Færslur: 2015 Júlí
02.07.2015 15:14
Nýsköpunin
b/v INGÓLFUR ARNARSSON Var fyrstur af Nýsköpunnartogurunum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Þjóðin, sem aldrei hafði séð peninga í Kreppunni, þegar stríðið skall á, svalg í sig stríðsgróðann, eins og sá maður, sem að dauða er kominn af þorsta, svelgur vatn, og ekki undarlegt, en hitt undarlegra, að því meira sem drukkið hefur verið, því meiri þorstinn Fiskiflotinn naut ekki stríðsgróðans, þótt hann hafi að stórum hluta myndað þær inneignir, sem íslenska ríkið átti í Bretlandi. Útgerðin í landinu átti þar engar inneignir. Hennar gróði hafði verið tekinn af henni hér heima jafnharðan og hann myndaðist.
b/v MARZ var í eigu Tryggva Ófeigs
Það var strax á öðru stríðsárinu tekið að skattleggja útgerðina stórlega og hún fékk ekki að leggja nema lítinn hluta af ágóða í Nýbyggingarsjóð, en í hann mátti ekki leggja nema helming af leyfilegu varasjóðstillagi, sem var skattfrjálst, en það var svo séð fyrir sköttunum, að varasjóðs ,tillagið var ekkert sum árin, og þá ekki heldur neitt til að leggja í sjóð. Smíðaverð hækkaði náttúrlega gífurlega á styrjaldarárunum, og smíði nýs togara fullbúins var um 3,5 milljónir. Þegar Finnur Jónsson, ráðherra, fór að telja upp úr Nýbyggingarsjóði togaraútgerðarinnar í lok stríðsins, eða 1945, hafði ekki safnazt í hann nema 14 milljónir, eða sem svaraði kaupverði 4 togara af þeim 30, sem ríkisstjórnin pantaði í Bretlandi 1945.
Einar Þorgilsson & co áttu b/v Surprise
Einstaka útgerð í landinu átti eina milljón í sjóði, svo sem útgerðir þeirra Einars Þorgilssonar og Tryggva Ófeigssonar,og það svaraði til fyrstu útborgunar í einn togara, enda gerðust margir tregir til kaupanna. Stærstu útgerðarfélögin, eins og Alliance og Kveldúlfur keyptu aðeins sinn togarann hvort. Mestallur flotinn, sem dreifðist um landið var keyptur af bæjarútgerðum eða nýjum hlutafélögum með bæ eða ríki með í kaupunum.
Ingólfur Arnarsson hét hann þessi dæmigerði "Svíþjóðarbátur" af stærri gerðinni
Ekki tókst betur til um Nýbyggingarsjóð bátaútgerðarinnar. Þar voru ekki nema 2 milfjónir í sjóði, en kaupverð þess flota, sem pantaður var í Svíþjóð, taldi Finnur vera um 24 milljónir. Hér er aðeins verið að ræða um fyrstu pöntun ríkisins, 30 togara í Bretlandi og 45 báta í Svíþjóð. Auk þessa voru nokkru síðar keyptir 6 togarar, þar af 3 diesiltogarar og 1950-51 enn keyptir 10 togarar og nokkrir bátar, sem einstakir útgerðarmenn létu smíða sér í Svíþjóð. Til Reykjavíkur komu á þessum árum 21 togari og allmargir bátar, sem fyrr er lýst.
Garðar EA dæmigerður "Svíþjóðarbátur" af minni gerðinni
Í fiskveiðum eftirstríðsáranna gekk þetta til með svipuðum hætti, nema í ríkara mæli, og eftir Fyrri heimsstyrjöldina. Allur kostnaður, sem hafði stóraukist á stríðsárunum, hélst uppi og stórjókst hérlendis vegna mikillar innlendrar verðbólgu. Til að sæta soðið endurtók sig sagan frá Kreppuárunum. Gengi krónunnar var haldið of háu. Markaður var nógur hjá sveltandi þjóðum Evrópu, en þær gátu ekki borgað nema í lélegum vörum, verksmiðjuhverfi þeirra í rúst og allt atvinnulíf" Svo mörg voru þau orð m.a.
Hér er slóð á nöfnin á fyrstu skipunum
01.07.2015 22:58
Endalok Altmark-manna m.m
Við skildum eiginlega við Altmark stórskemmt í Jössafirði í febtúar1940 Bráðabirðarviðgerð var gerð í Langefjord Í Mars 1940 var svo Altmark dregið til Þýskalands til fullnaðarviðgerðar 06.08.1940 var skipinu gefið nafnið Uckermark.
Teikning af Uckermark ex Altmark
Mynd af Netinu © óþekktur
12.09.1940 var Uckermark. á ferð í Kalmarsundi þegar það rakst á tundurdufl Það skemmdist töluvert og var dregið til viðgerðar í Kiel. Frá í jan til mars 1941 þjónaði skipið sem "birgðarskip" fyrir orustuskipin Scharnhorst og Gneisneau 1941-fram á árið 1942 er skipið að störfum í Biscay-flóa varið af tundurskeytabátunum T-10,13 og 15 .
