Færslur: 2017 September
05.09.2017 14:08
Sorglegur endir
SAGA I
Skipið var smíðað hjá Kaldnes MV í Tönsberg Noregi 1966 sem:BALTIQUE Fáninn var:Norskur Það mældist: 1340.00 ts, 2308.00 dwt. Loa: 83.50. m, brd14.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1975 SUNNMORE - 1985 FRENGENFJORD - 1985 SAGA I -1987 HVíTANES - 2001 LJÓSAFOSS - 2003 KOSMOS - 2008 EDRO III Nafn sem það bar síðast undir fána Sierre Leone Skipið strandaði í Coral Bay, nálægt Paphos Grikklandi 08-12-2011
Þegar allt lék í lyndi Hér sem SAGA I og HVÍTANES
Svo skeði stóra ólánið Skipið á strandstað
© peter j. fitzpatrick
© peter j. fitzpatrick
© peter j. fitzpatrick
05.09.2017 12:37
Tove
TOVE
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
04.09.2017 15:48
Sierra Loba
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Freire í Vigo Spáni 1997 sem:SIERRA LOBA Fáninn var: Panama Það mældist:5100.00 ts,5970.00 dwt. Loa: 117.30. m, brd 17.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafn en er nú undir fána Curacao
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Hér má sjá alla frétt Moggans
04.09.2017 10:50
Tveir gamlir
JENCLIPPER
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Nordsöværft í Ringköbing Danmörk1976 sem: ARIES TRIGON Fáninn var: danskur Það mældist: 300.00 ts,700.00 dwt. Loa: 49.70. m, brd 8.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1982 JENCLIPPER - 2008 CLIPPER - 2008 VARUA VAIKAVA Nafn sem það ber í dag undir Chile fána
Hitt skipið hét JENTRADER
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Nordsöværft í Ringköbing Danmörk1968 sem: ANNA-REGIL Fáninn var: Danskur Það mældist:299.00 ts, 710.00 dwt. Loa: 49.70. m, brd 8.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1970 CHARLES TRIGON - 1975 MARLIN - 1979 JENTRADER Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipinu hlekktist á og varð til á 18°30´0 N og 069°12´0 V þ 16-08-2008
Hér má lesa það sem ég skrifaði um þessi skip í gær á Fésbókinni
03.09.2017 09:31
Stuðlafoss I
STUÐLAFOSS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Grangemouth DY í Grangemouth Skotlandi 1964 sem HOFSJÖKULL Fáninn var:íslenskur Það mældist: 2361.0 ts, 2860.0 dwt Loa: 89.50 m, brd 13.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1977 STUDLAFOSS - 1986 MALU - 1989 MISS XENIA - 1993 MAYA REEFER Nafn sem það bar síðast undir fána En skipið var rifið í Tyrklandi 2003
Fyrsti skipstjóri skipsins undir merkjum E.I var Þór Elísson (1929 )
Með Magnús Smith sem yfirvélstjóra (1925-1997)
Ég var sjálfur í fyrstu áhöfn STUÐLAFOSS.Mikið leið manni nú vel með þessum tveim höðingum ásamt Sverri Guðvarðar,Jóa Ragnarss "Steina í kexinu" Jónasi Garðars já og fleirum góðum mönnum þarna um borð Ógleymanlegur tími. Þór Elísson er sá besti skipstjóri sem ég haf verið með á flutningaskipi. Ef honum mislíkaði eitthvað sem maður gerði ( Það skeði nú stundum á þessum tíma !!!) sagði hann manni af því á mjög svo hreinni íslensku og svo var málið dautt
STUÐLAFOSS

© T.Diedrich
© johannsk
Hér heitir skipið MALU ©Haraldur Karlsson.

©Haraldur Karlsson
Hér MAYA REEFER
© bluefin
© Lakhtikov Dmitri
02.09.2017 12:25
Herðubreið
HERÐUBREIÐ í smíðum
Mynd frá Ríkisskip © óþekktur
Svona leit forsíða Tímans 30 des 1947
Og í greininni segir m.a "Skip þetta er smíðað hjá skipasmíðastöð George Brown í Greenock í Skotlandi. Kostar það um 1,7 milljónir króna. Það er 361 stærðarsmálestir og nettó 215, og er 140 fet á lengd, 24,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Lestirnar eru unv 15 þúsund teningsfet, þar af rúm 4 þúsund teningsfet frystirúm. Skipið hefir hvilur handa 12 farþegum í 3 herbergjum, auk þess setsal handa farþegum. Tvær lestirj eru í skipinu, önnur frystilest, og tvær bómur og tvær vindur við hverja lest, þar af ein bóma, sem getur lyft 10 smálesta þunga. Auk þess er hraðvirk akkerisvinda og ein vinda aftur á til hjálpar við að binda skipið við bryggjur.
