Færslur: 2018 Janúar
24.01.2018 18:32
Selnes
SELNES
@ric cox
Skipið var smíðað hjá:Appledore SB Appledore Englandi 1975 sem:RISNES Fáninn var:breskur Það mældist:3645.00 ts,5699.00 dwt.Loa:102.30. m, brd:15.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1979 SELNES - 2004 WILSON MUUGA - 2007 KARIM - 2009 ENAS H. - 2011 RAKAN M. - 2016 RAKAN-M. Nafn sem það bar síðast fána Tanzaniu En það var rifið á hinni frægu strönd Alang,Indlandi í okt 2017
Fyrsti Íslenski skipstjóri skipsins var Gunnar Magnússon
Með Viðar Sigurgeirsson sem yfirvélstjóra
Selnes
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Pilot Frank
Svo skeður það meira af því og meira hér og meira málið
Hér heitir skipið Wilson Muuga og er strandað við Garðskaga í des 2006
©Jochen Wegener
Svo var reynt Og það hafðist Menn sögðu í mín eyru að hinn ötuli og fv? eigandi skipsins Guðmundur Ásgeirsson hefði með sinni útsjónarsemi á stóran hlur þar að máli Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það
Wilson Muuga
Úr Zambras collection
© Will Wejster
© Will Wejster
Hér sem Karim
© Gerolf Drebes
© Christian Plagué
© Christian Plagué
Hér sem Enas H
© Mahmoud shd
Hér sem RAKAN-M.
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
22.01.2018 21:48
Ísnes I
Næsta skip Nesskip var(að ég held) var þetta skip sem hérlendis hét Ísnes
Tíminn 22-07-1977
Hér sem undir fyrsta nafninu Fritre
© Peter William Robinson
Fyrsti íslenski skipstjóri var Gunnar Magnússon til 1979
Hef ekki fundið út hver var yfirvélstjóri
Seinni fastráðnir skipstjórar vou
Hafliði Baldursson 1979-1981
Hér heitir skipið Frisnes
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Hér Ísnes
© Peter William Robinson
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© Frits Olinga-Defzijl
©Petros Psarras
Hér Ocean Wood
©Petros Psarras
Hér Flash. Yfirgefinn á Bay of Augusta Sikiley
© Capt Peter
Myndin mun hafa verið tekin 14-03-2015
22.01.2018 17:44
Vesturland I
© PWR
Skipið smíðað hjá Fiskestrand Værft Fiskestrand Noregi 1973 fyrir Hólma h/f Ytri Njarðvík sem HVALSNES Fáninn var Íslenskur Það mælist 397,0 ts 945.0 dwt,Loa: 60,80 m brd: 9,50 m 1974 fær skipið nafnið FRENDO HVALSNES 1975 aftur HVALSNES Skipið var selt Nesskip h/f á Seltjarnarnesi 1976 og fær nafnið VESTURLAND Nes h/f yfirtaka skipið 1982 og skíra VAL Skipinu hlekkist á sem fyrr segir og sökk í höfninni í Vyborg 22-10-1992 og það rifið upp út því
© PWR
© PWR
Skipstjórar á skipinu sem Valur voru þeir
© PWR
@Ric Cox
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
21.01.2018 09:36
Suðurland I hjá Nesskip
Suðurland I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Fyrsti skipstjóri á skipinu hérlendis var:
Gunnar Magnússon 1974-1977
Með Eirík Eiríksson sem yfirvélstjóra
Suðurland I
Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar©ókunnur
Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar©ókunnur
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
Aðrir fastráðnir skipstjórar á skipinu voru:
Hafliði Baldursson 1977-1979
Gunnar Guðnason 1979-1981
