11.02.2010 19:15

Muna menn eftir þessum ??

Þó þetta sé aðalega ætlað fyrir fragtskip læt ég hér 1 togara fylga með Þessi togari komst í heimsfréttir fyrir tæpum 50 árum vegna atburða hér á landi. Muna menn eftir  skipinu og á hvaða hátt það tengdist Íslandi fyrir utan atburðina ?? Jú þetta var hið sögulega skip Brandur Sem tekið var í Landhelgi 25 apríl 1967.Það var flugvél "Gæslunnar"sem stóð skipið að ólöglegum veiðum 3,5 sml innan við landherlgislínuna á Eldeyjabanka.Varðskipið Þór fylgdi svo skipinu til Reykjavíkur. . Var mál skipstjóra tekið fyrir og var haldið að því lyki fimmtudaginn 27 apríl en þetta dróst og svo vegna helgarleyfa og 1sta mai´átti að halda þeim áfram þriðjudaginn 2 maí.Þetta fór í taugarnar á Bernard Newton skipstjóra skipsins sem var eigandi skipsins á móti Þórarni Olgeirssyni yngri.Newton tældi þá 2 lögregluþjóna sem stóðu vagt með heitu tei inn í kompu á stjórnpalli og læsti þá þar inni og leysti landfestar.Og hreinlega "strauk"út úr höfninni.Þetta skeði 0115 aðfaranótt sunnudagsins 29 apríl.Skipið átti"bókaðan" brottfarartíma hjá Hafnarvagt.Þeir, varðmenn í skýli landhelgisgæsku og götulögreglumenn á vagt sáu er skipið sigldi út úr höfninni en héldu að máli þess væri lokið. Skipið "fannst" svo 11 tímum seinna 44 sml frá Snæfellsnesi Og aftur var það flugvél LHG sem fann skipið Varðskipið Óðinn fylgdi svo skipinu aftur til hafnar í Reykjavík.Newton fékk svo 300.000 kr sekt og 3ja mánaða varðhald skilorðsbundið .Auk upptekningu á veiðarfærum og afla Settar voru tryggingar og skipið sigli frá Reykjavík 5 mai. Þau urðu örlög Newton sem stundum var kallaður "The Beast of Bostons" urðu þau ,að eftir að hafa hætt skipstjórn ári eftir þessa atburði þá myrti sonur hans hann nokkuð mörgum árum seinna. En Newton hafði snúið sér að rekstri næturklúbba eftir að hann hætti á sjónum

     @Steve Farrow

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880489
Samtals gestir: 532803
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 14:37:17
clockhere