Færslur: 2015 Maí
13.05.2015 16:02
Svartfoss
SVARTFOSS
© Wim.Vrolijk
SVARTFOSS
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
10.05.2015 18:21
Íslenskir Sjómenn í WW 2
Á föstudag eða þann 8 maí voru 70 ár síðan "Orustunni á N-Atlantshafinu" lauk og friður komst á í Evrópu. Þessu ber að fagna og get ég ekki skilið annað en Sjómannadagurinn í ár speglist af því. Og að samtök sjómanna krefjist afsökunar beiðni frá ríkisvaldinu hvernig íslensk stjónvöld héldu á málum íslenskra sjómanna 1945 að stríði loknu. Þegar forustumenn þeirra stéttar sem mest lagði líf sitt að veði í þessum hamförum fengu þessa ómaklegu meðhöndlun hjá stjórnvöldum sem þá voru við völd og varð ráðherrum ríkisstjórnarinnar til ævarandi skammar En fyrir þeirri ríkisstjórn fór einn af aðaleigendum eins af stærstu togarafélags landsins Sem ekki skirtist ekki við að senda sjómenn sína á "vigvöllinn" Í þessari stjórn sat einnig forustumaður í annari togaraútgerð á höfuðborgarsvæðinu Eins og það heitir í dag Með sama hugsunnarhátt Lítum í 8 tbl Sjómannablaðsins Víkings 1945.Á bls 185 er smágrein sem heitir
Gleymdir menn
"En Þegar veizlan í tilefni af lýðveldisstofnuninni var haldin að Iiótel Borg 1944 gleymdist algjörlega að bjóöa þangað fulltrúa Farmanna- og fiskimannasambands Islands, stéttarsamtaka sjómanna. Þar voru þó boðnir formenn ýmissa samtaka, sem ekki voru sjálfsagðari
en fulltrúi Fannannasambandsins, nema síður væri. Þetta fannst sjómönnum heldur hlálegt, og höfðu þeir minnisleysi veislubjóðenda mjög að spotti. Ekki eru nein batamerki sjáanleg hvað minnið snertirhjá þessum ágætu mönnum. Virðast þeir ennþá jafn fáfróðir um "etikéttur" allar og þeir áður voru. Þegar embættistaka fyrsta þjóðkjörna forseta íslenzka lýðveldisins fór fram hnm 1. ágúst 1945 var fjöida manns boðið. I þeim hópi voru meðal annars formenn Verslunarráðsins, Bandalags íslenzkra listamanna, Vinnuveitendafélagsins, Kvenfélagasambandsins, íþróttasambands Íslands og Alþýðusambands Islands. Hinsvegar "gleymdust" sjómannasamtökin eins og fyrri daginn. Forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins var ekki boðið. Hvenær fá hinir ágætu fulltúar okkar ráðna bót á minnisleysi" Svo mörg voru þau orð. Og ég skal aldrei trúa öðru en að einhverjir forustumenn sjómanna krefji nv stjórnvöld um að þeirra 423 íslenskra manna sem mistu lífið á hafinu í þessum hildarleik verði minnst á hin veglegasta hátt á þessum tímamótum Ég veit ekki til að þessi mál hafi verið gerð upp En "dauðalistinn" lítur svona út:
1939 farast 11 menn af styrjaldarorsökum
1940 " 58 " " "
1941 " 147 " " "
1942 " 64 " " "
1943 " 43 " " "
1944 " 66 " " "
1945 " 34 " " "
Samtals " 423 " " "
Þessar tölur munu frá Gunnari M Magnús (sem skrifaði "virkið í Norðri") komnar En ég tel Gunar vera öruggustu heimildina um þetta mál En stríðinu fylgdu líka tækifæri fyrir íslendinga. Bretar þurftu á nær öllum sínum mönnum og skipakosti til hernaðar og aðflutninga fyrir aðþrengda eyþjóðina. Þeir voru því reiðubúnir til að greiða vel fyrir íslenskan ísfisk og felldu nú niður tolla sem höfðu verið settir á íslenskan fisk fyrir stríð. Útgerðirnar og íslensku sjómennirnir tóku því tækifærinu fegins hendi þegar góð verð fyrir fisk buðust í Bretlandi íslendingar hófu því að sigla af kappi til Bretlands fulllestaðir af ísfisk.
