22.04.2010 13:20

Gamlingar en hvaða?

Öll þessi skip flögguðu íslenskum fána að einum undanskildum hverjir eru þetta;
Tekið skal fram að ég fékk góðan vin minn til að "sýsla"  aðeins með myndirnar til að gera þetta aðeins erfiðara.1stan meðal jafninga er skip sem byggt var hjá Keremer Sohn Shipsyard í Elmshorn 1962 sem Rangá fyrir Hafskip h/f í Reykjavík Það mældist 499.0 ts 1666.0 dwt.Loa:66.50 m brd: 10,20 m Hafskip selja skipið 1974 ril Danmörk og fékk það nafnið John. 1985 nafnið Eastland 1989 sitt gamla nafn Ranga að vísy vantaði kommuna yfir aið í restina 1990 nafnið High Wind 1990 Kostas P og 2005 Philippos K Það kviknaði í skipinu 21-07-2007 í Perama á eyjunni Corfu Upp úr því var skipið rifið á ninni ilræmdu Aliaga strönd á Indlandi sama ár.


@Ric Cox

@Ric Cox


@Ric Cox
Næst var svo skip sem byggt var hjá Frederikshavn Værft A/S í Frederikshavn Danmörk 1975 sem Mercandian Supplier fyrir Mercandia Rederiene (Per Henriksen).Það mældist 1599,0 ts 2999,0 dwt. Loa: 78.30 m brd: 13,10,m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1977 og skírir Háafoss. Skipið er selt til Svíþjóðar 1981 þar sem það fékk nafnið Nogi 1990 fær það nafnið Depa Quarta 1994 Averno og 1995 Emelie.Nafn sem það ber í dag og flaggar fána Tanzaniu
@Ric Cox
Næst er það skip sem ég hef lýst  hér á síðunni og gekk undir nafninu Selfoss hér á landi En eins og fyrri mynd var átt svolítið við myndina til að gera skipið óþekkjanlegra Hér sem Selfoss:


@Ric Cox
Og hér sem Gardsun en skipið siglir í dag undir nafninu Gloría og veifar rússnesku flaggi

@Ric Cox

Að síðustu er það skip sem byggt var hjá Örskov Christensens Shipsyard í Frederikshavn í Danmörk 1991 sem Maersk Euro Tertio fyrir danska aðila Það mældist 7676.0 ts 8509.0 dwt. Loa: 126.60 m brd: 20.70 m 1994 fær skipið nafnið Hanne Sif 1995 Elisabeth Delmas 1996 Vento Di Ponente 1996 Hanne Sif 1999 kaupa ? Eimskip skipið og skíra Selfoss. Nafn sem það ber í dag em veifar flaggi Antigua and Barbuda


@Ric Cox

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635243
Samtals gestir: 504767
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 02:11:37
clockhere