Færslur: 2015 Júlí
17.07.2015 22:16
Kyndill I
Og svo aðfaranótt 26 okt 1955
Pétur Guðmundsson (1917-1984) stjórnaði skipinu fyrstu 16 árin
Yfirvélstjóri var Jóhannes Þórðarson. En um hann hef ég engar upplýsingar
KYNDILL

Skipið var smíðað hjá Pettje Shipyard Waterhuizen Hollandi 1955 fyrir Shell á Íslandi og Olíuverslun Íslands.Það mældist 778.0 ts.969.0 dwt Loa:60.30.m brd:10.0 m Skipið var selt til Englands(Effluents Svcs) 1974 og fær nafnið THIRLMERE. Eftir mínum heimildum var skipið rifið í Milford Haven 1988
KYNDILL
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér heitir skipið THIRLMERE
© Rick Cox
17.07.2015 21:05
Betty Mærsk
BETTY MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
BETTY MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
15.07.2015 20:19
Síldarflutningar fyrir 50 árum
Hér heitir hann UNIONE SECONDO
Skipið var smíðað hjá Krogerwerft í Schacht-Audorf ,Þýskalandi 1964 sem:POLANA Fáninn var: sænskur Það mældist: 500.00 ts, 1043.00 dwt. Loa: 63.00. m, brd 9.70. m 1971 var skipinu breitt í "wine/alcohol tanker" Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: - 1966 SIRION - 1971 ELPIDA II - 1976 UNIONE SECONDO Nafn sem það ber í dag undir fána ítölskum fána En þetta segir um skipið í þeim gögnum sem ég hef aðgang að :"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 16/09/2010)"
UNIONE SECONDO
15.07.2015 18:08
Síldin
Þ 5 ágúst n.k eru 50 ár frá því að þetta skip SÍLDIN þá nýkeypt til landsins kom í fyrsta skifti til heimahafnar sinnar Reykjavík Hlaðið tæpum 20 þúsund málum af síld af Hjaltlandsmiðum.Eigandi skipsins var
Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík Ég get alveg fullyrt að þetta skip malaði gull fyrir eigendur sína þegar það var í íslenskri eigu.
Hér sem HERTHA
© Graham Moore.
Skipið var smíðað hjá Blythswood SB Co í Scotstoun Skotlandi 1954 sem HERTHA Fáninn var norskur Það mældist: 2588.0 ts, 3463.0 dwt. Loa: 93.30. m, brd: 13.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1965 SILDIN - 1970 ORSEOLO Nafn sem það bar síðast en það var rifið á Ítalíu í september 1977
Fyrsti (og að ég held eini) íslenski skipstjóri skipsins hérlendis var Guðni Jónsson (1915-1974)
Meða Hörð Reyni Jónsson (1930) sem yfirvélstjóra
Hér sem HERTHA
Úr safni Óskars Frans © ókunnur
© photoship
© photoship
Hér sem SÍLDIN
© Malcom Cranfield
Úr mínum fórum © ókunnur
14.07.2015 23:11
Meira Tröllafoss
Eymundur Magnússon (1893 - 1977) Ferill hjá E.Í 1918-1959
Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna 1952 Eftir að hafa verið með Selfoss I sem var fyrsta skipið sem Eymundur stjórnaði sem fastur skipstjóri hjá E.I og Reykjafoss II Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg
SELFOSS I var fyrsta skip Eymundar sewm fastur skipstj hjá E.Í.
Mynd úr mínum fórum © Ókunnur
Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu þá í hverju horni. Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon. Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann:"Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.