SÍLDIN GK var svona "týpiskur"fiskflutningabátur þess tíma Og sennilega líka hægt að kalla hleðsluna "týpiska" fyrir umræddar siglingar. En þarna er báturinn undir síldarhleðslu
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Tekið var upp á því að afhausa fiskinn, fækka hillum í lestum skipanna og stækka lestirnar á kostnað kolaboxsins. Þannig gátu íslensku fiskiskipin nærri því tvöfaldað flutningsgetu sina. Um leið og skipið var fulllestað var lýsi og veiðarfærum skipað á land og kol tekin í staðinn. Síðan var stímt á fullri ferð til Bretlands. En eins og gefur að skilja voru fiskiskipin nær ávallt ein á ferð og því auðveld bráð þeim vígvélum Þjóðverja sem fannst taka því að eyða skotfærum á lítil fiskiskipin sem oftast voru komin til ára sinna. Íslensku skipin treystu hins vegar á að hlutleysi landsins myndi vernda þau fyrir árásum og flögguðu stöðugt íslenska fánanum auk þess sem fáninn var málaður á hliðar skipanna og upplýstur að næturlagi til að vekja enn frekar athygli á þjóðemi skipsins
Hér er frægt skip ú fiskflutningum í WW 2
með fullfermi af silfri hafsins að koma til Reykjavík Sennilega á
Hvarfjarðarsíldinni 1948 En hleðslan er sennilega svipuð og í fiskflutningunum. © Tryggvi Sigurðsson
Það sýndi sig þó fljótlega að stríðsaðilarnir báru litla virðingu fyrir hlutleysþjóða og þetta varð til þess að 24. Apríl 1943 gaf atvinnu- og samgöngumálaráðherra út reglugerð sem kvað á um samflot fiskiskipa og fiskflutningaskipa sem sigldu á milli Bretlands og íslands að viðlögðum sektum og missi skipstjórnarréttinda Fiskiskipafloti landsmanna na við upphaf stríðs 615 fiskiskipum stórum og smáum. Þar af voru 36 togarar og 24 línuveiðiskip við árslok 1939. Þessi stærstu fiskiskip okkar voru öll knúin gufu enda flest komin til ára sinna sem fyrr segir. Sömuleiðis höfðum við á að skipa 10 kaupskipum.Frá stríðsbyrjun til loka árs 1945 fórust 94 skip af hinum ýmsu stærðum og af margvíslegum orsökum. Fjöldi togara átti eftir að fækka niður í 28 í 1945 og skipastól landsmanna niður í 38.253 lestir úr þeim 43.050 lestum sem hann var í við árslok 1939. Á móti öllum þessum skakkaföllum vegur hins vegar sú staðreynd að á þessu tímabili var reynt að gera veg innlendrar skipsmíði sem mestan og fjöldi smærri báta var smíðaður. Að auki var eitthvað um það að keypt væru skip til landsins en þau var erfitt að fá og komu bæði í misjöfnu ástandi og komin af léttasta skeiði. Til að átta sig á hversu miklar siglingar íslendinga voru um ófriðarsvæðið þá er gagnlegt að skoða árið 1940. Það ár voru að staðaldri 35 togarar, 6 línuveiðiskip og 6 vélbátar að sigla með ísfisk til Bretlandseyja og að auki sigldu öll 6 skip Eimskipafélagsins þangað. Til viðbótar þessu sigldu mörg kaupskipin til annara landa. Gera má ráð fyrir að um 1000 sjómenn hafi að staðaldri siglt um hafsvæði sem lýst höfðu verið hernaðarsvæði það árið.Fyrstu íslendingarnir sem fórust í WW 2 voru 3 sjómenn á norska flutningaskipinu BISP sem skotið var niður þ 23 jan 1940 Hér má sjá allt um slysið.Fyrsti íslenski styrjaldar skipstapinn varð þegar togarinn BRAGI RE275 var sigldur niður úti fyrir Fleetwood þ.30 okt 1940 10 menn fórust en 3 björguðust Hér má lesa nánar um það slys Fyrsta íslenska kaupskipið sem varð styrjöldinni að bráð var Es HEKLA sem var skotin niður 29 júni 1941 Og með henni14 sjómenn 6 björguðust Hér má lesa um það Eitt átakannlegasta ( Öll voru þau það að vísu) slysi var árásin á FRÓÐA 11mars 1941. Hér má lesa um það Mesti mannskaði á styrjaldar árunum var þegar vélskipið Þormóður ferst 18 febrúar 1943. En í því fórust 31 maður (þarna var vafamál hvað skeði Sumir héldu fram að skipið hefði rekist á tundurdufl En margt bendir til annars ) Hér má lesa meir um það Svo meira hér Einnig þegar togarinn MAX PEMBERTON sem fórst 11 janúar 1944 og með honum 29 menn. Íslendingar eiga þann vafasama heiður að hafa átt minnsta skip sem þýskir kafbátar sökktu HÓLMSTEIN
Togarinn MAX ÐEMBERTON
Mesta manntjón á kaupskipi varð þegar Es Goðafossi var sökkt Hér má lesa um það Síðasti skipstapi íslendinga í WW 2 var þegar Fjölnir ÍS 7 var sigldur niður af bresku kaupskipi 9 apríl 1945
Fjölnir IS 7 var einn þeirra báta sem stunduðu þessar siglingar frá byrjun stríðsins klakklaust þar til að hann lenti í árekstri við írska póstskipið LARIDS CROW síðasta stríðsárið Eða þ 09-04-1945 Með skipinu fórust 5 menn.
FJÖLNIR ÍS 7
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Lítum í Morgunblaðið þ 12--04-1945
Pálmi Jóhannsson
LARIDS ISL systurskip LARIDS CROW
© photoship
Við tilbúning þessarar færslu em mikið stuðs við grein Skúla Snælands sagnfræðings í 4 tbl Sjómannablaðsins víkings 2003
07.05.2015 17:07
Dettifposs IV
DETTIFOSS
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1982 sem: ILSE WULFF Fáninn var: Þýskur Það mældist: 3902.00 ts, 7750.00 dwt. Loa: 106.50. m, brd 19.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 CONVOY RANGER - 1987 ILSE WULFF - 1987 RACHEL BORCHARD - 1991 DETTIFOSS - 2000 TINA - 2013 RAWAN 2014 PAPA JOY Nafn sem það ber í dag undir fána Belize
DETTIFOSS
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
06.05.2015 20:57
Gömul skip
BAKKAFOSS IV
© Paul Morgan (simonwp)
BRÚARFOSS III
© Paul Morgan (simonwp)
DETTIFOSS IV
© Paul Morgan (simonwp)
DÍSARFELL III
© Paul Morgan (simonwp)
Hér má lesa meir um skipið
Leiguskipið DORADO
© Paul Morgan (simonwp
© Paul Morgan (simonwp
Hér má lesa meira um skipið
04.05.2015 16:28
Wind Surf
WIND SURF
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
03.05.2015 20:13
Karl
KARL
© Michel Floch
Karl
© Michel Floch
© Michel Floch
© Michel Floch
© Michel Floch
- 1
- 2