kleppsvík. Þar vildi ekki betur til en svo að skipið brotnaði í tvennt. Með ótrúlegri snilld var skipinu "tjaslað" saman.dregið til Bretlands og gert upp Og sigldi síðan uns því var sökkt af þýskum kafbát eins og sést hér
10.02.2015 21:10
Meira um WW 2
Mikill skaði varð á íslenskum skipum á tímum WW 2, þýskir kafbátar gerðu sér leið hingað á Íslandsstrendur og voru oft í launsátri. Sjómenn voru heppnir með það að flugvélar náðu aldrei að sökkva neinu íslensku skipi. Á þessum árum var hverri sæmilega haffærri fleytu komið í fiskflutninga til Englands Er að miklu leiti ótrúlegt hvernig menn komust á sumum þessum "kollum" fyrirgefið orðbragði,klakklaust milli landa Tækjalausir og allir vitar ljóslausir Ég hugsa að ungir sjómenn í dag geri sér enga grein fyrir hve veigalítil sum þessara skipa voru og hvílík afrek þetta voru í raun og veru
SÍLDIN GK var svona "týpiskur"fiskflutningabátur þess tíma Og sennilega líka hægt að kalla hleðsluna "týpiska" fyrir umræddar siglingar. En þarna er báturinn undir síldarhleðslu
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Alls var um 18 íslenskur skipum sökkt í seinni heimstyrjöldinni, fiski og flutningaskipum. Þar af var 8 sökkt af þýskum kafbátum, og vitað er með vissu að einu íslensku skipi (opin vélbátur Vigri) var sökkt með tundurdufli. Með þeim skipum sem fórust, fórust um 225 manns. En talið er að alls 229 íslendíngar hafi látist af stríðsvöldum í allt.Stærsti mannskaðinn varð þegar flutningaskipinu Goðafossi var sökkt í nóvember árið 1944. Skipið var að koma frá Ameríku með 12 farþega og 30 manna áhöfn þegar það varð fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbát og sökk á sjö mínútum. 18 manns komust á fleka og björguðust um borð í amerískt skip, en 24 fórust. Ég skrifaði færslur um eina ferð HELGA VE til Fleetwood. á þessum árum hérna má lesa þá færslur og einnig hérna Fjölnir IS 7 var einn þeirra báta sem stunduðu þessar siglingar frá byrjun stríðsins klakklaust þar til að hann lenti í árekstri við írska póstskipið LARIDS CROW síðasta stríðsárið Eða þ 09-04-1945 Með skipinu fórust 5 menn.
FJÖLNIR ÍS 7
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Lítum í Morgunblaðið þ 12--04-1945
Pálmi Jóhannsson
LARIDS ISL systurskip LARIDS CROW
© photoship
Fjölnisslysið var síðasta stórslysið sem íslenskir sjómenn máttu þola í WW 2. Það er minning þessara manna sem hér voru nefndir og annara bæði þeirra sem lutu í lægra haldi og þeirra sluppu lífs úr þessum hildarleik sem við eigum að minnast sérstaklega á þessu ári.Þegar liðin eru 70 ár síðan honum lauk. Gerum það á veglegan og virðulegan hátt
09.02.2015 16:54
Sanna flökkusagan ???