Annar stýrimaður á Tröllafossi við komuna var Stefán Dagfinnsson
Stefán Dagfinnsson (1895-1959) Ferill hjá E.I 1919-1959
Fyrsta skip Stefáns sem fastur skipstj.hjá E.Í var Brúarfoss I
BRÚARFOSS I

© Coll. R.Cox Sea the ships
III stm á Tröllafossi var Eiríkur Ólafsson
Eiríkur Ólafsson (1916-1975) Ferill hjá E.Í 1941-1964
Fyrsta skip Eiríks sem fastur skipstj. hjá E.Í var Mánafoss I
Mánafoss I
© Guðjón V
Svo eru það vélstjórarnir Annar vélstj var Ágúst Jónsson
Ágúst Jónsson ( 1901-1976) Ferill hjá E.Í 1926-1967
III Vélstjóri var Einar Sigurjónsson
Einar Sigurjónsson (1910-1961) ferill hjá E.Í 1941-1961
Einar varð seinna yfirvélstjóri á ýmsum skipum E.Í
IV vélstjóri var Sigurður Hallgrímsson
Sigurður Hallgrímsson (1921-2003) Ferill hjá E.Í. 1945-1950
Sigurðu átti ekki langan feril hjá E.Í
Loftskeytamaður var Einar Benediktsson
Einar Benediktsson (1900-1953) Ferill hjá E.Í 1928-1953
Einar var loftskeytamaður á ýmsum skipum E.Í Lengst af á Lagarfossi I og Tröllafossi
14.07.2015 19:58
Tröllafoss
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar myndir fyrir stuttu.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson




13.07.2015 20:42
Lerwick
gömlu brúnna á Dutch River í Goole Um frekari atvik eða dagsetningar hef ég ekki fundið
LERWICK í klemmu
© Rick Cox
Sama hér
© Rick Cox
© Peter William Robinson
Og forðar sér af svæðinu
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
13.07.2015 18:13
Tveir á vegum SÍS
BIRGITTE TOFT bar fyrst nafnið ROBERT MÆRSK
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Odense Danmörk 1937 sem: Robert Mærsk Fáninn var:danskur Það mældist: 2294.o0 ts, 4050.00 dwt. Loa: 99.70. m, brd 14.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1955 BIRGITTE TOFT - 1958 EVERGLORY - 1967 SINGAPORE PEARL - 1967 TANDJUNG LAYANG Nafn sem það bar síðast undir fána Hong Kong En skipið var rifið í Hong Kong 1970
ROBERT MÆRSK
ENID
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Trondhjems MV í Þrándheimi Noregi 1946.Sem ENID Samning um smíðina var gerður 1939 .Skipið var sjósett 1941 en smíðinni lauk ekki fyrr en 1946 vegna stríðsins Fáninn var: norskur Það mældist: 2062.00 ts, 3850.00 dwt. Loa:92.30. m, brd 13.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1963 AMALIA Nafn sem það bar síðast undir Panamafána Það kviknaði í skipinu út af Egmond 27.11.1968 Það var dregið til Hamborgar mikið skemmt og rifið þar 1970
© photoship
12.07.2015 13:53
Saga af skipstjóra
12.07.2015 13:11
Fyrir 60 árum
KROONBORG
© T.Diedrich
© Rick Cox
© Rick Cox
09.07.2015 19:34
Þegar Esja kom heim fyrir 70 árum

Þessum mönnum var svo sleppt hverjum á fætur öðrum
ESJA II í Vestmannaeyjum
Mynd úr safni Tryggva Sig
Esja II var smíðuð hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1939 fyrir Skipaútgerð Ríkisins.Hún mældist 1347.0 ts 500.0 dwt Loa: 70.30 m. brd: 10.9 Skipið er selt til Bahamaeyja 1969 og fær nafnið Lucaya. Ýmsar sögur gengu um kaupendur skipsins. En aldrei var neitt sannað hvað það varðar að ég veit,. 1973 er nafni skipsins breytt í Ventura Beach. Endalok skipsins urðu að það sökk á Mesurado fljóti í Líberíu
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri stjórnaði skipinu fyrstu 9 árin
Með Aðalstein Björnsson sem yfirvélstjóra
ESJA II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
@Tryggvi Sigurðsson
Hér sem VENTURA BEAC Myndirnar teknar á Canaríeyjum
@Torfi Haraldsson
@Bjarni Halldórsson
Hér búin að skifta um lit Myndirnar tekna í Monróvíu;
@Snæbjörn Ingason
@carimar shipspotting
05.07.2015 14:15
Shetlants Larsen II
Shetlands Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Það má telja með hreinum undrum að
Larsen fengi að stjórna skipi á vegum Breta því eins og fyrr sagði var
hann litblindur En þetta sýnir að þeir settu kíkrinn fyrir blinda augað
út af hæfileikum mannsins og hugrekki.En hann gekk að visu hægt upp í
gráðurnar vegna vöntunnar á menntun. Ég ætla mér ekki að reyna að þýða
þetta en röðin var þessi í Norskasjóhernum: Kvartermester i 1941 til
fenrik i 1943 og løytnant i 1945, , kapteinløytnant i 1953 og til
orlogskaptein i 1966.Eftir stríð Larsen reyndi Larsen fyrir sér í að
framleiða íþróttavörur En var gjaldþrota á því.
