19.02.2010 20:28

Jöklar

Hérna eru myndir af skipum sem  fluttu mikil verðmæti frá landinu.Þótt 2 hafi verið fjarri landinu í lengri tíma með  íslenskt flagg  í skut. Ég fékk 2 myndir sendar frá velunnara síðunnar sem ekki gat greint frá ljósmyndaranum. Og ef einhver kannast við myndir sem sá hinn sami hefur tekið bið ég hann að láta mig vita. Ef myndin er óvelkomin á síðuna mun ég taka hann strax út og biðjast afsökunnar.Þótt sumum þyki það kannske of seint í rassinn gripið. En myndirnar vekja bara upp gamlar minningar svo ég stóðs ekki freistingarinnar að birta þær. En tunnumyndina af Drangajökli sendi mikill velunnari síðunnar Sigmar Þór mér og er eiganda getið við myndina. En að fyrsta skipinu.Langjökull smíðaður hjá Århus Drydock 1959 Danmörk Fyrir Jökla h/f Reykjavík. Skipið mældist 1987,0 ts. 2000.0. dwt. Loa: 87. 90 m brd: 12.60 m Skipið var selt 1967 til N-Kóreu og fær nafnið Mag 1 1967 Poong De San 1995 La Pal San. Skipið var tekið af skrá 2001

@ torfi haraldsson

 Næsta skip Drangajökull var smíðaður hjá Van der Wert í Deest Hollandi 1961 fyrir Jökla Skipið mældist 1909 ts  2100 dwt, Loa: 86.0 m brd. 12,60 m. Það var selt til N-Kóreu 1967 og fær nafnið Mag 2 1968 Na Pal San 1995 Bong Dae San. Nafn sem skipið ber enn þann dag í dag undir fána N-Kóreu


@ ókunnur
 Hér er skemmtileg mynd. Og vísar til 2ja verkunar aðferða frystingar og söltunnar


@sig. sigurðsson frá stakkagerði

Síðastur í upptalningunni er Hofsökull smíðaður hjá Granemouth Dock Yard í Granemouth Skotlandi 1964 fyrir Jökla. Skipið mældist 2361.0 ts  2860,0  dwt. Loa:89.50 m brd: 13,80 . Eimskipafélag íslands kaupir skipið 1977 og skírir Stuðlafoss. Það er selt úr landi 1986 og fær nafnið Malu. 1989 Miss Xenia 1993 Maya Reefer Skipið var svo rifið í Alang í mars 2003


@ókunnur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880500
Samtals gestir: 532804
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 15:15:47
clockhere