Halldór Almarsson 1981-1982
Sko kemur þessi frétt og meir svo þessi Og að lokum þessi
Svo að endingu maðurinn sem fórst í þessu hræðilega slysi
15.01.2018 21:34
Hlé
15.01.2018 03:56
Dísarfell II
Hér sem LENE NIELSEN

Skipið var smíðað hjá Aarhus F&M í Aarhus Danmörk 1967 sem:LENE NIELSEN Fáninn var: danskur Það mældist: 1183.0 ts, 2165.0 dwt. Loa: 70.40. m, brd 11.50. m Aðalvél MAK 1600 hö Ganghraði12.5 sml. Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1973 DISARFELL - 1984 PELIAS - 1988 PEPPY - 1993 DANIELLA B. - 2002 SOFASTAR - 2004 FLAURINEDA - 2005 BARINAS Nafn sem það ber í dag undir fána Venezuela
Hér sem Dísarfell

Úr safni Samskip © ókunnur
Með Eirík Sigurðsson sem yfirvélstjóra
Heiðar Kristinsson1975-1976 Og 1980-1984
Hjalti Ólafsson 1976-1978
Dísarfell II
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Hér sem Peppy

© Graham Moore


© Duncan Montgomeri
Að lokum það sem Kristján Ólafsson skrifar um skipið í sinni samantekt um Skipadeildina og Samskip:
"Skipið var keypt notað og ætlað til almennra vöruflutninga milli Íslands og Evrópu. Var í siglingum til hafna við Eystrasalt, Sovetríkjanna, Pólands og Finnlands, með útflutningsvörur frá Íslandi og innflutningi til Íslands með fóður, salt, áburð og timbur o.fl. Óþekkt hvar skipið niðurkomið janúar 2012."
14.01.2018 07:59
Jökulfell II
Mynd frá:Sammlung Amtsarchiv Büsum
Hér sem Bymos
© Hawkey01 Shipsnostalgia
©Handels- og Søfartsmuseets.dk
Jökulfell II var smíðað hjá Busumer SY í Busumer Þýskalandi 1968 sem Bymos fyrir danska aðila. Skipið mældist: 499.0 ts 1677.0 dwt. Loa: 75.60. m brd: 11.90 m AðalvélMAK2027 hö Ganghraði15.0 sml Skipadeild SÍS kaupir skipið 1976 og skíra Jökulfell 1985 er II bætt aftan við nafnið sennilega vegna komu Jökulfells III. Skipadeildin selur skipið 1986 og fær það nafnið Polar Ice 1991 Coast Way 1994 Jacmar nafn sem það ber í dag undir Panama fána
Jökulfell II
© PWR
Skipinu stjórnaði í byrjun hérlendis Reynir GuðmundssonReynir Guðmundsson(1935-2010)
Með Baldur Sigurgeirsson sem yfirvélstjóra Baldur Sigurgeirsson(1936)
Annar fastráðinn skipstjóri á skipinu hérlendis var Hjalti Ólafsson 1975-1985Hjalti Ólafsson(1926-2007)
Jökulfell II
© PWR
Mynd frá Samskip © ókunnur
Úr safni Samskip © ókunnur
Mynd tekin af málverki sem var í eigu Hjalta heitins Ólafssonar skipstjóra
Mynd tekin af málverki sem var í eigu Hjalta heitins Ólafssonar skipstjóra
Svo var skipið selt
Þetta skrifar Kristján Ólafsson um skipið í sínu yfirliti um Skipaútgerð Samvinnumanna:"Skipið var keypt notað þegar eldra frystiskip með sama nafni skemmdist vegna strands og það selt til niðurrifs. Skipinu var ætlað að þjóna freðfiskflutningum frá Íslandi til Norður Ameríku og Sovétríkjanna. Einnig sinnti skipið tímabundnum leiguverkefnum erlendis. Nafni skipsins var breytt 1985 í Jökulfell ll, þegar nýtt "Jökulfell" kom í flota Sambandsins"
13.01.2018 07:17
Litlafell II
Lítum í Tímann frá 1971 Svo var beðið eftir skipinu.Svo kemur það
Hér heitir skipið Sioux
© Hans-Wilhelm Delfs
Hér Litlafell
@ Graham Moore.