Larsen og félagar í Shetlandsgjengen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Það borgar sig ekki
peningalega að vera "stríðshetja" sagði hann í sambandi við það Í
kvikmynd sem gerð var 1954 um hann og "Shetlandsgjengen" Lék hann sjálfan
sig Hann var alltaf tengdur Norska sjóhernum og vann að uppbyggingu
norsku "Naval Home Guard" 1952 tók hann þátt í Nató æfingunni "Operation
Mainbrace" Þar stjórnaði hann litlum herbát og fékk hann mikið lof frá
stjórnendum æfingarinna þeim Natómönnum.
Á þessari mynd er Larsen lengst t h Palmer Bjørnøy, í miðju
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Myndir úr ferli Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Nokkur heiðursmerki Larsens
Mynd af Netinu © mér óþekktur
VIGRA eitt af skipum Larsens
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Styttan af Larsen á Shetlands-Larsens brygge Mynd af Netinu © mér óþekktu
Larsen fékk hjartaáfall um miðjan september 1990 og lá á Haukeland
sjúkrahúsi þar tl hann dó 12. oktober 1990 84 ára gamall. Hann lét
eftir sig konu og tvær dætur Larsen hlaut Norges æðsta heiðursmerki
"Krigskorset med sverd" i1942 og tók á móti orðunni með stjörnu í annað
skiftið 1943.Þetta gerði hann einn af aðeins 11 sem hafa fengið þetta
æðsta heiðursmerki meir en einu sinn. Hann fékk "St. Olavsmedaljen med
ekegren" Krigsmedaljen med tre stjerner, Deltagermedaljen og Haakon VIIs
70-årsmedalje
Krigskorset med sverd
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Og ég legg ekki í að þýða "Som første utlending ble han
tildelt den britiske Conspicuous Gallantry Medal. Han fikk også de
britiske dekorasjonene Distinguished Service Medal and Bar,
Distinguished Service Cross og Distinguished Service Order, samt den
amerikanske Medal of Freedom og Medaljen for norske finlandsfrivillige
1940, for sin deltakelse i Vinterkrigen".
Ein af mörgum blaðagreinum um Larsen
Mynd af Netinu
Aðeins einusinni bar hann öll sín heiðursmerki en það var í hádegisverðar boði hjá Montgomery lávarði í Bergen. 8 mai1995 var afhjúpuð stytta af Larsen á "Torgutstikkeren" í Bergen, sem um leið var gefið nafnið «Shetlands-Larsens brygge». Það var krónprinsinn Haakon Magnus sem gerði það við hátíðlega athöfnI 2000 var Shetlands-Larsen kosinn sem «Århundrets vestlending» af lesendum Bergens Tidendes
Menn minntust hetjunnar á ýmsan hátt við fráfall hans
Mynd af Netinu
04.07.2015 23:39
Shettlands Larsen I
Við ákváðum það ég og vinur minn sem ég birti mynd af um daginn að skrifa eilítið meir úr WW 2 Og nú ætlum við að rekja svolítið sögu "Shetlands Larsens" Leif
Andreas Larsen («Shetlands-Larsen») (f 9. januar 1906 i Bergen, d 12.