HERÐUBREIÐ á útleið frá Eyjum
Allar mannaíbúðir og sömuleiðis farþegaherbergi eru aftur i skipinu. Þiljur í setsal eru úr rauðaviö. Skipið hefir 650 ha. aðalvél, auk þess tvær hjálparvélar, tvær frystivélar og yfirleitt öll nýjustu tæki, sem tilheyra nýtísku vélaútbúnaði. Ennfremur eru í skipinu sjálfritandi dýptarmælir, sjálfritandi hraöamælir og talstöð. Tvöfaldur botn er undir öilu skipínu, og á milli botnanna eru hylki, sem eru ætluð til að flytja í oliu. Ennfremur eru gildir listar utan á skipshliðunum til þess að hlífa skipinu, þó að það liggi við bryggju í öldugangi. Ganghraði skipsins á reynsluferð var 11.2 mílur á kl.stund, og var þó hálfhlaðið.
HERÐUBREIÐ við Vestmannaeyjar
Úr safni Tryggva Sig
Forstjóri Skipaútgerðar Ríkisins hefir ráðið gerð skipsins og fyrirkomulagi öllu og notið þar aðstoðar skipakoðunarstjóra, Ólafs Sveinssonar, og Páls Pálssonar skipasmiðs í Landssmiðjunni.
Guðmundur Guðjónsson "stýrði" skipinu til landsins í fyrsta skifti
Svo tók Grímur Þorkelsson við skipstjórninni
Og Ólafur Sigurðsson var yfirvélstjóri
Eftirlit með smíði skipanna í Skotlandi hafa þeir haft Guðmundur Guðjónsson skipstjóri og Kristján Sigurjónsson vélstjóri. Skipinu sigldu hingað Guðmundur Guðjónsson og Ólafur Sigurðsson 1. vélstjóri. Nú tekur við skipstjórn á Herðubreið Grímur Þorkelsson, en Guðmundur Guðjónsson tekur við skipstjóm á Skjaldbreið" Tilvitnun lýkur
Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem Herðubreið Fáninn var íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978
01.09.2017 13:02
Drangajökull I
Hér sem Foldin
Úr mínu safni © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Kalmar Varv í Kalmar Svíþjóð 1947 sem FOLDIN Fáninn var íslenskur Það mældist: 621.0 ts, ??? dwt. Loa: 51.80. m, brd: 8.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimum nöfnum Það fékk nafníð Drangajökull 1953 Nafn sem það bar þegar það fórst við Stroma í Pentlandsfirði 29 júní 1960 á leið frá Antverpen til Reykjavíkur En togarinn Mount Eden A 152 bjargaði skiphöfninni
Hér sem Drangajökull
Úr mínu safni © ókunnur
Úr mínu safni © ókunnur
Hér að lesta tunnur í Flekkefjord 1956
© Gunðlaugur Gíslaso
Hér komin með farminn til Íslands
© Guðlaugur Gíslason
Hann gat verið svalur inn Massachusetts Bay Drangajökulsmenn að berja ís af skipinu Maðurinn til vinstri mun vera Sigurður Eyjólfsson Þekktur "Jöklamaður"
Hér eru tveir"Jöklar" staddir í New York sennilega 1955.Vatnajökull og Drangajökull Þetta er virkilega söguleg mynd Og ímyndið ykkur að þessi litlu skip skuli hafa verið í siglingum vestur um haf jafnvel um hávetur Það væri verðugt verkefni fyrir vel rithæfan mann að skrifa bók um "vesturhafssiglingar" íslendinga á síðustu öld. Þótt ekki hafi skipin sem þær stunduðu, verið stór yfir höfuð þá held ég að þessi hafi verið með þeim minnstu
Togarinn Mount Eden A 152 sem bjargaði Drangajökulsmönnum
© hasse nerer
Ég þakka Guðlaugi Gíslasyni kærlega fyrir lánið á myndunum