Skipið var smíðað hjáLindenau í Kiel,Þýskalandi1964 sem:SIOUX Fáninn var:Þýskur Það mældist:949.00 ts,1250,00 dwt.Loa:67.50.m, brd:9.90. m
Aðalvél:MAK 1100 hö Ganghraði 12.sml.Skipið gekk undir þessum nöfnum 1971 LITLAFELL - 1982 ÞYRILL - 1984 VAKA - 1990 TARINA - 1997 RAMONA - 1998 HALMIA Nafn sem það bar síðast undir fána © Hawkey01 Shipsnostalgia
Hérlendis stjórnaði skipinu í fyrstu öðlingurinn og dugnaðarforkurinn Ásmundur Guðmundsson 1971-1975
Ásmundur Guðmundsson (1929-2012)
Með Jón Guðmundsson bróðir sinn sem yfirvélstjóra
Fastráðnir skipstjórar á skipinu hjá Skipdeildinni eftir Ásmund
Guðni E Lange 1975-1976
Sveinþór Pétursson 1976-1978
Georg St Scheving1978-1979
Guðni Björnsson 1980-1982
Svo kom að því Og skipið var svo selt
Sigurður Markússon
Hér heitir skipið Vaka og er í eigu Sigurðar
©yvon Perchoc © Patrick Hill
© Patrick Hill
Hér sem Tarina ©Jan Melchers
Hér sem HALMIA
Mín plögg segja þetta um skipið: Status of ship :No Longer updated by (LRF)
IHSF since 24/01/2012.
Eftirfarandi er fengið að láni úr.Sögu "Skipadeildar SÍS og Samskipa h/f"skráða af Kristjáni Ólafssyni En við þessa samantekt Kristjáns hef ég stuðst mikið við í færslum um Skipadeildarskipin Á Kristján miklar þakkir skilið fyrir að leyfa mér að notast við þau gögn:"Samband ísl. Samvinnufélaga og Olíufélagið h.f. keyptu skipið notað til landsins þegar eldra og minna olíuskip með sama nafni var selt úr landi. Skipinu ætlað að þjóna strandflutningum með olíuafurðir og einnig flutningi á lýsi til Evrópulanda sem það gerði. Einnig var skipið í tímabundnum leiguverkefni erlendis. Skipið afskráð úr flokkun 2006. Ekki vitað um skráninagrland og afdrif janúar 2012"
Ég vil svo endilega biðja menn sem hafa tíma og eða nennu og kannske einhverja ánægju að lesa árangurinn af þessu grúski mínu að hjálpa mér við að halda þessari síðu á lífi.Og leiðrétta mig sé ég að vaða einvern reyk t.d vegna lélegs prófarkalesturs.fljótfærni eða þvíumlíku Einnig ef myndir sem ég hef aðgang að eru lélegar.Það er nú þannig að fimm sverir þumaputta á hvorri hendi geta oft gert mikinn usla séu þeir látnir óáreittir vegna fg ástæðna Og ég hreinlega auglýsi hér með eftir góðum aðstoðarmönnum Og ef menn eiga t.d myndir af skipum og mönnum sem koma við sögu þeirra og gætu hugsað sér að lána mér þær til birtingar hér að senda mér þær Ég er t,d afar óánægur með þær einu myndir sem ég fann af tveimur mönnum sem komu við sögu þessarar færslu Eigi menn betri myndir af þeim væru þær vel þegnar.Rafpósturinn minn er: Góður vinur minn Ólafur Eyvinsson sendi mér um daginn skemmtilegar myndir á lykli Því miður láðist mér af einskærri fljótfærni að "Save" það sem á honum var áður en ég skilaði honum aftur. Ég þakka þeim kærlega sem hafa nennu að skoða þessa síðu Og vildi óska að menn hefðu,þó ekki væri nema snefil af þeirru ánægju að lesa þetta eins og ég hef af að grúska í þessu Verið ávallt kært kvödd
12.01.2018 12:03
Hamrafell

Úr safni Óskars Frans ©ókunnur
Með Ásgeir Árnason sem yfirvélstjóra
Hamrafell

Úr safni Óskars Frans© ókunnur
Úr safni Samskip © ókunnur
© Sjohistorie.no
11.01.2018 19:45
Litlafell I