Þýskir T tundurskeytabátar
Mynd af Netinu © óþekktur
Þ 9 sept 1942 leggur skipið af stað til Japan þar sem það átti að vera í samfloti við þýska vopnaða hjálparbeiti skipið Thor. 24-11 1942 kemur Uckermar til Yokohama og leggst þar í skipakví við hliðina á hinu "Thor'* og birgir það upp að vistum og eldsneyti. 30. Nóvember 1942 varð skyndilega um hádegi feiknar sprenging um borð í "Uckermark", sem mikill bruni fylgdi á eftir. Skipið eyðilagðist algerlega og þýska hjálparbeitiskipið brann einnig til kaldra kola. Af skipshöfninni á Uckermark fórust 53 menn og margir særðust illa. Orsökina að þessari sprengingu vita menn ekki með vissu. Álitið er, að gassprenging hafi myndast einhvers staðar inni í skipinu, þar sem verið var að gera hreina olíugeymana.. Sumir álíta, samt að hér hafi verið um skemmdarverk að ræða, og Rússar hafi mútað einhverjum Japana til að fremja verkið,og er ekki gott að segja hvort réttara er. Það verður víst alltaf þoku hulið af hvaða ástæðum Uckermark, sem áður hét Altmark, endaði lífdaga sína fyrir aldur fram, svo fjarri átthögum sínum
THOR
Mynd af Netinu © óþekktur
En sögunni lauk ekki alveg þarna . Þjóðverjar stunduðu það mikið að hertaka stór flutningaskip bandamanna Og vopna þau og nota svo til að farga óvinaskipum.Voru þetta kölluð "raider" skip.(Orð sem ég treysti mér ekki að þýða almennilega) Þeir höfðu hertekið enska flutningaskipið Speybank 31 jan 1941. Breitt nafni þess í Doggerbank (codname Schiff 53 ) og notað það m.a í að leggja tundurdufl Skipið var af þýskum sett undir stjórn Leutnant Paul Schneidewind Um miðjan des 1941 lestaði skipið tundurdufl í La Pallice til nota út af S
Afríku í svokölluðum "Operation Kopenhagen"og "Kairo". sem gekk út á að
leggja tundurduflabelti út af Capetown og Cape Agulha Og lagði af stað með þau í janúar 1942 Bresk skip voru um þetta leiti vanalega máluð svört með gulum yfirbyggingum. Þýska áhöfnin vann nú hörðum höndum að "dulmála" skipið
Speybank
© photoship
Og máluðu nafnið Levernbank (nafn á systurskipi "Doggerbank") á skrokk þess. Til allrar lukku fyrir þá komust þeir án afskifta bandamanna til S-Afríka.Skipið kom á aðgerðarsvæðið að morgni 12 mars.Og menn Schneidewind létu strax hendur standa fram úr ermum Það lá við að hurð skylli nærri hælum strax,seint sama kvöld. Þegar bresk flugvél flaug yfir og bað um kynningu.Schneidewind skipaði sínum mönnum að svara: "Levernbank að koma frá New York via Recife til Capetown", Bragð Schneidewind heppnaðist og flugvélin vaggaði vængunum í kveðjuskyni Að morgni þess 13 hafði svo Doggerbank lagt 16 tundurdufl í beltið "Operation Kopenhagen" og hélt ú af stað til svæðis "Operation Kairo".Þá mætir það herskipi sem morsaði NNJ með rauðu. Sem var beiðni um einkverskonar leyndó ("ordering to hoist the secret letters for identification") Yfirleitt gátu þjóðverjar ekki svarað þannig skeytum en "Doggerbank" var fv enskt og codinn um borð og Schneidewind sem taldi skipið vera HMS Birmingham lét svara
HMS Durban
© photoship
HMS Cheshire
© photoship
Schneidewind lét endurtaka fyrra svar.Bretinn virtist gera sig ánægðan með það og sendi: "I wish you a happy voyage" Og hinn svaraði:"same to you" Nú til að gera lengri sögu styttri byrjaði nú Doggerbank að hertaka skip og sökkva. Svo var það 17 desember að Doggerbank yfirgefur Yokohama. Um borð eru 364 menn þar af þeir sem lifðu af sprenginguna í Uckermark og Thor. Það er svo 3 mars 1943 að þjóðverjar falla á eigin bragði ef svo má að orði komast En þá skýtur þýski kafbáturinn U-43 Doggerbank niður í misgripum Um það má sjá hér Þarna má segja að sögunni af Altmark ljúki endanlega ef svo skáldlega má að orði komast
Við erum ornir svolítið leiðir á þessum stríðsfærslum ég og þessi vinur minn. Því er mál að linni í bili
Mynd af Netinu © óþekktur