oktober 1990) var einn af þekkstu andspyrnuhreyfingarmönnum í Noregi
í WW2 Hann fæddist inn í hóp 12 systkina .Faðir hans sem
var faraldsali var ættaður frá Asíu en móðirin var dönsk Fáir foringar í
sjóherjum bandamanna hlutu fleiri heiðursmerki en Larsen.Tvisvar var hann sæmdur "Krigskorset
med sverd".Æðsta heiðursmerki Noregs Fyrir stríðið eða frá 1922 var
hann mótormaður á kaupskipum í langfart.Og frá 1931-1938 formaður á
mótorbátum heima í Noregi Allt hljómar þetta furðulega því Larsen var
litblindur Hann kom svo í land og vann um tíma á vélaverkstæði 1940 skráði hann sig í Svenska Frivilligkåren í Finnska vetrarstríðinu
Shetlands-Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekkt
Og
barðist þar undir stjórn Gösta Benckert.Þegar því stríði lauk sneri hann
heim. Á heimleiðinni barst honum vitneskjan um að þjóðverjar hefðu
hertekið Noreg Bæði norðmenn og svíar sem í herdeildinni voru héldu
beint til Noregs til að taka þátt í bardaganum við þýska innrásarliðið Í
Noregi börðust Larsen og félagar úr Gösta Benckerts flokknum í Kongsvinger virkinu og einnig og i Glåmdalen. Larsen yfirgaf Noreg 9 febr 1941og kom til Lerwick 11. Febrúar Í Bretlandi, gekk hann strax í deild sem stofnuð hafði verið þar frá Norska sjóhernum
Hann skráði sig í Svenska Frivilligkåren í Finnska vetrar stríðinu
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Hann
varð svo miðpunktur "Shetlandsgjengen", Þessari fg norsku sjóhersdeild undir breska
stjórn sem flutti flóttamenn og njósnara fram og til baka á milli Noregs og
Shetland. Larsen hafði góða forystuhæfileika. Hann gerði ekki mikið úr
eigin hæfleikum en gerði þess meira úr þeim hjá samstarfsmönum sínum
«Það var ég skipstjórinn sem fékk orðurnar. En það voru minir menn sem
gerðu mig verðugan þessa" sagði hann einsinni í blaðaviðtali. Hann fór
52 ferðir yfir Norðursjóinn frá 1941 til hausts 1943 á venjulegum
norskum fiskibátum Flokkurinn sem Larsen tilheyrði fór 198 ferðir. Tíu
skútur með 44 manns fórust.Tvisvar fórust bátar sem Larsen stjórnaði en
hann slapp í öll skiftin á æfintýralegan hátt
Arthur einn af bátum Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
"Arthur" var í eigu Reidar Søvik m.fl í Søvik. Það
var þann 30. október 1941, sem bátnum rænt af Leif Larsen og Palmar
Bjørnøy og tveimur öðrum frá Shetlandsgjengen, meðan skipið lá í í
Søvik. "Arthur" fór nokkrar ferðir með andspyrnumenn yfir Norðursjó.
Þegar Larsen og félagar hertöku bátinn hékk arnbandsúr í
stýrishúsinu.Eftir stríð leitaði Larsen eigandan uppi og afhenti honum
úrið. MK Arthur var notað í "Operation Title" Aðgerð sem gekk út á að
sökkva hinu þýska "Tirpitz".