09.02.2015 15:54
Anna Knudsen
ANNA KNUDSE
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
09.02.2015 12:17
Fróði og fl
Út af áliti sem síðan fékk í gær finnst mér rétta eð endurbirta færslu frá í fyrra En ég man eftir þeim misskilningi hér á árum áður að bretar sjálfir hefðu sökkt REYKJABORG og ráðist á FRÓÐA. Ég man að faðir minn sem sigldi á ELDBORGINNI á stríðsárunum hélt þessu fram. Rökin voru t.d þau að þegar FRÓÐI kom til Vestmannaeyja hafi breskir hermenn komið og týnt allar kúlur og sprengibrot sem þeir hefðu fundið í stórskemmdu skipinu. Og með Reykjaborgina ,að flekann sem Vörður kom með til Reykjavíkur tók breski herinn strax í sína vörslu og skilaði ekki aftur fyrr en allar kúlur og sprengubrot þar höfðu verið týndar úr honum. Einnig áttu Bretar að hafa tilkynnt að þeir hefðu sökkt vopnuðum frönskum togara á þeim slóðum sem REYKJABORGINNI var sökkt. En REYKJABORG var frönsk smíði Hér er svo færslan
Dagana 10 til 12 mars í ár eru 74 ár síðan þrjú íslensk skip voru í eldlínunni á N Atlantshafi
REYKJABORG RE 64
Þann10
var b/v Reykjaborg RE 64 skotin í kaf af þýskum kafbát Skipstjóri hét
Ásmundur Sigurðsson og var bróðir okkar ástsæla skólaskóla
Stýrimannaskólans Jónasar Og ef minnið er ekki að bregðast mér þá var
einn af aðaleigendum skipsins Guðmundur Jónsson löngum kendur við gamla
skip sitt Skallagrím. Guðmundur var faðir hins farsæla skipstjóra á
Skeljungi II og Kyndli I Péturs sem margir eldri farmenn muna eftir Hér
má lesa inn á Uboat.com nákvæmlega um hvað skeði Reykjaborgin hafði lagt af stað frá Reykjavík síðdegis þ 8 mars 1941 áleiðis til Fleetwood
Ásmundur Sigurðsson Skipstjóri
Eins
og sést inni á U-bout.com komust þrír skipverjar á fleka.Sem þeir
hírðust á í sólarhring áður en var bjargað af korvettunni HMS PIMPERNEL
En þá var einn þeirra látinn af sárum sínum Togarinn Vörður fann svo
flekann og kom með hann til Reykjavíkur 17 mars 1941
Aðrir sem fórust með REYJABORG
Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri Fiskimálanefndar var farþegi með Reykjaborg
Hér er flekinn af Reykjaborg hífður í land úr Verði
Þeir sem komust á björgunarflekan af Reykjaborg:
Eyjólfur Jónsson háseti (1904-1988)
Sigurður Hansson kyndari ( 1910-1951)
Kristófer Óskar Vigfússon komst á flekan en lést af sárum sínum fyrstu nóttina Bróðir hans Guðjón var 1 vélstj á Pétursey sem sökkt var 2 dögum seinna
FRÓÐI
Línuveiðarinn Fróði var einnig á leið til Fleetwood þegar árás (frá U Boat.com) var gerð á það kl 0800 LMT þ 11 mars 1941
Af 11 manna áhöfn komust 6 lífs af úr hildarleiknum En skipið komst við
illan leik til Vestmannaeyja. Vélskipið Skaftfellingur sem einnig var á
leið til Fleetwood gat látið vita hvernig komið var fyrir skipinu. Og
eftir að gengið var úr skugga um að skip kæmi á móti Fróða hélt
Skafftfellingur áfram En Fróði hélt áfram ferð sinni til Eyja Það er
skemst að segja að hjálparskipið sem sentvar á móti Fróða fór á mis við
hann Skipstjóri Fróða Gunnar Árnason lifði af árásina sjálfa er særðist
til ólífis í henni Honum tókst þó helsærðum að stjórna siglingu skipsins
langleiðina til Eyja. Sýndi hann þar af sér aðdáunnarverða karlmennsku mikið viljaþrek og drenglund.En
þegar hann fann að hverju dró fól hann skipstjórnina í heldur eina
hásetans sem á lífi var Guðmundar Einars Guðmunsssonar Gunnar skipstjóri
lést svo af sárum sínum klukkutíma áður en skipið kom til Eyja
Þeir sem fórust með FRÓÐA
Hér eru fjórir af þeim sex sem komust lífs af úr þessum hildarleik
Sverrir Torfason lést 1999
Guðmundur Einar Guðmundsson háseti (1906- 1993)
Sveinbjörn Davíðsson 1 vélstjóri (1912-1986) særðist illa á báðum höndum
Fróði kominn til Reykjavíkur með lík fórnarlambana á þilfari þ 15 mars 1941
PÉTURSEY
Línuveiðarinn Pétursey IS 100 lagði af stað frá Vestmannaeyjum 10 mars 1941 til Fleetwood En skipinu var sökkt (U Boat.com) 12 mars 1941 Enginn af áhöfninni komst af
PÉTURSEY hér sem PAUL SI 25
Þeir sem fórust með PÉTURSEY
Skipið
á myndinni er ekki rétta PÉTURSEY. Þetta skip hafði borið nafnið
PÉTURSEY en var svo gefið nafnið ÖRN GK 5 1932 Það skip fórst svo með
allri áhöfn út af Mánáreyjum 8 ágúst 1936
08.02.2015 22:37
Margit
MARGIT
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
MARGIT
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© söhistoriska museum se
08.02.2015 20:37
Rallus
RALLUS
© humberman
Hér heitir skipið GITANA
© photoship