LITLAFELL I
Litlafell I var smíðað hjá Norrköpings Varv í Norrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER. Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts 879.0 dwt. Loa: 65.60. m brd: 9.00. m Aðalvél Atlas Polar 750 hö Ganghraði11,0 sml Skipadeild SÍS og Olíufélagið h/f keyptu skipið 1954 og gáfu því nafnið Litlafell.Þeir selja það svo 1971 og fær það nafnið POLYXENI 1973 GLAROS - 1975 MARK III Um endalok skipsins er þetta að segja í þeim plöggum sem ég hef um skipið::No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010) Síðasta flaggið var Honduras
Úr safni Samskip © óþekktur
Skipinu stjórnaði í fyrstu hérlendis Bernharð Pálsson til 1964
Með Sigurjón Jóhannsson sem yfirvélstjóra
LITTLAFELL I
Úr safni Samskip © óþekktur
Fastir skipstjórar á skipinu eftir Bernharð voru:
Hörður Friðbertson 1964-1965
Ásmundur Guðmundsson 1965-1971
Svo kom að þessu
11.01.2018 07:52
Hvassafell II ?
Togarinn HVASSAFELL.Var nr I með þessu nafni hjá Samvinnumönnum
Skannað úr bók Jóns Björnssonar Ísl skip © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Dundee Shipbuilding.& co Dundee 1907 Sem Urania M217 fyrir aðila í Milford Það mældist 64.0 ts 141.0 dwt. Loa 36.50 m brd: 6.50 m 1914 er skipið endurmælt og mældist nú 187.0 ts 212.0 dwt Sama ár er skipið selt til Ayr heldur nafni en fær AR1 sem einkennisstafi 1922 er skipið selt til Hull heldur nafni en fær einkennisstafi H519 Skipið er selt til Svíþjóðar (Gautaborgar) og þaðan kaupa svo KEA-menn skipið 1937. Svona er sagt frá því í blöðunum m.a og svo endalokin hér
HVASSAFELL II Kom svo 1946
Svona var sagt frá komu þess m.a Ennþá ítarlega hér

© söhistoriska museum se
Gísli Jónsson Eyland skipstjóri stjórnaði HVASSAFELLI í fyrstu eða til 1947
Með Ásgeir Árnason sem yfirvélstjóri
Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri Ítalíu sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt. Loa: 83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nafnum en það var selt til Portúgal 1964 og fékk það nafnið Ana Paula
Hvassafell II
Ég man eftir hvað þetta skip þótti glæsilegt þegar það kom fyrst í Borgarnes. Sem hefur sennilega verið fljótlega eftir að það kom nýtt til landsins. Og ég man hve ég öfundaði einn af æskufélögunum af að eiga bróðir þar um borð. Ekki man ég nú alveg eftir hvort bróðir hans Jón Danielsson var þarna í byrjun en mig minnir að hann hafi komið þangað fljótlega. Annar borgnesingur Helgi Ólafsson var líka mikið á þessu skipi. Og þeir geta hafa verið fleiri þó ég muni það ekki
Hvassafell II
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Hér er skipið að lesta óvenjulegan flutning í Vestmannaeyjum
Úr safni Friðriks Harðarsonar ©Hörður Sigurgeirsson faðir hans
Fastráðnir skipstjórar skipsins eftir Gísla J Eyland voru:
Sverrir Þór 1947-1948
Bergur Pálsson 1948-1954
Guðmundur Hjaltason 1954-1962
Jörundur Kristinsson 1962-1964
Svo kom að´í Ítarlega sagt frá því hér
ANA PAULA komin að fótum fram
Úr safni Marijan Zuvic
Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það 15 mai sama ár til Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem það var rifið.
10.01.2018 14:03
Snæfell I
Saga skipsins
Þann 18 desember 1916 lagði lítið flutningaskip THYRA af stað frá Cardiff áleiðis til Oporto Farmurinn var kol. Ferðin gekk snuðrulaust þar til að skipið var statt á 44°38´0 N og 008°45´0 V um hádegi þ 22 des. Þá heyrðu skipverjar skotdrunu og sáu skot falla i sjóinn. stb megin við skipið Á sama augnabliki sáu skipbverjar kafbátinn U70 komin úr djúpinu bb megin. Höfðu kafbátamenn híft upp merkjaflöggin T.A.F. (sýnið skipsskjöl) Lét skipstjórinn róa með sig yfir að kafbátnum og afhenti Otto Wünsch foringa bátsins þau
Otto Wünsch foringi U70
Foringinnn gerði skipstjóranum strax ljóst að hann hefði ekki í hyggju að sökkva skipinu. En bað skipstjóra um lista yfir farm,birgðir af olíu og vistum skipsins Síðan tjáði foringinn skipstjóranum að hann hefi hertekið skipið sem fylgdarskip Síðan voru fimm sjóliðar settir um borð í norska skipið. Voru þeir að sjálfsögðu vel vopnaðir auk þess að þeir höfú með sprengiefni til að sprengja skipið í loft upp kæmi eitthvað fyrir kafbátinn Síðan var siglt og sáu þýsku sjóliðarnir um siglingu skipsins. Einu skipi var sökkt meðan á "herkvínni" stóð og sjö manna áhöfn þess tekin um borð í THYRU. 30 des var skipinu siglt inn til Carino á Spáni Skipshöfnin og skipbrotsmennirnir settir þar í land. En sjóliðarnir sigldu skipinu út úr höfninni með þá ætlun að sökkva því. Í stuttu máli misstókst það og um síðir komst það í hendur eigenda sinna aftur.Strax á eftir er skipið seldt innanlands í Norgegi og fær nafnið KONGSHAUG
Kafbátur sömu gerðar og U70
Var skipið oft eftir þetta notað til Íslandssiglinga. Svo er það laugardaginn 28 október 1934 þá slitnaði skipið uppaf legunni og rak upp í Skútufjöru í Siglufirði. Þetta skeði í ofsaveðri sem skall á aðfaranótt föstudags. Skipið var lestað 6000 tunnum af svokallaðri matjesíld og tilbúið til siglingar þegar veðrið skall á en farmurinn átti að fara til Gdynia í Póllandi. Menn voru í fyrstu vissir um að skipið næðist ekki út. En viti menn skipshöfninni tókst það þ 4 nóv. Þeir réru með akkerin út frá skipinu og hífðu svo í þau og losuðu skipið þannig. Það var sterkt í þessum gömlu skipum. Þó ekki sé hægt að tala um stórgrýtta fjöru er grjót í henni En botn skipsins hafði nú skemst og síður beyglast. Ketillinn hefir lyfst upp um 11 cm. og leiðslur sprungið. Skipið var svo dregið til Akureurar og því lagt þar við bryggu og síldinni skipað upp óskemmdri. Félag með KEA í broddi fylkingar keyptu svo skipið og skírðu Snæfell Og í byrjun mars 1935 sigldi það til Noregs til viðgerðar og í apríl hóf það vöruflutninga til og frá landinu.