Larsen og áhöfn hans á Arthur
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Sem
þá var í Asenfirð Átti Arthur flytja þangað Chariot tundurskeyti sem
voru í reynd mannaðir dvergkafbátar Þeir höfðu verið prófað í Englandi
og voru knúnir rafmagni. Áhöfnin kafbátanna voru klæddir í
froskbúninga svo þeir gætu dvalið tímunum saman undir yfirborði sjávar Bátarnir var búin með tímasettar sprengiefni tæki sem hægt væri að festa við bol skipa með segulstáli. Átti að koma þeim eins nálægt herskipinu og hægt var. Áhöfnin á Arthur var þessi Norðmmenn
voru: Leif Larsen,skipstjóri Palmer Bjørnøy, vélstjóri Johannes Kalve,
háseti Bretar voru: Roald Strand loftskeytamaður Sub-Lieutenant William
Brewster Able Seaman A. Brown Sergeant Don Craig Able Seaman Bob Evans Able Seaman Billy Tebb og Able.Seaman Malcolm Causer
Palmer Bjørnøy, vélstjóri
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Planið var að dvergbátarnir yrðu lestaður um borð í Arthur og faldir í lest bátsins undir mópokum.Síðan átti að koma þeim við kjölinn á bátnum og síðast draga þá síðustu metrana þannig Lagt var af stað 26 oktober 1942 Fljótlega eftir brottför, lentu þeir félagar í mjög slæmu veðrir. Loks þ 28. Október sáu þeir Larsen strandlengju Noregs nálægt bænum Bud, suður af Kristiansand. Þá gaf vélin sig Áhöfnin var neydd til að hafa hægt um sig meðan Bjørnøy reyndi að koma vélinni í gang.
Dvergkafbátarnir lestaðir
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Aðstoð þurfti járnsmiðs til að laga vélina. Sem betur fór þekkti Larsen til eins slíks sem treysta mátti á þarna á
svæðinu.Var bilaða hlutnum komið til hans og gerði hann það sem gera
þurfti Meðan urðu aðrir bátsverjar að hafa gætur á ef til óvinarins
sæist Eftir 3 klukkustundir, tókst það og hægt var að sigla áfram
aftur.Að morgni næsta dags, lagðist Arthur við akker nálægt Edøya. Þar sem "bátarnir" yrði fluttir til og festir við kjölinn.
Arthur að leggja af stað í ferðina frægu
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Eftir
að yfirgefa Hestvik þann 31. október, var hópurinn tilbúinn til
athafnanna gegn Þjóðverjum.Nokkru seinna voru þeir stöðvaðir af þýskum
eftirlitsbát Norska áhöfnin faldi skammbyssunar undir
peysur sínum. en Bretar földust hinsvegarí í leynihólfi, með byssur
sínar tilbúnar,. Eftir nokkrar spenntar mínútur af spjalli milli Larsens og hins þýska foringa róaðist andrúmsloftið .Aðeins fyrir áræðni norska áhafnarinnar,slapp Arthur án tortryggni þjóðverja. Eftir aðra nokkrar mínútur, var Arthur leyft að
sigla inn í fjörðinn Báturinn hafði einnig vera heimsóttur af eldri
manni í kajak en eftir að Larsen hafði logið um samstarf hans við
Þjóðverja, sneri sá gamli heim aftur.
Hluti af áhöfnin á Arthur
Mynd af Netinu © mér óþekktur
En þegar þeir félagar áttu eftir 9 sjm í ákvörðunarstað gerði ofsa veður Skyndilega, heyrðist skelfilegur hávaði frá kjölnum þar sem bátarnir voru festir. Eftir að hafa komist í lygnari sjó kafaði Bob Evans undir kjöl til að athuga með dvergkafbátana Þegar hann kom úr kafi hrópaði hann með skelfingu "Það er ekkert þarna" Höfðu bátarnir brotnað af kjölnum og sökkið. Bara 9 sjm frá Tirpitz hafði allt verið unnið fyrir bý. Kæmist upp um herferðina í myndi það hafa voðalegar afleiðinga.Bátsverjar áttu ekki annarskosta völ en að sökkva bátnum og flýja til Svíþjóða Norskir landamæraverðir urðu varir við þá og skutu á þá. Einn leiðangursmanna Bob Evans særðist og náðist. Honum var síðar misþyrmt til dauðs af nasistum
Svona gekk það fyrir sig
Mynd af Netinu © mér óþekktur
03.07.2015 15:49
Nordana Star
NORDANA STAR
Mynd af heimasíðu Symphony Ventures © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Ferus Smit Leer í Leer,Þýskalandi 2015 sem: Nordana Star Fáninn var:Singapore Það mældist: 7000.0 ts, 10500.0 dwt. Loa: 122.50. m, brd 17.0. m
NORDANA STAR
Mynd af heimasíðu Symphony Ventures © óþekktur
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl