26.01.2010 22:14

Gamlir Eimarar

Þetta þótti "risaskip"þegar Eimskipafélag Íslands keypti það 1948.Það var smíðað hjá Consolidate Steel í Wilmington Cal USA 1945 Skipið var af svokallaðri C1-M-AV1 gerð.Skipið mældist 3805 ts 5032 dwt.Loa:103.20.m brd:15.20. Skipið er selt úr landi 1964 og fær nafnið Seoul. Skipið dregur akkerið og rekur á land við hafnarborgina Inchon í S Kóreu 29-08-1973.Skipið var svo rifið á strandstað upp úr því
Þarna einhverstaðar bar hann beinin blessaðurÞetta var annað "smáskipa" sem Eimskipafélag Íslands keypti 1963 til að bæta þjónustuna við smærri hafnir landsins Það var byggt 1958 sem Mille Heerring fyrir danska aðila hjá Århus Dry Dock.Það mældist 1599.0 ts 2335,0 dwt.Loa:78,5,0 m brd:11.50.m Eimskipafélagið kaupir skipið eins og fyrr segir 1963. Og skírir Bakkafoss. Það er selt úr landi 1974 og fær nafnið Five Flowers. Það endar svo tilvist sína í skipakirkjugarðinum í Chittagong Banglades 1983Og þessi bar þau hér einhverstaðarNæst er lítill "frystibátur" hann var byggður sem Utstraum hjá Eides Sönner í Höylandsbygd í Noregi 1972 fyrir norska aðila.Skipið mældist 702.0 ts.594,0 dwt. Loa: 55,10 m brd: Skipið var selt úr landi 1992 ? og fær nafnið Badr 1995 Gulf River 1998 Arabian River 2005 Sara og 2006 Al Yamama nafn sem hann siglir undir enn í dag með fána Sierra Leone

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633302
Samtals gestir: 504392
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 02:40:25
clockhere