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Ekki voru ævintýrin búin að yfirgefa þetta litla skip því 8 apríl 1940 var skipið statt í Kristanssand og vöknuðu skipverjar á Snæfelli við geysilega skothríð Áttu menn sér einskis ills von, og viss ekki hvaðan á sig stóð veðrið.Þannig segist einum skipverja Guðjóni Guðbjörnssyni fyrsta stýrimanni frá atburðinum í viðtali við Morgunblaðið eftir að skipshöfnin var komin heim í okt sama ár.:"Þannig hagar til, að strandvirki er fyrir utan höfnina, Oddeyraryirki kallað. Er við gátum áttað okkur á því, hvað um var að vera, sáum við, að úti fyrir Oddeyraryirki voru mörg herskip og skutu á virkið. En höfnin og aðalbærinn var í sömu skotlínu að heita mátti frá skipunum og að virkinu. Svo fallbyssuskothríðin dundi yfir höfnina og bæinn. Seinna fréttum við að 17 þýsk skip hefðu verið þar úti fyrir.
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Tveim herskipum söktu Norðmenn. Og í einu herflutningaskipi kviknaði. Stóð það í báli allan daginn og næstu nótt. Við héldum kyrru fyrir í skipinu til kl. 6 um morguninn. En þá sáum við þann kost vænstan að flýja þaðan í land. Þrír skipverjanna urðu síðbúnastir. Beið ég eftir þeim, til þess að verða síðastur frá borði. Er við hurfum frá skipinu, voru hinir farnir á undan okkur. Höfðu þeir leitað sér skjóls fyrir skothríðinni í klettum fyrir vestan höfnina. En þegar við komum upp úr skipinu, var þétt skothríð milli okkar og kletta þessara, og því sama sem að fara í opinn dauðann fyrir okkur að halda í þá átt. Rétt um leið og við vorum að stíga af landgöngubrúnni kom svo hár hvellur frá skipinu, að líkast var sem skipið hefði splundrast. Er við litum til baka, var afturhluti skipsins á kafi í svörtu reykskýi. Ég ætlaði með félögum mínum að leita skjóls í kornvöruskemmum, sem þarna voru nálægt.
Gísli Eyland fyrsti og eini íslenski skipstjóri á Snæfelli
Óvíst um yfirvélstjóra
Voru skemmurnar tvær og sund á milli þeirra. Hlupum við upp í sundið. En þegar þangað kom lenti sprengja á þakið á annari skemmunni og hrundu um okkur glerbrotin og flísarnar af þökunum. En sprengjubrot lenti fram hjá öxlinni á einum félaga mínum og fletti af honum fötunum, svo skein í bera öxlina, en manninn sakaði ekki.Skelfing hafði gripið alla bæjarbúa Urðum við sjónarvottur að þvi, að fólkið þeysti út úr borginni í skothríðinni og notaði allskonar farartæki. Það þyrptist jafnvel á opna timburvagna, sem voru á járnbrautarteinunum og fór á þeim út úr bænum.Við héldumst við innan um kornvörurnar í annari skemmunni þangað til kl. 8 um morguninn. Þá slotaði skothríðinni. Þá hafði varðliðið í Oddeyrarvíginu gefist upp. Heyrðum við síðar, að það hefði fengið fyrirskipun um það frá Osló. Voru hermennirnir þar afvopnaðjr, en þeim síðan sleppt.
Guðjón Guðbjörnsson fyrsti stm á Snæfelli
Áður en svo langt var komið var skotfærabúr virkisins sprengt í loft upþ, Gaus upp svo mikill eldur, að strókurinn stóð upp á miðjan himin. Er víð áræddum að fara úr skjóli, var ófögur sjón að litast um í bænum. í löngum götum var enginn gluggi heill. Og sum húsin, sem höfðu orðið fyrir fallbyssuskotum, voru ekki annað en spýtnabrak. Eldar komu upp víða í borginni og þusti slökkviliðið um alt, en fékk litla rönd við reist. Fjöldi fólks ungir og gamlir biðu bana, og enn fleiri særðust í skothríðinni þennan morgun. Er við komum úr pakkhúsinu fórum við fyrst niður á hafnarbakka til þess að svipast eftir Snæfelli. Við gátum eins vel búist við því, að það væri sokkið. En svo var ekki, og munaði þar litlu. Sprengjan, sem hafði lent á skipinu rétt í þeim svifum sem við fórum.í land, hafði flett úr því 4 plötum bakborðsmegin, borðstokknum og lá hann upp á hafnarbakkanum En 30-40 göt voru á þeirri hlið skipsins, sem sneri til hafs og var afturhluti þess allur beiglaður og skrámaður. En opin voru ekki neðar en 1 fet ofanvið sjávarmál. Göt voru á stjórnklefa og á tveim björgunarbátum Um kl. 10 f. h. voru allir skipverjar komnir aftur út í skipið. Aðgættum við það nú gaumgæfilega, hvort nokkur leki hefði komið að skipinu. En svo var ekki.
Og ekki má gleyma Guðjóni Vigfússyni mínum gamla vini sem var II stm á Snæfelli
Um sama leyti komu þýsk skip inn í höfnina og lögðust upp að hafnarbakka, þ. á. m. 2 stór herílutningaskip. Þustu hermennirnit í land. Var þeim ekkert viðnám veitt við höfnina eða í bænum, að því er við yrðum varir við. Hafði herliðið, sem í bænum var, haldið upp að Edjemoen, en svo heita bækistöðvar hersins skamt ofan við bæinn. Þar var barist efra í 2-3 daga. En lengur gat norska liðið ekki varist. Því skotfæri þess voru af skornum skamti eða þá um það bil að þrjóta. Mér var sagt síðar, að um 2000 norskir hermenn hefðu þar verið teknir til fanga og um 150 liðsforingjar. Mér skildist, að mannfall hefði verið tiltölulega lítið hjá báðum í þessari viðureign. Er við höfðum athugað skipið fórum við Gísli skipstjóri upp í bæinn. Þá voru Þjóðverjar búnir að taka á sitt vald allar opinberar byggingar þar. Blakti þýski fáninn á ráðhúsinu og víðar. Við ætluðum á fund dansk-íslenska ræðismannsins og leita ráða hjá honum.
Snæfell fékk að fara frá Kristansand til Lysekil
Lék okkur hugur á að koma skipinu úr höfninni og senda skeyti heim til að segja hvernig komið væri En þá var hervörðnr um hús konsúlsins og var okkur bannað að hafa samband við hann. Sögðu hermennirnir okkur að koma aftur kl. 4. Komum við þar á tilteknum tíma, og bárum upp erindi okkar. Konsúllinn sagði okkur að ekki þýddi að tala við hann um þessi mál. Því Þjóðverjar réðu í bænum, eins og við sæjum. Það væri til þeirra að leita, Er við leituðum til þeirra var ekki við það komandi, hvorki að hreyfa skipið, né að senda skeyti. Þann dag gerðu enskar flugvélar tvær árásir á höfnina. En þær geruð lítinn usla. Höfðuðu Þjóðverjar loftvarnabyssur til að taka á móti þeim. Flugvöllinn, sem er nálægt Kristianssand, tóku Þjóðverjar strax.
Skipshöfnin af Snæfelli komst svo til Íslands 15 okt 1940 eftir erfiða ferð norður til Petsamo í N-Finnlandi. Og þá eftir sjö mánaða fjarveru
© Tryggvi Sig
Heyrðum við, að þeir hefðu strax fyrsta daginn komið þangað með 120 flugvélar. Þ. 12. apríl komu 12 breskar flugvélar yfir höfnina í Kristianssand og gerðu talsverðan usla, þó margar sprengjurnar lentu í sjónum. Ein kom niður rétt hjá Snæfelli. En skipið sakaði ekki. Þá leituðum við skjóls í landi. Ög næstu nætur voru flestir skipverja í loftvarnabyrgjum. Því altaf voru loftásir við og við. En Bretar lögðu mesta áherslu á að hitta flugvöllinn. Eitt sinn varð þar mikið tjón í loftárás og eldar, sem lengi var verið að slökkva. Nokkru síðar fengum við leyfí Þjóðverja til þess að fara með skipið út úr höfninni og koma því í viðgerð. Var það gert með tilliti til þess, að við fengjum að sigla heim að yiðgerð lokinni. Við áttum að flytja tunnustafi heim. Viðgerðinni var lokið 6. maí. Þá var byrjað að lesta skipið að nýju. En áður en því var lokið kom fregnin um hernám íslands.Og þá var öll von úti um heimfararleyfi Snæfells.En með tilstyrks Vilhjálms Finsen fengum við að sigla skipinu til Lysekil í Svíþjóð. Við fengum fararleyfi 23. júní. Við fengum leiðbeiningar hjá Þjóðverjum til þess að komast framhjá tundurduflasvæðum meðfram norsku ströndinni. En þegar henni sleppti höfðum við engar leiðbeiningar.
Snæfell
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Þá urðurðum við að láta hending ráða.Er við hittum hafnsögumanninn í Lysekil sagði hann, að við hefðum siglt gegnum tundurduflasvæði. En það kom ekki að sök" Hér lýkur viðtalinu við Guðjón..Nú skipið var síðan skilið eftir í Lysekil en áhöfnin fór öll heim að lokum með Esju frá Petsamó að undanskildum skipstjóra (Gísla Eyland) sem varð eftir þar til skipið var selt þar sem það lá í Svíþjóð. Kaupandinn var finnskur. Það var síðan tekið af honum af þjóðverjum og sett undir þýskan fána. Því var svo skilað aftur 1945 og sigldi undir finnskum fána þar tl 1952 að það er selt til Costa Rica. Það kemur síðan til Hamborgar í mars 1955 þar sem það var rifið Þannig lauk ævi þessa ævintýraríka 54 ára öldungs En skipið varsmíðað hjá Stavanger Stöberi í Stavanger Noregi 1901 sem THYRA Fáninn var norskur Það mældist: 749.0 ts, 1000.0 dwt. Loa: 59.40. m, brd: 9.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum; 1924 KONGSHAUG - 1935 SNÆFELL 1941 RITA H. -1952 WILLY Nafn sem það bar síðast undir fána Costa Rica
10.01.2018 04:52
Hoffell
Hoffell
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Qingshan í Wuhan Kína 2000 sem:MADELEINE.Fáninn var:ATG Það mældist:4388.00 ts,5537.00 dwt.Loa: 100.80. m, brd 18.80. m. Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2015 SAMSKIP HOFFELL Nafn sem það ber í dag undir Hollenskum fána Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Síðustu fréttir af skipinu hér
08.01.2018 18:27
Framtíðaskip hérlendis ??
Þessi heitir Delphis Gdansk
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Hanjin HI & Construction Co í Busan S-Kóreu 2017 sem:DELPHIS GDANSK Fáninn var:Hong Kong Það mældist:25715,00.ts 24700.00 dwt.Loa:177.54.m, brd 30.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessum eina nafni og fána
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
08.01.2018 12:21
Ljósafoss I
LJÓSAFOSS
© Jan Anderiesse.
Með Gísla Hafliðason (1925-2013) sem yfirvélstjóra
Skipið var smíðað hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt ECHO.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Aðalvél Werkspoor 1850.hö/1361 kw Ganghraði 14.sml.Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og gefur því nafnið LJÓSAFOSS.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið PECHEUR BRETON,1987 er það selt til Seychelles Isl en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þar Allavega fallegast af notuð keyptum skipum
Hér sem ECHO
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
© Yvon Perchoc
Svo kom að því
Hér heitir skipið PECHEUR BRETON og komin í nýjan búning eftir Íslandsveruna
@Jan Harteveld
© Yvon Perchoc
© Yvon Perchoc